Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 63 Jón Bragi Ásgríms- son — Kveðjuorð Fæddur 9. ágúst 1962 Dáinn 26. október 1987 Horfínn er af sjónarsviðinu drengur góður. Undirritaðan langar að minnast hans hér í fáum orðum. Er hringt var í mig til að skýra frá láti Jóns, vinar míns, var ég staddur úti á sjó fjarri mínum gömlu borgfírsku heimahögum, þar sem við höfðum átt svo marg- ar góðar stundir. Ég átti erfitt með að kyngja þeirri frétt að hann væri dáinn, fannst hálft í hvoru mig hefði verið að dreyma þetta fyrstu dagana á eftir, en því miður var þetta ekki draum- ur, heldur sorgleg staðreynd. Það skildi ég loks við útför Jóns Braga þegar ég sá ættingja hans og vini saman komna til að fylgja honum til grafar. Þá vaknaði ég upp af þessum ímyndaða draumi og fann sárs- aukann sem fylgir því að missa svo góðan vin. Kynni mín af Jóni Braga voru einna mest nú hin síðari ár, þó lengi hafi þau verið tii staðar. Samverustundir okkar voru margir og góðar, þær munu aldr- Haf narfjarðar- kirkja: Fræðsluer- indi um myndlist og trú DR. GUNNAR Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós, flytur annað fræðsluerindi sitt um myndlist og trú í Hafnar- fjarðarkirkju laugardaginn 14. nóvember. Erindið hefst ld. 10.30. Þriðja og sfðasta erindið verður flutt laugardaginn 21. nóvember og hefst á sama tíma. I framhaldi af erindaflutningnum verður boðið upp á kaffí og umræð- ur í Dvergasteini og stefnt er að því að öllu sé lokið fyrir hádegi, segir í fréttatilkynningu frá Hafn- arfjarðarkirkju. Órator með ókeypis lögfræði- aðstoð ÓRATOR, félag lögfræðinema við Háskóla íslands, mun bjóða upp á ókeypis lögfræðiaðstoð í vetur á fimmtudögum kl. 19:30- 22:00. Tekið verður við fyrirspumum í síma 11012, en einnig er hægt að skrifa Órator, en þá verður að láta símanúmer spyijanda fylgja bréf- inu. Óratór hefur boðið upp á þessa þjónustu í nokkur ár, og hefur hún mælst vel fyrir, að sögn talsmanns Órators, enda er dýrt að leita til lögfræðinga, og fólk virðist oft hafa litla hugmynd um hver réttur þess er. Það eru nemendur á fjórða og fímmta ári í lögfræði sem svara fyrirspumum. ei líða mér úr minni. Mér leið ávallt vel í návist Jóns, það var gott að tala við hann. Jón Bragi gaf sér yfírleitt góðan tíma til þess að spjalla við mann, hann var nákvæmur í tilsvörum og yar vel að sér í mörgu. Alvörugefínn var hann að sumu leyti, stundum djúpt hugsi með fjarrænt blik í augum. En hann var þeim mun glaðari þegar við átti, minnist ég þeirra stunda í meirihluta er glaðværð ríkti kringum hann. Jón Bragi gat verið hrókur alls fagnaðar ef svo bar undir, því kímnigáfu hafði hann og það langt yfir meðallagi að mínu mati, þegar svo þessi ógleyman- legi smitandi hlátur bættist við gat hann komið öllum samferða- mönnum sínum í gott skap. Áhugamál Jóns Braga spönn- uðu allvítt svið, íþróttir áttu þó mestan hug hans, knattspymu stundaði hann af miklum áhuga, hann lagði sig allan fram í boltan- um, var hvetjandi og hafði góð áhrif á liðsheildina. Osjaldan var hann búinn að hringja út um alla sveit til að boða félagana á æf- ingu. Ég vil þakka vini mínum allar skemmtilegu stundimar í fótbolt- anum, þessar stundir áttu svo stóran hlut í lífi okkar. Áhugi Jóns Braga á að ung- mennafélag Borgarfjarðar héldi reisn sinni var mikill, hann var ötull í starfí innan félagsins, störf hans vom unnin af hugsjón sam- fara brennandi áhuga. Það lá fyrir Jóni Braga eins og mörgum öðrum Borgfirðingum að þurfa að sækja vertíðir til ann- arra staða yfir vetrarmánuðina vegna atvinnuleysis heima fyrir. Ég hitti Jón síðast í Borgar- fírði hálfum mánuði fyrir slysið, er ég átti leið þar um, hafði hann þá ekki ákveðið hvað gera skyldi í vetur, en bjóst alveg eins við því að fara á sjóinn, og sú varð raunin. Jón Bragi var maðurinn sem ég síðast kvaddi áður en ég yfir- gaf fjörðinn, þetta reyndist okkar síðasta kveðjustund. Við munum sárt sakna vinar okkar, það kemur enginn í hans stað, það mun enginn rata í þau spor sem hann hefur stigið. Tómarúmið sem hann skilur eftir er mikið, við munum með veikum mætti reyna að fylla það í tímans rás. En minningin um hann mun lifa áfram í bijóstum okkar. Ég og fjölskyldan mín sendum móður og bræðrum hins látna okkar dýpstu samúðarkveðjur með þessum síðustu hendingum úr ljóði Steins Steinars. 0, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg það misstu allir allt, sem þeim var gefið og einnig ég. Og ég, sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir eða hinn, sem dó? Andrés Skúlason SVAR MITT eftir Billy Graham Upp úr feninu Eg er menntaskólanemi og er hræddur um að eg hafi lent i slæmum félagsskap. Eg tek þátt i einu og öðru sem eg hefði aldrei látið mér detta í hug að koma nálægt (t.d. eiturlyfjaneyslu). Hvernig get eg komist aftur á rétta braut? Eg þarf kannski ekki að segja þér að þú ert í mikilli hættu staddur. Það væri hörmulegt ef þú eyðilegðir líf þitt og framtíð með því sem þú ert að fást við. Eg bið þess að svo fari ekki og er þess fullviss að þú vilt snúa við. Það er mikilvægt skref. Nei, ef til vill fínnst þér loku fyrir það skotið að þú getir brotist upp úr feninu af eigin mætti — en Guð vill hjálpa þér ef þú vilt leyfa honum það. Biblían segir: „Allt megna eg fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir" (Fil. 4;13), og í því er fólg- inn leyndardómur nýs lífs: Kristur, hann sem gefur þér styrk. Þess vegna ber þér að byija á því að játa syndir þínar af einlægni fyrir Guði og biðja hann fyrirgefningar og bjóða síðan Jesú Kristi í trú að koma inn í hjarta þitt. Vel má vera að þú gerir þér ekki grein fyrir öllu því sem það trúar-skref felur í sér. En þegar Kristur tekur sér bústað í hjarta þér verður allt öðruvísi en áður. Biblían lofar: „Ef þannig einhver er í Kristi er hann ný sköpun. Hið gamla varð að engu. Sjá, það er orðið nýtt“ (2. Kor. 5,17). Þetta táknar þó ekki að allar freistingar hverfí eins og dögg fyrir sólu eða þú þurfír ekki að taka upp baráttu gegn þeim. í raun og veru getur hið gagnstæða orðið uppi á teningnum um tíma því að Satan vill fyrir hvem mun koma í veg fyrir að þú lifir með Kristi. Því er það að þér er lífsnauðsyn að segja algjörlega skilið við hið liðna. Ef þú átt vini sem toga þig niður á við (eins og þú gefur í skyn) — þá verður þú að eignast aðra vini sem vilja af einlægni styðja við bakið á þér. Leitaðu að öðru kristnu fólki á þínum aldri svo að þú eignist nýja vini meðal þess. Þeir hjálpa þér svo að þú styrkist í trúnni og öðlist andlegan þroska, og þeir geta líka lagt þér lið þegar freistingamar sækja á. Þú ert dýrmætur í augum Guðs. Hann sendi son sinn til að deyja fyrir þig. Gefðu Kristi líf þitt og bið hann svo daglega um kraft og visku sem þú þarft til að breyta eins og þér ber. t Systir mín, KRISTÍN HREFNA ÞORFINNSDÓTTIR, lést á heimili sinu aðfaranótt 10. nóvember. Eva Þorfinnsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, JÓHANNES HALLDÓR PÉTURSSON, Iðufelli 12, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. nóvember kl. 10.30. Þóra Kristjánsdóttir, Kristján Örn Jóhannesson, Hildur Jóhannesdóttir, Valur Jóhannesson, Jóhann Grétar Jóhannesson, Auður Pétursdóttir, Matthea K. Pétursdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANDREAS S.J. BERGMANN, Ljósvallagötu 24, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. nóvember kl. 15.00. Blóm afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarsjóð Knattspyrnufélagsins Vals. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, BJÖRGVIN FILIPPUSSON, Hjallavegi 23, Reykjavík, sem andaðist 6. nóvember.verður jarösunginn frá Áskirkju föstu- daginn 13. nóvember kl. 13.30. Börn hins látna. t Útför móður okkar, ÖNNU AGNARSDÓTTUR, verðurgerðfrá Borgarneskirkju föstudaginn 13. nóvemberkl. 14.00. Rútuferð veröur frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.00 og til baka að athöfn lokinni. Ingibjörg Magnúsdóttir, Reynir Karlsson, Skjöldur Magnússon. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS ELLERTS JÓNSSONAR, Ólafsfirði. Guð fylgi ykkur öllum. Sölvfna Jónsdóttir, Guðfinna Friðriksdóttir, Gunnar Ágústsson, Margrét Friðriksdóttir, Einar Gestsson, Hildur Friðriksdóttir, Gylfi Ólafsson, Jón Friðriksson, Jóna Gunnarsdóttir, Auður Friðriksdóttir, Jón Guðmundsson, Eygló Friðriksdóttir, Þórður Stefánsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóöur, fósturmóður, ömmu og langömmu, HERDfSAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Skólabraut 29, Akranesi. Alúðarþakkir til starfsfólks E-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir góöa umönnun. Marselfa Guðjónsdóttir, Þórður Guðjónsson, Gfsli Þorbergsson, Margrét Bogadóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, Geir H. Haarde, Herdfs H. Þórðardóttlr, Jóhannes Ólafsson, Guðjón Þórðarson, Hrönn Jónsdóttir og langömmubörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts SIGURJÓNS HALLVARÐSSONAR. Gerd Hallvarðsson, Birgir Sigurjónsson, Ragnhildur Eggertsdóttir, Hallvarður Sigurjónsson, Kristfn Lára Scheving, Helga Marfa Sigurjónsdóttir, Hreiðar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.