Morgunblaðið - 28.11.1987, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 28.11.1987, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 43 Dómsmálaráðherra: Aukin löggæsla á Seltjam- arnesi og í Mosfellsbæ Heyrir undir lögreglusljórann í Reykjavík SALOME Þorkelsdóttir (S.-Rvk.) spurði dómsmálaráðherra í sam- einuðu þingi á fimmtudag hvaða ráðstafanir væru fyrirhugaðar til þess að efla löggæslu i þeim byggðarlögum sem heyrðu undir lögregluna í Hafnarfirði. Sagði ráðherra að fyrirhugað væri að efla löggæslu á Seltjarnamesi, í Mosfellsbæ, Kjalarneshreppi og Kjósarhreppi og færa hana undir stjórn lögreglustjórans í Reykjavík. Myndu þessar breyt- ingar hefjast þegar í byijun næsta árs. hrings. Sú löggæsla yrði þá líka undir stjórn lögreglustjórans í Reykjavík og væri ráðgert að þetta fyrirkomulag byijaði næsta vor, þegar hentugt húsnæði yrði tilbúið til notkunar. Dómsmálaráðuneytið hefði í þessari viku átt fund með sveitar- stjórum Seltjamamess og Mosfells- bæjar og voru þeim þá kynntar þessar fyrirhuguðu breytingar. Það var þó tekið fram, að heppilegast þætti að framkvæma þær í tveimur áfongum, þar sem sá fyrri yrði nokkurs konar reynslutími í eitt ár, en síðari áfanginn yrði þá væntan- lega lagaframvarp um sameiningu löggæslunnar á þessu svæði. Dóms- málaráðherra sagði að þegar lögreglan í Hafnarfirði myndi hætta að sinna almennri löggæslu í Mos- fellsbæ, Kjósarhreppi, Kjalames- hreppi og Seltjamamesi myndi hún auðvitað hafa betri möguleika til að sinna vel þeim byggðalögum sem þá yrðu í hennar umdæmi, þ.e. Hafnarfirði, Garðabæ og Bessa- staðahreppi. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra. Morgunblaðið/Sverrir Heibrigðisráðherra: Reglubmidiiar mælingar á geislavirkui á næsta ári Jón Sigurðsson, dómsmálaráð- herra, sagði að á árinu 1985 hefðu verið uppi ráðagerðir af hálfu þá- verandi dómsmálaráðherra að sameina löggæsluna á höfuðborgar- svæðinu undir stjóm lögreglustjór- ans í Reykjavík. Af þessu varð þó ekki. Ráðuneytið hefði nú ákveðið að efla löggæslu í byggðarlögunum, sem heyrðu undir stjóm lögreglu- stjórans í Hafnarfirði, í byijun næsta árs, á þann hátt að á Sel- tjamamesi verði löggæsla undir stjóm lögreglustjórans í Reykjavík. Tveir lögreglumenn yrðu áfram starfandi þar en auk þess yrði Sel- tjamames nú eitt af þeim varð- svæðum þar sem haldið yrði uppi skipulegu eftirliti með eftirlitsbíl- um. í Mosfellsbæ hefði löggæsla frá 1. maí sl. verið aukin veralega með dvöl tveggja lögreglumanna í bæn- um 10-18 klukkustundir á sólar- hring. í íjárlagaframvarpi fyrir 1988 væri lagt til að heimilaðar yrðu tvær nýjar stöður lögreglu- manna í lögregluliði Hafnarfjarðar, en þær yrðu ekki bundnar við tiltek- inn stað. Ætlunin væri að sett yrði upp varðstofa en ekki lögreglustöð í Mosfellsbæ á næsta ári, en þar yrðu starfandi 1-2 menn á deginum, en þess utan yrðu eftirlitsbílar á ferð líkt og á Seltjamamesi. Þetta ætti líka við um Kjósar- og Kjalar- neshreppa á öllum tímum sólar- AIÞIflGI Krístin Halldórsdóttir (Kvl.- Rvk.) spurði viðskiptaráðherra í sameinuðu þingi á fimmtudag hvort hann hefði einhver áform um að endurskoða samsetningu lánskjaravísitölu eða taka upp aðra viðmiðun við verðtrygg- ingu. í svari ráðherra kom fram að slík áform eru ekki á döfinni en hann teldi það vel koma til greina að liðkað yrði til í löguin þannig að viðmiðun verðtrygg- ingar yrði samningsatriði milli aðila á sama hátt og vextir. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sagði lánskjaravísitöluna jafnvel stundum uppnefnda ráns- Heilbrigðisráðherra svaraði á fimmtudag fyrirspurn frá Þórhildi Þorleifsdóttur (Kvl.- Rvk.) um reglubundnar mæl- ingar á geislavirkni. Sagði hann að ráðgert væri að hefja slíkar mælingar á næsta ári, en til þess að svo mætti verða þyrfti nauðsynlega fjárveit- ingu. Þórhildur Þorleifsdóttir sagði að ekki þyrfti mikið út af að bera til að hér yrði alvarlegt slys. Því ætti að taka myndarlega á málum, við værum illa stödd víða. Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, sagði reglu- bundnar mælingar ekki vera gerðar á geislavirkni hérlendis. Fyrrverandi ríkisstjóm hefði þó tekið ákvörðun um þær skyldu hafnar 23. maí 1986 og að undir- búningi væri nú unnið, m.a. í samvinnu við Alþjóða kjamorku- málastofnunina. Myndi hún veita mikinn ijárstuðning vegna tækja- kaupa og þjálfunar á starfsfólki, alls um 155 þúsund Bandaríkjad- ali á árunum 1987-89. Miðað við þann afslátt, sem stofnunin fengi við tækjakaup, innlendan kostnað hér o.fl., mætti ætla að verðmæti kjaravísitölu. Tilefni þessarar nafngiftar væri það að á áranum 1983 og 1984 hækkaði lánskjara- vísitalan veralega umfram almenn laun þannig að greiðslubyrði af verðtryggðum lánum hækkaði í hlutfalli við tekjur. Á síðustu áram hefði þetta hins vegar snúist við, þannig að laun hefðu að undanfömu hækkað mun meira en lánskjara- vísitalan. Nú væri svo komið að sk. misgengi verðlags og launa á áran- um 1983 og 1984 hefði gengið til baka og heldur betur en það. Viðskiptaráðherra sagðist vilja taka það skýrt fram að hann hefði að svo stöddu ekki uppi ákveðin tækniaðstoðar við Geislavamir ríkisins væri um 11 millj. íslenskra króna. Ýmsar einstaka mælingar hefðu farið fram á geislavirkni í umhverfinu en af öryggisástæð- um og vegna vemdunar heilbrigð- is og almenns eftirlits væri mikilvægt að fylgst væri með geislavirkni með reglubundnum mælingum. Geislavamir ríkisins hefðu nú fengið hentugt hús- næði, sem stofnunin myndi flytja í eftir áramót, þar sem yrðu sér- stakar rannsóknarstofur ætlaðar til alhliða mælinga á geislavirkni í lofti og úrkomu, einnig á sjó og sjávarafurðum. Alþjóða kjam- orkumálastofnunin myndi eins og áður sagði leggja fram megnið af kostnaði við hinn dýra tækja- búnað og þjálfun starfsfólks og væri fyrsti hluti tækjabúnaðarins væntanlegur í byrjun næsta árs. Á móti tækniaðstoðinni hefðu stjómvöld samþykkt að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tækniaðstoðin nýttist á tilætl- aðan hátt. Til þess að starfsemin gæti hafist og hægt væri að nýta þessa tækniaðstoð þyrfti þó að leggja fram um 3,25 milljónir króna áform um að breyta samsetningu þessarar vísitölu eða að taka upp aðra almenna vísitölu algerlega í hennar stað. Hins vegar teldi hann það koma mjög til álita að liðka til um lagaheimildir þannig að viðmið- un verðtryggingar í lánssamningum yrði samningsatriði milli aðila á sama hátt og vextimir sem væra hinn meginþáttur lánskjaranna. Slík rýmkun feldist reyndar í þeirri ákvörðun ríkisstjómarinnar að heimila stofnun gengisbundinna innlánsreikninga sem koma mundi til framkvæmda á næstu vikum. Tvö önnur atriði þyrfti einnig að íhuga sagði ráðherra. í fyrsta lagi vegna ýmis kostnaðar. 2,5 millj. í kaup á stofnbúnaði og 750. þús. vegna stöðu eðlisfræðings hjá Geislavömum ríkisins 1988. Heilbrigðisráðherra sagði að því GEIR H. Haarde (S.-Rvk.) spurði menntamálaráðherra í gær hvort hann hefði uppi einhver áform um að beita sér fyrir því að náms- fólk gæti lokið stúdentsprófi á styttri tíma en nú væri og gæti þannig almennt hafið háskóla- nám á sama aldri og tíðkaðist í nágrannalöndunum. Sagðist væri það eðli verðvísitalna að þær kynnu að ofmeta almennar verð- lagsbreytingar þegar litið væri til langs tíma. Eina ráðið væri að láta ekki of langan tíma líða milli þess að grandvöllur vísitalnanna væri endurskoðaður, en á því hefði stundum orðið misbrestur. I öðra lagi mætti spyija hvort breytingar á óbeinum sköttum ættu að hafa áhrif á lánskjaravísitöluna. Væri það t.d. eðlilegt að hækkun á sölu- skatti eða aðflutningsgjöldum leiddi til hækkunar á verðtryggingu skulda? Þetta mál þyrfti að athuga rækilega og myndi hann láta slíka athugun fara fram. miður væri þessa fjármuni ekki að fínna í fjárlagafrumvarpinu, en hann hefði farið þess á leit við fjárveitinganefnd að nauðsynleg íjárveiting fengist. menntamálaráðherra hafa sett á laggirnar starfshóp er myndi kanna þessi mál. Birgir Ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði það óneitanlega vekja athygli að nem- endur ljúka stúdentsprófi eldri hér á landi en víðast hvar í nágranna- löndum. Því væri þó ekki að neita að skólamenn hefðu mjög skiptar skoðanir á því hvort rétt væri að gera gangskör að því að breyta hér um og væra ýmsar skýringar til- greindar, s.s. að árlegur skólatími væri styttri á íslandi, sérhæfni í námi byrji mun fyrr erlendis, t.d. í Englandi, eða þá að tíminn væri ekki nægilega vel nýttur í skólum hérlendis. Sumir bekkir væra of léttir, a.m.k. fyrir duglega nemend- ur. Enn aðrir segðu að við íslend- ingar eyddum svo miklum tíma í tungumálanám sem okkur væri nauðsynlegt vegna smæðar okkar. Menntamálaráðherra sagðist engan dóm vilja kveða upp í þessu efni. Hinsvegar væri hér um mjög mikilvægt mál að ræða, en einnig mjög viðamikið. Hann sagðist telja það biýnt að kanna hvemig grannskólinn og framhaldskólinn skiluðu hlutverki sínu, og hvort þörf væri á breyting- um í þá átt, sem fyrirspumin fyallaði um. Hefði hann því ákveðið að setja á laggimar starfshóp er myndi at- huga þessi mál. Öll skólastigin ættu aðild að honum, þ.e. grannskóli, framhaldsskóli og háskóli, og auk þess fulltrúar kennarasamtaka og ráðuneytis. Viðskiptaráðherra: Viðmiðun verðtryggingar verð- ur hugsanlega samningsatriði Menntamálaráðherra: Starfshópur kannar stytt- ingu námstíma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.