Morgunblaðið - 28.11.1987, Síða 41
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987
41
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fróttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 55 kr. eintakiö.
Stóriðja til
umræðu á ný
að hefur lítið farið fyrir
umræðum um stóriðju í
atvinnulífí okkar síðustu ár-
in. Til þess liggja tvær
meginástæður. Hin fyrri er
sú, að á þeim tíma, þegar
enn voru tækifæri til að efna
til samstarfs við erlenda að-
ila um stóriðrju, var Hjörleifur
Guttormsson iðnaðarráð-
herra og vann skipulega að
því að flæma frá okkur hugs-
anlega samstarfsaðila.
Hjörleifur reyndist þjóðinni
býsna dýr í því embætti. Á
hinn bóginn hefur framvinda
mála á alþjóðavettvangi
síðustu árin dregið mjög úr
áhuga álfyrirtækja t.d. á því
að byggja upp ný álver. Um
skeið var offramleiðsla á áli,
sem leiddi til mikillar verð-
lækkunar.
Nú er hugsanlegt, að nýir
möguleikar séu að opnast í
sambandi við stóriðju og
stórvirlq'anir. Friðrik Sop-
husson, iðnaðarráðherra, átti
í gær viðræður við ráðamenn
Evrópubandalagsins um
hugsanlegt samstarf milli
okkar og bandalagsins um
undirbúning að nýju álveri
hér. Ástæðan fyrir því, að
Evrópubandalagið kann að
hafa hug á að stuðla að sam-
starfí milli íslendinga og
álfyrirtækja í Evrópu er sú,
að helzti möguleikinn, sem
þau fyrirtæki hafa til end-
umýjunar á meginlandi
Evrópu er að byggja á orku
frá kjamorkuverum. Bygg-
ing kjamorkuvera mætir
hins vegar mikilli andstöðu
eins og kunnugt er. Þess
vegna horfa menn nú til fs-
lands, sem enn hefur upp á
að bjóða mikla, ónotaða,
vatnsorku.
Við íslendingar höfum nú
um tveggja áratuga reynslu
af stóriðju. Sú reynsla er
góð. Samstarfíð við Svissn-
eska álfélagið hefur gengið
snurðulaust fyrir sig, ef und-
an er skilinn sá tími, sem
Hjörleifur Guttormsson var
í iðnaðarráðuneytinu. Jafíi-
framt hefur fengin reynsla
kennt okkur, að skjmsam-
legra er að byggja stóriðju-
fyrirtæki upp á þann veg,
að þau séu í eigu erlendra
fyrirtækja og að við seljum
þeim raforku, heldur en að
við leggjum fram mikið
áhættufé í þessi fyrirtæki.
Það hefur nefnilega sýnt sig,
að sveiflur eru miklar á þessu
sviði, ekki síður en í sjávarút-
vegi og hægt er að tapa
miklum fjármunum á þessum
rekstri ekki síður en í útgerð
og fískvinnslu.
Áhugaleysi erlendra aðila
um uppbyggingu stóriðjufyr-
irtækja hér hefur valdið því,
að virkjanaframkvæmdir
hafa nánast stöðvast, en
samningar um nýja stóriðju
mundu hleypa nýju lífí í
virkjun fallvatnanna. Vel má
vera, að við íslendingar höf-
um ýmislegt lært á þessum
árum, þegar svo illa hefur
gengið að fínna samstarfsað-
ila um nýja stóriðju. í eina
tíð héldu menn, að erlend
stórfyrirtæki biðu í biðröðum
eftir því að fjárfesta á ís-
landi en nú höfíim við kynnzt
því, að svo er ekki. Þess
vegna er ekki ólíklegt, að
umræður um nýja stóriðju
og stórvirkjanir í tengslum
við hana geti farið fram á
skynsamlegri grundvelli en
áður.
Enn liggur ekkert fyrir um
hver niðurstaðan verður í
viðræðum okkar og Evrópu-
bandalagsins um stóriðjumál
en það er vissulega ánægju-
legt, að nýr skriður er
kominn á þessi mál eftir ár-
angurslausar tilraunir
síðustu ára til þess að vekja
áhuga erlendra aðila á slíkri
uppbyggingu hér á íslandi.
Hér er um viðamiklar
framkvæmdir að ræða. Jó-
hannes Nordal, Seðlabanka-
stjóri, skýrði frá því á fundi
Verkfræðingafélags íslands
í fyrradag, að nýtt álver
mundi kosta um 20 milljarða
króna og kostnaður við virkj-
anir í tengslum við nýtt álver
yrði um 20-25 milljarðar
króna. Hér er því verið að
ræða um íjárfestingu, sem
getur numið 40-45 milljörð-
um króna. Þess er að vænta
að Friðrik Sophusson, iðnað-
arráðherra, fylgi fast eftir
þeim hugmyndum, sem nú
eru á döfínni.
Líkan af tónlistarhúsinu.
Samtök um byggingu tónlistarhúss:
V onast til að draumur-
inn rætist árið 1992
Samtökin gefa út plötu og selja
happdrættismiðatil fjáröflunar
UNDIRBÚNINGUR að byggingu
tónlistarhúss stendur sem hæst og
hefur verið unnið að hönnun húss-
ins sleitulaust á þessu ári. Gert
er ráð fyrir að endanlegar teikn-
ingar verði tilbúnar fyrri hluta
næsta árs. Samtök um byggingu
tónlistarhúss eru nú að hrinda af
stað átaki til að afla fjár til bygg-
ingar hússins og gera sér vonir
um að draumurinn um Tónlistar-
hús rætist árið 1992.
Samtök um byggingu tónlistar-
húss voru stofnuð fyrir um fjórum
árum og hafa það að markmiði að
koma upp húsi fyrir hvers konar tón-
listarflutning. A blaðamannafundi
þar sem teikningar af húsinu voru
sýndar og fjáröflunarátakið var
kjmnt kom fram f máli Ármanns
Arnar Armannsson framkvæmda-
stjóra að eina húsið, sem sérstaklega
var byggt til tónlistarflutnings hér á
landi, væri Hljómskálinn og augljóst
væri að hann svarar ekki kröfum
nútímans. Armann sagði að draum-
urinn um sérstakt tónlistarhús hér á
landi væri orðinn nokkuð gamall og
benti í því sambandi á grein sem
birtist í Vikunni í febrúar árið 1942
þar sem sagt er frá því að Tónlistar-
félag Reykjavíkur berjist fyrir
byggingu slíks húss.
Samtökin stóðu fyrir samkeppni á
Norðurlöndum um hönnun tónlistar-
húss. Sagði Armann það hafa verið
ósvikið gleðiefni þegar ljóst var að
íslenskur arkitekt, Guðmundur Jóns-
son sem starfar í Noregi, hefði sigrað
í keppninni. Stefán Einarsson verk-
fræðingur í Gautaborg sér um
hljómburð í húsinu og hafa þeir Guð-
mundur haft nána samvinnu við
hönnun hússins með það fyrir augum
að ná sem bestum hljómburði.
Kostnaður við hönnun og undir-
búning byggingarinnar nemur nú um
það bil tíu milljónum króna. Samtök-
in eru að hefla átak til að afla
fjármagns til byggingarinnar meðal
annars með sölu á happdrættis-
miðum. Kom fram að seldir hafa
verið um 6 þúsund happdrættismið-
ar. Fyrirhugað var að draga í
happdrættinu 14. nóvember, en því
hefur nú verið frestað til 9. janúar
næstkomandi. Töldu forsvarsmenn
samtakanna að það hefði ef til vill
fælt fólk frá þvi að kaupa miðana
að á þá er prentað að dregið verði
14. nóvember.
Næstu helgar verða ýmsar uppá-
komur í stórmörkuðum þar sem
tónlistarfólk kemur fram og happ-
drættismiðar seldir.
Þá hafa Samtök um byggingu tón-
listarhúss gefið út hljómplötu með
lagi eftir Gunnar Þórðarson við texta
Kristjáns frá Djúpalæk. Á annarri
hlið plötunnar flytja söngvaramir
Björgvin Halldórsson, Jóhanna Linn-
et, Egill Ólafsson og Eiríkur
Hauksson ásamt hljómsveit og kór
lagið Söngur um draum. Á hinni hlið-
inni flytur Sinfóníuhljómsveit íslands
lagið undir stjóm Páls P. Pálssonar.
Hljómplatan kemur út í næstu viku.
Hámark fjáröflunarátaksins verð-
ur á Galatónleikum í Háskólabíói 9.
janúar næstkomandi. Á þessum tón-
leikum koma fram Iistamenn á öllum
sviðum tónlistar. Dregið verður í
happdrættinu á tónleikunum, en þeir
verða í beinni útsendingu Sjónvarps-
ins.
Guðmundur Jónsson arkitekt var
á fundinum og skýrði út fyrir við-
stöddum teikningar af húsinu.
Tónlistarhúsið verður um 53.000
rúmmetrar að stærð, eða um 8.000
fermetrar að flatarmáli. Það skiptist
í stóran hljómleikasal sem tekur 1400
manns í sæti og annan minni sem
tekur um 400 manns. Aðstaða verður
fýrir tónlistarfólk svo sem búnings-
herbergi, æfingasalir og setustofa.
Einnig verður þar veitingastaður,
skrifstofur og fleira.
Helstu breytingar sem gerðar hafa
verið miða að því að hvers konar
tónlistarflutningur njóti sín sem best.
Guðmundur sagði að upphaflegu til-
lögumar hafi verið gerðar með það
fyrir augum að hægt yrði að gera
ýrnsar breytingar. í ljós kom að hús-
ið var ekki talið vel fallið til óperu-
flutnings, en nú hefði tekist að bæta
úr því.
Fyrirhugað er að tónlistarhúsið
standi norðan við Suðurlandsbraut
og vestan við framlengingu á Grens-
ásvegi sem gert er ráð fyrir í
skipulagi.
Morgunblaði/Sverrir
Nokkrir aðstandenda Samtaka um byjggingu tónlistarhúss og arkitekt hússins. Frá vinstri Bergþór Pálsson
söngvari, Haraldur Ólafsson lektor, Armann Öm Ármannsson framkvæmdastjóri, Rut L. Magnússon söng-
kona, Gunnar S. Björasson húsasmiður, formaður byggingamefndar, Guðmundur Jónsson arkitekt, Helga
Hauksdóttir tónlistarmaður og Guðmundur Jónsson.
Húðsjúkdómurinn hringskyrfi finnst undir Eyjafjöllum:
Nauðsynlegt að læknis-
skoða fólk sem kemur
til starfa við landbúnað
- segir Sigurður
Sigurðarson
dýralæknir
SIGURÐUR Sigurðarson dýra-
læknir á Keldum segir að húðsjúk-
dómurinn hringskyrfi geti borist
til landsins með ýmsum hætti, til
dæmis með fólki sem unnið hefði
við landbúnað erlendis og færi til
slíkra starfa hér. Þannig hefur
sjúkdómurinn borist í tvö sfðustu
skiptin sem hann hefur komið upp
hér á landi. Telur hann tímabært
að koma á læknisskoðun á íslend-
ingum og útlendingum sem koma
frá útlöndum til að vinna við land-
búnað hér. Einnig gæti hring-
skyrfi borist hingað til lands með
óhreinu hestadóti svo dæmi sé
tekið.
Fyrir stuttu varð vart við hring-
skyrfi í kúm á bænum Syðstu-Grund
undir Eyjafjöllum. Talið er að sjúk-
dómurinn hafi borist þangað í vor
með sænskri vinnustúlku. í sumar
fór að bera á hringlaga útbrotum,
gráleitum, á haus og háls kúnna á
bænum og í október fékk bóndinn
hringlaga útbrot á handlegg og síðar
á háls. Þegar hann leitaði til læknis
kom í ljós að hér var um hringskyrfi
að ræða. Smitast sjúkdómurinn aðal-
lega á milli dýra og manna.
Sigurður sagði að þessi sjúkdómur
væri landlægur í nágrannalöndunum,
þar sem hann er nefndur hringorm-
ur. Hann gæti orðið alvarlegur ef
hann fengi að blómstra óáreittur. í
þessu tilviki virtust vera möguleikar
á að útrýma sjúkdómnum. Hann
hefði bara fundist á þessum eina bæ.
Reyndar hefði verið samgangur við
nautgripi á næstu bæjum, en þar
hefðu enn ekki fundist merki um
hringskyrfi. Það gæti þó átt eftir að
koma í ljós síðar því 2—4 mánuðir
gætu liðið þar til útbrot kæmu í ljós.
Sagði Sigurður að hringskyrfi gæti
farið í hross og sauðfé og bjóst hann
við að sauðfénu á Syðstu-Grund yrði
fargað af öryggisástæðum, enda
væru fáar kindur á bænum. Fylgst
yrði vel með þessu svæði í vetur og
væri fólk sem hefði lent í hugsan-
legri hættu beðið að hafa samband
við lækni sinn strax og það yrði vart
við eitthvað grunsamlegt. Nú væru
til góð lyf við sjúkdómnum í fólki.
Hann sagði að ýmsar öryggisráðstaf-
anir yrðu viðhafðar. Til dæmis yrði
FUNDUR Samtaka þéttbýlis-
staða á Norðurlandi vestra, sem
haldinn var á miðvikudag, sam-
þykkti að beina því til hvers
þéttbýlisstaðar fyrir sig að taka
aðild sína að Fjórðungssambandi
Norðurlands til endurskoðunar.
Þá hefur bæjarráð Siglufjarðar
skorað á bæjarstjóra þar i bæ
að hún taki ákvörðun um að segja
sig úr Fjórðungssambandinu.
Snorri Bjöm Sigurðsson, bæjar-
stjóri á Sauðárkróki, sagði að þetta
mál hefði ekki verið rætt í bæjar-
stjóm og bjóst hann ekki við að það
yrði rætt þar fyrir áramót. Hinu
reynt, að koma í veg fyrir óþarfa
umgang aðkomumanna um fjósið á
Syðstu-Grund og heimilisfólkið látið
nota sérstök hlífðarföt við mjaltir.
Einnig þyrfti að athuga með ásetning
kálfa því að það gæti haldið sjúk-
dómnum lengur við.
Þetta er í þriðja skipti sem hring-
skyrfí berst til landsins, í fyrsta
skiptið kom það með innfluttum
nautgripum frá Skotlandi árið 1933
og í annað skiptið með dönskum fjó-
samanni í Eyjafjörð árið 1966.
Sigurður sagði að hringskyrfið hafi
valdið miklum vandræðum í Eyjafírð-
inum. Það hefði komið upp á 3
svæðum og hefði þurft að setja upp
miklar girðingar og skera niður hross
og fé til að útrýma því. Þar hefðu
25 manns fengið útbrot.
væri ekki að leyna að af ýmsum
ástæðum væri óánægja ríkjandi
með Fjórðungssambandið og það
hafi lengi verið um það rætt á
Norðurlandi vestra hvort ekki væri
ástæða til þess að stofna kjördæm-
issamband.
Snorri sagði að sveitastjómar-
mönnum á Norðurlandi vestra
fyndist þeim þeir ekki eiga nema
takmarkaða samieið með austur-
svæðinu og það drægi mikið til sín
í krafti stærðar og fólksfjölda. Ef
Siglufjörður tæki ákvörðun um að
segja sig úr Fjórðungssambandinu
mætti búast við að grundvöllurinn
undir því brysti.
Samtök þéttbýlisstaða á Norðurlandi vestra:
Aðild að Fj órðung'ssambandi
Norðurlands endurskoðuð
Ferðaþjónusta bænda endurskipulögð:
Algengt að bændur geri sér
gyllivonir um tekjumöguleika
- segir Paul Richardsson framkvæmdastj óri
UNNIÐ hefur verið að endur-
skipulagningu Ferðaþjónustu
bænda undanfarna mánuði í
framhaldi af umræðum um
möguleika bænda á að draga
saman í hefðbundnum búskap og
skapa sér tekjur í staðinn af þjón-
ustu við ferðamenn. Stjóm
Félags ferðaþjónustubænda ák-
vað að reyna að efla ferðaþjón-
ustuna vegna þessara umræðna
og breyta henni þannig að hún
geti í framtíðinni staðið undir sér
fjárhagslega. Hefur verið rætt
um stofnun fyrirtækis um starf-
semina, að sögn formanns
félagsins, en ennþá hefur ekkert
verið ákveðið í því efni.
Þrír starfsmenn eru nú hjá
Ferðaþjónustu bænda: Paul Rich-
ardsson á Eystra-Skagnesi í Mýrdal
er framkvæmdastjóri, en hann er
jafnframt formaður Félags ferða-
þjónustubænda, Margrét Jóhanns-
dóttir, sem tók til starfa sem
ráðunautur Búnaðarfélags íslands
fyrir skömmu, og Þórdís Eiríks-
dóttir ritari. Áður var lengst af einn
starfsmaður, Oddný Björgvinsdótt-
ir. Auk sölu og kynningar og
annarrar aðstoðar við ferðaþjón-
ustubændur er skrifstofan með
vinnumiðlun og sér um að útvega
bömum sumardvöl í sveit.
Sfðastliðið sumar vom 88 bænd-
ur í Ferðaþjónustunni með gistiað-
stöðu fyrir um 700 manns. Verða
nokkm fleiri með næsta sumar.
Paul Richardsson segir að bændur
spyijist mikið fyrir um þessa mögu-
leika og sé reynt að veita þeim sem
mestar upplýsingar og ráðgjöf. Al-
gengt sé að menn geri sér gyllivonir
um tekjumöguleikana. Oft eigi
menn ákveðna aðstöðu sem þurfi
að lagfæra eða hugsi sér að byggja
upp ný hús. Þeir hjá Ferðaþjón-
ustunni geri arðsemisútreikninga
fyrir slíkan rekstur miðað við
ákveðnar forsendur og komi það
oftar en ekki í ljós að slík fjárfest-
ing borgi sig ekki nema á löngum
tíma nema menn hafi þeim mun
meiri peninga til að leggja fram
sjálfir.
Ferðaþjónusta bænda hefui'
RÍKISSTJ ÓRNIN hefur sam-
þykkt, að tillögu Fríðriks Sophus-
sonar iðnaðarráðherra, að ísland
gerist aðili að Vestur-Evrópsku
staðlasamböndunum CEN og
CENELEC. Er talið að þessi aðUd
auðveldi íslendingum að fylgjast
með reglum og stöðlum innan
Evrópubandalagsins og EFTA
þannig að islensk fyrirtæki geti
betur aðlagað sína framleiðslu, að
sögn Guðrúnar Zoéga aðstoðar-
manns iðnaðarráðherra.
Að sögn Guðrúnar veita þessi stað-
alsambönd einnig gagnkvæmar
upplýsingar um það starf sem fram
fer í aðildarrílqunum á þessu sviði á
nokkuð gert af því að setja saman
svokallaða ferðapakka og bjóða til
sölu, bæði innanlands og erlendis.
Meðal annars er boðið upp á ijúpna-
veiði, sjóstangaveiði, fjallaferðir og
hestaferðir með ferðum, gistingu
og öðru tilheyrandi. Sagði Paul að
góð viðbrögð hefðu fengist við
svona tilboðum í Bretlandi en ferðir
þar væru skipulagðar svo langt
fram í tímann að raunverulegur
árangur kæmi ekki í ljós fyrr en
1989 eða 1990.
frumstigi, auk laga og reglugerða,
sem verið er að semja. Með því móti
væri hægt að miðla upplýsingum um
væntanlegar markaðskröfur fyrr til
framleiðenda. Einnig hefðu Islend-
ingar tækifæri til að hafa áhrif á
staðalstarfið, til dæmis á sviði sjávar-
afurða og tölvutækni.
Kostnaður við aðild íslands er
áætlaður 5,5—6 milljónir kr. á ári
en ekki er gert ráð fyrir þessum
kostnaði t flárlagafrumvarpinu að
sögn Guðrúnar, þar sem málið sé
tiltölulega nýtilkomið. Kostnaðurinn
felst í aðildargjöldum, 400 þúsund
kr. og kostnaði við tvo starfsmenn,
auk kostnaði vegna funda og útgfu
og dreifingu upplýsinga.
Island gerist aðili
að staðalsamböndum
Talið auðvelda aðlögun Islend-
inga að mörkuðum í Evrópu