Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Rltstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraidur Sveinsson. Matthías Johannessen, StyrmirGunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Skattlagning sparnaðar Samdráttur í utanrí skiptum Sovétríkj; Orkuskortur hindrar hagvöxt í ríkjum A-Evrópu Raunsæir stjórnmálamenn hafa um árbil — og rétti- lega — lagt áherzlu á þjóðar- viðnám gegn verðbólgu, gegn viðskiptahalla við umheiminn og gegn óhóflegum erlendum skuldum. Verðbólgan, sem hæst reis 1978-1983, lagði innlendan peningaspamað nánast í rúst. Afleiðingin var sú, að íslenzkir atvinnuvegir og þjóðarbúskap- urinn í heild urðu háðari erlendu lánsfjármagni, það er erlendum spamaði, en ella hefði orðið. Einstaklingar, sem trúðu peningastofnunum fyrir spam- aði sínum á verðbólguárunum, þar á meðal fólks sem lagði fjármuni fyrir til efri ára, var grátt leikið. Sparifé fólks brann á verðbólgubálinu — í höndum lánastofnana. Svo fór sem við mátti búast og fyrr er sagt, að innlendur peningaspamaður hrundi. Verðbólgan hvatti og til / ótímabærrar eyðslu. Vissan um að hvaðeina, sem kaupa mátti fyrir peninga, hækkaði í verði frá degi til dags, kostaði jafn- vel meira síðdegis en árdegis, kallaði á „kaupæði", sem sagði meðal annars til sín í viðskipta- halla og eftirspum eftir erlendu lánsfé. Það var stórt spor til réttrar áttar í íslenzku efnahags- og atvinnulífí þegar innlendur peningaspamaður rétti úr kútnum — í kjölfar umtalsverðs árangurs í hjöðnum verðbólgu og jákvæðra raunvaxta spari- fjár. Innlendur peningaspam- aður er forsenda þess að innlent lánsfjárframboð svari frekar eftirspum atvinnuvega, ríkis og einstaklinga. Fátt er mikilvægara, þjóð- hagslega séð, en innlendur peningaspamaður. Þessvegna var nauðsynlegt að tryggja for- sendur slflcs spamaðar, það er verðtryggingu sparifjár og já- kvæða raunvöxtun. Aðrir spamaðarhvatar vóm og virkj- aðir. Þannig eru vextir af spamaði, sem hinn almenni sparandi leggur inn í viðskipta- banka eða festir í ríkisskulda- bréfum, undanþegnir tekju- skatti. Stærstur hluti spamaðar, sem Ieitað hefur ávöxtunar í viðskiptabönkum, spariskír- teinum eða öðmm verðbréfum, er í eigu almennings. Þessi spamaður er mikilvægur bæði fyrir atvinnuvegi og ríkisbú- skap, enda fjármunir afl þeirra hluta sem gera þarf. Engu að síður mátti búast við því, fyrr eða síðar, að skattaglaðir stjómmálamenn stöldmðu við innlendan pen- ingaspamað sem nýjan eða stækkaðan skattstofn. Þessi ótti var þó helzt tengdur þeim möguleika að vinstri flokkar réðu ferð í stjómarráði. Það kemur hinsvegar á óvart að Jón Baldvin Hannibalsson, flár- málaráðherra í núverandi ríkisstjóm, lætur að því liggja í fyrstu fjárlagaræðu sinni, að skattur á eignatekjur, eins og ávöxtun af spamaði, sé til skoðunar. Hann talar jafnframt um „upplýsingamiðlun frá bönkum og öðmm fjármála- stofnunum, svo og öllum sem verzla með hvers lags verð- bréf“. Skattlagning spamaðar, sem lagður er til ávöxtunar í við- skiptabanka, er sinna lánaþörf atvinnulífsins; spariskírteini, sem mæta Q'ármagnsþörf ríkis- ins — eða hlutabréf í atvinnu- og verðmætaskapandi atvinnu- rekstri (áhætturekstri) er meira en vafasamur. í fyrsta lagi hefur hinn al- menni sparandi þegar greitt tekjuskatt af spamaði sínum. Er það réttlætanlegt að þjóð- félagsþegn, sem leggur fyrir fjármuni í stað þess að eyða þeim, greiði oftar en einu sinni og jafnvel viðvarandi skatt af spamaði sínum, en sá sem eyð- ir öllum aflatekjum sínum aðeins einu sinni? í annan stað em eigendur hins almenna spamaðar að stórum hluta roskið fólk, sem lagt hefur fyrir fjármuni til efri ára; fólkið sem missti dijúgan hluta spamaðar síns á báli verðbólgunnar 1971-1983. Það væri samfélagsleg kald- hæðni ef stjómvöld höggva aftur í sama knémnn með nýrri spamaðarskattheimtu. Innlendur peningaspamað- ur, sem nú er að rísa úr öskustó verðbólguáranna, hefur miklu og vaxandi hlutverki að gegna í íslenzkum þjóðarbúskap. Stjómvöld og löggjafí eiga að vera hvetjandi en ekki letjandi aukins spamaðar, enda sam- ræmist það boðuðum megin- markmiðum ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum. Það væri hinsvegar spor aftur á bak, inn í stjómunarmistök, ef reiða á að nýju refsivönd að höfðum sparenda. VIÐSKIPTI Sovétríkjanna og iðnríkja Vesturlanda og Japan drógust saman um tæpan fjórð- ung á síðasta ári og samdráttur- inn nam 18 prósentum á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Samdráttur á síðasta ári átti sér einkum stað á fyrri helmingi ársins vegna þess að olía féll i verði og gengi Bandaríkjadollars iækkaði gagnvart helstu Evr- ópumyntum. Þetta leiddi til þess að Sovétmenn réðu yfir minni gjaldeyrisforða til að kaupa iðn- vaming frá Vesturlöndum. Vegna þess að mikill hluti þess tækjabúnaðar sem nauðsynlegur er til að auka afköst og fram- leiðslugæði í sovéskum verk- smiðjum er keyptur frá vestrænum ríkjum neyddust Sov- étmenn til að draga úr umfangi fjölmargara stórra verkefna sem þeir vinna að í samvinnu við mörg þessara ríkja. Samkvæmt opinberum tölum var viðskiptajöfnuður Sovétríkjanna hagstæður um rúma 320 milíjarða íslenskra króna á síðasta ári. Astæðan var einkum sú að verð- mæti innflutnings dróst saman umfram þann samdrátt sem varð á verðmæti útflutnings. Meiri hagn- aður varð af viðskiptum við önnur kommúnistaríki og ríki þriðja heimsins en viðskiptahallinn gagn- vart Vesturlöndum jókst enn frekar. Viðskipti Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja hafa farið stöðugt vaxandi. Arið 1985 námu þau 61,2 prósentum utanríkisviðskiptavið- skipta Sovétríkjanna en á fyrsta fíórðungi þessa árs hafði sú tala hækkað í 68,2 prósent. Orkusala heflir um árabil verið helsta útflutningsgrein Sovét- manna og svo var einnig á síðasta ári. Helmingur orkunnar fór til að- ildarríkja Efnahagsbandalags kommúnistaríkja (COMECON) sem stofnað var að undirlagi Sovét- stjómarinnar og lýtur forustu hennar. Vegna lækkandi olíuverðs juku Sovétmenn útflutning á olíu til COMECON-ríkjanna um 20 pró- sent árið 1986. Þrátt fyrir þetta er talið að gjaldeyristekjur af olíuút- flutningi hafi dregist saman um 180 milljarða íslenskra króna. Sovét- menn brugðust við þessari óæski- legu þróun með því að takmarka innflutning einkum á fyrra helmingi ársins. Sala á gulli jókst auk þess sem sala á vopnum til erlendra ríkja var aukin stórlega til að bæta upp tjónið. Þá gátu Sovétmenn einnig sparað gífurlegar upphæðir vegna þess að ekki þurfti að flytja inn nema tæpan helming þess koms sem keyptur hafði verið árið áður. Fjórfaldur viðskipta- halli Rúm 65 prósent þeirra véla og tækja sem flutt vom út fóm til ríkja COMECON. Innflutningur Sovét- manna var að langstærstum hluta vélar, tæki og farartæki ýmiss kon- ar og vom um 75 prósent þessa vamings flutt inn frá öðmm komm- únistaríkjum. Næst á eftir þessu kom innflutningur á matvælum, einkum hrísgijónum, tei, ferskum ávöxtum og grænmeti , frá vest- rænum ríkjum og þróunarríkjunum, sem jókst á síðasta ári. Hið sama gildir um ýmsan annan vaming einkum fatnað og lyf. Viðskipti við vestræn ríki og Jap- an drógust engu að síður saman á síðasta ári og námu 22,2 prósentum af utanríkisverslun Sovétríkjanna samanborið við 26,7 prósent árið 1985. Sovétmenn fá greitt fyrir olíu og gas í Bandaríkjadölum en borga stærstan hluta þess vamings sem þeir flytja inn frá Vesturlöndum í evrópskum gjaldeyri. Sökum þessa nærri fjórfaldaðist viðskiptahallinn gagnvart þessum ríkjum og nam alls um 150 milljörðum íslenskra króna (um 2.700 milljónum rúblna). Helsta viðskiptaland Sovét- manna á Vesturlöndum hefur um árabil verið Vestur-Þýskaland. Vestur-Þjóðveijar selja Sovétmönn- um einkum vélar, farartæki og lyf. Árið 1986 dróst olíuinnflutningur Vestur-Þjóðveija frá Sovétríkjun- um saman en hins vegar jókst innflutningur á gasi og málmum ýmsum. Finnar komu næstir Vest- ur-Þjóðveijum í viðskiptum við Sovétríkin og í þriðja sæti voru Japanar en viðskipti ríkjanna fóru vaxandi á síðasta ári eftir að ut- anríkisráðherrar þeirra höfðu tvfvegis komið saman til fundar. Utanríkisverslun við þróunarrík- in dróst einnig saman einkum vegna þess að Sovétmenn keyptu minna af komi og öðrum landbúnaðaraf- urðum frá Brasilíu og Argentínu en áður. Indland er enn helsta við- skiptaland Sovétmanna í þriðja heiminum. Er Mikhail Gorbachev Sovétleiðtogi kom þangað í opin- bera heimsókn í nóvemeber á síðasta ári undirrituðu hann og Rajiv Gandhi forsætisráðherra samning um stóraukin viðskipti ríkjanna. Var ákveðið að auka þau um 50 til 100 prósent á tímabilinu 1986 til 1990 miðað við fimm næstu ár á undan. Gandhi sagði á blaða- mannafundi sem boðað var til af þessu tilefni að stefnt væri að því að auka viðskipti ríkjanna um 250 prósent eftir 1992. Afganir voru annað helsta við- skiptaland Sovétmanna á síðasta ári. Því næst Líbýa, írak, Egypta- land og Sýrland. Sem fyrr sagði dróst utanríkisverslun við þróan- arríkin saman en nokkur lönd juku innflutning frá Sovétríkjunum eink- um Nicaragua og Angóla. Þróunarríkin skipa sífellt minni sess í utanríkisviðskiptum Sov- étríkjanna. Árið 1985 voru viðskipti við ríki þessi 12,1 prósent af heild- arviðskiptum Sovétmanna við útlönd en á fyrsta fjórðungi þessa árs voru þau aðeins 10,8 prósent utanríkisviðskiptanna. Aðgerðir Gorbachevs Gorbachev Sovétleiðtogi hefur gripið til ákveðinna aðgerða til að bæta upp tap vegna minnkandi ólíu- tekna og treysta efnahag landsins. Markmiðið er einkum það að bæta framleiðsluna til að efla útflutning og nýta betur vaming sem fluttur er inn erlendis frá. Akveðin fyrir- tæki og valdastofnanir hafa fengið leyfí til að eiga viðskipti við erlenda aðila og öðrum hefur verið heimilað að ganga til samvinnu við erlend fyrirtæki, og er hugmyndin sú að stuðla að beinni samvinnu þeirra. Lagabreytingar þessar gengu í gildi í byijun þessa árs og þótt ekki sé langt um liðið er tilefni til að ætla að breytingar þessar séu ekki nógu róttækar til að freista erlendra iðn- jöfra og kaupsýslumanna. Áður heyrðu erlend viðskipti undir 60 mismunandi stofnanir sem aftur lutu forsjá utanríkisviðskiptaráðu- neytisins. Þótt breyting hafi þama orðið á ræður ráðuneytið enn yfir allri orkusölu og útflutningi hrá- efna. Boris Pushkin, háttsettur starfsmaður ráðuneytisins, lýsti vonbrigðum sínum í viðtali við dag- blaðið Izvestia í maimánuði. Sagði hann að enn léti árangurinn á sér standa og kvartaði yfir óhóflegri skriffinnsku. Ibúar Goianiu ótt- ast frekari geislun Goiania. Brazilíu. Reuter. Seldu geislalækninga- tæki í byijun september bratust tveir menn inn í kjallara sjúkrahúss í Goiania þar sem meðal annars var að finna geislalækningatæki, sem hætt var að nota. Enda þótt tækja- búnaðurinn væri 700 kfló drösluðu þeir honum burt og seldu brota- jámskaupmanninum Devair Alves Ferreira. Ferreira lét slaghamar dynja á RÚMUR mánuður er nú liðin frá geislunarslysinu í bænum Goian- ia f BrazUfu, en tfminn virðist ekki ætla að græða öU sár þvf íbúar eru enn gífurlega hræddir um að ekki séu ÖU kurl komin tíl grafar þvf enn eigi fleiri eftir að deyja eða hljóta örkuml vegna geislunarinnar. Nú hafa fíórir menn dáið af völd- um geislunár en mörg hundrað hafa brennst eða veikst. Borgin sit- ur uppi með 450 tonn af kjamorku- úrgangi og efnahagur hennar er í rústum. Alít stafar þetta af háska- legri meðferð tæplega 100 g af hinni geislavirku samsætu sesín. Frammámenn í Goiania segja að viðskipti við önnur héruð landsins hefði minnkað um allt að 30% vegna hræðslu manna við að kaupa fram- leiðsluvörar frá Goiania. Nemur tekjutapið jafnvirði tæpra tveggja milljarða króna á mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.