Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 Óflug’ sprengja gerð óvirk á N-Irlandi Enniskillen, Norður-lrlandi, Reuter. BREZKIR sprengjusérfræðingar gerðu sprengju óvirka í fyrra- kvöld í landamæraþorpinu Tullyhommon. Var hún fimm sinnum öflugri en sprengjan, sem írski lýðveldisherinn (IRA) sprengdi í bænum Enniskillen á sunnudag. Ellefu óbreyttir borg- arar biðu bana i EnniskiIIen og 65 slösuðust. Að sögn lögreglu hefði sprengjan í Tullyhommon orðið margfalt fleiri að fjörtjóni. Það tók sérstakar sveitir brezka hersins tvo daga að finna sprengj- una í Tullyhommon. „Við verðum að fara okkur hægt því við getum alltaf átt á hættu að önnur sprengja sé falin skammt frá til að granda okkur eða að lenda í einhvers konar Leiðtogafundur arabaríkj anna: Fordæma Irani fyrir yfirgang Tekið verður upp stjóramálasamband við Egypta Abdel-Salam Jalloud, sem gengur næstur Khadafy að völdum í Líbýu, sagði, að samþykkt fundarins væri undirlagi Bandaríkjamanna og Amman, Reuter. LEIÐTOGAR arabaríkjanna for- dæmdu í gær írani fyrir að hafa lagt undir sig íraskt landsvæði og lýstu stuðningi við stjórnina i Bagdad og Kuwait. Á efnahagsleg- ar refsiaðgerðir var hins vegar ekki minnst. Líbýustjórn átti ekki aðild að samþykktinni, sem hún sagði runna „undan rifjum Banda- rikjamanna". Leiðtogafundi arabaríkjanna lauk í gær en til hans var boðað í skyndi og til þess eins að ræða um Persaf- lóastríðið og hvemig unnt væri að koma í veg fyrir, að það breiddist út til nágrannaríkjanna. „Fundurinn fordæmir frani fyrir að hafa lagt undir sig íraskt land og fyrir að skella skollaeyrum við vopna- hlésályktun öryggisráðsins," sagði í lokasamþykktinni, sem Chadli Klibi, aðalritari Arababandalagsins, kynnti fyrir fréttamönnum. í henni var einn- ig hvatt til alþjóðlegrar friðarráð- stefnu um málefni Miðausturlanda og samþykkt, að einstök ríki mættu endumýja stjómmálaleg samskipti við Egyptaland. Sýrlendingar, sem styðja Irani f stríðinu og hafa lengi verið í litlu vinfengi við íraka, greiddu atkvæði með samþykktinni en þó er ekki litið svo á, að þeir hafi þar með snúið baki við stjóminni í Teheran. Af 21 arabalandi, sem á aðild að bandalaginu, var Líbýustjóm sú eina, sem var á móti. vekti það fyrir þeim að sundra ara- baríkjunum. Einnig kallaði hann þá svikara, sem ætluðu sér að endumýja tengslin við Egypta. Hafði hann varla sleppt orðinu þegar tilkynnt var, að Sameinuðu arabísku furstadæmin hefðu tekið upp formlegt stjóm- málasamband við Egypta eftir áratugarhlé. gildm annarri," sagði talsmaður brezka hersins. Að sögn lögreglu em augljós tengsl á milli sprengingarinnar í Enniskillen og sprengjunnar, sem fannst í Tullyhommon, sem er á landamæmm Norður-írlands og írska lýðveldisins. Skammt er á milli bæjanna. í sprengjunni í Tullyhommon vom 60 kíló af sprengiefni. Hafði því verið komið fyrir í bjórtunnu og var hún falin í limgerði á stað þar sem útisamkoma var haldin til þess að minnast fallinna hermanna. I samkomunni tóku þátt ungir skát- ar, foreldrar þeirra, lúðrasveit og fyrrverandi hérmenn. eða um 17-5 manns. Úr sprengjunni lá 250 metra rafþráður að stað innan landamæra írska lýðveldisins og átti að hleypa henni af stað þaðan. Fyrram hermenn frá bænum Enniskillen tilkynntu í gær að þeir myndu efna til nýrrar minningar- stundar um fallna félaga 22. nóvember næstkomandi. Margaret Thatcher, forsætisráðherra, hefur lýst áhuga sínum á að taka þátt f athöfninni í Enniskillen. Háttsettur en ónafngreindur maður í hemaðarráði IRA sagðist í viðtali við Lundúnablaðið Inde- pendent óttast að sprengingin í Enniskillen ætti eftir að draga stór- lega úr stuðningi við hryðjuverka- samtökin og rýra þau trausti. Norska sendiráðið í Prag: Reuter Fimm biðu bana í sprengingu í Beirút Felmtri slegnir óbreyttir borgar- ar hjálpa konu sem slasaðist er öflug sprengja sprakk á flulg- vellinum í Beirút í Líbanon í gær. Að minnsta kosti fimm manns biðu bana í sprenging- unni og 50 slösuðust. Sprengjan var falin í ferðatösku, sem skilin hafði verið eftir í troðfullum brottfarsal flugstöðvarinnar. Talið er að kona hafi komið sprengjunni þar fyrir. Búist við að fleiri hljóð- nemar leynist í húsinu Prag, Reuter. Prag, TÉKKNESK yfirvöld vísa á bug fullyrðingum um þau hafi látið fela hlerunartæki í norska sendiráðinu í Prag. Starfsmenn sendiráðsins skýrðu á hinn bóg- inn frá því gær að hugsanlega væru fleiri hlerunartæki falin í byggingunni en hafa fundist. I yfírlýsingu utanríkisráðuneyt- isins í Prag í gær sagði að Tékkar hefðu að öllu leyti staðið við Vínar- samþykktina um friðhelgi sendi- ráða. Fullyrðingar og ásakanir um að þeir hefðu brotið þær reglur ættu sér enga stoð í raunvemleik- anum. „j ljósi þessa verður að skoða ásakanimar sem tilraun til að sverta vinsamlegt pólitískt sam- band ríkjanna," sagði í yfírlýsing- unni. Georg Krane, sendiherra Noregs Forsetakosningar í Bandaríkjunum: Sjónvarpsklerkurinn Pat Robertson sækir í sig veðrið Des Moines i Iowa. Reuter. FRAMBOÐ bandaríska sjónvarpsklerksins Pat Robertson er nú far- in að skjóta keppinautum hans og leiðtogum Repúblikanaflokksins skelk f bringu, en þeir segja að hún líkist frekar krossferð en hefð- bundinni kosningabaráttu. „Fjölmargir stuðningsmenn hans telja að hann sæki línuna beint til Guðs,“ segir Ronda Menke, sem er fram- kvæmdastjóri Repúblikana í Iowa. Hún telur að að Robertson muni að verulegu leyti móta kapphlaupið til þess að verða arftaki Ron- alds Reagans, Bandaríkjaforseta. „Þessir [stuðningsmenn Robertson] hafa ekki áhuga á stjómmálum. Þeir vilja þröngva trúarskoðunum sínum upp á aðra," segir Bonnie Campell, formaður demókrata í Iowa. Repúblikani nokkur, sem ekki vildi láta nafns síns getið, tók í sama streng: „Bonnie hefur rétt fyrir sér. Þetta em ekki stjóm- málaskoðanir. Þetta em þeim trúarbrögð." Stuðningsmenn Robertson koma helst úr röðum heittrúaðra evange- lista. Flestir þeirra em nýgræðingar í stjómmálum og em fíillir ákafa, sem gömlum stjómmálajöxlum finnst annarlegur. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að fjölmargir Bandaríkjamenn hafa illan bifur á Robertson, sem hefur stundað kraftaverkalækningar, segist tala milliliðalaust við Guð og heldur því fram að hann hafí eitt sinn beint hvirfílbyl af leið með bæninni einni. Ekki er talið að Robertson muni eiga mikla möguleika meðal al- mennra kjósenda eða í forkosning- um flokksins. Hins vegar á hann mun meiri möguleika á einstökum flokksþingum, sem fara fram í vet- ur, en þau geta haft talsverð áhrif á gengi hans. Bent hefur verið á að stuðningsmenn Robertson séu mun ákafari en stuðningsmenn annarra frambjóðenda flokksins og sagt að þorri þeirra myndu vaða eld og brennistein fyrir hann, í bók- staflegri merkingu. Flokksþingin em oft á tíðum mjög langdregin og þreytandi og talið að margir muni einfaldlega ekki nenna að koma til þeirra — ekki síst ef ein- hver snjóþyngsli verða í vetur. Stuðningsmenn Robertson em hins vegar ólíklegir til þess að láta slíkt hamla sér. Enn sem komið er hefur enginn frambjóðenda repúblikana yfír- burðafylgi, þó svo að menn séu sammála um að George Bush, vara- forseti, og Bob Dole leiðtogi flokks- ins í öldungadeildinni og fyrmm meðframbjóðandi Geralds Ford, hafi forskot á aðra. Kosningastjórar þeirra hafa þó nokkrar áhyggjur af fylgi Robertson og telja að hann geti komist í þá aðstöðu að fylgi hans skipti sköpum fyrir Bush og Dole, en þá afstöðu gæti hann not- að til þess að gera kröfu til varafor- setastólsins. Reyndar er taiið ólíklegt að svo fari, en hitt óttast repúblikanar meira, að Robertson og stefnumál hans kunni að fæla kjósendur frá flokknum vegna af- stöðu sinnar og óbilgimi í fjölmörg- um málum, sem fyrst og fremst Reuter Pat Robertson í ræðustóli, en að baki hans eru áskoranir um framboð hans. mótast af trúarskoðunum, sem margar þykja einstrengingslegar. Ekki er neinum blöðum um það að fletta að Robertson höfðar til margra, en hversu haldgóðar vin- sældir hans meðal heittrúaðra em á enn eftir að koma í ljós. í Prag, sagði að fleiri hlustunar- tæki kynnu að leynast í sendiráðs- byggingunni til viðbótar allt að 20 tækjum af því tagi, sem fundust í síðasta mánuði. Er það í annað sinn á sex ámm, sem hlerunartæki fínnast í norska sendiráðinu í Prag. Krane sagði að nákvæm leit í hús- inu, sem er þijár hæðir, stæði fyrir dymm. Háttsettur maður innan norsku leyniþjónustunnar sagðist álíta að hlustunarbúnaður hefði verið falin í húsinu þegar endurbætur vom gerðar á því nýlega. Káre Granmar ofursti, sem stjómar öryggisvörzlu í sendiráðum Norðmanna um heim allan, sagði hlemnartækin hafa verið af fullkomnustu gerð. Þau væm úr hlutum frá Bandaríkjun- um, Bretlandi og Japan. Að sögn Krane sendiherra hafa norsk yfírvöld mótmælt við tékk- nesk yfírvöld og kvaðst hann ekki vita til þess að frekari aðgerðir stæðu fyrir dymm. „Við emm þess fullvissir að hleranimar hafa hvorki valdið okkur né öðmm þjóð- um tjóni og ekki heldur NATO,“ sagði sendiherrann í gær. Sendiherrann spáði því þó að málið ætti eftir að skaða sam- skipti Norðmanna og Tékka, samband sem hann sagði hafa þró- ast ánægjulega á undanfömum áram. Viðskipti milli ríkjanna námu jafnvirði 75 milljóna dollara í fyrra, eða um 2,8 milljörðum króna. Vestrænir sendifulltrúar í Prag sögðu hlerunarbúnaðinn í norska sendiráðinu ekki koma sér á óvart. „Við geram alltaf ráð fyrir því að verið sé að hlera og við hegðum okkur í samræmi við það,“ sagði einn þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.