Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
Systkinaminning:
*
Jóhanna Arnadóttir
* *
og OskarArnason
Jóhanna Árnadóttir
Dáin 5. nóvember 1987
og Óskar Árnason
Dáinn 6. október 1987
„Að heilsast og kveðjast
það er lífsins saga."
í helgri bók stendur að „eitt sinn
skal hver deyja". Hið ókomna hér á
jörðu er okkur hulið, þó er einn sá
útgangspunktur, sem hver og einn
getur gengið útfrá, en það er að ein-
hveiju sinni kemur að vistaskiptun-
um, en hvenær og með hvaða hætti
vita hinsvegar fæstir. Sumum er
kippt af leiksviði lífsins á besta aldri
og í fullu flöri, aðrir búa við heilsu-
brest fram f háan aldur sjálfum sér
ónógir, já, hún er torskilin lffsgátan
og tilgangurinn með verunni hér á
jörð hulinn.
Þegar fimmti dagur þessa mánað-
ar gekk í garð kom sláttumaðurinn
mikli og klippti á síðasta lffsneistann
hjá elskulegri móður minni, Jóhönnu
Amadóttur, og lauk þar erfíðu helst-
ríði hjá henni eftir fjögurra mánaða
legu á sjúkrahúsi. Móðir mín var
fædd 5. október 1912 í Reykjavík
og 61 þar allan sinn aldur. Foreldrar
hennar voru Ámi Ámason skósmiður
og síðan dómkirkjuvörður í um hálfa
öld, og móðir Elísabet Ámadóttir.
Móðir Elísabetar var Ingibjörg Gests-
dóttir, en hún var ein með þeim
fyrstu ljósmæðrum sem útskrifuðust
með embættisbréf samkvæmt ljós-
mæðralögunum frá 1875.
Móðir mfn var elst nfu systkina
en tvö dóu í æsku, af þeim sjö sem
upp komust er nú eitt eftir. Fyrir
rúmum mánuði gekk Óskar bróðir
hennar hárskerameistari á fund
feðra sinna og sama daginn sem
mamma veiktist var mágkona henn-
ar, Stella frænka, borin til grafar,
er því skammt stórra högga á milli
innan fjölskyldunnar. Á þeim tíma
sem mamma og systkini hennar eru
að alast upp bjó þjóðin við önnur
kjör en síðar varð. Þá varð hver að
búa við sitt og ekki þýddi að gera
kröfur á eitt eða annað til samfélags-
ins, því var það mikilsvert að vera
hagsýnn og nýtinn á það sem til féll.
Mamma og hennar systkini voru
heppin í sfnu uppeldi því faðir þeirra
hafði alltaf vinnu fyrst framanaf,
sem skósmiður, sfðan dómkirkjuvörð-
ur eins og fyrr segir. Húsið Berg-
staðastræti 31 byggði afí minn og
þar ólust systkinin upp í glaðværum
hópi í leik og við störf. Mamma var
smekkvís og handlagin og tók fljótt
þátt í störfum heimilisins, m.a. með
því að sauma á flölskylduna, og voru
þær ófáar flíkumar sem hún saum-
aði og sparaði þannig fatakaup.
Þessu hélt hún áfram lengi vel eftir
að hún stofnaði sitt eigið heimili og
saumaði mikið á okkur systkinin.
Mamma var með eindæmum ættræk-
in og glaðsinna og kunni utanað
afmælisdaga stórs hluta ættgarðsins
og hafði oftast frumkvæði og forystu
að sá eða sú sem átti afmæli eða
annan tillidag, að þá væri gerður
einhver dagamunur frá hversdags-
leikanum og aldrei undi hún sér betur
en í hópi glaðra ættingja og vina.
16. október 1934 var stór dagur
f lífshlaupi mömmu, þá gekk hún að
eiga föður minn, Magnús Magnús-
son. Hann var sonur Magnúsar S.
Magnússonar prentara og Jóhönnu
Zoéga er lengi rak Litlu blómabúðina
í Bankastræti. Foreldrar mínir
bjuggu lengst af á Bergstaðastræti
31 og þar fæddumst við systkinin
sjö að tölu en eitt dó f bemsku. 1970
fluttu þau í Hjaltabakka 10 hér f
borg, en á fyrsta ári þar var pabbi
kallaður til hinna óþekktu stranda,
en mamma bjó áfram á Hjaltabakka
þar til yfir lauk hjá henni. Lengst
af sínum starfstíma vann pabbi hjá
Reykjavíkurborg. í hinu daglega lífí
okkar umgengumst við meira móður
okkar þar sem pabbi var fyrirvinna
heimilisins og að störfum frá því,
hins vegar var hann hinn trausti
heimilisfaðir þegar hann var heima
við og til hans var leitað ef leysa
þurfti hin stærri mál. Mamma var
afar skilningsrfk á óskir og þarfír
okkar og reyndi að leysa úr þeim
eftir bestu getu. Eftir að við systkin-
in vomm vaxin úr grasi og bamaböm
mömmu fóru að koma, var ekkert
of gott fyrir þau og ósjaldan leysti
hún úr þeirra vanda og stóð þó vilj-
inn langt framar getunni til að leysa
öll þeirra mál. En einu átti hún nóg
af, og veitti bamabömunum ríkulega
af, en það var hlýjan og blíðan og
uppfyllti þar ömmuhlutverkið full-
komlega. Ekki var ævi mömmu
áfallalaus fremur en margra annarra
því oft bankaði sorgin á dyr. Eins
og fyrr segir dó pabbi 1971 og Alli
bróðir minn, sem var elstur okkar
systkinanna, dó 1982 og Erla kona
hans tveimur árum síðar. Fimm
systkini mömmu, öll yngri en hún,
kvöddu á undan henni, auk þess
Qöldinn allur af vinum og ættingjum.
Þá var það mikið áfall fyrir hana er
yngsta systir mín, Ingibjörg, veiktist
fimm ára gömul og hefur verið sjúkl-
ingur upp frá því. Mamma annaðist
hana af mikilli alúð á heimili sínu
allt þar til að kraftar hennar voru
þrotnir fyrir um það bil ári, en þá
fékk Ingibjörg vistunarpláss á stofn-
un.
Nú þegar leiðir skilja þá er margs
að minnast og söknuður djúpur, því
ekki fer hjá því, þó aðdragandi sé
að kveðjustund og kemur því engum
á óvart, þá verður ekki hjá þvi kom-
ist að eitthvað brestur innra með
manni þegar yfír lýkur.
Að lokum færi ég kveðjur og þakk-
ir frá systkinum mínum, bamaböm-
um hennar og tengdabömum fyrir
langa og góða samfylgd og bið henni
Guðs blessunar á ókunnum leiðum.
Ég þakka hjúkmnarliði á deild 11 B
á Landspítala fyrir alla þeirra aðstoð
og gott viðmót í hennar garð, sem
var henni ómetanlegur léttir. Ég veit
þar sem mamma gengur á vit góðra
vina þá hefur hún átt góða heim-
komu, og víst er að margir verða til
að rétta henni hjálparhönd á fyrstu
skrefum á hinni ókunnu strönd. Guð
blessi mömmu og minningu hennar.
Bryndís
Andlát okkar elskulegu ná-
grannakonu Jóhönnu Ámadóttur,
Hjaltabakka 10, kom ekki óvænt.
Veikindi hennar áttu sér langan
aðdraganda. Hún var þó heil til
sálarinnar, allt til hins síðasta og
gerði sér fulla grein fyrir að hveiju
dró og var farin að þrá umskiptin
sátt við allt og alla. Ég mun ekki
rekja ættir hennar hér, það munu
aðrir gera. Með örfáum þakklætis-
orðum langar mig til að minnast
hennar Jóhönnu sem var mér og
okkur hjónunum mjög góður granni
og vinkona. Ég þakka fyrir tilveru
hennar í mínu lífí. Hún gaf mér
mikið, og mikið gott var hægt að
nema af þessari heilsteyptu og
lífsreyndu konu sem óx við hveija
erfíðleika sem að höndum bar. Hún
var svo ótrúlega hress og jákvæð,
fékk í vöggugjöf svo mikla gleði
og gott skap, að með eindæmum
var. Kátínan og glensið vom hennar
aðalsmerki. Án þessa kosta hefði
hún varla getað gengið heil í gegn-
um sitt líf.
Jóhanna fór ekki varhluta af ar-
mæðu lífsins frekar en aðrir.
Fullorðið fólk eins og hún man
tímana tvenna þegar í landinu var
algjör krepputími, tími atvinnuleys-
is og skömmtunar á matvælum og
fleiru. Á þeim tíma giftist hún eigin-
manni sínum Magnúsi Magnússyni
verkstjóra. Fróðlegt var að hlusta
á frásagnir hennar um þann tíma,
er þau ungu hjónin hófu búskap.
Margt og mikið hefur verið skrifað
og rætt um þann kafla í sögu
íslensku þjóðarinnar. Það er holl
lesning fyrir okkur í dag, sem lifum
á tímum velferðar. Samt minnist
Jóhanna þeirra tíma með _ gleði,
þrátt fyrir þröngan hag. „Ég var
svo heppin að Magnús fékk oftast
vinnu, svo var guði fyrir að þakka,
þá gátum við stundum bjargað öðr-
um um eitthvað." Svona var
Jóhanna alla tíð tilbúin að hjálpa
öðrum. Allt var svo sjálfsagt. Þau
Jóhanna og Magnús eignuðust 6
mannvænleg böm, 4 dætur og 2
syni. Er yngsta dóttirin Ingibjörg
var um það bil 5—6 ára gömul veikt-
ist hún mjög alvarlega. Það var
þeim mikið áfall. Allt var gert henni
til hjálpar, bæði innanlands sem
utan, en án árangurs. Þá sýndi það
sig best, hvað Jóhanna var mikil
hetja, er hún vakti yfír bami sínu,
nótt sem nýtan dag í öll þessi ár
og hjúkraði henni með sínum fóm-
fúsu móðurhöndum, en gekk þó
ekki sjálf heil til skógar. Fyrir rúmu
einu ári varð Jóhanna, heilsu sinnar
vegna, að láta hana frá sér á Kópa-
vogshæli.
Við vitum að þar er vel hugsað
um hana. Ég bið algóðan guð að
blessa hana og allt hennar heimili.
1971 missti Jóhanna mann sinn
eftir langa og erfiða legu. Árið
1982 missir hún eldri son sinn,
Aðalstein, bankastarfsmann, aðeins
49 ára gamlan. Aðeins ári síðar
missir hún tengdadóttur sína, konu
Aðalsteins, en hún fórst í bílslysi.
Jóhanna var búin að reyna margt
en stóð samt alltaf uppi, með sitt
jákvæða hugarfar, trúna á góðan
tilgang, okkur óskiljanlegan. Jó-
hanna átti stóra fjölskyldu, sem var
henni svo kær. Böm, tengdaböm
og bamabamaböm. Hún var eins
og ungamamma, sem breiddi vængi
sína yfír allan hópinn sinn. Enginn
gleymdist, ótæmandi nægtarbrunn-
ur góðmennsku hennar náði til allra
er hún þekkti.
Ég vona að ég kasti ekki rýrð á
neinn þó ég minnist sérstaklega á
Stellu dóttur hennar sem hugsaði
um hana og hjálpaði henni dag
hvem. Án hennar gat hún ekki
verið. Það var sterkt samband
þeirra á milli. Ég sé Jóhönnu alltaf
fyrir mér með sitt geislandi bros
og léttu lund. Er við kynntumst
fyrir nákvæmlega 17 ámm kom í
ljós við frekari umræður að hún var
systir þeirra Óskars og Vigfúsar
Ámasonar, sem vora hér bæjarins
bestu rakarar og klipparar. Var ég
þar fastur „kúnni“ eins og sagt er.
Þeir vora báðir kátir og grínfullir.
Þeir bræður era nú báðir famir
yfír móðuna miklu — Óskar nú fyr-
ir mjög stuttu. Jóhönnu dreymdi
oft merkilega drauma, þar af leið-
andi átti hún bjargfasta trú á
framhaldslíf. Ef talið barst að því,
var hún ókvíðin, geislaði bókstaf-
lega, líkt og það væri bara af
tilhlökkun að fara í þetta óumflýj-
anlega ferðalag, til að hitta ástvini
sína. Hún var farin að þrá þau
umskipti eftir langan vinnudag. Það
er skrítin tilfínning að ganga fram
hjá dyrunum á aðra hæð og upp á
þá þriðju — dymar lokaðar og kalt
á könnunni.
Kæra böm og aðrir ættingjar,
innilegar samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu hennar og við hjón-
in þökkum fyrir allt og allt. Sérstak-
ar þakkir og samúðarkveðjur frá
öllum íbúum á Hjaltabakka 10.
Elsa H. Þórarinsdóttír
Ég vil minnast þeirra ástkæra
móðursystkina minna með nokkram
orðum, en þegar maður rifjar upp
og reynir að lýsa mannkostum
þeirra, verða öll orð máttlaus og
lítil.
Þegar myndir og ómur endur-
minninganna koma upp í huga mér
frá því er ég var bam skynja ég
þann mikla systkinakærleik sem
ríkti milli móður minnar Svövu og
hennar systkina, og vora þau böm
óijúfanleg sem héldu þeim saman
alla tíð í gegnum súrt og sætt.
í dag verður Jóhanna Amadóttir
borin til grafar, en hún var elst af
níu bömum þeirra hjóna Áma
Ámasonar, fyrram dómkirkjuvarð-
ar í Reykjavík, og konu hans
Elfsabetar Amadóttur. Næst henni
að aldri kom svo móðir mín Svava,
sem lést 17. nóvember 1971, og
þá Óskar sem lést 6. október 1987,
Ámi sem lést 28. september 1973,
Gestheiður en hún lést 4. júní 1961,
Rannveig, en hún er ein eftirlifandi
sinna systkina, og að lokum Vig-
fús, en hann lést 22. mars 1983.
Tvö af bömum sínum misstu þau
hjón Ámi Ámason og Elísabet á
unga aldri.
Jóhanna giftist Magnúsi Magn-
ússyni 16. október 1934, en hún
missti hann 30. október 1971. Varð
þeim sex bama auðið, og var elstur
þeirra Aðalsteinn, sem lést 1. apríl
1982. Önnur böm þeirra era
Bryndís, Elísabet, Stella, Magnús
og Ingibjörg, sem öll era á lífi.
Elsku Hanna frænka eins og við
kölluðum hana var okkur í alla staði
jafnt sem móðir og systir og bar
hún mikla umhyggju fyrir systur-
bömum sínum og hélt alla tíð
mikilli tryggð við okkur. Var henni
Guðríður Þorkels-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 11. nóvember 1900
Dáin 29. október 1987
Miðvikudaginn 11. nóvember var
tengdamóðir mín, Guðríður Þor-
kelsdóttir, borin til hinstu hvíldar,
en hún fæddist þann dag árið 1900.
Með henni hverfur ennþá einn
meðlimur aldamótakynslóðarinnar,
en sú kynslóð hefur líklega upplifað
einhveijar þær mestu þjóðfélags-
breytingar, sem um getur í sögunni.
Guðríður var fædd og uppalin á
Akri við Bræðraborgarstíg og var
því innfæddur vesturbæingur. For-
eldrar hennar voru Þorkell Helga-
son, sjómaður og seglasaumarí, og
kona hans, Steinunn Guðbrands-
dóttir, húsmóðir með fleira. Húsið
Akur brann um páskaleytið 1925,
en þau hjón byggðu myndarlegt
steinhús, sem enn stendur við
Bræðaborgarstíg 25 (nú Túngata
44). Böm hjónanna á Akri vora
fjögur: Sveinn, Margrét, Guðríður
og Daníel, en Daníel er nú einn
eftirlifandi. Þorkell og Steinunn
tóku að sér fósturbam, „Helgu syst-
ur“, sem þá var aðeins nokkurra
mánaða gömul. Þá var Sveinn
tveggja ára, en síðar tóku þau tvo
drengi í fóstur, sem vora hjá þeim
í mörg ár. Það var því mannmargt
að öllu jöfnu á Akri eins og reynd-
ar víða annars staðar á þeim áram.
Akur var líka gististaður ætt-
ingja og vina úr Borgarfírði þegar
svo bar undir og sjómanna sem
þurftu á næturstað að halda.
Þegar maður sér fyrir sér heim-
ili þeirra í dag, með þetta í huga,
fallast manni hendur. Hér hlýtur
að hafa ríkt mikil eindrægni og
samhugur.
Þorkell var sagður mikið ljúf-
menni og Steinunn mátti ekki vita
um neitt bágt neins staðar í kring-
um sig, þá var óðar hafíst handa
til hjálpar. Auk heimilisstarfanna
sá Steinunn um stakkstæði fyrir
saltfísk heima við húsið, eins og
títt var þar um slóðir. Hún sótti þá
fiskinn út í skútumar á árabáti og
kom honum heim á handvagni,
verkaði hann og þurrkaði og kom
honum að lokum til kaupmannsins,
sem svo seldi hann úr landi. Bömin
tóku þátt í þessu af fullum krafti
og vinnudagurinn var langur. Að
loknum skóladegi vissu þau alveg
hvað þau áttu að gera þegar heim
kæmi og hver láir þeim það, eins
og fyrir kom, að slóra pínulítið á
leiðinni heim. Til viðbótar þessu tók
Steinunn að sér þjónustu við sjó-
menn, þvott þeirra ogþess háttar.
Já, þannig var lífíð á Akri. Þar
ríkti iðjusemi, góðvild í garð allra,
sérstaklega þeirra sem ver var
ástatt fyrir, og trúarvissa. Bömin
vora alin upp við trúrækni og góða
siði. Ég held að hugtakið — það er
svo mikið að gera — hafí varla ver-
ið þekkt þar í húsi. Það var ekki
til neitt annað en iðjusemi, eðlileg-
asti hlutur í heimi var að vinna eins
og hver gat og það af vandvirkni,
kærasemi og ósérhlífni.
Þannig var umhverfíð, sem hún
tengdamóðir mín kom úr. Og þaðan
tók hún með sér iðjusemina, vand-
virknina, hjálpsemina við aðra og
trúarvissuna. Gott veganesti það,
og hún ávaxtaði pund sitt vel. Ekk-
ert var þó þýðingarmeira en
umönnunin fyrir bömunum. Það
sneri aldrei nema ein hlið að þeim
og þau vissu öll, sem kynntust
henni, að þar vora þau tekin í al-
vöra. Móðirin, amman og langamm-
an leiðbeindi þeim bæði í leik og
lífí og oft áður en þau sjálf gerðu
sér grein fyrir þörfínni. Mér er til
efs að hún hafí nokkum tíma þurft
að brýna röddina gagnvart þeim.
Guðríður giftist Ellert Magnús-
syni, sjómanni, árið 1927. Þau
eignuðust fímm böm, Elínu, Guð-
rúnu, Ásgeir B., Þorkel Steinar og
Magnýju, sem öll era gift. Bama-
bömin era orðin 17 og bamabama-
bömin 4. Ellert lést árð 1974.
Ég kynntist tengdamóður minni
lítillega sumarið 1956, þegar við
Elín vora að byija að draga okkur
saman. Við voram svo búsett í
Svíþjóð allt til ársins 1974, svo að
eiginleg kynni hófust ekki fyrr en
eftir það. Heimsóknir á báða bóga
breyta hér litlu um. Guðríður var í
eðli sínu dul og flíkaði ekki tilfínn-
ingum sínum, því tók það langan
tíma að kynnast hennar innra
manni. Ég get ekki sagt að ég hafí
átt trúnað hennar nema að litlu
leyti og það kom ekki fyrr en á
seinni áram. Þá kom það fyrir er
við sátum ein í eldhúsinu á Snorra-
braut, en þar bjó hún í nær 50 ár,
að hún talaði um sína persónulegu
hagi, en bara lítillega. Henni var