Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 39 kisvið- anna Vestrænir kaupsýslumenn hafa enn ekki látið heillast af boði Sovét- stjómarinnar um sameiginleg verkefni eystra. Skiptir þar mestu að samkvæmt gildandi lögum verða sovésk fyrirtæki að eiga að minnsta kosti 51 prósent í hlutafélaginu auk þess sem það er gert að sklyrði að stjómarformaður slíks hlutafélags og framkvæmdastjóri séu báðir Sovétborgarar. Er litið svo á að þetta sé óraunhæf krafa. Vestrænu fyrirtækin eigi að bera ábyrgð á gæðum framleiðslunnar en Sovét- menn eigi að geta ráðið og rekið starfsfólk að vild. Þess er einnig krafist að sovésk fyrirtæki hafi með höndum alla flutninga vegna slíkra samstarfsverkefna auk þess sem það er ófrávíkjanlegt skilyrði að sovéskar stofnanir sjái um allar tryggingar. Ólíkir hag'smunir Almennt virðast hagsmunir vest- rænna fyrirtækja og sovéskra ekki fara saman. Fyrirtækjum á Vestur- löndum er einkum umhugað um að komast inn á markaðinn í Sovétríkj- unum sem er gríðarlega stór. Sovétmenn stefna hins vegar að því að auka útflutning sinn á markaði sem vestrænu ríkin ráða nú þegar. Því eru erlendu fyrirtækin hikandi að ganga til samvinnu við hin sov- ésku þar sem þau gætu þar með lent í innibyrðis samkeppni. Reynslan af stofnun hlutafélaga í Austur-Evrópu gefur heldur ekki til kynna að Sovétmönnum takist á þann hátt að bæta samkeppnisstöðu sína á erlendum mörkuðum. Fyrir- tækjum í Ungveijalandi var heimil- að ganga til samstarfs við erlenda aðila árið 1972 og nú starfa rúm- lega 70 slík fyrirtæki í landinu. Á hinn bóginn eru þau flest lítil og umsvif þeirra takmörkuð. Við síðustu áramót var hlutafjáreign þeirra samtals rúmar 100 milljónir Bandaríkjadala (um 4 milljarðar ísl. kr.). Mörg þessara fyrirtækja sérhæfa sig í viðhaldsþjónustu en ekki framleiðslu og hátækniiðnaður er nánast óþekktur. Bæði Ungveij- ar og Búlgarar þurftu að breyta gildandi lögum um hlutafélög til að fá erlend fyrirtæki til samstarfs. Sovéska fréttastofan Tass skýrði frá því í ágústmánuði að búist væri við því að 20 mismunandi verkefn- um yrði hrint í framkvæmd á þessu ári í samvinnu við erlend fyrirtæki á Vesturlöndum og ríkisstjómir nokkurra þróunarríkja. Talið er að nú séu sex slík verkefni í gangi. Mikhail Gorbachev Sovétleiðtogi ræðir við Rajiv Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, er sá fyrrnefndi var þar í opinberri heimsókn í nóvember á síðasta ári. Leiðtogarnir undirrituðu samning um stór- aukin viðskipti ríkjanna. Frá kjarnorkuslysinu í Chemobyl. Þrátt fyrir slysið binda leiðtogar Austur-Evrópuríkja einkum vonir við að unnt verði að fullnægja orkuþörfinni með nýtingu kjarnorku. Vitað er að finnsk og sovésk fýrir- tæki hafa stofnað hlutafélag um ferðamannaþjónustu og meðferð iðnaðarúrgangs. Japanir hafa geng- ið til samstarfs við sovésk fyrirtæki um framleiðslu sjávarafurða og vestur-þýsk fyrirtæki hafa hafíð framleiðslu á skófatnaði og öflugum krönum í Sovétríkjunum. Aðrar reglur gilda um samvinnu fyrir- tækja í kommúnistalöndunum. Sérstök Iög voru sett þar að lútandi í janúar á þessu ári til að „efla fram- leiðaslugetu og tækniþekkingu" viðkomandi ríkja eins og sagði í frétt Pravda, málgagns sovéska kommúnistaflokksins, um nýju lög- in. í þeim er ekki kveðið á um lágmark hlutaflár sovéskra fyrir- tælq'a og ekki gerð sú krafa að Sovétborgari sé valinn stjómar- formaður þess háttar hlutafélaga heldur eingöngu framkvæmdastjóri þeirra. Jarðgas og kjarnorka Ýmiss teikn eru á lofti um að Sovétmenn geti ekki vænst þess að tekjur þeirra af olíusölu fari vax- andi á næstu árum. Til að stemma stigu við þessu hafa Sovétmenn stóraukið framboð á jarðgasi. Gall- inn er hins vegar sá að önnur ríki austan jámtjaldsins eru skylduð til að taka þátt í framkvæmdum, sem tengjast nýtingu þessara auðlinda, vilji þau fá gasið keypt. Að auki munu viðkomandi ríki þurfa að lcggja mikið fé í að bæta eigin dreif- ingarkerfi og birgðageymslur auk þess sem gera þarf breytingar á aflstöðvum og verksmiðjum eigi að knýja þær með gasi. Austur-Evrópuríkjunum er um- hugað um að auka innflutning á gasi o g draga á móti úr olíuinnflutn- ingi og nýtingu kola til orkufram- leiðslu. Mörg þeirra em Sovétríkj- unum háð um innflutning á olíu og öðrum orkugjöfum og vilja gjaman geta verið sjálfum sér nóg. Ríkis- stjómir þessara ríkja binda einkum vonir við nýtingu kjamorku þrátt fyrir slysið hræðilega í kjamorku- verinu í Chemobyl í apríl á síðasta ári. í kjamorkuverum er bæði unnt að framleiða ódýrara rafmagn en nú og ekki er síður mikilvægt að tækjabúnað til þess háttar fram- ieiðslu má kaupa frá Sovétríkjunum og greiða fyrir í austur-evrópskum gjaldeyri. 19 kjamakljúfar em nú Unnið að lagningu gasleiðslu í Sovétrílqunum. Sovétmenn hafa auk- ið framboð á gasi til að bæta upp minnkandi tekjur af olíuútflutningi. starfræktir í Austur-Þýskalandi, Búlgaríu, Tékkóslóvakíu og Ung- veijalandi. Nokkur austur-Evró- puríki hófu kjamorkuframleiðslu um miðjan síðasta áratug en þróun- in hefur verið mishröð. Þannig eiga bæði Rúmenar og Pólveijar ekki kjamorkuver en Tékkar áætla að anna 30 prósentum orkuþarfarinn- ar á þann hátt árið 1990. Nikolai Ryzhkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, sagði á fundi leiðtoga COMECON-ríkjanna í nóv- ember á síðasta ári að stefnt væri að því að auka stórlega orkufram- leiðslu í kjamorkuverum í rílqum Austur-Evrópu. Kynnti hann sér- staka áætlun sem gerð hefur verið og gerir ráð fyrir að árið 2000 verði 30 til 40 prósent þeirrar raforku sem þörf er á framleidd í kjamorku- vemm. Áætlanir sem þessi hafa áður verið gerðar og sjaldnast stað- ið einkum vegna lélegrar skipulagn- ingar og efnahagsörðugleika ríkjanna. Þannig áætluðu Rúmenar að taka fyrsta kjamorkuver lands- ins í notkun árið 1985 en nú bendir allt til þess að það geti ekki orðið fyrr en í fyrsta lagi árið 1991 þar sem framkvæmdir hafa dregist á langinn sökum greiðsluerfiðleika. Meðal annars vegna þessa hefur raforkuframleiðsla í landinu staðið í stað undanfarin fimm ár. Tafir hafa einnig orðið á framkvæmdum við byggingu kjamorkuvers í Pól- landi. Orkuskortur er einn helsti dragbítur á hagvöxt og eftiahags- legar umbætur í kommúnistaríkjun- um austan jámtjaldsins. Skortur á tækniþekkingu, lélegur tækjabún- aður, skriffinnska og ómarkviss stjómun auka enn frekar á vand- ann. Gífurleg mengun fylgir nýt- ingu kola til orkuframleiðslu og ráðamenn hafa sumir hveijir gert sér ljóst að grípa verður róttækra aðgerða til að forða frekari mengun og náttúruspjöllum. Orkusparandi aðgerðir hafa hingað til skilað litl- um árangri þar sem þær hafa yfirleitt bitnað fyrst og fremst á almenningi. Austur-Evrópuríkin gætu á hinn bóginn dregið nokkuð úr örkuþörfinni með því að endur- skipuleggja verksmiðjur og koma nýjum tækjabúnaði fyrir í þeim. Það er hins vegar dýrt og efnahagurinn leyfír ekki þess háttar framkvæmd- ir. Á.Sv. tók saman. Reuter Ibúi í borginni Goianiu veifar til merkis um að hann sé að jafna sig af brunasárum, sem hann hlaut er hann snerti geislavirk efni. blýkassa miklum þar til hann opn- aðist og kom sesínið þá í ljós. Stöfuðu kristallamir frá sér aðlað- andi bláleitum glampa. Fólk festi þá á föt og klíndi þeim jafnvel á bert hold. Slökkti síðan ljósin og dáðist að birtunni sem þeir sendu frá sér. Ekki leið á löngu þar til fjöldi manna þjáðist af brunasárum, velgju og uppsölum, hinum dæmi- gerðu einkennum eitrunar af völdum geislunar. Hinir sömu leit- uðu hjálpar í að minnsta kosti fimm sjúkrahúsum. í fyrstu héldu læknar að um venjuleg bmnasár væri að ræða og á sjúkrahúsi sem sérhæfír sig í hitabeltissjúkdómum töldu læknar sig hafa uppgötvað einn slíkan til viðbótar. Það var sfðan 25. september, eða að minnsta kosti þremur vikum eftir að blýkassinn með sesíninu var opnaður, sém læknir einn uppgötvaði hvað í raun og vem amaði að sjúklingum sínum. Vegna þess hversu langur tími leið frá því blýkassinn var opnaður og þar til geislunarveikin uppgöt- vaðist var hið mengaða svæði borgarinnar orðið all stórt því krist- allamir höfðu borizt víða. Ferreira brotajámskaupmaður seldi geislalækningartækin þremur vinnslustöðvum, þar sem geislavirk- um málmi var fleygt í pappírshaug. Um 400 ungir drengir sáu um að flytja pappírinn til ýmissa verk- smiðja í borginni og urðu þarmeð fyrir geislun, margir mjög alvar- legri. Aðeins hefur náðst til um 50 þeirra, en flestir þeirra vilja ekki gefa sig fram þar sem þeir hafa ýmislegt óhreint á samvizkunni annað en sesínið. Vísindamenn segja slysið í Goia- niu óvenjulegt að því leyti að óbreyttir borgarar urðu fyrir skakkaföllum en ekki þeir sem vinna með hið geislavirka efni. Meðal þeirra sem dáið hafa af völd- um geislunar er Leida das Neves Ferreira, sex ára dóttir skrankaup- mannsins fyrmefnda. Skýringin er talin sú að eitt sinn snæddi hún mat með fingur útataða í sesíni. íbúar í næsta nágrenni við brota- jámshaug Ferreira em hvað hræddastir um að geislunarhætta sé ekki úr sögunni. í íbúðablokk skammt frá athafr.arsvæði hans er nú aðeins búið í 16 íbúðum af 88. íbúar hinna hafa flúið af hræðslu við geislun. Hræðslan við geislun er ekki ein- skorðuð við Goiania því yfirvöld á margra annarra héraða landsins vilja ekki fá fólk frá Goianiu í heim- sókn nema það geti sýnt fram á að það hafi ekki orðið fyrir geislun. Ríkisstjóm Brazilíu hugðist láta flytja geislavirkan úrgang frá Goia- niu til Amazon og grafa hann í frumskóginum. Um 100 Kaiapo- indjánar brugðust ókvæða við, fóru til höfuðbogarinnar og dönsuðu stríðsdans í mótmælaskyni fyrir utan forsetahöllina. Var þá hætt við að flytja úrganginn til Ámazon, heldur skyldi hann grafínn i ná- grenni borgarinnar. Til að slá á óánægju íbúa Goianiu með þær málalyktir hefur Henrique Santillo, borgarstjóri, ákveðið að sýna gott fordæmi með því að dvelja um helg- ar í húsi, sem er aðeins 600 metra frá þeim stað, sem úrgangurinn verður grafínn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.