Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 23 Hólmgeir Björnsson „Vafasamt er, að yfir- standandi samdráttur i hefðbundnum land- búnaði gefi nokkurt tilefni til samdráttar í rannsóknum. Þvert á móti gerir aðlögun að nýjum aðstæðum nýjar kröfur til rannsókna sem eiga að gera at- vinnuveginn færan um að standast harðnandi samkeppni.“ velja erlenda stofna nytjajurta, sem henta til ræktunar hér á landi, en einnig hafa verið valdir stofnar úr innlendum efnivið. Markvissar kyn- bætur, sem miða að því að fá fram stofna sem skara fram úr og bjóða jafnvel upp á nýja möguleika í rækt- un, eru geysilega tímafrekar. Þær bera ekki árangur nema unnt sé að halda áfram samfelldu starfí í a.m.k. einn til tvo áratugi. Nú eru kynbótaverkefni að komast á loka- stig og það mun t.d. koma í ljós á næstu árum, hve miklum árangri umfangsmiklar komkynbætur hafa skilað. Bæði þau verkefni, sem hér hafa verið nefnd til dæmis, eru að veru- legu leyti unnin á tilraunastöðvum og því yrði tvísýnt um framhald þeirra, ef ekki verður veruleg breyt- ing á fjárlagafrumvarpinu. Aðbyggjotipp tilraunastöð Tilraunastöðvar RALA hafa löngum verið illa búnar og fáliðaðar að því marki, að vafasamt er, að þær hafi skilað árangri í samræmi við tilkostnað. Það hefur verið áhugamál margra að efla þær að mun. Það hefur ekki tekist og því hafa oft heyrst raddir um að fækka tilraunastöðvunum og ná með því meiri hagræðingu. Auðvitað væri það sárt, því að allar gegna stöðv- amar einhverju hlutverki, sem yrði að sinna með öðru máli, ef þær yrðu lagðar niður. Á móti slíkri endurskoðun mælir einnig að menn hafa þá reynslu af fjárveitingavald- inu, að stofnunin myndi að líkindum ekki fá að halda því fjármagni sem sparaðist til að hagræða rekstri, heldur myndu rannsóknir skerðast sem því nemur. Loks þyrfti til þess lagabreytingu. Framlag Alþingis til þessara mála, umfram það að halda fjárveit- ingum til tilraunastöðva RALA í lágmarki, var það að stofna nýja tilraunastöð með lögum árið 1981. Að vísu var ekki um nýja starfsemi að ræða, heldur var tilraunastarf- semi með fóðrun mjólkurkúa, sem verið hafði í Laugardælum, fest f sessi. Hafíst var handa um bygg- ingu fullkominnar tilraunstöðvar í Stóra-Ármóti í stað þeirrar í Laug- ardælum. Áður var hafín bygging tilraunafjóss á Möðruvöllum. Áhugi bænda á þessum framkvæmdum hefur verið mikill. Framlög á fjárlögum til bygging- ar tilraunafjósanna hafa komið dræmt og því hefur bygging þeirra dregist úr hömlu. Hvorugri bygg- ingunni er fulllokið. Vart hafði fyrsti tilraunastjórinn í Stóra- Ármóti verið ráðinn, þegar fram kom frumvarp til fjárlaga sem ger- ir ráð fyrir að staða hans verði lögð niður. Var það e.t.v. síðbúið raunsæi hjá Qármálayfírvöldum að átta sig á því, að það er ekki nóg að byggja tilraunafjós, það kostar einnig fé að nýta það. Framtíðarsýn Rannsóknir, hvort heldur er f þágu landbúnaðar eða í öðru skyni, eru ekki dægurmál. Að vísu er oft unnt að leysa ákveðin verkefni með skammtímaátaki, en því aðeins, að stuðst sé við rannsóknir sem eru í föstum farvegi. Rannsóknir í þágu landbúnaðar hljóta að miðast við það, hvaða hlut- verk honum er ætlað á næstu áratugum. Gerum við ráð fyrir, að íslenskar landbúnaðarafurðir haldi hlut sfnum í fæðu þjóðarinnar? Eig- um við að stunda rannsóknir með tilliti til búgreina sem hugsanlega gætu orðið hagkvæmar hér á landi? Það eru svör við spumingum sem þessum sem eiga að ráða afstöð- unni til þess, hve umfangsmiklar landbúnaðarrannsóknir eru stund- aðar hér. Varðandi fyrri spuminguna sem spurt var er rétt að minna á, að það er verulegt öryggisatriði hverri þjóð að vera sem mest sjálfri sér nóg um matvæli. Matvæli geta fyr- irvaralaust horfíð af heimsmarkaði vegna náttúmhamfara, styijalda eða stórfelldra óhappa. Nýlegt dæmi um slíkt er kjamorkuslysið í Tsjemobýl þótt áhrifa þess gætti ekki hér. Með landbúnaðarrann- sóknum má stuðla að því, að íslensk landbúnaðarframleiðsla haldi hlut sínum _án vemlegra vemdarað- gerða. Ég vil taka fram til mótvægis þeirri algengu minnimáttarkennd Islendinga að við búum á mörku hins byggilega heims, að ísland er gott grasræktarland, þótt við eigum nágrannalönd sem taka því fram. Seinna atriðið var rætt fyrr. Því má bæta við, að ýmsir spá því, að loftslag muni fara ört hlýnandi á jörðinni á næstu áratugum vegna aukins koldíoxíðs og fleiri efna f andrúmslofti. Þetta kallar á auknar rannsóknir ef rétt reyndist, bæði vegna breyttra skilyrða til núver- andi landbúnaðar og vegna nýrra möguleika sem opnast. Niðurskurður á fé til rannsókna í þeim mæli, að hópi manna sé sagt upp störfum, jafngildir yfírlýsingu um að störf þeirra undanfarin ár hafí verið gagnslaus. í lifandi rann- sóknastarfsemi er nauðsynlegt að fá jafnt og þétt til starfa unga, vel menntaða vísindamenn með nýjar hugmyndir. Ör uppbygging getur því einnig verið varasöm, ef henni fylgir stöðnun eða samdráttur. Því ber Alþingi að sjá til þess, að duttl- ungar einstakra stjómmálamanna eða vanhuguð og úrelt slagorð á borð við „báknið burt“ valdi ekki röskun á vísindastarfsemi í landinu. Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins hefur starfað í núverandi horfí í rúm 20 ár. Endurskoðun á starf- seminni er því eflaust tímabær. Þótt slík endurskoðun kynni að leiða til einhverra breytinga á rekstri er ég sannfærður um, að hún myndi staðfesta réttmæti þeirrar máls- greinar úr málefnasamningi ríkis- stjómarinnar sem vitnað var til í upphafi. Höfundur er dcildarstjári töl- fræðideildnr Rannsóknastotnunar landbúnaðarins. Stykkishólmur: Trésmiðjan Osp selur einingahús til Grænlands Einingahúsið komið á sinn stað á Grænlandi. Stykkish&lmi. TRESMIÐJAN Ösp í Stykkishólmi hefir um árabil framleitt svo- nefnd Asparhús, sem eru eininga- hús af ýmsum gerðum. Eru þetta ibúðarliús úr timbureiningum og hafa þau verið seld víða og mörg eru hér f Stykkishólmi og hafa þau reynst vel. Nýlega var eitt hús frá Ösp reist f Julianeháb f Grænlandi og fóru tveir menn frá Öspinni, þeir Ásgeir Gunnar Jóns- son og Bergur J. Hjaltalín, báðir húsasmíðameistarar, til þess að reisa húsið og koma því á grunn. Voru þeir 4 vikur í þeirri ferð og skiluðu húsinu tilbúnu undir málningu. Kaupandi er Guðmundur Þor- steinsson, íslendingur sem er giftur grænlenskri konu, Benediktu Þor- steinsson. Guðmundur vinnur hjá sútunarverksmiðju í bænum, en Ben- edikta er skrifstofustjóri hjá sýsl- unni. Julianeháb er 3000 manna bær og er þetta aðallega sjávarútvegs- og skólabær. Ásgeir Gunnar sagði að það hefði verið virkilegt ævintýri að koma til Grænlands. „Grænlendingar tóku okkur afar vel. Við vorum í fæði og húsnæði hjá þeim hjónum og var ekki á betra kosið. Þar fengum við ýmsan grænlenskan mat, svo sem sel og hval o.fl. matreitt að þeirra hætti. Við borðuðum þetta með bestu lyst. Selurinn er soðinn í kjöt- súpu og hafði ég aldrei bragðað slíka fæðu fyrr. En þetta var bara ágætt. Við fórum í ferðalag um nágrennið þegar við höfðum tíma til og hittum ýmsa íslendinga þar. íslensk fram- leiðsla er að vinna markaði í Grænlandi og virðist það fara mjög í aukana. T.d. með harðfísk, og diykkjarvörur frá Sól hf. svo sem Svala o.fl. í þessum bæ vissi ég til að væru 4 fslenskir karlmenn og 2 konur, allt gift Grænlendingum." Ég spurði Ásgeir Gunnar hvort þeir Asparmenn hefðu tök á að selja fleiri hús til Grænlands. Hann sagð- ist telja miklar líkur á því og það þyrfti að athugast betur og í það minnsta hefðu þeir lært talsvert á þessari ferð. „Grænlendingar eru þægilegir í umgengni og ákaflega vinsamlegir í garð íslendinga," sagði Ásgeir Gunnar að lokum. — Árni Blöð og blaðamennska í nútíð og framtíð Opinn fundur i vegum Blaðamannafélagsins í Listasafni Alþýðu, Grensásvegi 16, fimmtu- daginn 12. nóvember kl. 20.30. Ritstjórarnir og blaðamennirnir Arni Berg- mann, Björn Jóhannsson, Elías Snœland Jóns- son, Indriði G. Þorsteinsson og Steinar J. Lúð- víksson verða með stutta framsögu. Umræður á eftir. Blaðamenn og allt áhugafólk um blöð og blaðamennsku velkomið. Munið afmælissýningu Blaðamannafélagsins - síðasta sýningarhelgi. Stjórn BÍ STÍFIAD? Fáðu þér þá brúsa af Fermitex og málið er leyst. Fermítex losar stíftur í frárennslispíp- um, salernum og vöskum. Skaölaust fyrir gler, postulín, plast og flestar tegundir málma. Fljótvirkt og sótthreinsandi. c (fi /r j t t ». ^ VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 Mfcl LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 HAFÐU ALLT Á HREINU FÁÐU ÞÉR OTDK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.