Morgunblaðið - 28.11.1987, Side 76

Morgunblaðið - 28.11.1987, Side 76
76 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 Ást er... .. . söknuður við brottfór. TM Reg. U.S. Pat Ott.-all rlghts reservðd e 1986 Los Angeles Times Syndlcate Ef búkliljóðin eru alveg að drepa þig er ekki um annað að gera en að banna honum að borða þrumara! HÖGNI HREKKVlSI „ . . -Eí? HáxSNI ... . WE IA/1A ?" Þessir hringdu .. . Drífðu áfram ráðhúsið Davíð Vigfús Guðmundsson hringdi: „Mig langar til að biðja fyrir kveðju til fyrrverandi sveitunga míns, Davíð Oddssonar, þó reynd- ar hafí hann ekki verið hár í loftinu á þeim tíma. Drífðu ráð- húsið við Ijömina áfram Davíð og vertu ekki að hlusta á neitt kjaftæði, því þeir sem eru á móti ráðhúsinu núna verða manna hrifnastir þegar það er risið. Þú ættir að hafa í ráðhúsinu sér- stakan sal sem héti Bárubúð, því á þessum stað var áður eins kon- ar ráðhús alþýðumannsins sem hét Bárubúð. Þar kynntist al- menningur ýmsum merkum mönnum t.d. Hagalín og Laxnes." Ráðhúsið mistök Kristbjörg Ingvarsdóttir hringdi: „Mig langar að láta í ljós álit mitt á fyrirhugaðri ráðhúsbygg- ingu við Tjömina. Ég tel að hún sé mikil mistök. Það vom mikil mistök þegar Iðanaðarbankinn og Morgunblaðshúsið vom reist á símum tíma. Ráðhúsið mun alveg eyðileggja þetta svæði sem er fallegasti staður Reykjavíkur. Þetta hef ég heyrt margt eldra fólk segja og ég tel þessa ráðhús- byggingu hálfgerða móðgun við eldra fólk. Húsið sjálft er listaverk en það á ekki heima á þessum stað. Ég tel að efna ætti til kosn- inga um þetta mál.“ Gullarmband Gullarmband tapaðist fyrir um það bil mánuði á Laugarvegi milli Lækjartorgs og Hlemms eða í strætisvagni á þessari sömu leið. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 15939. Fundarlaun. Greifarnir frábærir Bjarni Valdimarsson hringdi: „Ég hef gagnrýnt tónlist Ríkis- sjónvarpsins. En lofa ber þegar vel er gjört. Greifamir 24. nóvem- ber vom frábærir. Náttúmlífs- myndir eins og sú frá Galapagos- eyjum em einn allsheijar viskubmnnur." Ráðhúsið rétt staðsett Anna Guðný hringdi: „Ég er alveg sammála Davíð Oddssyni í því að ráðhúsið mun taka sig vel út við Ijömina og setja skemmtilegan svip á um- hverfí sitt. Ég hef Tjörnina daglega fyrir augum frá Odd- felowhúsinu og það hefur alltaf farið í taugamar á mér hversu ljótt bílastæðið og húsið við Von- arstræti em. Varðandi skipulags- mál er fólki alltof tamt að líta aðeins á neikvæðu hliðamar. Ein- hveijir minnihlutahópar hrópa allt niður en hinir sem ánægðir em láta ekki í sér heyra." Víkverji Víkveiji er nýkominn frá Banda- ríkjunum, þar sem hann átti þess kost að sitja ráðstefnu um utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Þar kom greinilega fram hversu bandarísk stjómvöld og almenning- ur em orðin „þreytt" á að bera meginhluta útgjalda vegna vama Vestur-Evrópu. Á næstu ámm verður það ein krafa Bandaríkjanna í samskiptum við samheija sína í Atlantshafsbandalaginu að Evró- puríkin taki aukinn þátt í útgjöldum vegna vamarmála. Gífurlegur halli á fjárlögum Bandaríkjanna og ut- anríkisviðskiptum landsins renna frekari stoðum undir kröfur þeirra. Demókratar og rebúblikanar virð- ast samstíga hvað þetta atriði varðar. Bandaríkjamenn líta einnig til annarra heimsálfa. Margir vilja að Japanir leggi meira af mörkunum í Asíu. Það er ljóst að Bandaríkja- menn vilja að samhetjar þeirra taki meiri þátt í vömum Vesturlanda, jafnframt því sem fækkað verði í liði Bandai-íkjanna í Evrópu og í fleiri ríkjum. XXX hugi á íslandi meðal ungra Bándaríkjámárina virðist ’ véra skrifar mikill og þekking þeirra síst minni en gengur og gerist á Norðurlönd- unum. Margir sem Víkveiji hitti á ferð sinni létu þá ósk í ljós að gam- an væri að heimsækja Island. Ekki er að efa að áhuginn hefur kviknað vegna umfjöllunar um land og þjóð í bandarískum íjölmiðlum í tengsl- um við leiðtogafundinn á síðasta ári. Sú kynning hefur reynst okkur íslendingum ómetanleg. En ein- hvern veginn læðist sá grunur að Víkvetja að við höfum ekki nýtt okkur tækifærið eins og skyldi. Hvað hefur Ferðamálaráð aðhafst eða Ferðaskrifsofa ríkisins? Hvem- ig nýttu Amarflug og Flugleiðir hina miklu og óvæntu athygli? Hvemig notuðu Útflutningsráð og útflytjendur almennt aukin áhuga á íslandi vegna leiðtogafundarins? XXX Aragrúi fréttatilkynninga fer í gegn um hendur Víkveija á degi hveijum og á það svo sannar- lega við flestar þeirra, að hveijum þykir sinn fugl fagur. Hnykkt er á flestum hlutum með lýsingarorðum um gæði þeirra og gengur þessi orðnotkun oft út í öfgar. Þessa dagana ber mikið á bókum í fréttatilkynningaflóðinu. Margar tilk’yririlrigáhhá'érú látlaúst’ örðáðár um höfund og bók með stuttri kynn- ingu á bókarefninu. En eftir sumum fréttatilkynningunum að dæma er viðkomandi bók heimsviðburður af hæstu gráðu svo farið sé í flíkur þess sem situr við að semja svona fréttatilkynningu. Það hefur oft hvarflað að Víkveija, hvort höfund- ar þessara ritsmíða sjái nokkum tíman grilla í bókarhöfundinn eða hans verk gegnum lýsingarorða- þokuna. Hvort tveggja er Víkveija týnt í texta, sem er merkingarlaus lýsingarorðavaðall, og fengist ekki einu sinni birtur í auglýsingu. Textinn er þá af þessu taginu: Út er komin ný „hrífandi" bók eftir hinn „geysivinsæla" höfund ... en fyrri bækur hans hafa notið „feiki- vinsælda“. Þessi nýja bók er „langbesta" bók þessa höfundar. Hún er auðvitað „hörkuspennandi" og spennan er svo aukin ( eða hvað ?) með því að vera „magnþrungin" í næstu línu! Sögusviðið er svo bæði „sérkennilegt" og „heillandi". Þegar um þýdda bók er að ræða, þá hefur hún áður „hrifíð milljónir lesenda um allan heim“ og er strax orðin „sígild". En ef höfundurinn er íslendingur, þá er bókin „tíma- mótaverk" á ferli hans og oftar en ekki „merkasti viðburðurinn" í sam- anlögðum íslenskum bókmenntum. Það er eins gott að Víkveiji er 'ekkVhöfiírídUt1 'Njálu:..........~J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.