Morgunblaðið - 28.11.1987, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 28.11.1987, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 25 „Ávöxtun á ári er 34%“ eftir Gísla Konráðsson Svo hljóðaði auglýsing í Ríkisút- varpinu í morgun frá einum af stærri bönkum landsins. Ég furða mig á því að leyfilegt sé að auglýsa á þennan hátt vegna þess að hér er um algjöra blekkingu að ræða, sem því miður viðgengst hjá flestum ef ekki öllum bankastoftiunum á íslandi. Blekkingin er fólgin í því að blandað er saman verðbótum og vöxtum en verðbætur eru ekki ávöxtun, heldur aðeins viðbót við höfuðstólinn til þess að hann haldi verðgildi sínu. Avöxtun er aðeins þeir vextir, sem greiddir eru um- fram verðbætur. Að þessu athuguðu tel ég það eitt rétt, að lánastofnanir verð- tryggi innstæður og slíkt ætti ekki að þurfa að auglýsa sérstaklega, það er svo eðlilegt og sjálfsagt mál að höfuðstóllinn rými ekki í vörsiu bankans, en auglýsi hinsvegar á ljósan hátt hveijir vextir séu af inn- stæðunni á hverjum tíma, því að þeir eru hin eina sanna ávöxtun, og skiljanleg hveiju bami, í stað þess að almenningi er villt sýn með allskonar óskiljanlegu orðagjálfri um ávöxtun. Þá er og sjálfsagt frá mínu sjón- armiði, að bankar noti nákvæmlega sömu aðferð við útreikning verðbóta á innistæðufé eins og útlánað fé, þannig að höfuðstóll innláns hrökkvi nákvæmlega fyrir höfuðstól útláns, miðað við sama tíma og upphæð. Þar eiga það að vera vext- imir einir, sem ráða því hvað bankinn fær í sinn hlut, þ.e. að útvextir verða að sjálfsögðu að vera svo miklu hærri en innvextir að bankinn nái fyrir nauðsynlegum kostnaði. Ég tel, eins og fram er komið, að almenningur hafi verið svo stór- lega blekktur með auglýsinga- skmmi, að hann viti ekki sitt ijúkandi ráð þegar hann vill ávaxta sparifé sitt, og jafnframt tel ég nauðsyn bera til þess að stjómvöld láti mál þessi til sín taka jafnvel Gísli Konráösson, framkvæmdastjóri ÚA „Ég tel, eins og fram er komið, að almenn- ingnr hafi verið svo stórlega blekktur með auglýsingaskrumi, að hann viti ekki sitt rjúk- andi ráð þegar hann vill ávaxta sparifé sitt.“ með lagasetningu, svo að sparifjár- eigendur þurfi ekki að velkjast í vafa um það hvort fé þeirra er raun- vemlega í ávöxtun, eða hvort það er að rýma í verðgildi í bönkunum. Höfundur er fr&mkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins Rekstur fleiri blandaðra áfengisverslana í athugun Erfitt að afgreiða bjór út á land ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins kannar nú möguleika á þvi að opna útibú í samvinnu við annan rekstur á fleiri stöð- um en Ólafsvík, að sögn Gústafs Níelssonar, skrifstofu- stjóra verslunarinnar. Gústaf segir ennfremur að verslunin þurfi að athuga hvemig bregð- ast megi við ef til þess kæmi að sala bjórs yrði leyfð hér á landi. Hann segir að erftt verði að afgreiða bjór til viðskipta- vina á þeim stöðum þar sem ekki sé áfengisverslun. Þjón- ustan við þessa staði byggist nú á póstsendingum en vand- kvæðum sé bundið að afgreiða bjórkassa á þann hátt. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins opnaði útibú í Ólafsvík 2. nóvember, en bamafataverslun er rekin í sama húsnæði. Gústaf sagði í samtali við Morgunblaðið að reynslan af útibúinu í Ólafsvík væri góð og fólk hefði tekið því vel. Til greina kæmi að opna útibú í samvinnu við annan rekstur á fleiri stöðum úti á landi, og hann nefndi Neskaupstað í því sam- bandi. Helstu kostimir við slíka samvinnu sagði hann vera minni stofnkostnað og ákveðna rekstr- arhagkvæmni, svo sem betri nýtingu á starfskröftum. Slíkur rekstur hefði í för með sér aug- ljóst hagræði úti á landi, þar sem oft væri lítið að gera í verslunum. Gústaf sagði einnig að Áfengis- verslunin þyrfti einhvem veginn að bregðast við ef til þess kæmi að áfengislöggjöfinni yrði breytt á þann veg að sala bjórs yrði leyfð hér á landi. Ekki megi opna áfeng- isverslanir nema í kaupstöðum og að undangenginni atkvæða- greiðslu, og vandkvæði myndu verða á því að þjóna fólki sem byggi utan staða sem ekki upp- fylli þessi skilýrði. Fólk fjarri áfengisverslunum fengi gjaman vínflöskur sendar með pósti, en erfiðara væri að póstenda heilu bjórkassana. ...AÐ EIGNAST ÞENNAN HORNSÓFA? Komið og sjáið hreint ótrúlegt úrval afgæða leðursófum og leðursófasettum. Verð frá kr. 98.000.- Sérpöntunarþjónusta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.