Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 Greinarg-erð um hljóm- burðarmál HaUgrímskirkju eftir Hörð Áskelsson Astæður Nú þegar Hallgrímskirkja í Reykjavík hefur haft kirkjusalinn stóra í notkun í tæpt eitt ár hefur byggingamefnd kirkjunnar óskað eftir umsögn minni um hljómburð kirlqunnar. Ástæðan er ekki hvað síst vaxandi almannarómur, að hljómburðurinn sé alls endis óviðun- andi og að húsið henti ekki þeirri starfsemi sem þar fer fram. Hefur undirritaður bent á að full þörf sé á því að upplýsa fólkið í landinu um staðreyndir þessa máls og mun þessi greinargerð m.a. til þess ætl- uð. Forsaga Þegar ég fyrir fimm árum kom inn í umræðuna um hljómburð Hallgrímskirkju lágu fyrir áætlanir um kirkjusal með hljómburði, sem miðaðist við þarfir tónleikahúss, þ.e. með mjög stuttum ómtíma (ca. 1,5—2 sekúndur). Ég benti strax á þá staðreynd að mikill munur væri á æskilegum hljómburði tónleika- húsa og kirkna og færi ekki saman flutningur á orgel- og kórtónlist kirkjunnar og hefðbundið tónleika- hald í tónleikasölum. Þar sem umræður um byggingu tónleika- húss voru þá í gangi, benti ég á að Hallgrímskirkja þurfti ekki leng- ur að taka tillit til hugsanlegra þarfa almenns tónleikahalds í borg- inni, enda slíkt I rauninni óhugsandi í húsi sem fyrst og fremst er sniðið að helgihaldi. Undir þessa skoðun mína tóku margir, þ. á m. tónmeist- ari ríkisútvarpsins, Bjami Rúnar Bjamason, Ingólfur Guðbrandsson kórstjóri og þeir orgelsmiðir sem höfðu tjáð sig um málið. Lögðu þeir ríka áherslu á að reynt yrði að halda ómtímanum sem næst því sem æskilegt gæti talist fyrir kirkjutónlist. Uppúr þessum nýju viðhorfum markaðist síðan sú stefna að lengsti ómtími fullfrágenginnar kirkjunnar ætti að verða í kringum 4 sekúndur og var þar m.a. stuðst við ítarlegar upplýsingar frá orgelsmiðnum Hans-Gerd Klais frá Bonn í V- Þýskalandi, en hann kom sérstak- lega til íslands til þess að fjalla um þessi mál á fundum með hönnuðum kirkjunnar. Hljómburðarhönnuðir gerðu nýjar áætlanir sem tóku mið af breyttum viðhorfum. Áætlunum um hitaeinangrun, sem einnig hefur hljóðeinangrandi áhrif, var breytt þannig að meira varð um „harða" fleti í kirkjusalnum og „ísog" því minna en upphaflega stóð til. Þar sem vitað var að ýmsar innrétting- ar, sem síðar koma, eiga eftir að auka ísog eins og t.d. orgelið stóra, var tekið tillit til þess. M.a. var hannaður veggur úr steinull í opin á vesturvegg til að líkja eftir áhrif- um orgelsins á hljómburðinn. Þrátt fyrir miklar framfarir í fyrirfram útreikningum á hljóm- burði bygginga í seinni tíð, er nákvæmnin enn takmörkuð, þannig að alltaf er um töluverða óvissu að ræða. Á þessu stigi var lögð áhersla á, að betra væri að óvissumörkin lægju fyrir ofan en neðan áætlaðan ómtíma, því auðveldara væri að stytta en lengja ómtímann eftirá. Undirritaður lagði til að vígslu kirkjunnar yrði seinkað svo eitthvað svigrúm gæfist til að reyna hljóm- burðinn og gera hugsanlegar leið- réttingar áður en kirkjusalurinn yrði tekinn í stöðuga notkun. Ekki reyndist unnt að verða við því. Þar sem mikil tímaþröng einkenndi lokaáfangann fyrir vígslu lágu eng- ar upplýsingar um raunverulega niðurstöðu fyrir, þegar vígslan fór fram þann 26. október 1986. Það er fyrst núna, ári síðar, að farið er að vinna úr niðurstöðum, en á þessu eina ári hefur fengist mikil reynsla af notkun hússins og skal hér gerð grein fyrir því helsta sem snertir tónlistina og hljómburðinn. Tónleikaannáll og athugasemdir 26. október 1986: Vígsla kirkj- unnar en þar var flutt mikið af Hörður Áskelsson „Ég er bjartsýnn á að Hallgrímskirkja eigi eftir að svara ýtrustu kröfum um besta hugs- anlegan ramma fyrir flutning á tónlist kirkj- unnar og trúi að hljómburðarhönnun hennar sé á réttri leið. Eg óska að ekki verði reynt að spara fé á þessu sviði á kostnað bestu hugsanlegrar út- komu.“ tónlist, m.a. af kór, málmblásurum og sinfóníuhljómsveit. Kirkjan var meira en full setin og áhrif mann- fjöldans leyndu sér ekki í mjög styttum ómtíma. Sama dag var flutt Kantatan „Lobe den Herren" eftir Bach við upphaf prestastefnu. Þar komu ffarn einsöngvarar, kór og hljómsveit og var kirkjan ekki hálf- setin og áberandi lengri ómtími en við vígsluna, til er útvarpsupptaka af þessum flutningi. 23.-24. nóvember 1987: Sálu- messa Mozarts á tvennum tónleik- um Mótettukórs Hallgrímskirkju. Einsöngvarar, kór og hljómsveit. Rúmlega 1000 manns í hvort skipti. Ríkisútvarpið gerði upptöku af báð- um hljómleikunum. Umsagnir um hljómburðinn voru misjafnar og mikið var rætt um hvort staðsetning flytjenda í og við kórtröppur hafi verið rétt. Nokkrir tónleikagesta höfðu á orði, að þeir hefðu vart heyrt skýrari og jafnari flutning á hljómsveitarleik. Flest benti til mjög góðrar hljómdreifingar hússins. 11.—13. desember 1987: Messf- as Hándels á tvennum tónleikum Pólýfónkórsins og Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Einsöngvarar, kór og hljómsveit. Fullt hús á fyrri tón- leikum, nimlega hálft hús á þeim síðari. Útvarpsupptaka. Steinull í vesturvegg hafði verið fjarlægð og settar upp spónaplötur vegna hug- mynda um ósækileg áhrif á hljóm- burð. Þetta var gert án samráðs við hljómburðarmenn og organista kirkjunnar. Flytjendur voru stað- settir inn í kór kirkjunnar og sýndist mörgum að sú staðsetning væri hljómburðarlega séð betri, en við sálumessu Mozarts. Allur saman- burður þó mjög erfiður vegna þess að ekki var um sömu flytjendur og sama verk að ræða. 21. desember 1986: Jólatónleik- ar Kammersveitar Reylqavíkur. Hljómsveitartónlist frá barokktím- anum. Kammersveitin lék hluta verkanna fyrir framan kórtröppur og hin uppi í kómum. Um 300 áheyrendur. Útvarpsupptaka. Við- brögð tónleikagesta og gagnrýn- enda á hljómburðinn yfirleitt neikvæð en staðsetningin fyrir ffarnan kórtröppur þó talin betri. Undirritaður telur að þama hafi glögglega komið í ljós óæskileg áhrif eftirhljóms frá kómum, sem ekki vom eins áberandi við flutning- inn á Messías, þegar kórinn var þétt skipaður hljóðfæraleikumm og songvumm. 28. desember 1986: Söngvar og lestrar á jólum. Mótettukór Hallgrímskirkju og upplesarar. Jólasöngvamir margir án hljóð- færaleiks (a cappella). Bein útsend- ing í útvarpi. Úm 150 áheyrendur. Viðbrögð mjög jákvæð. Kirkjan virðist mjög vel fallin fyrir kórsöng án undirleiks. 26. janúar 1987: Orgeltónleikar Harðar Áskelssonar. Fyrstu orgel- tónleikar í kirkjunni. Um 150 áheyrendur. Viðbrögð jákvæð. Orgelið virðist njóta sín vel þó ekki séu allir staðir í kirkjunni jafn góð- ir til hlustunar. Bassinn rennur nokkuð saman. Mars/apríl 1987: M.a. „Sjá vér fömm upp til Jerúsalem", dagskrá með sópran, sellói, orgeli og upp- lestri og „Hallgrímspassía" eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir einsöng, kór, blásara, orgel og upplesara. Ekkert nýtt kom fram. 6.—13. júní 1987: Kirlqulista- hátíð á vígsluári. Níu tónleikar á átta dögum, þar af þrennir kórtón- leikar (Mótettukór Hallgrímskirkju og Neander-kirkjukórinn frá Diiss- eldorf ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands), tvennir orgeltónleikar, flaututónleikar, samleikur á tromp- et og orgel, samleikur á selló og orgel og málmblásarakvintett. Til- raunir vom gerðar með mismunandi uppstillingu, m.a. að flytja tónlist í miðri kirkjunni með hljómskerma fyrir aftan flytjenduma. Ekki fékkst veggur yfir inngöngudymm færður í fyrra horf fyrir þessa hátíð, þrátt fyrir ítrekaðar óskir. Undirtektir vom yfírleitt góðar, en margir kvörtuðu undan hljómburð- inum á einleikstónleikum Manuelu Wiesler, en hún spilaði úr miðjum kórdymm á efsta þrepi. Á hátíðinni var sú reynsla staðfest að kórtón- list án undirleiks og orgelleikur hljómuðu best við þessar aðstæður. Auk ofangreindrar upptalningar hafa komið erlendir kórar og organ- istar í heimsókn á þessu tímabili. Um páskana söng Westfálischer Kammerchor, í júní drengjakór frá Hamborg og í september drengja- kór frá Grimsby. Stjómendur þessara kóra svo og organistar vom allir mjög hrifnir af hljómburði kirkjunnar. Orgelsmiðir frá Schuke í Berlín og Frobenius í Danmörku hafa komið í kirkjuna og látið í ljós mikla hrifningu af hljómburðinum með tilliti til orgelsins stóra. Báðir ráðlögðu að fara hægt í sakimar með hljómdeyfíngu, áður en stóra orgelið kemur, því það geti breytt svo miklu. ZentiS - örugg gæði - 6 MISMUNANDI GERÐIR • KIWISULTA • BLÁBERJASULTA • JARÐABERJASULTA • APRIKÓSUSULTA • HINDBERJASULTA • ÁVAXTASULTA BLÖNDUÐ Heildsölubirf’öir: m Þ.Marelsson Hjallivcgi 27. 104 Reykjavik «t* 91.37390 _ 985-20676_ ZtNTIS VÖRUR FYRIR VAMDLÁTA &TDK HUÓMAR BETUR AFMÆLISVIKUNA 9-I4.NÓV. KOMDU EFTIR HÁDEGI OG FÁÐU RÁÐGJÖF FYRIR JÖLAMYNDATÖKURNAR AFMÆ LISGETRAUN FYRIR KRAKKANA: 80 KODAKMYNDAVÉLAR ÁSAMT GULLFILMU í VERÐLAUN BLÖDRUR, KAFFIOG KÖKUR BANKASTRÆTI4 GLÆSIBÆ AUSTURVERI KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.