Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 37 Reuter Franska sjónvarpsmanninum Jean Louis Normandin var sleppt úr gíslingu í Beirút í gær. Hann hafði verið hálft annað ár í haldi. Líbanon: Tveimur Frökkum sleppt úr gíslingu Beirút, Reuter. TVEIR franskir gíslar voru látnii Beirút í Líbanon í gær. Þeir heita ur franskrar sjónvarpsstöðvar og Síðdegis á fimmtudag barst til- kynning frá skæruliðasamtökum hliðhollum írönum sem kenna sig við byltingu og réttlæti til fjölmiðla í Beirút. í henn sagði að tveir franskir gíslar yrðu látnir lausir innan sólarhrings. Normandin var rænt í Vestur-Beirút 8. mars í fyrra ásamt með heilli sveit tæknimanna. Normandi er sá síðasti þeirra sem fær frelsi. Hann sagði við frétta- menn í gær að vel hefði verið farið með hann þessa tuttugu mánuði og r lausir við Summerland hótelið í Jean Louis Normandin starfsmað- Roger Auque ljósmyndari. hann hefði ekki yfir neinu að kvarta. Auque var rænt þann 13. janúar á þessu ári. Ekki var áður vitað hvetjir héldu Auque í gíslingu. í yfirlýsingu frá samtökunum segir að franska stjórnin ætti að líta svo á að með lausn gíslanna væri horf- ið til vinsamlegra gagnkvæmra samskipta burt frá neikvæðum við- horfum. Samtökin segja að fullyrð- ingar Frakka um stefnubreytingu í málefnum Austurlanda nær hafi hjálpað til við lausn gíslamálsins. Frakkar hafa hingað til fylgt írökum að málum í Persaflóastríð- inu. Jacques Chirac forsætisráð- herra Frakklands hefur undanfarið reynt að bæta samskiptin við írana til að hægar yrði að fá gíslana lausa. Skæruliðasamtökin sem tóku Auque og Normandin í gíslingu hafa enn tvo Bandaríkjamenn á sínu valdi, Joseph Cicippio og Edward Tracy. Nú er talið 24 útlendingar séu í gíslingu í Líbanon, þar á með- al fimm Frakkar. Japan: Takeshita boðar aukinn innflutning Tákió, Reuter. NOBORU Takeshita, forsætis- ráðherra Japans, sagði í ræðu á þingi í gær að Japanir þyrftu að auka innflutning sinn erlendis frá til að koma á jöfnuði í ut- anríkisverslun landsmanna. Kvað hann aðkallandi að leysa þau vandmál sem væru samfara ójöfnuði i inn- og útflutningi Jap- ana. Takeshita lét þessi orð falla er hann ávarpaði þingheim í gær og var þetta fyrsta stefnuræða hans frá því hann tók við embætti forsæt- Persaflói: Rúmenska skip- ið var í höfn Dubai, Reuter. GREINT var frá því í gær að íranskir hraðbátar hefðu ráðist á rúmenska olíuskipið Dacia. Nú hefur annað komið á dag- inn. Undarlegt þótti að talsmaður útgerðarfyrirtækis skipsins skyldi segja að Dacia væri í höfn í Const- anza í Rúmeníu en ekki á Persaf- lóa. Nú hefur komið á daginn að skipið var frá Kuwait en skip- verjar höfðu málað nafn rúmenska skipsins yfir hið rétta nafn þess sem er Umm al-Jatjatheel. Það gerðu þeir til að villa Irönum sýn en þeir eru einkum á höttunum eftir kúwaiskum olíuskipum. isráðherra af Yasuhiro Nakasone fyrr í þessum mánuði. „Eg tel að Japanir verði að veita erlendum ríkjum aukinn aðgang að innlands- markaðinum. Aukins frelsis er þörf á fjármálamörkuðum og endur- skipuleggja þarf efnahagslífið,“ sagði Takeshita. Sagði hann hugs- anlegt að aðgerðir þessar myndu reyna á landsmenn en bætti við að Japanir hefðu þjóða mest notið þess frelsis sem einkennt hefði viðskipti ríkja og nú væri timi til kominn til að aðlaga efnahag Japana að efna- hag annarra iðnríkja. Takeshita kvað jafnframt nauð- synlegt að leitað yrði leiða til að koma á aukinni samvinnu helstu iðnríkja heims til að unnt væri að koma á að nýju stöðugleika á helstu fjármálamörkuðum heims: Þá sagði hann Japana reiðubúna til að leggja sitt af mörkum til að leysa skulda- vanda þróunarríkja. Forsætisráðherrann sagði mikil- vægt að tekist væri á við vandmál heima fyrir og nefndi einkum end- urskipulagningu skattakerfisins. Kúbönsku fangarnir í Bandaríkjunum: Samkomulag fellt í atkvæðagreiðslu Oakdale, Atlanta, Reuter. VONIR manna um að takast mætti að semja við Kúbumennina sem hafa samtals 94 gísla í haldi i fangelsum i Oakdale og Atlanta risu og hnigu í gær. Samkomulag virtist í uppsiglingu eftir að þriggja manna sendinefnd bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hitti tals- menn fanganna að máli í Atlanta aðfararnótt föstudags. Kúbumennimir fóru fram á að stað buðust fangamir til að láta fjölmiðlamönnum yrði hleypt inn í fangelsið til að fangamir gætu skýrt sjónarmið sín. Á þetta féllust fuíltrúar stjómvalda og fréttamenn með því skilyrði að 50 gíslum af 94 yrði sleppt. Samninganefnd fanganna féllst á þetta en í at- kvæðagreiðslu meðal allra fang- anna var samþykktin felld. Þess í einungis þrjá menn lausa. Því höfn- uðu stjómvöld. Fjörtíu Kúbumenn gáfust upp í Atlanta á fimmtudag og einn gísl var látinn laus í Atlanta. Hann hafði verið stunginn með hnífí af geðsjúkum fanga. Kúbumennimir afhentu yfirvöldum einnig manninn sem stungið hafði. Svíþjóð: Embættismaður vissi af vopnasmygli Bofors Stokkhólmi, Reuter. FRAM hafa komið sannanir fyrir því að sænskur embættis- maður, sem lést með dularfullum hætti í janúar sl., hafi vitað af og samþykkt ólðglega vopnasölu sænska fyrirtækis- ins Bofors til Miðausturlanda um Bretland. Að sögn saksóknarans Folke Ljungwall vissi vopnaeftirlitsmaður utanríkisráðuneytisins, Carl Al- gemon, að skipafallbyssur, sem hann leyfði sölu á til Bretlands, yrðu seldar áfram til Ómans. Kom þetta fram á minnisblöðum Algem- ons, sem fundust í skjalatösku hans þegar hann varð undir neðanjarðar- lest í Stokkhólmi sl. janúar. Lög- reglurannsókn leiddi ekki í ljós hvort hann hefði dottið eða framið sjálfsmorð. Ekki var þó talið að honum hefði verið hrint. Hlutverk Algernon var að hafa eftirlit með því að sænsk vopn væm ekki seld til stríðandi landa eða átakasvæða. Vegna þeirra mála, sem Bofors hefur átt í að undanfömu, hefur mikið verið rætt um hugsanlega vitneskju sænskra embættismanna. Fulltrúar Bofors segja að sænsk yfírvöld hafí veitt þögult samþykki, sem átti að tryggja að fyrirtækið yrði ekki sótt til saka. Ljungwall sagði að ekkert benti til þess að Algemon hefði vitað af frekari ólöglegri vopnasölu og tók ennfremur fram að í minnisblöðum eftirlitsmannsins væri ekkert sem benti til þess að yfirboðarar hans eða ráðherrar hefðu vitað af þessu. Reuter SLökkviliðsmaðurinn Colin Townsley borinn til grafar í gær. Hann lést við að reyna að bjarga mannslífum í eldsvoðanum í King’s Cross neðanjarðarstöðinni. Slökkvmðsmaður borinn til grafar Lundúnum, Reuter. í GÆR lést 31. fómarlamb eldsvoðans í King’s Cross neðanjarðar- lestastöðinni, sem varð á miðvikudaginn í síðustu viku. í sama mund fyldu þúsundir slökkviliðsmanninum Colin Townsley til grafar, en hann lést við björgunarstörf í eldinum. Maðurinn, sem dó í gær, lést af kirkju nam líkfylgdin staðar við völdum brunasára. Sex manns liggja enn á sjúkrahúsi, þungt hald- in eftir brunann. Þegar slökkviliðsmaðurinn Colin Townsley var borinn til grafar voru 3.000 starfsbræður hans hvaðan- æva af Bretlandi í líkfylgdinni, auk fjölda almennra borgara. Á leið til King’s Cross-stöðina, en um leið var umferðin stöðvuð og fóru öku- menn úr bifreiðum sínum til þess að votta hinum látna virðingu. Townsley beið bana þegar hann fór án reykgrímu inn í eldhafíð til að freista þess að leiðbeina fólki út úr göngunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.