Morgunblaðið - 28.11.1987, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987
•••
svo úrbvíverii Hvað má læra af alþjóða-
F fr ímerkj asýningum?
Strásykur 1 kg.
I6.00 ^
Juvelhveiti 2kg 39«^®
Flórusmjörlíki 500 g
38.0»
Ljómasmjörlíki 500 g
43,00
Mkókosmjöl 500 g
40.70
Mrúsínur 500 g
Mmöndlur 100g
46.*>
Mdöðlur 500 g
n6.0°
MARsíróp 450 g
6O.00
Makkarónumassi 1 kg
294.30
Dansukker púðursykur K0nsum suðusúkkulaði
500 9 jg oo
Dansukker flórsykur
500 g
200 g
Mónu suðusúkkulaðispænir 150g 42.90
fíoyal lyftiduft 200 g .42.90
Flórukakó 200 g ..... 43.90
Kökuform, skálarog önnur bökunaráhöld í miklu úrvali.
JXL
/MKLIG4RDUR
MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
í síðustu tveimur þáttum hefur
verið sagt frá alþjóðafrímerkjasýn-
ingu þeirri, sem Danir héldu í
október og þeir nefndu HAFNIU
87. Vissulega mætti enn setja á
langa ræðu um þá sýningu, því að
hún var svo viðamikil á alla lund
og efnismikil, að ógerlegt er að lýsa
henni i stuttu máli. Hins vegar hef-
ur verið reynt að segja lesendum
þessara þátta frá því íslenzka efni
sem þar var og ætla má, að þeir
hafí helzt viljað fræðast um, enda
hlýtur það einmitt að höfða mest
til okkar hér heima.
Þegar HAFNIA 87 var á enda,
sendi sýningamefndin fréttatil-
kynningu til fjölmiðla. Þar kemur
fram, að um 51 þúsund gestir komu
á sýninguna. Er það nokkru færra
en vonazt var eftir. Aftur á móti
keyptu margir aðgöngukort, sem
gilti allan tímann, og aðrir keyptu
mikinn fjölda aðgöngumiða til þess
að ná í sýningarblokkina. Þessir
menn voru aðeins taldir einu sinni.
Öryggisgæzla sýningarinnar
reyndist fullkomin, og engin tilraun
var gerð til að ráðast á sýningar-
rammana, en áætlað var, að
verðmæti frímerkjaefnisins í þeim
væri alls um 30 milljarðar íslenzkra
króna. Dýrmætasta sýningarefnið
var svonefnt Mauritiusbréf, sem
virt var á sex milljónir svissneskra
franka eða um 162 milljónir ís-
lenzkra króna. Slíkt fágæti hlaut
vitaskuld að draga marga að sýn-
ingunni, því að fiestir vilja nú
gjaman sjá það, sem ber tæplega
fyrir augu manna í ánnan tíma.
Stundu eftir lokun HAFNIU 87
og þegar öryggisverðir höfðu geng-
ið úr skugga um, að allir gestir
væru horfnir á braut, var farið að
taka efnið niður og pakka því inn.
Mánudaginn 2. nóvember fóru
síðustu söfnin út úr Bella Center
og öll í jafngóðu ásigkomulagi og
þegar þau komu.
16.00
103.00
flö PIOMEER
SJÓNVÖRP
Þrír þekktir danskir íslandssafnarar á HAFNIU 87: Torben Jensen,
Folmer 0stergaard og Ebbe Eldrup.
Þegar menn eru staddir á sýn-
ingu, þar sem fjöldi sýningarramma
er um ijögur þúsund og efnið ákaf-
lega fjölþætt og margt áhugavert,
hljóta margs konar spumingar að
koma upp í hugum þeirra. Eg hef
oft sagt það áður, að innan um svo
mikið sýningarefni eru menn nán-
ast neyddir til að takmarka sig við
það efni, sem þeir hafa helzt hug
á að sjá. Enginn maður kemst yfír
að skoða allt á þessum sýningum,
ef hann vill a.m.k. hafa verulegt
gagn af því, sem fýrir augun ber.
Þess vegna er eina skynsamlega
leiðin sú að kynna sér strax í upp-
hafi sýningarskrána og velja úr
henni það, sem honum lízt bezt á.
Frímerkjasafnarar geta dregið
mikla lærdóma af því að skoða al-
þjóðasýningar, því að þar er saman
komið hið bezta efni, sem völ er
á, og um leið oft hið fágætasta.
Hitt er svo annað mál, að oft er
efnið svo „yfírþyrmandi“, að jafnvel
er hætta á, að venjulegum safnara
falli allur ketill í eld. Hér á ég við
öll þau miklu sérsöfn, sem verða
því aðeins skilin, að skoðandinn
hafí sjálfur verulega þekkingu á
efninu. Af þeim sökum höfðar al-
mennt efni miklu betur til venjulegs
safnara. Ég þykist líka sjálfur hafa
tekið eftir því á sýningum, að marg-
ir gestir hyllist miklu fremur til að
skoða venjuleg landasöfn og svo-
nefnd mótísöfn en háfræðileg söfn.
Menn hafa gaman af að virða fyrir
sér falleg og vel upp sett söfn með
myndum af alls konar dýrum eða
blómum, svo að dæmi séu nefnd.
Slík söfnun hefur líka aukizt veru-
lega á síðustu árum og áratugum,
enda þarf hún ekki að vera mjög
dýr. A HAFNIU 87 voru mörg
skemmtileg söfn í þessum flokki,
og mér virtist alltaf vera töluverður
straumur fólks í kringum þau.
Enda þótt menn geti unað við
að skoða frímerkjaefnið frá mörg-
um hliðum, er margt annað, sem
dregur menn að sýningum. Margir
safnarar eru einmitt um leið komn-
ir þangað til þess að hitta gamla
kunningja sína og skiptavini, oft
úr fjarlægum löndum, til þess að
geta rabbað við þá um sameiginlegt
áhugamál. Er líka vel hugsað um
það, að menn geti setzt niður og
rætt saman yfír kaffí eða ölglasi
og þá aðeins látið líða úr fótunum
um leið, því að gangur um þessa
stóru sali, eins og eru í Bella Cent-
er, er verulega lýjandi. Það fékk
maður að reyna.
Á HAFNIU 87 voru eitthvað á
annað hundrað frímerkjakaupmenn
og margir langt að komnir. Sölu-
básar þeirra voru mjög vel sóttir,
og þar leituðu menn ákaft eftir því
efni, sem þá vantaði. Var á stundum
erfítt að komast þar að til þess að
fá afgreiðslu. En oft borgar sig að
fara í gegnum innstungubækur og
umslagabunka, þvi að óft leynist
þar eitthvað, sem gleður safnarann.
Og það er einmitt þessi sölu-
mennska, sem er orðinn snar þáttur
í öllum alþjóðasýningum. Enda þótt
sumum finnist hún vafalaust setja
fullmikinn svip á sýningamar, er
hún í raun ofur skiljanleg, því að
hvergi fæst betra tækifæri til þess
að bæta við söfn sín en á þeim stöð-
um, þar sem svo margir kaupmenn
eru saman komnir. Ljóst var, að
þeir höfðu líka dregið saman mikið
efni, áður en þeir komu á sýning-
una, enda mátti oft sjá mikil hlaup
milli básanna og þá ekki sízt fyrstu
dagana, meðan úrvalið var mest.
Þá höfðu fjölmargar póststjómir
sölubása og virtist vera mikið að
gera hjá sumum þeirra, einkum þó
hinum norrænu. íslenzka póst-
stjómin hafði þama söludeild, og
höfðu þær þijár konur, sem þar
vom við afgreiðslu, alltaf meira en
nóg að starfa. Við íslendingamir
komum þar auðvitað oft við, og þá
var ekki verra að geta beðið fyrir
þunga tösku stund og stund, svo
að hægt yrði að vera svolítið léttur
á sér við að skoða sýningarefnið
eða þjóta á milli básanna í leit að
efni! Ber vissulega að þakka þeim
þá greiðasemi við okkur. Ég býst'
við, að óvenjumargir íslendingar
hafí sótt HAFNIU 87, og héðan að
heiman vomm við nær þijátíu. En
sá hópur markaði nú ekki stór spor
í því mannhafí, sem gekk um sali
Bella Center þessa októberdaga
1987.
Leiðrétting- við
síðasta þátt
Því miður slæddust nokkrar villur
og mishermi inn í síðasta þátt.
Enda þótt leiðrétting hafí birzt í
Morgunblaðinu 18. þ.m., vil égend-
urtaka hana hér vegna þeirra, sem
halda þáttum þessum e.t.v. til haga.
Um leið bið ég lesendur afsökunar
á þessum villum.
í safni Gene Scott er annað af
tveimur skildingabréfum til Eng-
lands, en e.t.v. hið eina með skips-
stimpli, og við það var átt í
þættinum. Ekki er mynd af þessu
bréfí í bók minni, heldur hinu bréf-
inu, sem mun í eigu Sir Athelstan
Caröe. Mynd af Kanadabréfinu er
hins vegar í bókinni, og það er hið
eina skildingabréf, sem vitað er um
til Kanada. Þá eru fimm skildinga-
bréf þekkt utan skjalasafna frá
íslandi á danska tímabilinu 1870-73
með dönskum frímerkjum og
stimplinum 236. Aftur á móti var
bréfíð í safni Scotts hið eina, sem
sýnt var á HAFNIU 87.
Þá er það ofmælt, að þjónustu-
skildingabréfíð í safni Tyslands sé
hið eina sem vitað er um utan
skjalasafna. Muna má svo sem eft-
ir hinu fræga „biblíubréfi", sem
fannst fyrir allmörgum árum og
olli miklu fjaðrafoki á sínum tíma.
Þá var það misminni að Safn Tys-
lands hafi verið á FRÍMEX 87 nú
í vor.
Loks var Lars Ingemann ruglað
rækilega saman við Svíann Folke
Löfström, sem hér sýndi í vor leið.
Ingemann er auk þess Dani, en
hann hefur hins vegar lengi verið
búsettur í Svíþjóð.
Ég vona, að annað hafi nokkurn
veginn verið rétt hermt í þættinum.