Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
53
Sigurður Þór Guðjónsson
„Er það ekki skylda
okkar, hljóðlátra borg-
ara, að þagga niður í
þessum hávaðaseggjum
götunnar í eitt skipti
fyrir öll. Tökum hönd-
um saman.“
eru bflastæði og greiðar akstursleið-
ir um verslunarheiminn. Því
auðveldara sem það verður að kom-
ast í búðimar því meiri lfkur eru
til að keypt verði meira af glingrinu
sem þær hafa upp á að bjóða. Og
því meiri verslun því stærri gróði í
vasa kaupmanna. Raunvemlegt
markmið samtakanna er nú ekki
flóknara en þetta. Þessi perlulýrik
í auglýsingum er skinhelgi. Allir
vita að gamli miðbærinn er í bók-
staflegri merkingu að syngja sitt
síðasta útfararvers. Innan skamms
verða rifin nánast heil hverfi sögu-
frægustu húsa á landinu. Það em
húsin sem sett hafa sterkastan svip
á miðbæinn. Nei! Húsin sem em
gamli miðbærinn.
í staðinn fáum við nýtt þinghús,
svo stórfenglegt í tign sinni, að
gamla þinghúsið mun kúra þar hjá
líkt og eitt vanhús þeirrar eignar,
hvar inni villast landsfeður botn-
laust um gímöld og ganga í völund-
arhúsi hagvaxtar og framfara. En
í Tjömina á að hleypa slepjuðu
vatnaskrímsli sem gleypa mun í
einum bita alla reykvíska rómantík
og ljúfast yndi á stemmningarrík-
asta bletti í Kvosinni. Þá verður
gamli miðbærinn ekki lengur. En
gróði kaupmanna mun ijúka upp
úr öllu valdi. Og þess vegna hafa
þeir ekki mótmælt einu orði því
skemmdarverki skemmdarverk-
anna, að hinni fögru miðbæjarperlu
verði þannig fleygt fyrir siðlaus
auðvaldssvín. Og þeim verður ekki
skotaskuld að skilja „kall tímans"
og laga sig að breyttum aðstæðum.
Þeir stofiia þá önnur samtök. Það
verða samtökin Nýi miðbærinn.
Bjálkinn í auga
kaupmanna
Ef kaupmönnum væri jafn annt
um miðbæinn og þeir láta í veðri
vaka ættu þeir að sýna það í verki
með því að ganga sómasamlega um
menningarverðmæti í húsum
sínum. Austurstræti 22 er eitt elsta
og sögufrægasta hús borgarinnar.
Þar er varðveitt eldstó og er hún
elsta óbreytta mannvirki í höfuð-
borginni. Á veggnum hangir
innrammað skjal frá Minjasafni
Reykjavíkur, þar sem gerð er dálít-
ið grein fyrir þessu byggingarsögu-
lega mannvirki og saga hússins
rakin í örstuttu máli. En það hefur
verið stiftamtmannsbústaður, að-
setur Jörundar hundadagakóngs,
yfírstéttarhús, fangelsi, bæjar-
þingsstofa, ráðhús og prestaskóli,
en er nú óþverralegasta mengunar-
búlla borgarinnar. Ekki hefur þar
verið gengið af meiri virðingu um
gamla arininn en svo, að hann hef-
ur löngum verið notaður sem
ruslabingur og stoða lítt stöðugar
umvandanir eftirlitsaðila. t sumar
var svo komið að skjalið sást hvergi
og eldstóin var algjörlega sorpi
hulin. Engum hafði dottið í hug að
hún væri eitthvað annað en ösku-
haugur. Nú hefur að vísu verið tekið
til og í gær (28. október) var lítið
af drasli í eldstónni, en þá var búið
að skreyta hana með poppauglýs-
ingu — á ensku að sjálfsögðu. Og
verður nú fróðlegt að sjá hvort þetta
hreinlæti helst í söluæðinu fyrir jól-
in. Þessar verslanir eru í Áustur-
stræti 22: Kamabæ, Steinar,.
Bonaparte, Garbó. En utan á húsinu
eru voðlegustu popplúðrar borgar-
innar sem básúna fagnaðarboðskap
ágimdarinnar yfir langþjáðum veg-
farendum frá morgni til kvölds.
Forstjóri og eigandi Kamabæjar og
formaður félagsins Gamli miðbær-
inn em einn og sami maðurinn.
En fleira er hægt að skemma en
efnislega hluti. Ekki síður má valda
tjóni á huglægum fyrirbrigðum.
Eins og til dæmis tungumáli. Mál-
spjöll era ekki bundin við líðandi
stund. Þau bitna öllu fremur á kom-
andi kynslóðum og gera þær
vanhæfari að hugsa og tala. En
þegar fólk getur ekki lengur talað
er það ekki fólk heldur dýr. Alvar-
legir málskaðar era því einhveijir
svörtustu glæpir sem hægt er að
fremja. Þessi fyrirtæki m.a. leggja
nafn sitt við áðumefnda auglýsingu
í Morgunblaðinu: Ada, Fíber, Faco,
Goldie, Akademia, Klassapíur,
Thngo, Olympía, Marimekkó, Vikt-
oria, Betty, Karakter, Alba moda,
Cara. Þurfum við frekari vitnanna
við um þá virðingu sem kaupsýslu-
menn í gamla miðbænum bera fyrir
móðurmálinu sem er undirstaða
þjóðlegrar menningar? Á nafnskilt-
um sölubúða má lesa um einhver
sóðalegustu skemmdarverk sem nú
era unnin á íslenskri tungu. Og ef
hér er ekki um bein lögbrot að
ræða fara eigendur þessara fyrir-
tækja að minnsta kosti í kringum
lögin á lúalegasta hátt. Lotning
þeirra fyrir landslögum er því engu
meiri en virðing þeirra fyrir máli
og menningu og friðhelgi einstakl-
ingsins.
Ég hef nú sannað með óyggjandi
dæmum, að kaupmenn í miðbænum
sjá flísina í auga unglinganna en
ekki bjálkann í eigin auga þegar
skemmdarverk era annars vegar.
Þeir eitra andrúmsloft borgarinnar
með hávaðamengun sem ekki er
betri en efnamengun. Þeir vanvirða
sögulegar minjar í húsum sínum
með dæmafáu hirðuleysi. Þeir
nauðga tungu feðra sinna með af-
káralegum nafngiftum verslana og
fyrirtækja. Þeir draga dár að lögum
og rétti þegar það hentar hagsmun-
um þeirra. Áuk þess fara þeir
opinberlega niðrandi orðum um
unglinga sem að öllu leyti era
minnimáttar í þjóðfélaginu.
Kaupmenn era mannlegir. Þeim
geta því orðið á mistök eins og
AUGLÝSINGASTOFA
MYNDAMÖTA HF
öðrum. Vafalaust vilja þeir vel.
Þess er því fastlega að vænta að
þeir snúi þegar í stað með fagnandi
hjarta inn á rétta braut nú þegar
þeir vita villu síns vegar. Samvisku
sinnar vegna komast þeir ekki hjá
þvi að byija þá bót og betran strax
í dag, með því að taka niður öll sín
glymjandi gjallarhom. Ef þeir hins
vegar halda áfram að spilla um-
hverfí okkar eins og ekkert hafi í
skorist verða þeir sjálfkjömir
hræsnarar ársins og munu bera
þann titil með sjaldgæfum sóma.
Langlundargeð borgaranna er á
þrotum og skyldi nú engan undra
því nú er svo komið að varla er
komandi út fyrir hússins dyr fyrir
glymjanda og brassagangi. Á leið-
inni úr Aðalstræti að Hlemmi era
allt að 15 skemmdarverkavígi er
heija með poppsprengjum á þá sem
um veginn fara. Menn spyija: Hve-
nær kemur hávaðalöggjöfin? Menn
spyija einnig: Er virkilega ekkert
hægt að gera til að fá þessa kaupa-
héðna til að snúa sér að einhveiju
sem væri þeim til meiri sóma? Nú
er það ljóst, að meirihluti þeirra
kaupmanna sem versla í miðbænum
era bestu grey og era ekki þar til
að eitra andrúmsloftið. Væri ekki
reynandi að fá þessa menn til að
leika sína músík hvergi annars stað-
ar en heima hjá sér? Eigum við
ekki að einangra þær verslanir sem
í skjóli óljósra laga og þolinmæði
almennings traðka á rétti borg-
arbúa? Skemmtistaðurinn Lennon
við Austurvöll, Kamabæjarbúðimar
og íkominn, Austurstræti 22, Axel
Ó., Laugavegi 11, Plötubúðin,
Laugavegi 20, Fálkinn, Laugavegi
24, Skífan, Laugavegi 33 og Kama-
bær, Laugavegi 66. Er ekki
nauðsjmlegt að við tökum öll hönd-
um saman að finna lausn á þessum
vanda? Er ekki kominn tími til að
gera eitthvað? Löggjafinn, borgar-
stjóm, heilbrigðisyfirvöld, íbúasam-
tök, lögreglan og allir þeir sem
hafa af þessu ærandi áhyggjur. Er
það ekki skylda okkar, hljóðlátra
borgara, að þagga niður í þessum
hávaðaseggjum götunnar í eitt
skipti fyrir öll. Tökum höndum sam-
an. Þessu verður að linna.
STOFNUN
FYRIRTÆKIS
ERTU VISS UM RÉTT ÞINN ?
Upplysinqabæklinqar oq ráðqiöf
á skrifstofu okkar.
Ingólfur Hjartarson • Ásgeir Thoroddsen
William Thomas Möller • Kristján Ólafsson
Lára Hansdóttir • Ingibjörg Bjarnardóttir
Lögfræöiþjónustan hf
Höfundur er rithöfundur.
Verkfræðingahúsinu, Engjateigi 9
105 Reykjavík, sími (91 )-689940
CIRCOLUXfrá OSRAM
- 80% ORKUSPARNAÐUR
- 6 FÖLD ENDING
Fæst í helstu raftækjaverslunum og kaupfélögum.
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF.
43 SUNDABORG 13-104 REYKJAVÍK - SlMI 688588