Morgunblaðið - 02.12.1987, Side 2

Morgunblaðið - 02.12.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Viðskiptabankarnir: Mikil eftírspuni er eftir lánsfé MIKIL eftirspurn einstaklinga og fyrirtækja eftir lánsfé er ein orsök þess að lausafjárhlutfall bankanna hefur versnað veru- lega að undanfömu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um stöðuna í lok nóvember en þeir bankamenn Verðlaun til Islands Sjónvarpshandrit Vilborgar Einarsdóttur blaðamanns, mun vera eitt þeirra tíu verka er hlýt- ur verðlaun í „Genf-Evrópu“- samkeppni samtaka sjónvarps- stöðva í Evrópu, samkvæmt fréttum ríkisútvarpsins í gær- kvöldi. Handrit Vilborgar, Steinbam, er eitt þriggja, sem íslenska ríkisút- varpið lagði fram til keppninnar í Genf. í umsögn íslensku dómnefnd- arinnar um verkið segir að það sé bæði manneskjulegt og dulúðugt, atburðarrásin dramatísk, spennandi og óhugnanleg. sem rætt var við voru sammála um að líklega hefði enginn banki uppfyllt sett skilyrði. Samkvæmt reglum á laust fé sem hlutfall af ráðstöfunarfé að vera lægst 8%. Valur Valsson, banka- stjóri Iðnaðarbankans, sagði að eftirspum eftir lánum hefði vaxið með hækkandi verðbólgu. „Það er kannski að koma að skuldadögum í mörgum tilvikum vegna fram- kvæmdagleðinnar í vor og sumar." Valur benti á að þarfír fyrirtækja fyrir rekstrarfé vaxi eftir því sem verðlag hækki. Þar vega launaskrið og launahækkanir þungt. „Það fer saman mikil eftirspum eftir lánsfé og heldur minnkandi spamaður,“ sagði Valur Valsson. Auk þessa hafa aðrir þættir, eins og hærri vextir á spariskírteinum, breiðari söluskattsgrunnur, kaup lífeyris- sjóðanna á skuldabréfum húsnæðis- kerfísins o.fl. neikvæð áhrif á lausaijárstöðuna. Ríkisstjórnin: BORNIN OG BLIÐAN Vetrarblíðan að undanfömu hefur áhrif á leiki barnanna eins og sjá má á myndinni sem tekin var við rólur og klifurgrind á dögunum. Allt útlit er fyrir að snjógallar og sleðar fá að bíða enn um sinn þvi veðurstofan spáir áframhald- andi hlýindum um land allt. Þjóðviljinn: Ossur hef- ur sagt upp ÖSSUR Skarphéðinsson hef- ur sagt upp störfum sem ritstjóri Þjóðviljans. Að sögn Ragnars Ámasonar formanns útgáfustjómar mun stjómin íjalla um ráðningu nýrra ritstjóra á næstunni en ekkert liggur fyrir um hveijir það verða. Kvótafmmvarpiðsenni- lega samþykkt í vikunni HALLDÓR Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra segist eiga von á að endanlegt samkomulag náist um frumvarp um stjórnun fisk- veiða í ríkisstjórninni fyrir fimmtudag. Alþýðuflokkurinn lagði fram ýmsar hugmyndir um breytingar á frumvarpinu á rikis- stjómarfundi í gær en Eiður Guðnason formaður þingflokks Alþýðuflokksins segir það ekki vera neinar úrslitakröfur og frumvarpið sjái væntanlega dags- ins ljós, með einhveijum breyting- um, seinna i vikunni. Eiður Guðnason sagði Morgunblaðinu að það sem Alþýðuflokkurinn teldi að ætti að vera í frumvarpinu væri að færa megi aflamark á milli skipa í sömu útgerð og sömu verstöð enda þótt þau hafí ekki samskonar veiði- leyfi. Einnig að skipuð yrði nefnd til að móta fískveiðistjómun til fram- búðar og geri úttekt á því hvaða áhrif þessi lög hafí haft á afkomuna í sjávarútveginum. Flokkurinn vilji einnig sjá í frumvarpinu yfírlýsingu Landbúnaðarráðherra á móti samkomulagi nefndar um framlag til landbúnaðarmála Miður ef menn vilja hleypa þessu upp með ábyrgðarleysi - segir Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknarflokksins PÁLL Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, segir að Jón Helgason landbúnað- arráðherra sé hugsanlega að hætta hagsmunum bænda með þvi í dag BLAÐ B að sætta sig ekki við samkomulag það sem Páll og Eiður Guðnason náðu í þriggja manna nefnd stjómarþingflokkanna um fram- lög til Iandbúnaðar við afgreiðslu fjárlaga. Páll segir að samkomu- lag þeirra Eiðs sé til sóma og það sé miður ef menn vilji hleypa því samkomulagi upp með ábyrgðar- leysi eða tuði. Jón Helgason segist þurfa að ræða þessi mál betur við fjármálaráðherra. Bæði Páll Pétursson og Eiður Guðnason sögðust vera undrandi á fréttum um að ekki hefði verið lagt fram samkomulag milli Ijármálaráð- herra og landbúnaðarráðherra um landbúnaðarkafla ijárlaga á ríkis- stjómarfundi í gærmorgun og sagði Eiður að fjármálaráðherra hefði ætl- að að standa við samkomulagið sem náðist í nefndinni. Páll Pétursson staðfesti það og sagði að hann hefði kynnt samkomulagið á þingflokks- fundi Framsóknarflokksins og þar hefðu menn verið sammála þvi og landbúnaðarráðherra ekki hreyft neinum andmælum. Hann hefði síðar farið að gera athugasemdir við sam- komulagið þvert á vilja þingflokks- ins. Jón Helgason sagði við Morgun- blaðið að hann hefði strax gert grein fyrir atriðum í þessu samkomulagi sem hann gæti ekki staðið að, m.a. yrði að vera hægt að standa við samninga um riðubætur vegna nið- urskurðar í haust, en þar er gert ráð fyrir að þær bætur verði greiddar fýrir þessi áramót. f samkomulagi Páls og Eiðs er gert ráð fyrir að það verði ekki fyrr en eftir áramótin. Jón sagðist þurfa að ræða þetta mál betur við fjármálaráðherra og fá nánari skýringar hjá honum en sagð- ist þó vona að þeim tækist fljótt að ná samkomulagi. Páll Pétursson sagði að land- búnaðarráðherra teldi sig sennilega vera að sjá hagsmunum bænda bet- ur borgið, en með því að viðurkenna ekki þetta samkomulag væri hann hugsanlega að hætta þeim hags- munum því það væru ekki óeðlileg viðbrögð af hendi fjármálaráðherra að hann telji sig ekki lengur bundinn af samkomulaginu. Fjármálaráð- herra hefði þannig heitið að afgreiða aukafjárveitingar upp á 53 milljónir króna á þessu ári strax og samkomu- lag væri orðið um pakkann, síðan 300 milljónir á næsta ári og loks væri viðurkennd gjaldskylda á 85 milljónum króna sem geymast fram yfir áramótin 1988/89. Páll sagði einnig auðvelt að standa við riðu- bótasamninginn með því að útyega t.d. Framleiðnisjóði eða kaupfélög unum lánsfé til að draga yfír áramótin. „Ég óttast það að málinu sé með þessu hleypt í baklás. Þetta sam- komulag okkar Eiðs, var held ég, skynsamlegt og hófsamt. Við leið- réttum þama óhjákvæmilega hluti og gerðum okkar besta. Og það er illa farið ef menn af ábyrgðarleysi eða einhveiju leiðinda tuði hleypa þessu samkomulagi upp,“ sagði Páll Pétursson. um að fiskstofnamir séu sameign þjóðarinnar og markmiðið sé að vemda þá og tryggja sem besta nýtingu með tilliti til byggða- og atvinnusjónarmiða. Flokkurinn teldi einnig að á gildistíma laganna, hvort sem hann væri 2 eða 4 ár, eigi að ráðstafa einhverjum tilteknum afla með því að selja veiðileyfí sem ekki væru bundin við skip, samkvæmt reglum sem sjávarútvegsráðuneytið setti, og andvirði þessara veiðileyfa lynni til þess að styðja við bakið á sjávarútvegi á þeim svæðum sem farið hefðu halloka. Halldór Ásgrímsson sagði að fjall- að yrði um þessar hugmyndir og aðrar tillögur að breytingum á frum- varpinu, svo sem 2ja ára gildistíma í staða 4ra að tillögu Sjálfstæðis- flokksins. „gg tel að betur þurfi að ijalla um þessi atriði og samræma sjónarmiðin því þau stangast á. En ég tel ekki að það sé stefnt að nein- um meiriháttar breytingum á þessu máli þótt hinsvegar sé það svo með þetta mál eins og mörg önnur að það er ýmislegt sem betur má fara og bað má lengi ræða. Enda hefur ýmsu verið breytt í þessari stjómun gegnum tíðina og svo verður áfram og menn fínna aldrei þá stjómunar- leið sem er gallalaus," sagði Halldór Ásgrímsson- Fiskmarkaðurinn í Boulogne: 96 krónur fyrir kíló af grálúðu Ögri setti sölumet í Bremerhaven HÁTT verð fékkst fyrir íslenzkan fisk á erlendum ferskfiskmörkuð- um í gær. Ögri RE setti sölumet I Bremerhaven og í Frakklandi fengust 96 krónur fyrir kíló af grálúðu og 80 fyrir kíló af steinbít. Fiskurinn i Frakklandi var seldur úr gámum. í Boulogne í Frakklaridi var selt úr tveimur gámum. í öðrum voru tæp 12 tonn af grálúðu, sem seldust að meðaltali á 95,86 krónur hvert kíló. í hinum voru tæp 14 tonn af steinbít, sem seldist á 79,24 hvert kfló. Verð þetta er margfalt á við verðið, sem fæst fyrir þessar fískitegundir hér heima, en kostnaður við útflutning- inngæti numið um 20 krónum á kíló. Ögri RE seldi alls 177 tonn, mest karfa í Bremerhaven. Heildarverð var 13,3 milljónir króna, meðalverð 74,98 (3,38 vestur-þýzk mörk). Hæsta meðalverð til þessa fékk Snæ- fugl SU 10. apríl síðastliðinn. Hann fékk þá að meðaltali 70,84 krónur á hvert kíló (3,31 vestur-þýzkt mark). -4-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.