Morgunblaðið - 28.11.1987, Síða 67
67
ur margra ungra drengja í sjávar-
plássum landsins, Guði sé lof.
Guðjón Pálsson hét hann og var
fæddur 10. maí 1936. Hann andað-
ist 20. nóvember síðastliðinn og
hafði þá átt við sár veikindi að
stríða frá miðju ári 1984. Útför
hans fer fram frá Landakirkju í dag.
Guðjón var sonur sæmdarhjón-
anna Jónínu Guðjónsdóttur og Páls
Guðjónssonar trésmiðs, sem bæði
eru ættuð úr Rangárvallasýslu. Í
skjóli umhyggjusamra foreldra ólst
hann upp ásamt systrum sínum
Helgu og Sólveigu. Fjölskyldan var
samhent um lifnaðarhætti, sem best
mega prýða hveija fjölskyldu og
felst í hófsemd, vandvirkni og elju-
semi gagnvart hveiju verkefni. Sár
harmur er nú kveðinn að öldhiðum
foreldrum Guðjóns og systrunum,
Helgu og Sólveigu, ásamt öllu
þeirra fólki, við fráfall hans. í mikl-
um harmi stafar þó birtu af
minningu góðs og heilsteypts
manns.
Guðjón hóf sjómennsku sína að-
eins 14 ára og þá á bátum frá
Keflavík. 1956, eða tvítugur að
aldri, hóf hann nám í Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík. Að námi
loknu réðst hann sem stýrimaður á
mb. Stefán Þór, hjá hinum þekkta
sjósóknara og aflamanni Stefáni
heitnum Péturssyni frá Húsavík. I
byijun árs 1958 kom hann til Vest-
mannaeyja, ráðinn sem stýrimaður
á mb. Sigurfara VE 138, hjá farsæl-
um skipstjóra og útvegsmanni,
Óskari heitnum Ólafssyni, frá Garð-
stöðum í Eyjum. Skipstjóraferil sinn
bytjaði Guðjón á 25 rúmlesta bát,
Hrafni Sveinbjamarsyni VE 141,
og er með hann eitt úthald á drag-
nót. Þá tekur hann við skipstjóm,
eina vertíð, á Hafbjörgu VE 54, en
bátur þessi var í eigu Ingólfs Theo-
dórssonar netagerðarmeistara. Þá
var Guðjón stýrimaður hjá Haraldi
Hannessyni á Baldri VE 24, um
stuttan tíma. Um áramótin 1962
og '63 keypti undirritaður mb. Stef-
án Þór af þeim bræðmm Stefáni
og Þór Péturssonum á Húsavík.
Guðjón réðst skipstjóri á bátinn og
var með hann vertíðina og sumarið
1963. Á þessum bát sannaði Guðjón
að í honum bjó stjómsemi og afla-
sæld. Á vetrarvertíðinni vom
stundaðar línu- og netaveiðar og
öfluðust á þennan tæplega 50 rúm-
lesta bát 700 tonn af þorski, í
aðeins 60 róðmm. Eftir þetta réðst
Guðjón til þeirra félaga Ólafs M.
Ólafssonar og Jóns Pálssonar út-
vegsmanna á Seyðisfirði. Hjá þeim
var hann fyrst skipstjóri á Gullveri,
70 rúmlesta báti, og síðar á Gull-
bergi, 108 rúmlesta báti. Árið 1970
festi hann kaup á' Gullbergi, ásamt
Ólafi Sigmundssyni vélstjóra og
Jóni Guðleifi Ólafssyni, tengdaföður
sínum. Árið 1974 seldu þeir þennan
bát og létu byggja fyrir sig 350
rúmlesta skip í Noregi, sem fékk
nafnið Gullberg VE 292 og hefur
síðan verið eitt af þekktustu afla-
skipum í fiskiflota landsmanna.
Skipstjómar- og útgerðarsaga Guð-
jóns Pálssonar verður ekki skráð
án þess að fram komi sú mikla fóm-
arlund er hann sýndi, er j,við
Eyjamenn urðum að flýja heim-
kynni okkar örlaganóttina 23.
janúar 1973. Skráðar heimildir sýna
að Guðjón og skipshöfn hans fóm
fleiri ferðir en aðrir milli lands og
Eyja í sambandi við búslóðaflutn-
inga og em margir því í þakkar-
skuld við Guðjón og menn hans.
Skömmu eftir að Guðjón fluttist
til Vestmannaeyja kynntist hann
konuefni sínu, Elínborgu Jónsdótt-
ur, dóttur Önnu Þorsteinsdóttur og
Jóns Guðleifs Ólafssonar í Laufási.
Jón Guðleifur var yfirfiskmatsmað-
ur í Eyjum. Hann lést 16. febrúar
1985. Þau Elínborg og Guðjón gift-
ust 31. desember 1960 og hófu
búskap á Austurvegi 3, í myndar-
legu húsi foreldra Elínborgar.
Fljótlega byggðu þau sér hús í
Austurhlíð 12, sem var í nálægð
Laufás-byggðarinnar. Hús þetta fór
undir hraun í gosinu. Strax að gosi
loknu byggðu þau sér íbúðarhús á
Hraunslóð 2. Þar hefur heimili
þeirra staðið síðan og ber það sam-
heldni þeirra og einstakri snyrti-
mennsku Elínborgar fagurt vitni.
Þau Elínborg og Guðjón eignuðust
tvö böm. Þau em Eyjólfur, skip-
stjóri á Gullbergi, fæddur 27. janúar
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987
1960, og Anna, fædd 21. febrúar
1970, nemandi í framhaldsskóla
Vestmannaeyja.
Ég bið Elínborgu, bömum henn-
ar, Onnu mágkonu minni og allri
fjölskyldunni guðs blessunar í sorg
þeirra.
Maðurinn með ljáinn hefur
höggvið ótt og títt í Laufásfjölskyld-
una á tiltölulega skömmum tíma.
Við sem eftir lifum skulum minnast
þess, að allt hefur sinn tíma og til-
gang og enn sér þó til blessaðrar
sólarinnar.
Með Guðjóni Pálssyni er genginn
einn af mestu aflamönnum Vest-
mannaeyja. Hann var vaskur,
kjarkaður og raungóður maður,
sem talaði um hlutina tæpitungu-
laust og það velktist enginn í vafa
um skoðanir hans.
Það var einhveiju sinni að öldmð
móðir mín heyrði talað um að í
Guðjóni væri oft fullmikill asi. Þá
varð henni að orði, sem mér þótti
vænt um: „Þegar Gaui minn lítur
inn til okkar hefur hann nægan tíma
og ræðir um lífíð og tilvemna á
yfirvegaðan og dæmigerðan hátt
þeirra manna, sem reynst hafa þjóð-
inni vel.“
Með þessum orðum kveð ég vin
minn Guðjón Pálsson og bið Guð
að blessa minningu hans. Aðstand-
endum öllum flyt ég innilegar
samúðarkveðjur.
Ingólfur Arnarson
í dag, laugardaginn 28. nóvem-
ber, er gerð frá Landakirkju,
Vestmannaeyjum, útför Guðjóns
Pálssonar, skipstjóra og útgerðar-
manns. Hann lést á Borgarspítalan-
um 20. nóvember sl. aðeins fímmtíu
og eins árs að aldri. Fallin er í val-
inn mikil kempa og drengur góður
langt fyrir aldur fram þegar enn
hefði mátt vænta athafnasamra ára
og síðan kyrrláts ævikvölds þegar
njóta hefði mátt ávaxta erfiðisins
eftir starfsama ævi.
En eigi má sköpum renna. Guð-
jón veiktist af krabbameini, þeim
sjúkdómi sem læknavísindunum
hefur enn ekki tekist að sigrast á
og verður mörgum að aldurtila um
aldur fram. Baráttan var hörð og
ströng en lífslöngunin og lífskraftur
Guðjóns var með ólíkindum og að-
dáunarverður. En nú þegar lífsfley
hans hefur borið að strönd eilífðar-
innar þá er gott að kveðja og
minnast kærs vinar og óska honum
alls þess besta á nýrri vegferð.
Guðjón fæddist í Reykjavík 10.
maí árið 1936. Foreldrar hans voru
hjónin Jónína Guðjónsdóttir og Páll
Guðjónsson. Ungur að árum byijaði
Guðjón til sjós suður með sjó og
settist síðan á skólabekk í Stýri-
mannaskólanum árið 1956 og lauk
mejrafiskimannaprófi árið eftir.
í ársbyijun 1958 kom Guðjón til
Vestmannaeyja og var þá ráðinn
stýrimaður á Sigurfara en tveim
árum seinna var Guðjón orðinn
skipstjóri á Hafbjörgunni, og er
með hana í tvö ár og síðan aðra
báta þar til hann í ágúst árið 1969
kaupir Gullbergið ásamt Ólafi Sig-
mundssyni, vélstjóra, og Jóni
Guðleifi, tengdaföður sínum. Guð-
jón var skipstjóri á Gullberginu og
stjómaði þar öllu styrkri hendi.
Guðjón var farsæll skipstjóri og
aflakóngur margar vertíðir og út-
gerðin öll til mikillar fyrirmyndar.
Ef blátt blóð rennur i æðum aðals-
manna þá var selta í blóðinu hjá
Gauja Páls. Hugur og hjarta var í
útgerðinni og um borð í Gullberginu
hvort sem hann var á sjó eða í
landi. Og það varð engin breyting
þar á eftir að hann veiktist. Hugur-
inn og kappið það sama.
Gaui Páls sótti fast og var kapp-
samur. Og þegar hann var kominn
á skrið gat fátt stoppað hann. Marg
oft varð hann aflakóngur í Vest-
mannaeyjum þar sem margir kunnir
aflamenn hafa sótt á sjóinn bæði
fyrr og síðar. Eitt sinn þegar mest
gekk á að ná í löndunarpláss í afla-
hrotu á loðnuvertíð þá segir sagan
að Gaui hafi meldað sig inn til lönd-
unar með fullan bát þgar hann var
á útstími úr höfn eftir að hafa lok-
ið löndun. En nú siglir hann ekki
meir og færir ekki lengur björg í
bú. íslensk þjóð stendur í þakkar-
skuld við þá sem af dugnaði og
eldmóði hafa fært afla á land og
gert mögulega þá velferð sem við
búum við. Ætli það sé alltaf metið
sem skyldi í glerhúsum og banka-
musterum í borginni við Sundin?
Guðjón var gæfumaður í einka-
lífí. Hann kvæntist árið 1960 góðri
konu, Elínborgu Jónsdóttur, sem
stóð ávallt við hlið hans í blíðu og
stríðu. Þau eignuðust tvö böm,
Eyjólf, skipstjóra á Gullbergi VE.
og Önnu, sem nú stundar nám við
framhaldsskólann í Vestmannaeyj-
um.
Guðjón starfaði innan raða út-
vegsbænda í Vestmannaeyjum og
var þar tillögu- og úrræðagóður.
Hann fór ekkert í felur með skoðan-
ir sínar og lá ekki lágt rómur þegar
hann tók fyrir óráð og nefndafarg-
anið „fyrir sunnan" og þótti það
ekki alltaf merkilegt sem kom frá
fræðingunum og vísindamönnun-
um. Það var reynslan og áralöng
glíma við loðnu og þorsk sem gaf
meira en pungapróf úr svokölluðum
„æðri“ menntastofnunum. En hann
var einnig tilbúinn til að viðurkenna
það sem vel var gert og til heilla
horfði. Það kunnu þeir að meta sem
kynntust honum. Það var aldrei
nein lognmolla þegar Gaui Páls kom
upp á skrifstofuna til okkar og
ræddi um sín hjartansmál og þá var
margt gullkomið látið flakka og
hressilega hlegið. Og engum gat
dottið í hug á síðasta LÍÚ-þingi að
svo skammt væri að bíða endalok-
anna.
Þegar Guðjón Pálsson er kvaddur
hinstu kveðju, sendum við og fjöl-
skyldur okkar eiginkonu hans,
Elínborgu, bömum þeirra og Önnu
í Laufási okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Magnús Kristinsson og
Kristinn Pálsson
í dag verður til moldar borinn
Guðjón Pálsson, skipstjóri, sem lést
þann 20. nóv. sl. í sjúkrahúsi í
Reykjavík eftir erfiða legu.
Guðjón fæddist í Reykjavík 10,
maí 1936, sonur hjónanna Jónínu
Guðjónsdóttur og Páls Guðjónsson-
ar, trésmiðs, sem lengst hafa búið
á Laugateig 10, Reykjavík. Tvær
systur á Guðjón, þær Helgu og
Sólveigu, sem báðar em giftar og
búa á höfuðborgarsvæðinu. Ólst
Guðjón upp í foreldrahúsum til
fimmtán ára aldurs og þótti
snemma harðger og duglegur.
Fimmtán ára gamall fór Guðjón
til sjós og má segja að frá þeim
tíma hafi framtíðin verið ráðin þrátt
fyrir að sjóveikin hafi í upphafi leik-
ið hann grátt eins og svo marga
aðra fyrr og síðar. Næstu árin var
Guðjón á ýmsum bátum en flyst til
Vestmannaeyja vorið 1956 eftir að
hafa lokið námi í Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík.
í Vestmannaeyjum réðst Guðjón
sem stýrimaður á Sigurfarann VE
hjá Óskari frænda mínum frá Garð-
stöðum. Áttu Guðjón og Óskar vel
saman enda líkir um margt, miklir
hugmenn báðir og óhemju duglegir,
sáust jafnvel ekki fyrir þegar mest
gekk á. Var Guðjón með Óskari þar
til hann gerðist skipstjóri á Haf-
björg VE sem Ingólfur Theódórs-
son, netagerðarmeistari átti. Gekk
á ýmsu með skipstjómina fyrstu
árin og ekki allt dans á rósum,
bátamir gamlir og þreyttir og skip-
veijar ekki alltaf eins og Guðjón
hefði helst kosið. í ársbyijun 1964
gerist Guðjón skipstjóri á Gullveri
NS og síðar sama ár tók hann við
skipstjóm á Gullbergi NS. Sótti
Guðjón stíft og fískaði mikið enda
útgerðin góð og mikið mannval um
borð. Var áhuginn slíkur að mönn-
um þótti nóg um, sögðu jafnvel að
þetta hlyti að enda með ósköpum,
en það var öðru nær, Guðjón sigldi
þá og ávallt síðan fleyi sínu heilu
í höfn og það sem meira var, það
slasaðist aldrei maður hjá Guðjóni
svo orð væri á gerandi.
í júlí 1970 keypti Guðjón ásamt
Ólafi Má Sigmundssyni og tengda-
föður sínum, Jóni G. ölafssyni,
Gullbergið NS og áttu það í fjögur
ár. Á jóladag 1974 komu þeir félag-
ar siglandi á nýjum og glæsilegum
bát sem þeir höfðu látið byggja í
Noregi og skýrt Gullberg VE 292.
En það varð strax sama sagan með
nýja bátinn og þann gamla, hann
varð strax of lítill. Á nýja Gullberg-
inu var Guðjón aflakóngur í
Vestmannaeyjum í sex eða sjö ár í
röð og ávallt síðan við toppinn.
Guðjón var. mjög mannasæll og
hafði sama skipshafnarkjamann ár
eftir ár, voru sumir með honum í
tugi ára eins og t.d. Ólafur Már,
vélstjóri og sameignarmaður Guð-
jóns til skamms tíma, ég held að
þeir hafi byrjað að róa saman 1962,
og svo var einnig um fleiri, svo sem
Hrein Gunnarsson, sem búinn er
að vera með Guðjóni í sautján ár.
Mörgum þótti Guðjón bíta frá sér
á sjónum og fara eins langt og
hann kæmist og skildu ekkert í því
að nokkur óvitlaus maður færi í
pláss hjá svona þrælapískara. En
skýringin á þessu er trúlega sú, að
Guðjón hafði enga trú á að Gull-
bergið eða aðrir bátar fískuðu
bundnir við bryggju og bankamiðin
voru honum ákaflega ógeðfelld, ég
held reyndar að hans „mottó" hafi
verið að menn ættu að bjarga sér
sjálfir að svo miklu leyti sem hægt
væri. Það er til marks um skap-
lyndi Guðjóns, að fárveikur af
krabbameini, sem hann hafði verið
þjakaður af um tveggja ára skeið,
stundaði hann sjóinn fram að mán-
aðamótum júní, júlí sl. sumar á
milli þess sem hann dvaldi í sjúkra-
húsi og eftir að harm varð ófær um
að stunda sjóinn þá var hugurinn
allur við sjóinn og að breyta eða
jafnvel að kaupa nýtt Gullberg.
Guðjón hafði takmarkað álit á skrif-
stofuveldinu í Reykjavík og taldi
að „frímerkjasleikjunum" á þeim
bæ mætti alveg fækka, sagði hann
reyndar, að það ætti að vera skil-
yrði fyrir inngöngu í Háskólann að
menn hefðu verið á sjó í eitt ár,
helst á togara á salti við Grænland.
Guðjón kvæntist árið 1960 Elín-
borgu Jónsdóttur frá Laufási,
Vestmannaeyjum og eignuðust þau
tvö böm, Eyjólf, skipstjóra, og
Önnu, sem er nemi í Fjölbrautaskól-
anum í Vestmannaeyjum. Bjuggu
þau Elínborg og Guðjón á Hraun-
slóð 2, Vestm., f húsi sem þau
byggðu eftir jarðeldana í Vest-
mannaeyjum 1973 en í þeim misstu
þau nýbyggt hús. Guðjón var vin-
margur maður og einstök bama-
gæla, ég held líka að undir niðri
hafi slegið viðkvæmt hjarta og af
eigin reynslu veit ég að hann var
ákaflega raungóður maður sem
aldrei ætlaðist til meira af öðmm
en sjálfum sér.
Nú, ér ég að leiðarlokum kveð
Guðjón mág minn, er ég þess full-
viss, að ef fiskveiðar eru stundaðar
„hinum megin" þá er Guðjón áreið-
anlega orðinn skipstjóri á vel búnu
skipi, gott ef hann er ekki að leita
að loðnu undir hugljúfri harmon-
ikkutónlist.
Ég og mínir votta systur minni
og bömum, foreldrum Guðjóns og
systkinum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Hvíli mágur minn í friði.
Ólafur Jónsson og börn.
Mig setti hljóðan þegar hringt
var til mín föstudaginn 20. nóv. og
tilkynnt andlát Guðjóns Pálssonar,
fyrrum samstarfsmanns og vinar.
Langar mig að minnast hans með
nokkrum fátæklegum orðum.
Þó vitað væri að hann gengi
ekki heill til skógar kom dánar-
fregnin eins og reiðarslag yfir mig.
Við höfðum tekið tal saman nokkr-
um dögum áður en hann fór í sína
reglulegu læknisskoðun. Hann lét
þokkalega af sér og ég hefði ekki
trúað því að ég ætti ekki eftir að
sjá hann aftur.
Guðjón Pálsson var fæddur í
Reykjavík 10. maí 1936, sonur
hjónanna Jónínu Guðjónsdóttur og
Páls Guðjónssonar, annar í röðinni
af þremur systkinum. Systur Guð-
jóns eru Helga og Sólveig. Guðjón
Gjafavörur og skreyting-
arviðölltækifæri,
BLÓMABÚÐIN
RUNNI
Hrísateig 1
38420
ólst upp í Reykjavík og fór ungur
til sjós og var á skipum bæði frá
Reykjavík og Keflavík. Hann fór í
Skipstjóra- og stýrimannaskólann
1956 og lauk þaðan -skipstjóra-
prófi. Til Eyja kemur Guðjón 1958
og er þá ráðinn stýrimaður hjá
Óskari Ólafssyni á Sigurfara VE.
Þar er hann ’58 og ’59 og þar hefj-
ast okkar fyrstu kynni. Verður hann
skipstjóri 1960 á Hafbjörgu VE.
Liggja leiðir okkar aftur saman
þegar hann ræður mig sem vél-
stjóra á Stefán Þór VE 1963. Erum
við saman þetta ár. Tekur hann þá
við Gullveri frá Seyðisfirði í eitt ár. -
Um áramótin 1965 verðum við sam-
an aftur á mb. Gullberg frá Seyðis-
firði þangað til við kaupum bátinn
1970, ásamt tengdaföður Guðjóns,
Jóni Guðleifi Ólafssyni sem nú er
látinn. 1974 látum við smíða nýtt
skip sem ber sama nafn. í þau 17
ár sem samstarf okkar þriggja eig-
anda Gullbergs stóð yfir var það
mjög gott þótt við hefðum ekki allt-
af verið sammála.
Guðjón var farsæll skipstjóri og
fiskaði vel í öll veiðarfæri. Honum
hélst mjög vel á mönnum og
sáralítið var um mannskipti um
borð. Hann var lundgóður maður
og lét fátt fara í skapið á sér, sama
hvað á gekk. Guðjón var þannig
gerður að hann gat engum neitað
um greiða sem til hans leituðu. Ég
vitna í orð hans þegar Guðjón og
áhöfn hans björguðu fjórum mönn-
um úr sökkvandi skipi út af Bret-
landsströndum: „Það veldur manni
alltaf gleði að geta gert öðrum
greiða.”
Kona Guðjóns er Elínborg Jóns-
dóttir, eignuðust þau tvö böm,
Eyjólf og Önnu. Eyjólfur tók við
skipstjóm af föður sínum eftir að
hann fór að kenna þess sjúkdóms
er dró hann til dauða.
Eyjólfur er mjög efnilegur ungur
maður, enda fellur eplið sjaldan
langt frá eikinni. Anna er enn í
heimahúsum.
Eiginkona Guðjóns hefur ávallt
staðið við hlið hans í blíðu og stríðu.
Ábyrgð heimilisins hefur hvílt að
mestu leyti á henni vegna mikilla
fjarvista manns síns. Sérstaklega
reyndist hún honum vel í veikindum
hans.
Votta ég og fjölskylda mín eigin-
konu, bömum, öldruðum foreldmm,
systmm og tengdafólki okkar
dýpstu samúð.
Kveð ég hann með þakklæti fyr-
ir allt okkar samstarf og vináttu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
(V. Br.)
Ólafur Már Sigmundsson
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Blóma- og
skreytingaþjónusta w
hvert sem tilefnid er.
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álfheimum 74. sími 84200
Hótel Saga Siml 1 2013
Blóm og
skreytingar
við öll tœkifœri