Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 CHANEL Snyrtivörukynning í dag kl. 13-18 og föstudag kl. 13-18. Guðmundur Barker leiðbeinir. Laugavegi 15— Sími 14033 Æfinga-. i a~i "Siggu Guðjohnsen LEIKFIMI PÚLTÍMAR Furugrund 3 Kópavogi 4ra vikna námskeið hefst 16. nóvember Núna hefst lokaspretturinn fyrir jól. Losum okkur við aukakílóin og byggjum upp sterkan skrokk. Innritun stendur yfir í síma 46055. SJÁUMST HRESS, Sólskin, Furugrund. Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun ritvinnslukerfisins WordPerfect. FORRITIÐ ER Á ÍSLENSKU OG MEÐ ÍSLENSKU ORÐASAFNI. Leiðbeinandi: Dagskrá: ★ Helstu grundvallaratriði í DOS ★ Byrjendaatriði i WordPerfect ★ Helstu skipanir við textavinnslu ★ Verslunarbréf og töflusetning ★ Dreifibréf ★ Gagnavinnsla ★ fslenska orðasafnið og notkun þess ★ Umræður og fyrirspurnir Tími: 17.-20. nóv. kl. 17-20 Innifalin í námskeiðsgjaldinu er nýja WordPerfect bókin. VR og BSRB styðja sina félaga til þátttöku á námskeiðinu. Inniritun í símum 687590 og 686790 Matthias Magnússon, rrthöfundur Tölvufræðslan Borgartúni 28 Þessu verður að linna eftír Signrð Þór Guðjónsson Óspektir unglinga í haust er þeir unnu spjöll í verslunum hafa orðið kaupmönnum mikið hneykslunar- efni. í Morgunblaðinu 17. október á bls. 11 er auglýsing frá samtökun- um Gamli miðbærinn. Þar er fjallað um þetta mál og segir svo: „Langlundargeð manna er á þrotum og skyldi nú engan undra þegar það er haft í huga, að sami verslunareigandi hefur orðið fyrir því að vera vakinn upp allt að 15 sinnum vegna þess að skemmdir hafa verið unnar á verslun hans. Menn spyrja: Hvar er löggæslan? Menn spyija einnig: Er virkilega ekkert hægt að gera til að fá þessa unglinga til að snúa sér að ein- hvetju sem væri þeim til meiri sóma? Nú er það ljóst að mestur hluti þeirra unglinga, sem safnast saman í miðbænum, eru bestu skinn og er ekki kominn til þess að vinna skemmdarverk. Væri ekki reynandi að fá þessa unglinga til að eyða þessum kvöldum annars staðar en í miðbænum? Er ekki hægt að ein- angra þann hóp skemmdarvarga sem í skjóli margmennis vinna sín spellvirki? Er ekki nauðsynlegt að við tökum höndum saman um að fínna lausn á þessum vanda? For- eldrar, skólar, æskulýðssamtök, lögregla og allir þeir sem hljóta að hafa áhyggjur af þessu: Er það ekki okkar verk að beina unglingun- um inn á réttar brautir? Tökum höndum saman. Þessu verður að linna." Svo mörg voru þau orð og er það nýlunda í auglýsingum að þær skuli misnotaðar til þess að ráðast beinlínis á aðra. Hvemig myndi fólk bregðast við, ef „ábyrgur aðili" í opinberri umræðu kallaði ein- hveija þjóðfélagshópa „bestu skinn", t.d. sjómenn og bændur, verkamenn eða kennara, konur eða Sjálfstæðisflokkinn? Ætli þessum hópum fyndist ekki virðingu sinni freklega misboðið? Fullorðnir voga sér ekki svona móðganir sín á milli. En það er sjálfsagt að lítilsvirða unglinga með niðrandi orðum í trausti þess að þeir geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Hér tala kaup- menn langt niður fyrir sig af því- líkum hroka að sjaldgæft er nú á tímum. Ef þið viljið vita hvaða mann náunginn hefur að geyma skuluð þið ekki skeyta um, hvemig hann kemur fram við fullorðna jafn- ingja. Gætið að hvemig hann hagar sér við böm og unglinga. En krakk- amir láta þetta ekki á sig fá. Ef einhver gerir sig svona breiðan í ■ ffaman, þá hrylla þeir sig bara í herðunum og fussa við honum með fyrirlitningu: Oj, hvað ’ann er ógeðslegur! Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Á ráðstefnu er nýlega var haldin í háskólanum um einstaklinginn og samfélagið hafði einn ræðumaður miklar áhyggjur af andlegu ástandi þjóðarinnar. Hann færði fyrir því rök, að hún væri sokkin niður í skefjalausa einstaklingshyggju og sjálfsdýrkun er skeytti einungis um lífsþægindi og efnaleg gæði. Afleið- ingamar væru brenglað mat á lífsgildum, siðferðisleg upplausn og ábyrgðarleysi einstaklinga og stétta. Það læra bömin sem fyrir þeim er haft. Enginn neitar því að spell- virkin í miðbænum báru vitni um fullkomið virðingarleysi fyrir rétti og eignum annarra. Hugarfar er stendur á sama um allt og alla. Frekju, jrfírgang, ófyrirleitni og of- beldi. En unglingamir em aðeins endurspeglun samfélags hinna full- orðnu. í ölæði þeirra og skrflslátum sér þjóðin sjálfa sig. Nákvæmlega svona emm við. Og þess er ekki að vænta að krakkamir taki mikið mark á siðaboðum hinna fullorðnu. Þar er oft svo skelfílegt ósamræmi milli fagurra orða og raunverulegr- ar breytni. Getum við ætlast til þess að blessuð bömin nenni að hlusta á „lífsreyndan" gaur, er áminnir þau stranglega um bindind- issemi og skírlífí, en veltist svo sjálfur blindfullur og „skandalíser- andi“ á kvennafari út um allan bæ. En einmitt þetta gera hinir upp- komnu góðborgarar fyrir framan blásaklaust nefíð á unglingunum, ef ekki í bókstaflegum skilningi þá í óeiginlegri merkingu. Þó tekur út yfír þegar alræmdir skemmdar- verkamenn fara að vitna og tala hneykslunartungum út af skemmd- arverkum annarra. Það er eins og fjandanum ofbyði andskotans djöflagangurinn í helvíti. Kaupmenn í miðbæ Reykjavíkur fremja hin verstu skemmdarverk á almannafæri. Þeir gera það með því að setja upp glymjandi gjallar- hom á verslunum sínum og þrymja út um þau poppmúsík að eigin geð- þótta. Þannig menga þeir sameigin- legt umhverfí íbúanna með andstyggilegum hávaða. Hann bitn- ar á öllum sem um götumar fara þó þeir eigi ekkert erindi í verslan- ir þeirra. Með þessum hætti valda búðaeigendur vegfarendum sál- rænu tjóni og hugarangri. Og það gerir borgarbraginn glamurkennd- an og auvirðilegan, blæ mannlífsins ljótan og leiðinlegan. En alvarlegast er þó hið ruddalega tillitsleysi í annarra garð, hin forherta fyrirlitn- ing á rétti þeirra. Kaupmenn traðka á persónuhelgi einstaklingsins. Og þeir skella skollaeymm við marg- endurteknum og vinsamlegum tilmælum um að láta af þessum ósköpum og sjá fólk í friði. Þvert á móti færast þeir fremur í auk- ana. Þeir hugsa sem svo: Skemmd- arverk er skaða okkur og verslunina eru forkastanleg og verður að kveða niður. En skemmdarverk sem við sjálfír vinnum á umhverfínu em fullkomlega eðlileg og það er móðg- un ef ekki atvinnurógur ef einhver dirfíst að rísa gegn þeim. Þetta segja kaupmenn að vísu ekki upp- hátt bemm orðum. En þeir sýna meiningu sína í verki svo að ekki verður um villst. Þeir em klókir og afburða ósvífnir. Nú bíða þeir eftir SMAHLUTIR — sem skipta máli. Er ekki gott að vita til þess að BB á alla þá smáhluti sem þú þarft til að koma saman þínu verki. Skrúfur, boltar, krókar, naglar, skrúfjárn, sporjárn, hamrar, borar og allt annað sem kemur að notum. B.B.BYGGINGAVÖKUR HF Suðurlandsbraut 4, Sími 33331 og Nethyl 2, Ártúnsholti, Sími 687447 mmm því að hávaðaumræðan detti niður svo þeir geti látið öllum illum látum í framtíðinni. Spellvirki unglinganna vom að sönnu ekki framin vegna þess beinlfnis að kaupmenn eitra and- rúmsloft bæjarins. Ekki alveg. En unga fólkið er smitað af þeirri sið- fræði er gegnsýrir þjóðfélagið og hinir fullorðnu hafa skapað og standa þar kaupmangarar einmitt fremstir í flokki. Þessi em skilaboð- in: Allt er einskis virði nema peningar. Mig varðar ekkert um rétt annarra. Menning er af hinu illa. En þegar afleiðingar þessarar heimspeki sækja hugsuðina heim, botna þeir ekki neitt í neinu en grenja af reiði og skilningsleysi. Kaupmenn gamla miðbæjarins lflq'- ast garðyijumanni er sáir illgresi í garðinn sinn. Þegar illgresið fer að vxa og dreifa sér um garðinn og í aðra garða og út um allt verður hann þmmulostinn yfír því að ekki skuli spretta fogur blóm og ilmandi skrautjurtir. Og þessir glappagaurar ráða mestu í þjóðfélaginu í krafti auðs og valda er honum fylgja. Þess vegna er meira tillit tekið til þeirra en annarra í samfélaginu. Besta sönnunin er einmitt sú staðreynd að þó flestum sé farið að blöskra hávaðaofbeldið í miðbænum gerir enginn neitt til að stemma við því stigu. Yfírvöld halda að sér hönd- um. Fjölmiðlar yppta öxlum. Morgunblaðið segir ekki styggðar- yrði í leiðumm sínum, Víkveija eða þessum „metafysisku" Reykjavík- urbréfum. Aftur á móti þeytast fjölmiðlar, ekki síst ríkissjónvarpið, upp á gátt til að koma á framfæri við þjóðina fordæmingu verslunar- eigenda á unglingunum. En þeir eiga ekkert vantalað við Steingrím Gauta, Atla Heimi eða undirritaðan, þó að við höfum vitnað með rök- studdri og siðmenntaðri gagnrýni um grimma hávaðaáþján frá versl- unum í miðbænum. Enda eigum við ekki bótina fyrir rassinn á okkur í viðskiptalegum skilningi. Þannig vegur hagur kaupmanna miklu þyngra á metunum en heill al- mennra borgara. Nú mælir auðvitað ekkert á móti því, að kaupmenn hafí með sér fé- lag til að gæta atvinnuhagsmuna sinna eins og aðrar stéttir. En sam- tökin Gamli miðbærinn hafa heldur betur villt á sér heimildir. Þau kom fram í fjölmiðlum sem eins konar fulltrúi Reykvíkinga um málefni Kvosarinnar; allra manna, kvenna og bama er í borginni búa. Þetta em hrein svik. Félaginu stendur hjartanlega sama um þennan reit sem einhvem merkasta sögustað landsins og það hefur engan skilning á hinni mann- legu hlið þess fyrirbæris sem er miðbær einnar borgar. Samtökin Gamli miðbærinn virðast fyrst og fremst bera hag einkabflsins fyrir bijósti. Háleitustu hugsjónir þeirra “fr Allar gerðir Tengið aldrei stál-í-stál JbIL S8uBllaMg)Mr ® VESTURGÖTU 16 SIMAR 14680 21480
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.