Morgunblaðið - 14.11.1987, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 14.11.1987, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 Jt FYRIRALLA FJÖLSKYLDUNA MÆatn er mismunandi víða W um heim. Pess vegna skiptir máli að nota sjampó með réttri efnasamsetningu fyrir íslénskt vatn. Man sjampó er unnið af vísindalegri ná- kvæmni af efnafræðingum okkar. Pað hefur rétt pH gildi fyrir íslenska notkun. Man sjampó er til i átta tegundum: • Milt • Balsam • Fjölskyldu * Flösu • Eggja • Barna • Húð og hár • Hárnæring Man-sjampó er fyrir allar gerðir hárs og fæst lika í heils lítra umbúðum. Ronnsóknorstofo FRIGG /] Lyngási I Oarðabæ, sími 651822 '' Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! ifltofjpsttMjtfrife Greinargerð VMSÍ um kjaramál: A sama tíma og góðæri er mest verður tekjuskipting ójöfnust Morgunblaðið birtir hér í heild greinargerð, sem lögð var fram með ályktun um kjaramál á þingi Verkamannasambands íslands fyrir skömmu. Frá síðasta þingi Verkamanna- sambandsins ber samningana í febrúar 1986 hæst. Þá má segja að brotið hafí verið blað í samninga- gerð hérlendis. Reynt var í samningi aðila vinnumarkaðarins að binda hendur ríkisvaldsins til að koma í veg fyrir frekara kjararán og um leið að gera samkomulag við ríkis- stjómina um ýmsar stuðningsað- gerðir. Markmið þessarar víðtæku samningagerðar var að bæta kaup- mátt með umfangsmeiri aðgerðum en kauphækkun einni saman. Þá var og gert samkomulag um lífeyr- issjóði og húsnæðismál. Eflaust em enn eitthvað skiptar skoðanir um ágæti þeirrar samningagerðar. Reynslan virðist þó ótvírætt vera sú, að þeir samningar hafí skilað verkalýðshreyfingunni vemlega fram á leið eftir tveggja ára niður- lægingarskeið. Meginniðurstaða febrúarsamn- inganna var sú, að brotið var blað í fræðslumálum verkalýðshreyfíng- arinnar með námskeiðum fyrir fískvinnslufólk og að kaupmáttur fór vaxandi, einkum vegna þess að verðlag var stöðugra en um áratuga skeið. Sá víðtæki íhlutunarréttur um framvindu og stjóm efnahags- mála með febrúarsamningunum 1986 var nauðsynlegur vegna þess stjómmálaástands sem var í Iandinu. Undir lok ársins var svo gerður annar samningur, sem gildir til loka þessa árs. Við gerð hans vom sömu markmið höfð í huga og við gerð hins fyrri samnings, en vegna batnandi ástands í þjóðfélag- inu urðu samningsaðilar sammála um, að hægt væri að hækka laun lægst launaða fólksins allvemlega. Þetta gekk eftir miðað við prósentu- tölur, en miðað við krónutölu varð hækkunin ekki stórvægileg vegna þess hve lág launin vom fyrir og vegna þess að hluti kaupauka var látinn falla inn í fastakaupið. Sam- ið var um minni hækkanir til þeirra, sem meira höfðu áður. Samtök launþega töldu að markvert spor hefði verið stigið til launajöfnunar í landinu." Öfugsnúin kjaraþróun I framhaldi af þessum samning- um hefur kjaraþróun ársins 1987 orðið aðildarfélögum VMSÍað ýmsu leyti öfugsnúin. Bæði kjarasamn- ingar annarra launþegasamtaka svo og sú mikla spenna í efna- hagslífínu sem fyrrverandi ríkis- stjóm hleypti af stokkunum fyrir mitt þetta ár hefur leitt af sér meira misgengi í launum en menn hafa kynnst áður. Segja má að um mitt þetta ár hafí ekki staðið steinn _yfir steini í kjarasamningum VMSI-félaganna. Þrátt fyrir mikið góðæri og almenna jákvæða kjaraþróun hafa þjóðfé- lagshópamir borið mjög misjafnt úr býtum. Það óréttlæti hefur kom- ið hvað harðast niður á verkafólki innan VMSÍ og verður að leiðrétta þess hlut. Sú einkennilega þver- stæða er komin upp að á sama tíma og góðærið er mest verður tekju- skiptingin ójöfnust. Reynsla verkalýðshreyfíngarinn- ar af samingum með þátttöku ríkisvaldsins hefur verið með ýmsu móti. Oft hefur verkalýðshreyfíngin náð fram sfnum mestu og varanleg- ustu áfongum í þríliða samningum. Stundum hefur hún verið blekkt og orðið að þola svik ríkisvaldsins beint eða óbeint. Rejmsla verkalýðshreyf- ingarinnar af hlutdeild ríkisstjóm- arinnar í síðustu samningum er mjög slæm. Skoðanir fólks innan raða verkalýðshreyfingarinnar um að taka þann þráð upp að nýju eru því óhjákvæmilega all neikvæðar. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um samninga geta því ekki orðið verka- lýðshreyfíngunni neitt leiðarljós í komandi samningum. Þar verður hreyfíngin að hafa eigin heill og velfamað eigin fólks að leiðarljósi. Ríkisstjómir koma og fara. Þótt haga þurfi seglum eftir vindi til að tryggja á hveijum tíma hag launa- fólks má verkalýðshreyfingin ekki missa sjónar á grundvallarhugsjón- um sínum, sem em jöfnuður og bræðralag vinnandi fólks. Ef aukinn jöfnuður næst auðveldar með samn- ingum við ríkisvaldið hlýtur sú leið að verða að skoðast vandlega. Það getur því ekki verið neitt takmark í sjálfu sér að neita öllum samning- um við ríkisstjórnina. Meginþungi samninganna verður þó að vera á herðum samningsaðila. Atvinnurek- endur verða að gera sér grein fyrir því að þeir verða að axla byrðamar sjálfír og að þeim verður ekki velt yfír á herðar neytenda í formi hækkaðs vömverðs eða gengisfell- ingar. Verkalýðshreyfingin er minnug þjóðfélagslegrar ábyrgðar sinnar og gengst við henni. Hún hefur sannað það í samningum undanfarinna ára og mun enn ganga til nýrra samninga með ábyrgð að leiðarljósi. Staðgreiðsla skatta og kjarabaráttan Ábyrgð verkalýðshreyfíngarinn- ar er þó mest gagnvart eigin félögum svo og gagnvart þjóðinni allri því örlög þeirra fara saman. Það hlýtur að vera markmið hreyf- ingarinnar að ná samningum um betri kjör án þess að til almennra verðlagshækkana þurfí að koma, því það er að borga sjáfum sér laun. Verkalýðshreyfingin fagnar upp- töku staðgreiðslukerfis skatta. Um leið verða allir að gera sér grein fyrir því, að það hefur í för með sér ýmsar breytingar fyrir kjarabar- áttu launafólks. Eftir þá breytingu verða verðlagshækkanir mun skeinuhættari afkomu verkafólks en áður og því meira í húfí að halda niðri verðbólgu. Sérhver launa- hækkun er nú skattlögð strax og ef verðlagshækkanir fylgja einnig í kjölfarið getur heildarávinningur af kauphækkun horfíð samstundis. Við aðstæður eftirágreiddra skata horfði þetta öðm vísi við. Þá vom það bara verðlagshækkanimar sem hirtu ávinninginn. Árangur allrar atvinnustarfsemi er betri og getan til að greiða hærri laun er meiri við stöðugt verðlag en mikla verðbólgu. Verkalýðshreyfíngin leggur því megináherslu á fast gengi og stöð- ugt verðlag og vill leggja sitt af mörkum til að það megi styrkja. Hins vegar vísar hún á bug þeirri kvöð að vera eini ábyrgi aðilinn á því sviði. Þar verða allir að taka saman höndum, launafólk, atvinnu- rekendur og opinberir aðilar. Verkalýðshreyfíngin mun verða á varðbergi gegn öllum nýjum skött- um og mótmælir sérstaklega sköttum á brýnustu nauðsynjar, s.s. matvæli. Sú skattlagning er ekki beinlínis til þess fallin að liðka fyr- ir samningum. Það er ljóst að ný ríkisstjóm er að undirbúa umfangs- miklar breytingar á skattalöggjöf- inni og framkvæmd skattamála. Það hlýtur að vera meginsjónarmið verkalýðshreyfíngarinnar að ef skattbyrði eykst, þá verði henni deilt niður í anda jöfnuðar og sann- gimi. Verkafólk sem starfar við vinnslu sjávarafla er burðarás þeirrar gjald- eyrisöflunar sem velmegun þjóðar- innar byggist svo mjög á. Það er því þjóðinni allri nauðsynlegt að til þessara starfa fáist dugandi fólk. Nú er málum þannig háttað víða út um land að verulegUr skortur er á fólki til fiskvinnslustarfa. Hér er um margþætt vandamál að ræða sem leysa þarf á næstu misserum. Einn stærsti hluti þessa máls em launakjör fólksins sem verður stór- Iega að bæta. Þá verður að tryggja nægilegt hráefni til vinnslustöðv- anna og koma í veg fyrir óheftan útflutning á hráefni til evrópskra fiskvinnslustðva. Þá verður físk- vinnslan að taka í sína þjónustu bætta tækni og stoþka upp skipulag og auka sérhæfíngu svo stöðvarnar séu betur í stakk búnar til að taka á sig hærri laun án þess að hrópa í síbylju á gengisfellingar. Skipu- lagsmál og framleiðniástand fryst- ingarinnar í landinu eru eitt allra stærsta viðfangsefnið í atvinnumál- um okkar íslendinga og lýsir VMSÍ Skuldaskil eftir Hammond Innes IÐUNN hefur gefið út nýja bók eftir Hammond Innes. Nefnist hún Skuldaskil. í kynningu forlagsins segir: „Geoffrey Bailey hefur yfirgefíð sjóherinn og vill he§a nýtt líf. Skipa- félagið Strode & Co gerir honum dularfullt tilboð þar sem frekari frami er undir því kominn að hann leiti uppi hinn svarta sauð fjölskyldunnar, ævintýramanninn Peter Strode, og snúi honum til heimahaga. Bailey lætur slag standa en er fyrr en varir staddur í hringiðu ófyrirsjáanlegra atburða og átaka á framandi slóðum. Á Maldíveyjum er lífíð ljúft en undir niðri leynast ógnir og skelfingar. En lífshættuleg kóralrifin og afskekktar eyjamar eru þó jafnvel saklausari en harðsoðinn heimur fjármálastríðs og því yfír að það er reiðubúið til að taka þátt í því verkefi að leita lausna á þessu sviði. Við gerum okkur grein fyrir því, að ef físk- vinnslan drabbast niður þá versna kjör þjóðarinnar allrar að sama skapi. Misjöfn kjör Þrátt fyrir þá áherslu sem VMSÍ leggur á kjör fískvinnslufólks verð- ur að undirstrika nauðsyn þess að standa vörð um launakjör annars verkafólks. Kjör þess eru mjög mis- jöfn og verður að stefna að því að jafna þau frá því sem nú er. Um áratuga skeið hafa verið í undirbún- ingi samningar vegna byggingar- verkamanna. Þrátt fyrir sífelldar ítrekanir á því máli er það enn óleyst. Sama gildir um ýmis ný þjónustustörf sem verkafólk vinpur við. Þar á eftir að fullgera ákvæði um starfsskilyrði og launakjör. Enn er ekki lokið fastlaunasamningum úr síðustu samningum, þótt nú sé langt liðið á samningstímann. Á undanfömum árum hefur átt sér stað bylting í atvinnuháttum í verkamannavinnu. Tækninni hefur fleygt fram og vinnubrögð gjör- breyst. Sem dæmi má nefna hafnarvinnu. Verkafólk sem þessi störf vinnur gerir kröfu til að fá sinn skerf úr aukinni hagræðingu og betri fjárhagslegri afkomu fyrir- tækjanna. Þá er og orðið tímabært að huga að markvissu starfs- fræðslukerfi fyrir ófaglært verka- fólk. Sérhæfing nútímavinnubragða er slík að þau verða ekki almenni- lega af hendi leyst nema af sérhæfðu slarfsfólki. Þetta er verk- efni sem hreyfíngin í samstarfi við vinnuveitendur og ríkisvald verður að takast á við á næstu ámm. En þrátt fyrir misjafnar aðstæð- ur og ólík störf sem leiða kunna til einhverra mismununar í kjörum, þá má hún ekki kljúfa samstöðu verka- fólks með því að hólfa það niður í hópa sem innbyrðis takast á um launahlutföll. Forysta VMSÍ verður sameinuð að reyna til hins ítrasta að leita lausna fyrir allt verkafólk og leiða samningaviðræður við vinnuveitendur til lykta í innbyrðis sátt og samlyndi. HAMMOND INNES Skuldaskil valdabaráttu. Forstjórar Strode & Co höfðu kannski of miklu að tapa til að láta líf eða dauða einnar mann- veru skipta sköpum." ALLT TIL PÍPULAGNA VEKJUM SÉRSTAKA ATHYGLI Á JÁRNFITTINGS FRÁ 3/8"-4 OPIÐ ALLA DAGA KL. 7.30-18.30. LAUGARDAGA KL. 8.00-16.00. HEILDSALA - SMÁSALA VATNSTÆKI BYGGINGAVÖRUR Hyrjarhöfða 4-112 Reykjavík Sími673067 ■■■■......... —~ ^^^^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.