Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 Avantgarde Erlendar baakur Siglaugur Brynleifsson Corona Hepp: Avantgarde — Moderne Kunst, Kulturkritik und Re- formbewegungen nach der Jahrhundertwende. (Deutche Geschichte der neuesten Zeit vorn 19. Jahrhundert bis zur Gegenwart.) Originalaus- gabe. Deutscher Taschenbuch Verlag 1987. Um aldamótin síðustu koma í ljós breytingar í mati og meðvitund meðal æskufólks á þýska menning- arsvæðinu. Hörð gagnrýni á ríkjandi menningarhefðir og sam- félagsform magnast upp, ekki síst vegna áhrifa þess höfundar, sem hefur bylt um verðmætamati og viðmiðunum, sem var Nitzche, en hann lést árið 1900. Höfundurinn tíundar síðan þær hræringar sem spruttu upp úr þessari nýju meðvit- und, farfuglahreyfingin, júgend- stíliinn og allt til expressionismans. Samvinnubúskapur, flótti úr borg- unum út í sveit og óspillt umhverfí koma upp sem lífsform, sem svipar til græningjanna nú á dögum. Fyr- ir marga var lausn úr „spennitreyju borgaralegs samfélags" sama og tjáningarfrelsi og „eðlilegt líf“. Þessar hræringar urðu mjög af- drifaríkar á Þýskalandi, ekki síst í listum, músík og bókmenntum. Hvort sem hið borgaralega menn- ingarform hefur verið kröfuharðara meðal Þjóðverja en nágranna þeirra, þá virðist „Das Unbehagen in der Kultur" (Freud) hafa verið mörgum lítt þolandi. Þessarra breytinga gætti vita- skuld um alla Evrópu, en áhrifin urðu ákveðnust á Þýskalandi. Einfaldleiki, eðlilegar lífstjáning- ar, frumleiki og sköpunargleði skyldu vera einkenni hinna nýju frelsingja. Margir sáu þessar breytingar sem lausn frá stöðluðum formum hins borgaralega samfélags og hefðbundins aga. Hepp fjallar síðan um áhrif Ni- etsches og sporgöngumanna hans og þær hræringar sem spruttu upp af þeim áhrifum, síðan er fjallað um samvinnubúskap og kvenfrelsi, æsku-menningu og nýja lífsfyll- ingu. Lengsti kaflinn er um ex- pressionismann og frægustu verk og samstarfshópa þeirrar stefnu, svo sem „Der blaue Reiter“ o.fl. Byltingin í músík hófst eðlilega í Vínarborg með Schönberg. Á dög- um Weimar-lýðveldisins var mikil gróska í byggingarlist, margir ágætir arkitektar störfuðu og „Bau- haus“ var fyrirmynd um byggingar og húsbúnað um allan heim. Skáldskapurinn endumýjaðist, ef svo má segja. Nýr tónn hefst í þýskri ljóðlist og þar hafði expressi- onisminn mikil og djúpstæð áhrif. Listmálarar og ljóðskáld sem mest kvað að áttu það sameiginlegt að vera mjög vel menntaðir í sínum listgreinum, þess vegna voru kröf- umar sem þeir gerðu til sjálfs sín afdráttarlausar og ákaflega fjarri hugmyndum nýjungagjamra gutl- ara, sem leita ódýrustu lausna. Birt em sýnishom úr ritum sem snerta efnið og síðan fylgir annáll frá 1900—1925, þar sem getið er helstu rita og sýninga. i ________TIL PIPULAGNA ERTU HÚSBYGGJANDI EÐA VERKTAKI? Eigum járnfittings frá 3/8" - 4". Pott, rör og fittings. Allt til vatnsúðunarlagna (Sprinkler). OPIÐALLADAGAKL. 7.30-18.30. ' LAUGARDAGA KL. 8.00-16.00. HEILDSALA - SMÁSALA ffli vatnstæki m BYGGINGAVÖRUR Hyrjarhöfða 4-112 Reykjavík Sími 673067 Orðalykill að Milton Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson A Concordance to Milton’s Engl- ish Poetry. Edited by William Ingram and Kathleen Swain. Ox- ford — At the Clarendon Press. Höfundar segja í inngangi, að tölvuvinnsla þessa verks hafi flýtt mjög fyrir niðurskipan efnis og uppröðun, þó var undirbúningur undir þá vinnslu langur, tók sjö ár. Höfundar segjast jafnframt vera orðnir leiðir á þeim dýraróði sem upphafínn sé í sambandi við tölvu- vinnslu rita sem þessa og taka ekki undri þann són. Þessi orðalykill byggir á þeim textum skáldsins, sem komu út um hans daga eða á öruggum handritum frá sama tima, einstaka textar eru frá síðari hluta 17. aldar. Engir textar nútíma út- gáfa eru lagðir til grundvallar. Þeir telja að hlutverk útgefenda texta sé að komast að þeirri gerð sem var frumgerð skáldsins og vinna þannig endanlegan réttan texta. Höfundum orðalykla ber hins vegar að byggja á fyrsta upprunalega texta, se'm skáldið hefur á sínum tíma talið réttan, þ.e. skrásetja orða-efniviðinn. Höfundamir binda sig við einn texta, þegar um fleiri en einn er að ræða. Ritið eru tæpar sjöhundruð blað- síður, tvídálka með smáu letri. Þetta er endanlegt orðasafn þeirra orða og hugtaka sem skáldið notaði í enskri ljóðagerð sinni. Hagkvæmni slíkra verka sem þessa er einstök fyrir alla þá sem lesa Milton. Þetta ætti að vera íslendingum kærkomið uppsláttarrit í sambandi við þýðing- ar Jóns Þorlákssonar á Paradísar- missi (1828), sem Bókmenntafélag- ið gaf út. Þessi þýðing þóttu mikil tíðindi á Englandi á sínum tíma. Milton fæddist 9. desember 1608 í Lundúnum. Þeim Lundúnum þar sem Shakespeare var enn starfandi og yrkjandi. Þessi tvö höfuðskáld Englendinga voru samtímamenn næstu átta árin (Shakespeare lést 1616). Milton lést 1674. Hafi ein- hver lifað og fundið til í stormum sinna tíða, þá var það Milton. Áhugi hans á þjóðfélagsmálum sinnar tíðar var sívökull, en þau málefni voru þá metin í víðara samhengi en nú tíðkast, trúarbrögð voru einn meginþáttur þeirra. Skilningur manna á verkum Miltons nú á dög- um er víðfeðmari en fyrrum, rannsóknir verka hans og skilning- ur á þeim hefur aukið hróður þessa ágæta skáids svo að verk hans, ljóð, deilurit og hugrenningar eru engu síður tímabær nú en á 17. öld. Það var einstakt að íslenskt skáld skyldi taka sér fyrir hendur að þýða eitt höfuðverka þessa skálds og ekki síður að Hið íslenska bók- menntafélag skyldi gefa þetta verk út. Þetta hvort tveggja vottar lif- andi menningartengsl íslendinga og samevrópskrar menningar, sem hófust með kristnitökunni hér á landi fyrir tæpum þúsund árum og urðu m.a. kveikjan að hámenningu íslenskra miðalda og bókmennta- blóma 17. aldar hér á landi, sem átti sér samsvörun einmitt á öld Miltons og Shakespeares á Eng- landi. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar FJÖLBRAUTASKÓUNN BREIÐHOLTI Frá Fjölbrautaskólanum íBreidholti Innritun nemenda, sem ætla að hefja nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á vorönn 1988, stendur nú yfir. Athygli skal vakin á því að enn er unnt að bæta við nemendum, einkum á heilbrigðissviði (sjúkraliðar), mat- vælasviði (matartæknar og matarfræðingar) og tæknisviði (nám til sveinsprófs á málm- iðna-, rafiðna- og tréiðnabrautum). Sími skólans er 75600. skólameistari. Landsbyggðin - menntunarmál Fylkir, félag ungra sjálfstæðismanna á ísafirði, heldur almennan stjórnmálafund i sjálfstæðishúsinu, Uppsölum, 2. hæð, föstudaginn 13. nóvember kl. 20.30. Fram- sögu hefur dr. Vilhjálmur Egilsson. Fylkir. Hóla- og Fellahverfi Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20.30 I Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gestur fundarins, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður skipulagsnefndar, raeðir um borgarmálin. 3. Önnur mál. Stjómin. Grafarvogshverfi Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 12. nóvember kl. 20.30 i Valhöll, Háaleltlsbraut 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar, ræðir um skipulags- málin. 3. önnur mál. Stjórnin. Utanríkismála- nefnd SUS Fundur verður haldinn föstudaginn 13. nóvember nk. I Valhöll við Háaleitisbraut. Fundurinn hefst stundvfslega kl. 17.00. Efnl 1. Starfið framundan rætt, þ.á m. funda- og ráðstefnuhald U-nefnd- ar á næstu mánuðum. Efni 2. Evrópa án landamæra... Óli Björn Kárason, blaðamaður, mun flytja erindi um stöðu fslands gagnvart Evrópubandalaglnu. Hann mun síðan svara fyrirspurn- um um málið. Nefndarmenn og aðrir áhugasamir SUS-arar eru hvattirtil að mæta. Davið Stefánsson, formaður U-nefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.