Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
Tjörnin lifi
Hugleiðingar lögmanns
eftir Tómas
Gunnarsson
Áform borgaryfirvalda í
Reylcjavík um byggingu ráðhúss í
norð-vesturenda Reykjavíkurtjam-
ar hafa vakið ýmsa til aðgerða til
vemdar henni, fuglalífínu þar og
aðliggjandi byggð. Hugmyndin um
byggingu ráðhúss í Tjöminni, þá í
norðausturhomi Tjamarinnar, hef-
ur áður verið rædd, m.a. fyrir um
þijátíu ámm. Hún náði ekki fram
að ganga þrátt fyrir stuðning
ýmissa valdamanna.
Tjömin er flestum Reykvíkingum
hugstæð, en sérstaklega þeim, sem
búið hafa eða starfað í nágrenni
hennar. Mörgum er svo farið, að
þeim fínnst, að Tjömin og byggð
gömlu húsanna þar í nágrenninu
sé nokkurs konar einkenni eða
ímynd Reylq'avíkur. Stórbygging
út í Tjömina í nýjum stíl raskar
verulega þeirri smábæjarmynd, sem
gerir Reykjavík svo sérstaka meðal
höfuðborga. Og nú, þegar hætt er
við, að byijað verði á stórbyggingu
úti í Tjöminni, er undrunar- og lotn-
ingarefni, að nútímaþjóð skuli enn
eiga stað, að verulegu leyti upp-
mnalegan, í næsta nágrenni við bæ
fyrsta landnámsmanns síns en einn-
ig í nágrenni við æðstu stofnanir
hennar.
Hver á Tjörnina?
Eitt af því fyrsta sem athuga
þarf þegar byggja skal er réttur til
byggingarlóðar. Um þetta segir
byggingarreglugerð nr. 292/1979
gr. 3.1.2.: „Ekki geta aðrir lagt
fram umsókn en eigandi, lóðarhafí
eða fullgildur umboðsmaður hans,
og skal hann undirrita umsóknina
eigin hendi.“
En hver á Tjömina? Ekki get ég
svarað því. En í bréfí Sigurðar
Sveinssonar, borgarfógeta þinglýs-
inga í Reykjavík, til mín dags. 4.
nóvember 1987 segir:
„Varðandi fyrirspum í bréfi þínu
dags. í dag um skráðar eignar-
heimildir um Reykjavíkurtjöm skal
hér með upplýst að ekki er vitað
til þess að slíkar heimildir sé að
fínna hér við embættið."
Þetta svar vekur margar spum-
ingar m.a. vegna þess, að telja
verður það eðlilegan þátt í réttar-
vörslu sveitarfélags að þinglýsa
réttindum sveitarfélagsins yfír fast-
eignum þess. A þessu geta verið
ýmsar skýringar, þótt ég eða Borg-
arfógetaembættið geti ekki upplýst
um þær.
Þegar ekki fást ótvíræð svör er
oft nærtækt að koma með tilgátur.
Ein gæti verið þannig: það er nokk-
uð tíðkað að geta ekki sérstaklega
um eignarrétt að vötnum eða vatna-
svæðum í veðmálabókum, en telja
nægjanlegt að vísa til almennra
reglna, nú ákv. vatnalaga nr.
15/1923 um eignarrétt að vatna-
svæðum. Lausleg athugun á
eignarheimildum í veðmálabókum
Reykjavíkur að lóðum liggjandi að
Tjöminni leiðir í ljós að þær eru
jafnan taldar eignarlóðir, það er
lóðir sem aðrir en Reykjavíkurborg
eiga. Að vísu á Reykjavíkurborg
nokkrar lóðir, sem liggja að Tjöm-
inni, en það breytir engu um rétt
annarra lóðareigenda. í 4. gr.
nefndra vatnalaga er ákv., sem á
rætur í eldri reglum, en þar segir:
„1. Nú liggur landareign að stöðu-
vatni, og fylgir vatnsbotn þá þeim
bakka, er hann verður talinn áfram-
hald af, 115 metra út í vatn (net-
lög).
2. Ef stöðuvatn er merkivatn og
er eigi 230 metrar á breidd, þá
skal miðlína þess ráða merkjum,
nema önnur lögmæt skipun hafi
verið á gerð.“
Það er því ekki óeðlilegt að
ímynda sér, að vatnsbotn Tjamar-
innar hafí fylgt því landi, sem lá
að henni og sé svo enn. Vissulega
liggja víða götur að Tjöminni nú
og er mögulegt að sérstök ákvæði
gildi um þær og netlögin, sem vænt-
anlega fylgdu Tjamarbakkalóðum
áður en þær komu til. En hitt er
líklegra að gatnagerðin hafi í engu
raskað mögulegum aldagömlum
réttindum netlaga, sem fylgdu
Tjamarbakkalóðum og eignarrétti
að vatnsbotni Tjamarinnar sé skip-
að í samræmi við nefnd ákv.
vatnalaganna.
Sé þessi tilgáta rétt í meginatrið-
um kunna menn að spyija, hvort
Reykjavíkurborg hafí ekki unnið
hefðarrétt til að byggja ráðhús í
Tjöminni. Því verður að _ neita.
Líklegt er að Reykjavíkurborg hafí
unnið hefðarrétt að þeirri starf-
semi, sem hún hefur a.m.k. um
tveggja áratuga skeið haft með
höndum á Tjöminni, svo sem gerð
skautasvells og eflingu fuglalífs á
Tjöminni. Eins er mögulegt, að sá
eða þeir sem tóku ís af Tjöminni á
sínum tíma hafí unnið hefð að þeirri
starfsemi, þótt sá mögulegi hefðar-
réttur sé sennilega niður fallinn.
Eini möguleiki Reykjavíkurborgar
til að vinna hefðarrétt til að byggja
ráðhús í Tjöminni virðist vera sá,
að hún byggi ráðhús í grandleysi
og án mótmæla og athugasemda
eigenda netlaga og það standi í
a.m.k. tuttugu ár.
En fleira kemur til. Ef netlög
fylgja Tjamarbakkalóðum samkv.
ákv. vatnalaga gilda væntanlega
um Tjömina önnur ákv. vatnalaga,
m.a. ákv. í 6. gr., þess efnis, að
óheimilt sé að breyta vatnsbotnin-
um. Til þess þarf væntanlega að
óbreyttum lögum samþykki allra,
sem yrðu taldir eiga netlög í Tjöm-
inni. En þeir em margir einstakir
borgarar auk Alþingis, Sambands
ísl. bankamanna, Alþýðuhúss
Reykjavíkur hf., Útvegsbanka ís-
lands, Templarahallar Reykjavíkur,
IOGT, Listasafns íslands, Fríkirkju-
safnaðaríns, Húsfélags Oddfellow-
stúknanna Ingólfs nr. 1 og
Hallveigar nr. 3 og fleiri.
Hefur verið skipulögð
byggð í Tjörninni?
Ekki enn. Að vísu liggur fyrir
Skipulagsstjóm ríkisins tillaga frá
borgarstjóranum í Reykjavík, Davíð
Oddssyni, þess efnis, að við af-
greiðslu á tillögu að Kvosarskipu-
lagi verði á uppdrætti sýnd
afstöðumynd ráðhúss. Ráðhús-
áform hafa komið flestum á óvart.
Sjötta náttúmvemdarþing 1987
ályktaði seint í október 1987, að
litlar rannsóknir hefðu verið gerðar
á lífríki, næringarefna- og vatns-
búskap Tjamarinnar og varaði við
stórframkvæmdum í Tjöminni og á
vatnasviði hennar áður en áhrif
þeirra á lífríkið hafa verið metin.
Hönnuðir skipulagstillagna Kvosar-
innar, þau Dagný Helgadóttir og
Guðni Pálsson, en þær er búið að
samþykkja í stofnunum Reykjavík-
urborgar og em komnar til Skipu-
lagsstjómar ríkisins, virðast við
gerð tillagnanna ekki hafa vitað um
ráðhúsáformin. í greinargerð fyrir
tillögum þeirra segir um afmörkun
svæðis: „Svæðið, sem unnið hefur
verið með, afmarkast af Geirsgötu
að norðan ásamt athugun á hafnar-
svæðinu, Lækjargötu að austan,
lóðunum vestan Aðalstrætis að
vestan, Tjöminni að sunnan."
Að vísu er á uppdrætti með tillög-
unum afmarkaður með punktalínu
reitur í norð-vestur homi Tjamar-
innar og greint frá samkeppni um
ráðhús, sem tengt er reitnum án
frekari upplýsinga. Forsendur
Kvosarskipulagsins greina ekki frá
fyrirhugaðri ráðhúsbyggingu og þó
er þar rætt um frágang á Tjamar-
bakkanum við Vonarstræti. Samt á
ráðhúsið að standa við Vonar-
stræti, sem er syðsta gatan, sem
Kvosarskipulagið tekur til. Er mik-
ill munur á hve upplýsingar um
skipulagstillögur em miklu ítarlegri
á Kvosarsvæðinu sjálfu en á ráð-
gerðum byggingarreit ráðhúss í
Tjöminni. I skipulagstillögum Kvos-
arinnar koma ekki fram skýringar
„Það verður með öllum
ólíkindum ef æðstu
yfirvöld skipulagsmála,
Skipulagsstjórn ríkisins
og félagsmálaráðherra,
staðfesta málsmeðferð-
ina á skipulagi ráðhúss
í Tjörninni sem gilda
málsmeðferð. Ekki
verður betur séð en
fylgja hefði átt ákv. VI.
kafla skipulagslaga um
framkvæmd skipulags
eldri hverfa, þegar lagt
var til að norð-vestur
Tjarnarhornið yrði lagt
undir ráðhús, með
skriflegoim tillögum til
eigenda og umráða-
manna fasteigna á
svæðinu, auk margs
annars.“
á því, hvers vegna hönnuðimir virð-
ast láta sig svo litlu skipta mögulegt
ráðhús Reykjavíkur með allstómm
bflageymslum neðan jarðar, sem á
að snúa að Kvosarreitnum. Naum-
ast er mögulegt að hönnuðimir
hafí ekki tekið tillit til ráðhús-
hugmynda, hefðu þeir vitað um
þær. Sennilegast er að raðhús-
hugmyndin hafí ekki komið fram
fyrr en gerð skipulagstillögu Kvos-
arinnar var að mestu lokið.
Enn skiptir máli að upplýsingar
í skipulagstillögum um ráðhús í
Tjöminni em engar aðrar en fram
fari samkeppni um ráðhús á bygg-
ingarreitnum. Ekki kemur ákveðið
fram í skipulagstillögum Kvosar-
innar að reisa skuli ráðhús í
Tjöminni. Þá em þar engar upplýs-
ingar um hvemig ráðhúsið á að
vera. Úr þessu mun ekki hafa verið
reynt að bæta fyrr en seint í októ-
ber 1987. Leiðréttur skipulagstil-
löguuppdráttur með ráðhúsinu er
dags. 20. okt. 1987 og bréf borgar-
stjóra þar sem þess er farið á leit
að afstöðumynd væntanlegs ráð-
húss verði sýnd á skipulagsupp-
drætti Kvosar er dags. 27. október
1987. Það skorti því mikið á að
menn hefðu átt möguleika á því að
taka afstöðu til mögulegrar ráðhús-
byggingar, ef aðeins var byggt á
skipulagstillögum Kvosarinnar.
Einnig skortir mikið á að gögn
væm í samræmi við ákv. skipulags-
laga nr. 19/1964.
Það verður með öllum ólíkindum
ef æðstu yfirvöld skipulagsmála,
Skipulagsstjóm ríkisins og félags-
málaráðherra, staðfesta málsmeð-
ferðina á skipulagi ráðhúss í
Tjöminni sem gilda málsmeðferð.
Ekki verður betur séð en fylgja
hefði átt ákv. VI. kafla skipulags-
laga um framkvæmd skipulags eldri
hverfa, þegar lagt var til að norð-
vestur Tjamarhomið yrði lagt undir
ráðhús, með skriflegum tillögum til
eigenda og umráðamanna fasteigna
á svæðinu, auk margs annars. Gilt
aðalskipulag fyrir Reykjavík hefði
þurft að gera ráð fyrir ráðhúsi á
þessum stað til þess að réttmætt
hefði verið að leggja fram breytingu
á deiliskipulagi, sbr. ákv. í gr. 2.3.
í skipulagsgerð. Þurft hefði að
rannsaka ýmsa þætti náttúmfars
Tjamarinnar, sem ráð er fyrir gert
í gr. 2.3.1. í skipulagsreglugerð eins
og Náttúmvemdarþing ályktaði
um. Eðlilegt hefði verið að gefa
yfirvöldum þjóðminja og húsfriðana
tækifæri á að tjá sig um að þetta
raskaði ekki gömlum minjum og
nágrannahúsum, vegna grenndar-
réttar þeirra. Þá hefði þurft að
auglýsa og kynna málið á sama
hátt og gert var við Kvosarskipu-
lagstillögu og reyndar betur, því
margir, sem áhyggjur hafa af þess-
um málum, telja sig vita of lítið um
þessi mál og að alltof mörg atriði
séu óviss til þess að unnt sé að
taka afstöðu.
Hver er grenndar-
réttur nágranna?
Ýmsir hafa orðið til að spyija
hver sé grenndarréttur þeirra, sem
hafa yfír húsum að ráða í
Reykjavík. Því er ekki fljótsvarað
því grenndarréttur er vandmeðfarið
fyrirbæri. Mín skoðun er sú, að eig-
endur fasteignaréttinda á skipu-
lögðu svæði eigi réttindi tengd
svæðinu að hluta til í óskiptri sam-
eign. Fasteignaeigendur sem eigi
gjaman einstaka fasteignir megi
nota þær eins og upphaflegt skipu-
lag gerir ráð fyrir, en megi ekki
breyta notkun þeirra í nokkm vem-
legu. Sveitarfélagið eigi gjaman
götur og umferðarmannvirki og
verði að stuðla að sem líkastri notk-
un og upphaflegt skipulag gerði ráð
fyrir. Þannig ætti sveitarfélag ekki
bótalaust að geta breytt húsgötu í
hraðbraut, þótt skipulagsyfirvöld
féllust á það. Rétturinn til birtu og
útsýnis er óskipt sameign. Þannig
má einn húseigandi ekki hækka hús
sitt umfram það sem upphaflegt
skipulag gerði ráð fyrir, þótt fyrir
liggi samþykki yfírvalda til þess.
Jafnvel ekki setja glugga á húshlið,
þar sem gluggar hafa ekki áður
verið, nema til komi samþykki ná-
granna við vissar aðstæður. Em
mörg ákvæði í skipulags- og bygg-
ingareglum, sem ganga í þessa átt
og dómar hafa víða staðfest þetta.
Glögglega kemur fram í VI. kafla
skipulagslaga að við þennan vanda
er að eiga þegar sveitarfélag og
þorri eigenda húsa á gömlu skipu-
lögðu svæði em í vemlegum atrið-
um sammála um að breyta skipulagi
eldra hverfís.
í 23. gr. skipulagslaganna segir:
„Nú telur sveitarstjóm rétt að
beita sér fyrir því að hafíst verði
handa um endurbyggingu bygg-
ingareits eða hluta af honum í
samræmi við staðfest skipulag, og
skal þá gerð um það sérstök álykt-
un.
Ályktun þessi skal tilkynnt skrif-
lega eigendum (umráðamönnum)
fasteigna á umræddu svæði. Nú
telur sveitarstjóm vafa leika á því,
hveijum tilkynna skuli, og skal þá
jafnframt birta tilkynninguna í Lög-
birtingablaði einu sinni. Skulu
aðilar innan frests, sem sveitar-
stjóm ákveður og eigi má vera
skemmri en ijórar vikur, tilkynna
skriflega, hvoit þeir óski að taka
að sínu leyti þátt í endurbygging-
unni og hefjast handa innan þess
tíma, sem sveitarstjóm tiltekur.
Þegar sveitarstjóm hefur kynnt
sér hveijar undirtektir ályktunin
hefur fengið, ákveður hún, hvort
málinu skuli haldið áfram að sinni.
Ef ákveðið verður að halda áfram
skal tilkynna aðilum þá ákvörðun
og jafnframt boða til sameiginlegs
fundar þeirra. Skal í þeirri tilkynn-
ingu tekið fram, að verði af félags-
stofnun um málið, megi þeir, sem
ekki gerast þátttakendur, vænta
þess, að fasteign (fasteignir) þeirra
á svæðinu verði tekin eignamámi
af sveitarstjóm."
í greinargerð fyrir fmmvarpi
því, sem síðar varð að skipulagslög-
um segir á bls. 1094 í A-deild
Frá Reykjavíkurtjöm.