Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 , Skúll Óskirtton verður með „come back“ í lyftingum. MK FOLX ■ ARIE Haan, þjálfari Stuttg- art, var staddur á Olympíuleik- vanginum í Munchen í gærkvöldi, til að „njósna" um Bayem Mlinc- __ „hen í bikarleik gegn Gladbach. Stuttgart leikur gegn Bayem á Neckar-leikvellinum í Stuttgart á laugardaginn. 90% líkur eru á því að Asgeir Sigurvinsson leiki þá með. ■ TEITUR Þórðarson er að ljúka námi við sænska knattspymu- skólann. Teitur hefur staðið sig mjög vel í skólanum. ■ KNA TTSPYRNUSAM- BAND íslands hefur tilkynnt þátttöku unglingalandsliðsins, skipsð leikmönnum 18 ára og ungri, í Evrópukeppni U 18. Dráttur í riðla fer fram 16. desember. Úrslit keppninnar fer farm 1990. ■ TVEIRjúdókappar taka þátt í heimsmeistaramótinu í júdó sem far fram í Essen í V-Þýskalandi 19.-22. nóvember. Það eru þeir Bjarai Friðriksson, sem keppir í 95 kg flokki og Halldór Hafsteins- son, sem keppir í 86 kg flokki. ■ TUGÞRA UTAKAPPINN Jttrgen Hinsen frá V-Þýskalandi á við þrálát meiðsli að stríða. Óvíst er hvort að hann geti tekið þátt í Olympíuleikunum í Seoul 1988. I FIMM júdómenn frá íslandi taka væntanlega þátt í opna skand- inaviska meistaramótinu í júgó sem ~ '~fer fram í Osló 28.-29. nóvember. Það eru þeir Karl Erlingsson, Halldór Guðbjörnsson, Ómar Sig- urðsson, Halldór Hafsteinsson, Bjarni Friðriksson og Viðar Guðjohnsen. ■ SKÚLI Óskarsson, lyftinga- maðurinn gamalkunni, hyggst gera „come back“ 21. nóvember í Garða- skóla. Þessi skemmtilegi lyftinga- maður hefur tilkynnt þátttöku í Reykjavíkurmótið í kraftlyftingum sem fer þar fram. Einnig mun önn- ur gamalkunn kempa taka þátt í mótinu - Óskar Sigurpálsson. ■ ÖRN Valdimarsson, knatt- spymukappi úr Fram, hefur ákveðið _ að ganga til liðs við 2. deildarlið ^selfoss. ■ LANDSLIÐSBÚNINGUM Wales var stolið áður en landsliðið hélt til Tékkóslóvakíu. Lögreglan í Cardiff segir að búningamir hafi verið seldir á niðursettu verði á markaði. Forráðamenn Wales þurftu því að hafa snör handtök til að fá nýja búninga áður en haldið var til Prag. ■ JORGE Burruchaga, HM- stjama Argmínu í knattspymu, sem skoraði sigurmarkið, 3:2, gegn V-Þýskalandi í HM í Mexikó, mun að öllum líkindum leika vináttuleik gegn V-Þjóðveijum í Buenos Aires 16. desember. Burmchaga, sem leikur með Nantes í Frakklandi, hefur átt við meiðsli að stríða. „Ég hef mikinn áhuga að leika. Þó að það verði ekki nema í nokkrar mínútur," sagði kappionn. V-Þjóð- verjar leika einnig gegn Brasilíu- ' '’inönnum í ferð sinni til S-Ameríku. KÖRFUKNATTLEIKUR / BANDARÍKIN NBA David Kelly með þrennu David Kelly skoraði þijú mörk fyrir íra þegar þeir unnu sig- ur, 5:0, yfír Israelsmönnum í vináttulandsleik í knattspymu. 9.500 áhorfendur sú leikinn, sem fór fram í Dublin. John Byme og Niall Quinn skoruðu hin mörkin. FRAKKLAND: Racing Club París vann góðan sigur, 3:0, yfír Lille í 1. deildarkeppninni. Pétur hafði gæturá Jabbar —þegar San Antonio Spurs tapaði fyrir Lakers, 124:133, í miklum spennuleik „Vift náöum mjög góðum leik gegn Los Angeles Lakers og unnum móralskan sigur. Það er þó ekki það sem við sækjumst eftir — heldur viljum við góða sigra. Lakers var sterkari á lokasprett- inum og náði sigri, 133:124,“ sagði Pótur Guðmundsson, körfuknattleikskappi í viðtali við Morgunblaðið í gær. Pétur átti góðan leik í vörninni — hafði gætur á snillingnum Abdul- Jabbar. „Eg var tekinn af leikvelli þegar óg fékk mína fimmtu villu. Hér fá menn brottvísun eftir að hafa fengið sex villur," sagði Pétur. Það var mjög gaman að leika gegn sínum gömlu félög- um. Þeir reiknuðu með auðveldum sigri. Hraðinn var geysilegur í leikn- um, sem mikil skemmtun fyrir hina 13.700 áhorfendur sem mættu hér á heimavöll okkar. Lakers byijaði betur og hafði yfír, 75:60, í leik- hléi. í þriðju lotunni náði Lakers nítján stiga forskoti. Við fórum þá á fulla ferð og náðum að stöðva þá algjörlega. Minnkuðum muninn í tvö stig, 96:94, í fjórðu Iotunni. Reynsluleysið varð okkur þá að falli. Lakers var sterkari á enda- sprettinum og skoraði Jabbar þá þýðingamiklar körfur með sínum kunnu húkkskotum," sagði Pétur sem lék ekki með lokakaflann. Pétur lék inn á í sextán mín. í leikn- um. Skoraði sex stig og tók fjögur fráköst. Nýliðinn Greg Anderson lék mjög vel með Spurs. Skoraði 19 stig og blokkeraði fímm skot. Alvin Robertsson lék einnig vel og sömuleiðis hinn bakvörðurinn, Jo- hnny Dawkins. Walter Berry skoraði flest stig, eða 28. James Worthy lék vel með Lakers — skoraði 32 stig. Magic Johnson var ekki í stuði. Jabbar skoraði 14 stig — þar af átta á lokamínútun- um, þegar Pétur var farinn af leikvelli. NBA-ÚRSLIT Þessir leikir voru leiknir f bandarfsku NBA-deildarinnar á þriðjudagskvöldið: Indiana Pacers — Detroit Pistons 121—118 Chicago Bulls — Atlanta Hawks 105—95 Milwaukee Bucks — Wash. Bullets 115—100 Los Lakers — San Antonio Spurs 133—124 Phoenix S. — Golden S. Warriors 123—109 Houston R. — Portl. T. Blazers 118—111 Sacramento K. — Denver Nuggets 134—123 Dallas Maver. — Seattle Supers. 117—101 Los A. Clippers — Utah Jazz 100—88 Boston Celtic — N.Y. Knicks 96—87 Uppskeru- hátíð Fram Held verður við- staddur HM-dráttinn — ásamt Ellert B. Schram og Sigurði Hannerssyni Sigfrid Held, landsliðsþjálfari Islands í knattspymu, verður viðstaddur þegar dregið verður í Evrópuriðlana í undankeppni heimsmeistarakeppninnar á Ítalíu 1990. Held verður þar ásamt Ellert B. Schram, formanni Knattspymu- sambands íslands og Sigurði Hannerssyni, framkvæmdastjóra KSÍ. Draumur KSÍ er að lenda í riðli með stórþjóðum í knattspymunni, Danmörku, Englandi eða V-Þýska- landi. 33 þjóðir verða í hattunum þegar dregið verður. Vonast KSÍ að lenda í fímm þjóða riðli. Drátturinn fer fram í Ziirich í Sviss 12. desember. Uppskemhátíð Knattspymu- deildar Fram verður haldin í Átthagasal Hótel Sögu sunnudag- inn 16. nóvember og hefst klukkan 14. Knattspymumönnum Fram á ýms- um aldri verða veitt margvísleg verðlaun fyrir árangur. Bestu leik- menn yngri flokka og kvennaflokks verða útnefndir, framfarabikarinn afhentur, markakóngur Fram 1987 verðlaunaður og dómari ársins heiðraður. Veitingar verða og em allir knatt- spymumenn félagsins boðnir velkomnir svo og fjölskyldur þeirra. Foreldrar þeirra í yngstu flokkun- um em sérstaklega hvattir til að mæta, en æfingar í 5. og 6. flokki falla niður á sunnudaginn. Úr fréttatilkynningu Walter Berry skoraði 28 stig fyrir Spurs. James Worthy átti mjög góðan leik með Lakers og skoraði 32 stig. KNATTSPYRNA Olympíuliðid til Grikk- lands og Egyptalands? „Miklar líkur eru á að við förum þessa ferð," segir Sigurð- ur Hannesson, framkvæmdastjóri, KSI Knattspyrnusamband island hefur fengið boð frá Grikkl- andi um að Olympíulandslið íslands í knattspyrnu komi til Grikklands á tímabilinu 24. febrúartil 4. mars á næsta ári og leiki þar einn leik. Einn- ig hefur komið boö frá Egyptalandi. , essi ferð væri tilvalin und- irbúningsferð fyrir fympíuliðið sem á að leika fjóra leiki næsta vom í undankeppni OL,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri KSÍ. Sigurður sagði að KSÍ væri búið að senda Grikkjum jákvætt svar °g Egyptum jákvætt svar, með fyrirvara. Olympíulandsliðið leikur gegn Hollendingum og A-Þjóðveijum úti 27. og 30. apríl. Portugalar koma hingað til lands 24. maí og Italir 29. maí. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.