Morgunblaðið - 28.11.1987, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 28.11.1987, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 i K* BETRI KAUP - AFSLÁTTUR GÓLF-PAKKI HJÁ OKKUR FÁST FLEST GÓLFEFNI SEM FRAMLEIDD ERU OG NJÓTA VINSÆLDA: VIÐ SEGJUMST ÞVÍ GETA BOÐIÐ GÓLF - PAKKA Því hjá okkur fást nú: Gólfteppi — vinylgólfdúkar — gúmmígólfdúkar — takkadúkar — korkur — linoleum — marmari — grásteinn — keramikflísar — brenndar leirfllsar — steingólf — krosslímt parket — massíft parket — ílagningarefni og tilheyrandi lím - sparsl — grunnar og undirlagsefni — ræstiefni — gólfþvottavélar og handverkfæri í miklu úrvali. Mælum — gerum tilboö — önnumst lögn. Staðgreiðsluafsláttur — greiðsluskilmálar. „Hjá okkur ná gæðin í gegn“ Þar sem þú gengur að gœðamerkjum. SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI / Ólafur Ormsson „ Að þú skulir segja þetta“ Það þarf svo sem ekki að kvarta yfir vetrarríki þessa síðustu daga í nóvembermánuði. í Reykjavík og nágrenni er einmuna tíð, dag eftir dag og til að fá einhverja tilbreyt- ingu í daglegt líf manna er deilt um byggingu myndarlegs ráðhúss við Tjömina. Ég leit inn í kaffí og vöfflur hjá kunningja sem býr í Hlíðunum kvöld eitt um daginn. Hann sagðist stundum vera ósam- mála borgarstjómarmeirihlutanum, Aðventuskálar Bankastræti Kringlunni 10 - Sími 13122 - Sími 689122 taldi þó fyrirhugaða ráðhúsbygg- ingu einstaklega fallega og sagðist fyllilega samþykkur því að ráðhúsið risi á gatnamótum Vonarstrætis og Tjamargötu. — Mannstu hvaða ár það var sem snjóaði síðast, spurði hann þegar kaffið var komið í bollana og við tókum að gæða okkur á vöfflunum. — Snjóaði ekki eitthvað síðast- liðinn vetur? — Nei, frostaveturinn mikla hér fyrr á öldinni, svaraði kunningi minn og brosti. Það er tæpur mán- uður til jóla og varla komin snjóföl á jörðu það sem af er vetri og kunn- ingi minn er skíðamaður og því skiljanlega ekki nógu ánægður með þíðuna og hlýindin vikum saman þegar gert er ráð fyrir snjó. Kaupmaðurinn í Mýrabúðinni, Bjöm Kristjánsson, kann þessu bara vel. Aldrei ánægðari en ein- mitt þega ríkir himnaríkisblíða. Hann stendur sína vakt, kaup- maðurinn á hominu, og ögrar stórmörkuðunum. Er ódrepandi þrátt fyrir barlóm meðal þeirra sem minna mega sín í stétt kaupmanna. í Mýrabúðinni við Gunnarsbraut em allir jafnir, forstjórinn, lögfræðing- urinn, götusóparinn, skúringakon- an, verkamaðurinn og atvinnurek- andinn og ekki farið í manngreinarálit. Ég kom þar árla morguns í miðri viku. Bjöm Krist- jánsson var kominn í sloppinn og aldrei þessu vant fremur dapur á svipinn. Engu likara nú væri útséð um að atvinnureksturinn gengi mik- ið lengur og hann væri því að pakka saman, Nú, eða að Víkingur hefði tapað í handknattleik inn í Laugar- dalshöll kvöldið áður og því allt búið að vera. Þá kom ung og mynd- arleg stúlka inn í Mýrabúðina og verslaði fyrir um þijú þúsund krón- ur, ýmis matvæli, mjólkurvörur, brauð, egg, kartöflur og annað, sem varla er hægt að komast af án. Ég var síðan næstur í röðinni og keypti vömr í tvo fulla plastpoka. Þá glaðnaði yfir Bimi Kristjánssyni, viðskiptin vom að hefjast af fullri alvöru og útlitið alls ekki svo slæmt hvað varðar verslun þann daginn. Við vomm tveir einir í búðinni, ég og kaupmaðurinn, og hann tekinn að raula ýmis lög. Allt í einu tók hann um axlir mínar og við gengum að hurðinni og sungum hástöfum, líkt og á konsert fyrir fullu húsi, „Tank you, verry, verry musch, tank you verry, veriy musch," þakka þér kærlega fyrir, þakka þér kærlega fyrir. Fólk sem leið átti um Gunnarsbrautina rak upp stór augu, hefur líklega haldið að þama væm á ferð tveir kunningjar, sem hefðu verið að skemmta sér fyrr um nóttina og enn að halda upp á gleðskapinn að morgni dags. Það er löngu vitað að veðrið get- ur haft áhrif á skap manna. Kunningi minn, sem ég sagði frá hér í upphafi greinarinnar, er einn þeirra sem kann best við rigning- una. Hann sagði að veðráttan það sem af er vetri stytti óneitanlega veturinn. í tijánum við stofu- gluggann á heimili hans vom fuglar og sungu líkt og að vorlagi. Við dmkkum kaffi og átum vöfflur með ijóma og sultu. Á stofuborði var ný bók, Ný hugsun, eftir sovétleið- togann Mikael Gorbasjov. Kunningi minn er í Alþýðubandalaginu og ákafur aðdáandi leiðtoga Sovétríkj- anna. Kvaðst hlakka til að lesa bókina og handfjallaði hana eins og dýrmætan grip. Úr austurátt kvað hann helst að vænta nýrra ferskra vinda í alþjóðamálum, í Sovétríkjunum telur hann eitthvað stórkostlegt að gerast, án þess að hann útskýrði það frekar. Ég minnti hann á að höfundurinn væri úr fiokki Stalíns, leiðtogi í ríki, þar sem engin stjómarandstaða er leyfð og fijáls skoðanamyndun fær ekki þrifist, þar sem einræði eins flokks ríkir í skjóli lögreglu og hers. Þá sótti kunningi minn meira kaffi fi-am í eldhús og þegar hann kom til baka með kaffikönnuna sagði hann ólíku saman að jafna þegar um væri að ræða Jósef Stalín og Mikael Gorbasjov. Síðan hélt hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.