Morgunblaðið - 14.11.1987, Page 26

Morgunblaðið - 14.11.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 ANNA MARGRÉT ÞRIÐJA í KEPPNINNI UNGFRÚ HEIMUR Hissa og glöðþegar úrslitin lágu fyrir segjaforeldrar Onnu Margrétar SPENNAN var dálítið mögnuð á heimilinu þegar við horfðum á úrslit keppninnar," sagöi Marín Samúelsdóttir, móðir Önnu Margrétar Jónsdóttur sem varð í þriðja sæti keppninnar „Ungrú heimur" á fimmtudagskvöldið, í samtali við Morgunblaðið í gær. Foreldrar Önnu Margrétar sögðu að þau hefðu gert sér vonir um að hún yrði ein þeirra 12 stúlkna sem kæmust í undanúrslit. Jón Kristó- fersson faðir hennar sagði að Anna Margrét væri mikil keppnismann- eskja og þetta hefði verið hennar takmark. Hún ber þetta vel - segir Ami Harðarson, unnusti Ónnu Margrétar „Það var nú farið að fara allhrikalega um mig, þegar kom í ljós að Anna Margrét var stigahæst fyrir síðustu lotuna,“ sagði Arni Harðar- son laganemi, unnusti Önnu Margrétar Jónsdóttur, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „En ég er auðvitað himinlifandi með úr- slitin, þótt ég hafi nú kannski ekki átt von á þessu - hún ber þetta vel.“ „Við höfum ekki sést í 22 daga, vísu með hléum, að sögn Áma. þannig að það er sjálfgefið að ég er ánægður að fá hana heim,“ sagði Ámi. „Maður verður væntanlega að sætta sig við það að sjá minna af henni á næstunni, þar sem það verð- ur áreiðanlega mikið að gera hjá henni. En það þýðir ekkert að kvarta undan því.“ Ámi og Anna Margrét hafa verið saman frá fimmtán ára aldri, að „Við sáumst fyrst tólf ára, það var kannski ekki ást við fyrstu sýn, frek- ar svona smáskot." „Ég á ekki von á að það verði haldið upp á þetta af miklum krafti í kvöld,“ sagði Ámi að lokum. „Hún er þreytt eftir keppnina og svo búin að þeytast milli sjónvarpsstöðva og skemmtihúsa. Ætli kvöldið verði ekki bara rólegt." Morgunblaðið/Þorkell Að loknu hófinu í Broadway sótti Árni, unnusti Önnu Margrétar, hana og heimsóttu þau foreldra henn- ar, þau Marínu Samúelsdóttur og Jón Kristófersson. Hér hefur fjölskyldan stillt sér upp í stofusófanum fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins. „Ég var spenntust þegar tilkynnt var hveijar hefðu komist í undanúr- slitin, en að hún skyldi lenda í þriðja sæti var meira en við gerðum okkur vonir um. Hún sendi okkur kort frá Möltu og tók fram að vil skyldum ekki gera okkur of miklar vonir, því keppnin yrði örugglega hörð. Við vomm því auðvitað afskaplega glöð þegar úrslitin vom ráðin. Anna Margrét hringdi í okkur í nótt. Það lá vel á henni og hún var mjög án- ægð,“ sagði Marín. Jón sagði að það væri erfitt að lýsa tilfinningunni þegar úrslitin lágu fyrir. „En maður var bæði hissa og glaður. Það var spennandi að horfa á keppnina. Þetta jafnaðist á við góðan Iandsleik,“ sagðihann. Morgunblaðið/RAX Anna Margrét hringir heim til foreldra sinna úr anddyri flug- stöðvarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Önnu Margréti gafst lítill timi til hvíldar í gær eftir erfiða keppni og langt ferðalag. Hún byrjaði á þvi að mæta í viðtal hjá Stöð 2, en siðan var haldið i Broadway, þar sem hún hitti Björn Borg, tennisleikara og tiskufrömuð, og unnustu hans Jannike. Onnu og Jannike voru færð blóm við innganginn i Broadway, og hér sjást þær ásamt Birni. Hlakka mest til að komast heim og hitta kærastann „AUÐVITAÐ er ég ofsalega ánægð með þennan árangur. Ég átti eiginlega alls ekki von á þessu,“ sagði fegurðardrottning Islands, Anna Margrét Jónsdóttir, og brosti geislandi brosi, nýstigin út úr flugvél Flugleiða sem flutti hana heim til íslands á fimmta tímanum í gær. Anna Margrét kom beint frá Lundúnum, þar sem hún ienti í þriðja sæti keppninnar um fegurstu konu heims. „Mér líður mjög vel með þetta allt saman, en nú er ég svolítið þreytt og hlakka mest til að komast heim og hitta kærastann." Starfsmenn Flugleiða tóku á móti Önnu Margréti við landgang- inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og færðu henni blóm. „Við erum stolt af að þú skulir vera starfsmaður okkar, og vonum að þú getir byijað hjá okkur sem fyrst aftur," sagði Erna Hrólfsdóttir, yfírflugfreyja Flugleiða, en Anna Margrét hefur starfað sem flugfreyja hjá fyrirtæk- inu. Foreldrar fegurðardrottningar- innar voru ekki til staðar að taka á móti henni. „Það átti enginn von á mér,“ sagði Ánna Margrét í sam- tali við Morgunblaðið, „ég bjóst við að verða í London fram á sunnudag að vinna fyrir Flugleiðir, en því var frestað þar til í desember, svo að ég flaug heim alveg óvænt.“ Var þetta erfið keppni? „Hún var ekki erifið fyrir mig, en þetta var hörð keppni. Það var hins vegar mjög vel að henni staðið og snúist í kring um okkur á allan máta. Það var góður andi meðal stelpnanna og eftir á finnst mér mjög gaman að hafa fengið að taka þátt í þessu. Ég kynntist stelpunum vel og eignaðist þama margar nýjar vinkonur. Það var dálítið einkenni- leg tilfinning að kveðja þær, vitandi að kannski sæi ég sumar þeirra aldrei aftur. Hins vegar ferðast ég ódýrt, þannig að það eru líkur á að ég geti hitt margar þeirra seinna." Hvemig brástu við þegar úrslitin í keppninni voru ljós? „Æ, ég veit það varla. Ég var ósköp róleg. Ég vissi ekki þá að ég hefði verið stigahæst í síðustu eink- unnagjöfinni, sem var bara eins gott, ég var ekkert of spennt og fannst bara ágætt að þetta væri búið, sérstaklega viðtalið, sem mér fannst erfiðast. Mér fannst Ungfrú Austurríki eiga fyllilega skilið að vinna, og ég samgleðst henni inni- lega. Við kynntumst vel í keppninni og erum góðar vinkonur." Aðspurð sagði Anna Margrét að ekki kæmi hún beinlínis stórrík út úr ævintýrinu. „En ég fékk þúsund pund (um 65.000 ísl. krónur) í verð- laun, og svo verðlaunagrip frá Top Shop.“ Top Shop er fyrirtækið, sem stendur að keppninni. Hveijar eru svo framtíðaráætlan- imar hjá þriðju fegurstu konu heims? „Ég er ekki farin að hugsa svo langt ennþá. Núna er ég fyrst og fremst fegin að vera komin heim og geta hvílt mig og slappað af. Svo hlakka ég auðvitað til að hitta fjölskylduna og kærastann minn aftur. Unnusti Önnu Margrétar, Ámi Harðarson laganemi, reyndist svo bíða hennar í anddyri flugstöðv- Ulla Weigerstorfer, austurríska stúlkan, sem nú ber titilinn Ungfrú heimur 1987. „Hún átti fyllilega skilið að vinna,“ sagði Anna Margrét. „Við kynntumst vel og erum góðar vinkonur." arinnar, og urðu með þeim fagnað- arfundir. Heldurðu að þau hafi átt von á því að þér gengi svo vel sem raun bar vitni? „Örugglega ekki. Áður en ég fór sagði ég öllum að gera sér engar væntingar, ég myndi bara reyna að standa mig og gera mitt besta."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.