Morgunblaðið - 14.11.1987, Side 63

Morgunblaðið - 14.11.1987, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 63 HANDBOLTI »Uppgjör milli varnar og sóknar" - segirGunnar Einarsson um leik FH og Vals „LIÐ FH og Vals eru mjög ólík. Valur er varnarlið en FH sókn- arlið. Þetta verður uppgjör milli þessara tveggja þátta. Ef FH nær að spila sömu vörn og í síðustu leikjum spái ég þeim sigri, 22:20. Heimavöllurinn er FH-ingum í hag,“ sagði Gunnar Einarsson, þjálfari Stjörnunar, þegar hann ræddi við Morgun- blaðið um leiki helgarinnar. Heil umferð verður í 1. deild karla um helgina. Stórleikur umferðarinnar er viðureign topplið- anna FH og Vals í Hafnarfirði á sunnudagskvöld kl. 20.15. Þór—Víkingur: „Það er nokkuð ljóst að Víkingar eiga að vinna þennan leik. Það er mikill gæða- munur á þessum liðum. Víkingar hafa sýnt að þeir eru á uppleið. Ég spái að Víkingur vinni 26:20.“ Leikurinn hefst kl. 14.00 í dag á Akureyri. KR—KA: „Þessi leikur verður mjög tvísýnn. Liðin eru mjög svipuð að styrkleika. Þau geta bæði gert góða hluti ef sá gallinn er á þeim. Ég spái jafntefli, 20:20.“ Leikurinn hefst kl. 14.00 I dag í Laugardalshöll. ÍR—UBK: „ÍR-ingar ættu að eiga góða möguleika á að vinna Breiða- blik. Þeir hafa verið ótrúlega heppnir það sem af er. Hans Gkð- mundsson leikur ekki með UBK og veikir það liðið. ÍR-ingar hitta því vel á að Ieika gegn Blikunum núna. ÍR vinnur 22:21.“ Leikurinn hefst á morgun kl. 14.00 í Seljaskóla. Stjaman—Fram: „Þetta verður tvísýnn leikur og ómögulegt að spá um úrslit fyrirfram. Framar 'er nú með sitt sterkasta lið. Á papímum eru Framarar sterkari en við höfum samæfinguna umfram þá. Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur og við ætlum okkur sigur." Leikurinn hefst í dag kl. 14.00 í Digranesi. Staðan Fj. leikja U j T Mörk Stig FH 8 7 1 0 236: 174 15 Valur 8 7 1 0 172: 121 15 UBK 8 5 0 3 164: 165 10 Stjarnan 8 4 1 3 181: 192 9 Vikingur 8 4 0 4 196: 186 8 ÍR 8 3 2 3 167: 179 8 KA 8 2 2 4 154: 168 6 KR 8 3 0 5 168: 183 6 Fram 8 1 1 6 177: 202 3 Þór 8 0 0 8 156: 201 0 Markahæstir KONRÁÐ Olavson úr KR er markahæsti leikmaður 1. deild- ar karla í handknattleik eftir 8 umfeðir. Hann hefur gert 50 mörk, eða 6,25 mörk að meðal- taliíleik. Markahæstu leikmenn eru þessir: Konráð Olavson, KR..................50/14 Þorgils óttar Mathiesen, FH............49 Héðinn Gilsson, FH....................... Hans Guðmundsson, UBK................45/2 Júlíus Gunnarsson, Fram.............44/14 Valdimar Grimsson, Val...............42/2 Sigurpáll Aðalsteinsson, Þðr........42/25 Skúli Gunnsteinsson, Stjömunni.........40 Sigurður Gunnarsson, Vikingi........40/11 Júlíus Jónasson, Val.................. Stefán Kristjánsson, KR.............. Karl Þráinsson, Vikingi................ Gylfi Birgisson, Stjömunni.............36 Guðmundur Þórðarson, IR..............35/7 KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILD Morgunblaöiö/Einar Falur Bræðumir Sigurður (tv.) og Valur Ingimundarsynir áttust við í leik ÍBK og UMFN í Njarðvík í gærkvöldi. Valur fagn- aði sigri í lokin. Hann skoraði meða annars fjórar þriggja stiga körfur. Njarðvíkingar sigruðu fyrir fullu húsi NJARÐVÍKINGAR reyndust of- jarlar nágranna sinna úr Keflavík í „Ljónagryfjunni" í gærkvöldi og hertu um leið tak- ið á íslandsbikarnum. Geysi- lega barátta var í leiknum sem leikinn var fyrir fullu húsi áhorf- enda og komust færri að en vildu. Sterkur varnarleikur ís- landsmeistaranna skipti sköpum að þessu sinni, sérs- taklega í fyrri hálfleik þegar þeir náðu upp 10 stiga forskoti sem reyndist of mikið fyrir Keflvíkinga. Leikurinn einkenndist af geysi- legri baráttu beggja liða. Rúmlega 800 hundruð áhorfendur, sem er nýtt aðsóknarmet í Njarðvík, létu sitt ekki eftir liggja og hvöttu sína menn óspart. Jafn- ræði var á með liðunum framan af, en um miðjan hálfleikinn kom bak- slag í leik Keflavíkinga sem ekki náðu að skora stig utan af velli í heilar 10 mínútur. Á meðan gengu Njarðvíkingar á lagið og fjórar þriggja stiga körfur Vals Ingimund- arsonar lögðu grunninn að 10 stiga forskoti heimamanna í hálfleik. Bjöm Blöndal skrifar frá Keflavik Keflvíkingar gerðu siðan örvænt- ingarfulla tilraun til að vinna mun Njarðvíkinga upp í síðari hálfleik, en íslandsmeistaramir gáfu ekki þumlung eftir og unnu sannfær- andi.„Vamarleikur Njarðvíkinga var geysilega sterkur og fyrir bragðið gekk sóknin ekki upp hjá okkur. Þeir era sterkir Njarðvíking- amir það fer ekki á milli mála, það UMFN — ÍBK 64 : 53 íþróttahúsið I Njarðvík, úrvalsdeildin í körfuknattleik, föstudaginn 13. nóvem- ber 1987. Gangur leiksins: 4:4, 14:14, 19:19, 29:20, 33:23, 35:27, 47:35, 57:44, 60:53, 64:53. Stig UMFN: Jóhannes Kristbjömsson 17, Valur Ingimundarson 14, Isak Tómasson 10, Helgi Rafnsson 10, Sturla Örlygsson 6, Hreiðar Hreiðars- son 4 og Teitur Örlygsson 3 stig. Stig IBK: Magnús Guðfinnsson 12, Guðjón Skúlason 10, Axel Nikulásson 8, Jón Kr. Gíslason 7, Hreinn Þorkels- son 6, Falur Harðarson 4, Ólafur Gottskálksson 3, Sigurður Ingimundar- son 2 og Matti Ó Stefánsson eitt stig. Áhorfendur: 820. Dómarar: Jón Otti Jónsson og Kristinn Albertsson og dæmdu þeir prýðilega. sýndu þeir í kvöld,“ sagði Gunnar Þorvarðarson þjálfari ÍBK eftir leik- inn. Valur Ingimundarson þjálfari og leikmaður UMFN var ekki án- ægður með alla þætti leiksins hjá sínum mönnum. „Vömin var góð hjá okkur, en í sókninni gerðum við allt of mikið af mistökum." Valur Ingimundarson, Jóhannes Krist- bjömsson voru mest áberandi hjá Njarðvíkingum að þessu sinni og einnig áttu þeir Helgi Rafnsson og Isak Tómasson góða spretti. Magnús Guðfínnsson var besti leik- maður IBK, sterkur í fráköstum og skákaði oft stóra mönnunum í Njarðvík. Axel Nikulásson barðist vel, en minna bar á öðram í liðinu og þeir náðu ekki að sýna sínar betri hliðar. Staðan UMFN- -ÍBK 64:53 UMFN 5 5 0 474:342 10 fBK 4 3 1 281:261 6 UMFG 5 3 2 355:348 6 Valur 4 2 2 322:269 4 KR 3 2 1 244:229 4 Haukar 4 2 2 287:273 4 ÍR 3 1 2 203:235 2 Þór 4 0 4 298:387 0 UBK 4 0 4 220:333 0 ■ VÍKINGUR frá Stavanger í Noregi hefur boðið knattspymu- mönnunum Halldóri Áskelssyni úr Þór og Andra Marteinssyni úr KR að koma út til viðræðna og skoða aðstæður hjá félaginu. Víkingur leikur í norsku 2. deild- inni og hyggst nú reyna að fá liðsstyrk fyrir sumarið. Pétur Arn- þórsson og Jón Erling Ragnars- son léku með liðinu 1986. ■ JÓN Ármann Héðinsson -*• stjómarmaður ÍSÍ var sextugur f júní í sumar. Honum var veitt gull- merki ÍSÍ við það tækifæri. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins skilaði Jon _ Armann gullmerkinu aftur til ÍSÍ. Ástæðan var sú að hann sagðist ekki taka við neinu slíku, meðan hann væri enn starfandi innan íþróttahreyf- ingarinnar. ■ RYP-KYU Suh formaður handknattleikssambands Suður- Kóreu er nú staddur hér á landi. Suh er byggingarverkfræðingur og rekur stórt byggingarfyrirtæki í Seoul. Fyrirtæki hans hefur fengið stórt verkefni í sambandi við bygg- ingu Ólympíuþorpsins í Seoul. Verkfræðingafélag íslands mun t tilefni af heimsókn Suh efna til almenns félagsfundar í samstarfí við Ólympiunefnd íslands og HSÍ í Verkfræðingahúsinu þriðjudaginn 17. nóvember kl., 17.00. ■ JOE Miller framheiji Aberdeen skrifaði í gær undir samning við við skoska liðið Glas- gow Celtic. Kaupverðið var 650 þúsund pund. Bæði Liverpool og Manchester United höfðu sýnt áhuga á að kaupa Miller sem er^ aðeins 19 ára gamall. Búist er við að hann leiki sinn fyrsta leik með Celtic gegn Dundee í dag. ■ LIAM Brady var í gær dæmdur af aganefnd UEFA í fjög- urra leikja bann í Evrópukeppninni í knattspymu. Brady, sem nú leik- ur með West Ham, var rekinn af leikvelli í leik íra og Búlgara i síðasta mánuði. Brady hefur ávallt verið talinn mjög prúður leikmaður og var þetta í fyrsta sinn sem hann er rekinn af leikvelli á ferlinum. Hann hefur leikið 67 landsleiki fyr- ir íra á síðustu 14 áram. UEFA hefur því séð fyrir því að hann leiki ekki með íram í úrslitakeppninni í Vestur-Þýskalandi næsta sumar. ** ISI Tennissamband stofnað í dag Nítjánda sérsambandið innan ÍSÍ. Það er tennissamband íslands. Stofnfundurinn hefst í íþróttamöðstinni í Laugardal og hefst kl. 14.00. HANDKNATTLEIKUR / 2. DEILD Eyjamenn efstir HANDBOLTI / 1. DEILD KVENNA Fram marði Víking! ÍBV er efst í 2. deild karla í handknattleik eftir sigur á Fylki, 29:20, íSeljaskóla ígær- kvöldi. Staðan í hálfleik var 14:9 fyrir ÍBV. Þrír aðrir leikur fóru fram f gærkvöldi. Haukar unnu Selfyssinga á Sel- fossi nokkuð öragglega, 27:20 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10:9 fyrir Hauka. Ámi Hermanns- son skoraði felsta mörk Hauka, eða 8. Magnús Sigurðsson var marka- hæstur Selfyssinga með 6 mörk. HK hélt sér í toppbaráttunni með því að vinna Gróttu 25:24 á Selt- jamamesi og Armann vann Aftur- eldingu í Laugardalshöll með 20 mörkum gegn 19. Loks var einn leikur í 3. deild karla. ÍS burstaði Ögra 39:9 í Seljaskóla. Einn leikur fer fram í 2. deild keu-la í dag. UMFN og Reynir mætast í Njarðvík kl. 100. Staðan ÍBV 7 6 1 0 192:145 13 HK 7 5 1 1 167:142 11 Haukar 7 4 1 2 164:143 9 Reynir 6 4 0 2 134:134 8 Grótta 6 2 2 2 167:156 6 Ármann 7 2 1 4 145:162 5 Selfoss 7 2 1 4 140:178 5 Njarðvik 6 2 0 4 154:156 4 Fylkir 7 1 1 5 149:183 3 UMFA 6 1 0 5 124:138 2 Fram marði Víking, 16:14, í 1. deild kvenna í handknatt- leik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Víkingur var yfír í hálfleik, 9:8. _■■■■ Víkingstúlkumar Katrin byrjðu vel og vora Friðriksen yfír nær allan hálf- skrifar leikinn. Guðríður Guðjónsdóttir var tekin úr umferð frá fyrstu mínútu og við það riðlaðist sóknarleikur Fram. Framstúlkumar jöfnuðu strax í upphafí seinni hálfleiks, 10:10, og náðu síðan forystunni en Víkingur jafnaði 14:14 þegar tvær mínútur vora til leiksloka. Þá brást Guðríði bogalistinn í vítakasti, en hún fékk annað tækifæri skömmu síðar og skoraði þá öragglega, 15:14. Víkingsstúlkumar hófu sókn og gátu jafnað en Hafdís Guðjónsdóttir náði að komast inn í sendingu og skoraði 16. markið úr hraðaupphalupi og gulltryggði sigurinn. Víkingur spilaði sinn besta leik í vetur en Fram náði ekki að sýna sitt besta, mótspyman kom þeim á óvart. Mðrk Vikings: Inga Lára Þórisdóttir 8/2, Svava Baldvinsdóttir 8, Eiríka Ás- grímsdóttir, Valdís Birgisdóttir og Sigur- rós Bjömsdóttir eitt mark hver. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 7/5, Ama Steinsen 3, Oddný Sigsteinsdóttir 2, Hafdis Guðjónsdóttir, Margrét Blönd- al, ósk Víðisdóttir og Ingunn Bemódus- dóttir eitt mark hver.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.