Morgunblaðið - 14.11.1987, Side 4

Morgunblaðið - 14.11.1987, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 4 Leyniskýrslur Tangens í Lesbók Morgunblaðsins 1976: Hvergi minnst á Stefán Jóhann í gögnum Tangens STEINGRÍMUR Hermannsson utanríkísráðherra upplýsti á frétta- mannafundi í gær að svokölluð nýfundin bandarísk leynískjöl, sem norski sagnfræðingurinn Dag Tangen hefur undir höndum, voru að mestu ieyti birt í Lesbók Morgunblaðsins 24. mars 1976. Hvergi í þessum skjölum er minnst á Stefán Jóhnann Stefánsson þáver- andi forsætisráðherra, og segir í skýrslu íslenska sendiherrans í Osló, sem hitti Tangen að máli á fimmtudag, að Tangen segist hafa séð bréf í Truman safninu, að hann minnir, þar sem fram komi að „Prime Minister SJS“ hafi verið „contaktmaður1* Banda- ríkjanna á íslandi. Tangen segir að ekki hafi verið minnst á CIA í því sambandi og vildi hafa alla fyrirvara á með hvers eðils bréf- ið var og tók fram að ekki væri hægt að byggja á minni í þessu sambandi. Utanríkisráðherra lét dreifa á fréttamannafundinum afriti af öll- um skjölum sem Tangen hafði varðandi ísland. Er þarna um að ræða skjöl 40. fundar Þjóðarör- yggisráðsins frá 29. júlí 1949, Memorandum on Iceland, og ýmis skjöl sem varða herstöðvar Banda- ríkjanna á Grænlandi og íslandi. Mest af þessum skjölum birtist í Morgunblaðinu fyrir 11 árum og utanríkisráðuneytið birti einnig 3. maí 1976 íslenskar fundargerðir í sambandi við för þriggja ráðherra til Washington í marsmánuði 1949 í því skyni að kynna sér efni fyrir- hugaðs Atlantshafssáttmála. Steingrímur sagði á fundinum að mjög óeðlilegt mál hefði verið gert úr þessu og jafnvel gefíð í skyn að hinir ágætustu menn, sem hann væri sannfærður um að hefðu ekkert haft í huga nema hagsmuni íslands, hefðu haft óeðlilegt samband við Bandaríkin. Steingrímur sagði þó að hann myndi biðja sendiráðið í Washing- ton að afla viðbótargagna ef einhver væru, því vafalaust yrðu uppi einhveijar efasemdir þar til annað sannaðist. Steingrímur bætti við að frá honum hefðu verið að fara bæði bandaríski og sovéski sendiher- rann sem áttu við hann ýmis erindi. „Ætli ég sé þá ekki orðinn „contaktmaður" þessara þjóða í dag,“ sagði Steingrímur Her- mannsson. VEÐURHORFUR í DAG, 14.11.87 YFIRUT á hádegl í gær: Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1.016 mb hæð en milli Færeyja og Noregs er minnkandi 975 mb lægð. Skammt norðaustur af Nýfundnalandi er 970 mb lægð á hreyfingu norðaustur. SPÁ: Norðaustanátt, víða stinningskaldi á annesjum norðan og austanlands í fyrstu, enn mun hægari í öðrum landshiutum. Aust- an- og noröanlands verða skúrir, en slydduól vestanlands. Á sunnanverðu landinu verður bjartviöri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA SUNNUDAGUR og MÁNUDAGUR: Austanátt, líklega nokkuð hvöss um sunnanvert landið, en hægari annars staðar. Rigning sunnan- og austanlands en að mestu þurrt í öðrum landshlutum. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Heiðskírt ▼ stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V * V Skúrir Él 'CÍÉl Léttskýjað / / / / / / / Rigning Þoka Hálfskýjað / / / * / * Þokumóða Súld / * / * Slydda / * / OO 4 Mistur Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * R Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hm 1 1 vaóur akýjað léttakýjað Bergen vantar Helsinki 0 anjókoma Jan Mayen 2 skýjað Kaupmannah. 7 akýjað Narssarssuaq +4 snjóðl Nuuk +6 snjóél é 8. kls. Osló 6 skúr Stokkhólmur 6 hálfskýjað Þórshöfn 8 akýjað Algarve 18 léttskýjað Amsterdam 8 akýjað Aþena 20 léttskýjað Barcelona 20 skýjað Bertln 8 skýjað Chicago 3 léttakýjað Feneyjar 11 þokumóða Frankfurt 10 akýjað Glasgow 7 skúr Hamborg 8 léttakýjað LasPalmas 24 helðskfrt London 7 mistur LosAngeles 18 þokumóða Lúxemborg 8 akýjaö Madr/d 12 alskýjað Malaga 22 lóttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Montreal 2 alskýjað NewYork vantar Parfs 9 rlgn. á a. klst. Róm vantar Vín 8 akýjað Washington +1 láttskýjað Winnipeg +2 helðskfrt Valencia 20 láttskýjað Morgunblaðið/Bjami Steingrímur Hermannsson utanrfkisráðherra hampar Lesbók Morg- unblaðsins á fréttamannafundi í utanrikisráðuneytinu í gær. Fær eina milljón í hvatmngarverðlaun Þrír brautryðjendur heiðraðir DR. JAKOBI Kristjánssyni voru i gær veitt svonefnd hvatningarverð- laun, sem nema einni milljón króna, fyrir rannsóknir i þágu atvinnu- veganna. Verðlaunin voru veitt af Rannsóknarráði rikisins á afmælisráðstefnu á Hótel Loftleiðum í tilefni af 50 ára afmæli Atvinnu- deildar Háskólans. Þrír brautryðjendur í rannsóknum tengdum atvinnuvegunum voru heiðraðir af sama tilefni; þeir Haraldur Ás- geirsson, Jón Jónsson, og Þór Gu Hvatningarverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn þetta ár, en þau eiga að fara til efnilegs vísindamanns sem sinnir rannsóknum í þágu atvinnu- veganna, er ekki orðinn fertugur, og hefur fengið birtar greinar eftir sig í viðurkenndum tímaritum. Hug- myndin er að veita verðlaunin árlega á ársfundum Rannsóknaráðsins. Jakob er fæddur árið 1952, lærði líffræði við Háskóla íslands og fékk doktorsgráðu í lífefnafræði við Bran- deis-háskólann í Bandaríkjunum árið 1980. Hann vinnur nú á Iðntækni- stofnun við rannsóknir á sviði líftækni, einkum á ensímvirkni í hverabakteríum, auk þess sem hann er lektor í örverufræði við Háskóla íslands. Þeir þrír menn sem voru heiðrað- ir fyrir brautryðjendastörf í þágu rannsókna fyrir atvinnuvegina eru: Haraldur Ásgeirsson, fyrrverandi forstjóri Rannsóknarstofnunar Byggingariðnaðarins og formaður framkvæmdastjómar Rannsóknar- ráðs, Jón Jónsson, fyrrverandi forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, og Þór Guðjónsson, fyrrverandi veiðimálastjóri. Bjöm Dagbjartsson, formaður Rannsóknarráðs ríkisins afhenti þeim viðurkenningargripi sem eru „af íslensku bergi brotnir", en það voru molar af íslensku gijóti sem áletrun hafði verið greypt í. Morgunblaflið/Þorkell Björn Dagbjartsson afhendir Dr. Jakobi Kristjánssyni verðlaunin. Sitjandi eru þeir þrir brautryðjendur á sviði atyinnurannsókna sem voru heiðraðir (f.v.): Jón Jónsson, Haraldur Ásgeirsson, og Þór Guðjónsson. Fjöguira og þriggja bifreiða árekstrar EINN maður slasaðist injög al- varlega í fjögurra bíla árekstri á Reykjanesbraut f gærmorgun og liggur þungt haldinn á gjör- gæslu. Mikil hálka var á veginum og á hún sinn þátt í hversu illa fór. Skömmu síðar skullu þrir bílar saman á brautinni. Slysið varð um kl. 7.30, skammt sunnan við álverið í Straumsvík. Ökumaður bíls á leið til Reykjavíkur ók fram úr bflnum á undan. Bfll hans snerist þá á veginum vegna hálku og skall framan á jeppa, sem var ekið í suður. Ökumenn næstu tveggja bfla á eftir þeim fyrsta, sem voru fólksbíll og rúta, náðu ekki að stöðva og skullu á hinum tveim- ur. Ökumenn bílanna sem fyrst lentu saman voru báðir fluttir í slysadeild og er ökumaður jeppans mjög alvarlega slasaður. Þá meidd- ist ökumaður rútunnar einnig. Að sögn lögreglu í Hafnarfirði var að- koman að slysinu ákaflega ljót og bflamir illa famir, þó sérstaklega þeir tveir sem fyrst lentu saman. Skömmu síðar varð annar árekst- ur aðeins sunnar á Reykjanesbraut. Þar var tveimur bflum á leið til Reykjavíkur ekið aftan á þann þriðja. Engin meiðsli urðu á mönn- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.