Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987
53
Björgvin Filippus-
son - Kveðjuorð
Þann 6. nóvember sl. lést hann
afi minn á Hjallaveginum. Þó afí
hafi alltaf verið hluti af tilveru
minni hófust náin kynni okkar ekki
fyrr en fyrir 12 árum þegar við
hjónin fluttum í kjallarann hjá hon-
um, þá nýlega gift. Afí var þá að
verða áttræður. Ef við höfum haft
kvíða í brjósti yfir því að fara í
sambýli við þennan gamla mann
þá reyndist sá kvíði ástæðulaus, því
þægilegri mann hefðum við varla
getað fengið í sambýli. Það sem
fljótt vakti athygli mína var hvað
afí tók öllum hlutum með opnum
huga og fordómalaust þó þarna
færi maður sem mundi tímana
tvenna og væri ekki tæknilega sinn-
aður. Það var oft gaman að ræða
við hann undir Hawaii-rósinni um
heima og geima, og var þá sama
hvort hann var að rifja upp liðna
atburði eða ræða um og reyna að
fræðast um málefni nútíðarinnar.
Það var einkenni á afstöðu hans til
manna og málefna að hann studdi
þann sem minna mátti sín, og mátti
fátt aumt sjá án þess að finna til.
Umhyggja hans fyrir dýrum og
plöntum var einstök. Það voru ófá-
ar ánægjustundimar sem við afi
áttum saman í hesthúsinu í garðin-
um hans og á hestunum í Klepps-
holtinu á þessum árum. Á þessum
stundum var afi í fínu formi, það
var stutt í grín hjá honum, og þama
var hann glaður og gefandi. Afí
naut virðingar og velvildar meðal
nágrannanna og voru krakkamir í
hverfinu tíðir gestir í og kring um
hesthúsið hans. Sem dæmi um hug
krakkanna til afa er að þegar ég
hóf kennslu í Langholtsskólanum
þá töldu nemendur mínir mig held-
ur meiri mann að eiga kallinn á
hestinum fyrir afa.
Þó samvemstundimar við afa
hafí orðið stijálli eftir að við fluttum
af Hjallaveginum þá var alltaf gam-
an að hitta hann og spjalla. Það
var auðvelt að gleðja afa og það
þurfti ekki að gera honum stóran
greiða til að hann yrði þakklátur.
Hann sýndu okkur Bimu alveg ein-
staka hlýju og þegar við eignuðumst
böm okkar frá Sri Lanka kom enn
fram hvað afí var jákvæður, hann
hampaði þeim og var þeim hlýr.
Það gæti margur maðurinn tekið
sumt í fari hans afa til eftirbreytni
og orðið fyrir vikið betri maður,
alla vega yrði þenslan í þjóðfélaginu
minni ef lífsviðhorf manna eins og
afa yrðu meira ríkjandi.
Nú þegar afi er farinn yfír móð-
una miklu vil ég þakka honum fyrir
samferðina og megi Guð blessa
minningu hans.
Helgi, Birna og börn.
Jóhannes H. Péturs-
son — Kveðjuorð
Það ríkti mikil sorg hjá mér sem
öðmm er ég frétti hvað hafði kom-
ið fyrir vin minn Jóhannes Halldór
Pétursson eða Dóra P. eins og hann
var oftast kallaður. Ég kynntist
honum fyrir um 4 ámm er hann
hóf störf hjá föður mínum. Við urð-
um strax góðir vinir og töluðum
mikið saman. Þó að aldursmunur
hafi verið mikill þá gat hann alltaf
sett sig í mín spor og átti til nóg
af góðum ráðum. Það er stór miss-
ir að missa svo góðan vin sem Dóra
P. ,
Ég votta samúð mína eiginkonu
hans, bömum og öðmm aðstand-
endum.
Sigrún Einarsdóttir
Morgunblaðið/Þorkell
Finnska listakonan, Elina Liikanen, við eitt verka sinna.
Hafnarborg:
Liíkanen sýnir olíumálverk
FINNSKI listmálarinn EUna
Liikanen sýnir nokkur verka
sinna í sýningarsal Hafnar-
borgar, Menningar- og lista-
stofnunar Hafnarfjarðar, við
Strandgötu 34 dagana 14.-22.
nóvember.
Elina Liikanen hefur dvalið í
listamannaíbúð Hafnarborgar í
nær 3 mánuði, en íbúðin er á
vegum Norræna myndlistar-
bandalagsins og geta myndlistar-
menn frá öllum Norðuriöndum
sótt um að hafa not af henni. Á
sýningunni, sem hefst í dag, laug-
ardag, klukkan 15 verða sýnd
sýnishom af þeim olíumálverkum
sem listakonan vann að meðan
hún dvaldi í listamannaíbúðinni.
Liikenen dvelst hér á landi til
næstu mánaðamóta.
AF ERLENDUM VETTVANGI
Eftir SUE MASTERMAN
Austurríki:
Fráfarandi sendiherra
Bandaríkj anna svívirtur
AP
Ronald Lauder, fráfarandi
sendiherra Bandaríkjastjórnar
í Austurriki.
FRÁFARANDI sendiherra Bandaríkjanna í Austurriki, ítonald Laud-
er, hefur orðið fyrir hatrömmum ofsóknum flestra blaða í Austurríki
fyrir ummæli sem hann viðhafði við heimkomuna til Bandaríkjanna
fyrir skemmstu.
I veizlu þar sem hann tók við
sérstakri viðurkenningu frá Simon
Wiesenthal - sem þekktur er fyrir
áratuga leit sína að stríðsglæpa-
mönnum nazista - sagði Lauder
fyrrum sendiherra að Austurríkis-
menn hefðu lifað í sjálfsblekkingu
undanfarin 45 ár, og séð sjálfa sig
sem fómarlömb Hitlersstjómarmn-
ar en ekki samstarfsmenn af fúsum
vilja.
Kjör Kurts Waldheims fyrrum
aðalritara Sameinuðu þjóðanna í
embætti forseta landsins - þrátt
fyrir staðhæfingar um þátt hans í
hiyðjuverkum nazista og viðbrögð
umheimsins við þeim - hefði neytt
þá til að horfast í augu við bitran
sannleikann. Framtíðarstaða þeirra
gagnvart umheiminum færi eftir
því hvemig þeir brygðust við þess-
um sannleika.
Sendiherrann fyrrverandi tók
einnig fram að sem gyðingafjöl-
skylda i Vínarborg hefðu hann og
fjölskylda hans fundið fyrir þeirri
öldu Gyðingahaturs, sem reis eftir
ákvörðun Bandaríkjanna um að
setja Kurt Waldheim forseta á lista
yfír óæskilega ferðamenn sem hafa
bæri eftirlit með ef þeir kæmu til
Bandaríkjanna.
Aðdróttanir og óbóta-
skammir
Viðbrögðin hafa birzt í flaumi
aðdróttana og óbótaskamma í aust-
urrí8kum blöðum, og mikilli heift
innan raða austurríska Þjóðar-
flokksins, sem studdi forsetakjör
Waldheims og er nú minnihluta-
flokkurinn í samsteypustjóm
sósfalista og fhaldsmanna.
„Lauder var ekki diplómat þegar
hann kom til Vínarborgar, og hann
verður enginn diplómat í framtíð-
arstörfum. Þar hefur engin breyt-
ing á orðið," segir í útbreiddasta
blaði landsins, Die Presse.
Ekki gleymdist þó að geta þess
að Lauder, sem er viðurkenndur
sérfræðingur og safnari „Art No-
uveau" listmuna, stóð undir öllum
kostnaði við endumýjun og viðgerð
á einu af kennileitum Vínarborgar,
sem borgaryfirvöld höfðu vanhirt
um f áratugi. Hann vildi gjaman
stuðla enn betur að austurrískri
mennt og menningu, en var jafnan
hindraður í að fá að leggja sitt af
mörkum.
Harðasta árásin kom frá Alois
Mock, utanríkisráðherra og vara
kanslara Austurríkis, en stjóm-
málaandstæðingar hafa gefið
honum viðumefnið „vamarráð-
herra Waldheims". Hann sagði
ummæli Lauders „algera smekk-
leysu", sakaði hann um henti-
stefnu, og ásakaði hann fyrir að
halda öðra fram við heimkomuna
en meðan hann var f Austurríki. í
stuttu máli má segja að viðbrögð
hans hafi verið þessi: „Bandarískur
Gyðingur talar tungum tveim".
Skítkast sorpblaðanna
Að sjálfsögðu stóð ekki á að
æsifréttablöðin notfærðu sér þetta
tækifæri til að velta sér upp úr
rógburðinum um Lauder og flöl-
skyldu hans. Gerðu þau lítið úr
Kurt Waldheim, forseti Aust-
urríkis, á einiun af mörgum
blaðamannafundum þar sem
fortíð hans hefur verið til um-
ræðu.
Lauder og skipan hans f embætti
sendiherra í Áusturríki, sem þau
sögðu hafa verið smá endurgreiðslu
fyrir framlag móður hans, Estée
Lauder, í kosningasjóð Ronalds
Reagan Bandaríkjaforseta fyrir
forsetakosningarnar.
Nú þegar Ronald Lauder er far-
inn frá Vín er kominn tími til að
varpa réttu ljósi á sumt það sem
hann og fjölskylda hans urðu fyrir
í Austurríki. En staðreyndin er sú
að Lauder brást, og bregzt enn,
mjög diplómatfskt við þeirri erfiðu
reynzlu að vera sendiherra, og þar
að auki af gyðingaættum, meðan
á kosningabaráttu Waldheims stóð
og þegar bandarísk yfirvöld ákváðu
að Waldheim væri óvelkominn
gestur þar í landi.
Hann bannaði starfsmönnum
sínum í sendiráðinu að minnast
einu orði á þann flaum svívirðinga
og ókvæðisorða sem féll f hans
garð, fjölskyldu hans og þjóðar.
Má vera að Lauder hafi ekki verið
þjálfaður sem diplómat, en hann
er hygginn kaupsýslumaður, og
honum var það ljóst að ef hann
skýrði frá reynslu sinni gæti það
haft mjög alvarlegar afleiðingar
fyrir viðskipti Austurríkis og
Bandaríkjanna, og fyrir ferða-
mannaiðnaðinn.
Á svipaðan hátt og Simon Wies-
enthal var Lauder í því erfiða
hlutverki að þurfa að sigla milli
skers og bára með því bæði að
halda góðum tengslum við utanrík-
isráðherrann, Alois Mock, þótt
Michael Graf fórmaður flokks ráð-
herrans væri sífellt að gefa yfirlýs-
ingar með lítt duldu Gyðingahatri,
og við Israel Singer aðalritara Al-
þjóðasamtaka Gyðinga, sem lét
einskis ófreistað til að steypa Wald-
heim af stóli.
Bandarfska utanríkisráðuneytið
auðveldaði ekki Lauder störfin þar
sem ákvarðanir teknar í Washing-
ton birtust oft í Qölmiðlum áður
en Lauder var tilkynnt um þær.
Sjálfur var hann í upphafi alls ekki
sannfærður um að ákvörðunin um
að setja nafn Waldheims á lista
yfir óæskilega gesti í Bandaríkjun-
um væri rétt eða tímabær. Mælti
hann eindregið með því að Banda-
ríkjastjórn sendi hóp virtra lög-
fræðinga til Vínarborgar til að sýna
austurrískum yfirvöldum fram á
að samkvæmt bandarískum lögum
væri engan veginn hjá því komizt
að setja nafn Waldheims á listann.
Smygl á tæknibúnaði
Lauder ávann sér einnig óvild
Austurríkismanna vegna harðrar
afstöðu hans í öðra máli - ólögleg-
um flutningi tæknibúnaðar frá
Bandaríkjunum yfir Austurríki til
kommúnistaríkjanna.
Hér var um að ræða viðskipti
sem öllum var ljóst að fóra fram,
en enginn vildi viðurkenna. Það
eina sem Lauder fór fram á, og
stóð fast á, fyrir hönd rfkisstjómar
sinnar var að austurrisk yfirvöld
sýndu einhvem lit í að hafa hendur
í hári smyglaranna, ekki sízt þeirra
sem vora starfsmenn ríkisrekinna
iðnfyrirtækja.
Á þeim 19 mánuðum sem Laud
er gegndi sendiherraembættinu f
Austurríki bárast honum heilu
bílfarmamir af hatursfullum bréf-
um, og sendiráðinu þúsundir
raddalegra upphringinga. Algeng-
ast var að sendiherranum væri
hótað lífláti. Margir minntust á
gasklefana og þörfina á að ljúka
því verki sem Hitler hafði látið
ógert. .
Aðeins ein hjáróma rödd heyrðist
mæla honum bót í öllum þessum
flaumi hrakyrða, en það var rödd
höfundar foiystugreina málgagns
sósfalista, dagblaðsins AZ. Hann
rakti staðhæfingar Lauders og
komst að þeirri niðurstöðu að
sendiherrann fyrrverandi væri að-
eins að segja það sem öllum
Austurríkismönnum væri ljóst, þótt
ekki væra allir fúsir til að viður-
kenna það.
Höfundur er blaðamaður við
brezka blaðið The Observer.