Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B 274. tbl. 75. árg. MIÐVTKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kaup á dollar hækkar gengi. New York, London. Reuter. Seðlabankar Sviss, Vestur- Þýzkalands, Englands og Japans keyptu dollara í gær með þeim afleiðingum að hann hækkaði i verði gagnvart helztu gjaldmiðl- um heims. Hafði dollarinn lækkað nokkra daga í röð og aldrei verið lægri. Við hækkun dollarans hækkuðu hlutabréf á verðbréfamarkaðinum í Wall Street í New York en lítil breyting varð á verði þeirra annars staðar í veröldinni. Sérfræðingar í gjaldeyrismálum í Frankfurt sögðu að tímaspursmál væri hvenær vestur-þýzki seðla- bankinn lækkaði forvexti, sem eru 3%, og hversu mikið. Töldu þeir líklegt að ákvörðun þar að lútandi yrði tekin á morgun. Vaxtalækkun í Vestur-Þýzkalandi myndi að öllum líkindum leiða til verðhækkunar á dollar gagnvart markinu. Þá munu stjómvöld í Bonn til- kynna um aðgerðir til að blása nýju lífí í vestur-þýzkt efnahagslíf. Með- al annars hyggst stjómin bjóða litlum og meðalstómm fyrirtækjum - ódýr lán að upphæð 21 milljarð marka til þess að örva fjárfestingu í atvinnulífi. Þrátt fyrir verðhækkunina í gær sögðu sérfræðingar í gjaldeyrismál- um að dollarinn myndi eiga erfítt uppdráttar á næstunni nema bandarísk stjómvöld tælqu þátt í aðgerðum til að treysta gengi hans. Stinga saman nefjum Leiðtogafundur EB í Kaupmannahöfn: Schlíiter reynir að tryggja samkomulag Rómaborg, Reuter. POUL Schlilter, forsætisráð- herra Danmerkur, flaug á milli höfuðborga helztu aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) í gær til þess að reyna að jafna ágrein- ing um fjármál bandalagsins og þar með koma í veg fyrir að leið- togafundur EB, sem hefst á föstudag í Kaupmannahöfn, fari út um þúfur. um í Kaupmannahöfn. Einnig hvemig auka megi tekjur banda- lagsins, hvernig styrkjum til lág- þróaðra svæða skuli háttað og hvemig bæta megi Bretum óvenju mikið framlag þeirra til EB. Bretar harðneita að auka útgjöld sín til bandalagsins nema dregið verði úr styrkjum til landbúnaðar, en það sætta Vestur-Þjóðveijar sig ekki við, enda hafa þeir reitt sig á fjárstuðning frá bandalaginu til að halda lífinu í fjölmörgum þýzkum smábændum. Aðalágreiningurinn er talinn munu vera á milli Vestur- Þjóðverja og Breta. Fari fundurinn í Kaupmannahöfn út um þúfur er fjármálum bandalagsins stefnt í voða, að sögn háttsettra embættis- mknna. Helmut Kohl sagði í gær að um líf bandalagsins væri að tefla á Kaupmannahafnarfundinum. Schluter ræddi við Helmut Kohl, kanzlara Vestur-Þýzkalands, í Bonn, Giovanni Goria, forsætisráð- herra Ítalíu, í Róm og snæddi síðan kvöldverð með Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, í Lon- don. Niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörum og bændastyrkir verða helzta deilumálið á leiðtogafundin- Reuter Efnavopnum mótmælt Ungur írani ber gasgrímu á mótmælafundi íranskra kvenna á Shiroudi-íþróttaleikvanginum i Teheran á sunnudag. Fundurinn var haldinn til að mótmæla notkun efnavopna í hemaði og var liður í fundahaldi, sem ætlað var að blása tilfinningahita í lands- menn vegna Persaflóastríðsins og auka hatur í garð íraka. Frank Carlucci, Bandaríkjun- um, (t.h.) og George Younger, Bretlandi, skiptast á skoðunum á fundi vamarmálaráðherra NATO í Brussel í gær. Carlucci sagðist vonast eftir því að NATO-ríkin samþykktu nýjar tiliögur Bandaríkjamanna um allt að 50% fækkun sovézkra skriðdreka og annarra hefð- bundinna vopna Varsjárbanda- lagsins til þess að eyða þeim yfírburðum, sem Varsjárbanda- lagsríkin hafa á NATO-ríkin í venjulegum herafla. í sjón- varpsviðtali, sem tekið var í fyrradag, viðurkenndi Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkj- anna, að Varsjárbandalagið hefði yfírburði á þessu sviði og sagðist tilbúinn að semja um meiri jöfnuð. Wolfgang Alten- burg, hershöfðingi og formaður hermálanefndar NATO, sagði að bandalagsríkin mættu ekki vanmeta herstyrk Varsjár- bandalagsins og yrðu að endumýja hefðbundin vopn sín. Sjá ennfremur fréttir á bls. 36 og 37. Reuter Flak kóresku þotunnar ófundið: Japanskt sjálfsmorðs- par grunað um illvirkið Bahrain. Reuter. JAPANSKT par er grunað um að hafa komið tímasprengju fyr- ir í kóresku farþegaþotunni sem hvarf á flugi milli Bagdað í írak og Bangkok I Thailandi. Parið gleypti sjálfsmorðspillur er það var tekið til yfirheyrzlu í gær. Maðurinn, sem er 69 ára, dó, en 27 ára fylgdarkona hans liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. Flak þotunnar hefur ekki fundizt, en nýjar vísbendingar komu í ljós í gær er bentu tU þess að flugvél hefði farizt á fjallinu Khao Dan á afskekktu svæði í Burma, skammt innan thailenzku landa- mæranna. t Parið, sem grunað er um níðings- verkið, ferðaðist á fölskum vega- bréfum og fór úr kóresku þotunni í Abu Dhabi á leið hennar frá Bag- dað til Bangkok. Sátu maðurinn og konan í sjöundu og áttundu sæta- röð, en þaðan var auðvelt að lauma sprengju á salemi fremst í þotunni, að sögn suður-kóresks embættis- manns. Hann sagði að líklega hafí sprengjan verið það öflug að flug- mennimir hafí beðið bana. Þeir hefðu ekki sent neyðarkall eða ann- að neyðarmerki um tæknilega örðugleika um borð, en fullkominn fj arskiptabúnaður hefði verið í þot- unni. Talsmaður kóreska flugfélagsins (KAL) útilokaði ekki að tíma- sprengja hefði sprungið um borð í þotunni í 30.000 feta hæð og flug- vélin tætzt í sundur og hrapað í þúsund molum í hafíð. Hún hefði ekki horfíð jafn skyndilega af rat- sjám nema sprengja hafí grandað henni. Parið var handtekið á flugvellin- um í Bahrain er það var á leið til Rómar. Er það beið handtöku gleyptu bæði pillur, sem faldar voru í sígarettum. Eftir nokkrar sekúnd- ur liðu þau bæði útaf og stirðnuðu. Talið er að parið sé feðgin og að þau hafi verið félagar í japönskum hryðjuverkasamtökum, Rauða hemum. Næstæðsti leiðtogi hers- ins, Osamu Maruoka, var hand- tekinn í síðustu viku er hann kom til Tókýó frá Hong Kong og er ekki útilokað að kóresku þotunni hafi verið grandað til að hefna handtökunnar. Rauði herinn hefur haft í hótunum við suður-kóresk stjómvöld og hótað að trafla Ólympíuleikana í Seoul. „Við höfum engin sönnunargögn í höndum, en fölsuð vegabréf og sjálfsmorðspillur vekja gransemdir, svo vægt sé til orða tekið," sagði suður-kóreskur stjómarerindreki í Bahrain. Gorbatsjov segir Wallenberg látínn Stokkhólmi, Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov ítrekaði í gær fyrri yfirlýsingar ráða- manna i Kreml um að sænski stjómarerindrekinn Raoul Wall- enberg hefði dáið í Lubianka- fangelsinu í Moskvu árið 1947, að sögn systur Wallenbergs. Nina Lagergren, systir Wallen- bergs, ritaði Gorbatsjov bréf og bað hann að skýra frá afdrifum bróður síns. Skírskotaði hún til „glas- nost“-stefnu Gorbatsjovs og sagði að hún hlyti að ná til Wallenbergs- málsins. í gær afhenti sovézka sendiráðið í Stokkhólmi Lagergren orðsend- ingu frá Gorbatsjov. í ljósi hennar kvaðst hún vondauf um að nýju ljósi yrði varpað á afdrif bróður síns. „Gorbatsjov bað um að ég tæki orð hans trúanleg," sagði Lagergren. Wallenberg bjargaði 20.000 gyð- ingum í Ungveijalandi frá því að lenda í klóm nasista í seinni heims- styrjöldinni. Hann hvarf í lok styijaldarinnar. Til hans hefur ekki spurzt siðan. Sovétmenn hafa hald- ið því fram frá árinu 1957 að hann hefði fengið hjartaslag og dáið í fangelsi í Moskvu 10 áram áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.