Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Auðunn Bragi segir frá eiga líka rétt á sér. En aðfinnslu- sömum nöldursegg finnst þó að höfundur hefði að ósekju mátt vanda sig betur. T.a.m. fannst mér óþarft að endurtaka sumar vísumar einu sinni og jafnvel tvisvar eins oft og raun ber vitni. Þar hefði þurft snyrtingu. Þá hefði þurft að lesa prófarkir mun betur. Prentvill- ur em ískyggilega margar. Mér finnst ekkert betra að bækur séu „lúsugar“ en menn. Og bók sem þessari á skilyrðislaust að fylgja nafnaskrá. Þá tel ég að betri bók hefði fengist með því að sleppa síðasta kaflanum, en í þess stað hefði mátt endurskrifa og auka þættina um Hafnarstræti og skemmtistaðina. Við það hefði heimildargildi þessara þátta aukist. ' Auðunn Bragi er maður „á besta aldri“, tæplega hálfsjötugur. Hann hefur margt til að bera til að skrifa skemmtilegar og gagnlegar bækur, því að hann hefur af reynslu, þekk- ingu og talsverðri ritleikni að miðla. Og af því að ég hef gmn um að hann sigli nú hraðbyri út á rithöf- undarmiðin er ekki ástæðulaust til að hvetja hann til að vanda sig svolítið betur og leggja sig meir eftir „tæknilegum" hliðum bókar- gerðar. SELLÓ-TÓNLEIKAR Seinni tónleikar bandaríska sell- istans Johns White vom haldnir í Norræna húsinu sl. laugardag og honum til samleiks lék Guðríður Sigurðardóttir á píanóið. Á efnis- skránni vom verk eftir J.S. Bach, Leslie Bassett, Karólínu Eiríks- dóttur, Hafliða Hallgrímsson og einleikarann John White. Heldur vom þessir tónleikar rismeiri en þeir fyrri og átti Guðríður þar mikinn þátt í með líflegum og víða fallegum leik, eins og t.d. í píanó- rapsódíu eftir Karólínu er hún lék ágætlega. Leikur sellistans í Bach var skárri en margt annað á þessum einkennilegu menningartónleikum, enda þolir tónlist hans meiri mun í leikútfærslu en verk margra ann- arra tónskálda og auk þess lék Guðríður píanóhlutverkið af öiyggi og festu. Fimman eftir Hafliða Hallgríms- son var ákaflega litlaus af hálfu einleikarans og sömuleiðis verkið eftir Bassett (f. 1923), sem er held- ur svona lítill skáldskapur. Síðasta verkið var sónata eftir einleikarann John White og þar kvað við annan tón því White er mun betra tón- skáld en sellisti. Sónatan er vel unnin og síðasti kaflinn sérlega skemmtilegur. Það sem vekur at- hygli varðandi stíl og vinnubrög, er að verkið gæti allt eins hafa verið samið í Evrópu. Hvað sem því líður var þetta síðasta verk í raun það erindi er John White átti við íslenska hlustendur, en ekki að leika á selló. Þriðji kaflinn heitir Þeirra minnist ég. Er þar að fínna eina átta eftirmæla- og minningaþætti. Eru sumir þeirra mætavel gerðir. Fjórði kaflinn kallast í björtum landsins höfuðstað. Þar segir frá fólki sem borðaði í mötuneyti með höfundi á skólaárum hans í Kenn- araskólanum veturinn 1945. Er hér að finna stuttar lýsingar á rúmlega 45 mötunautum. Heldur er þetta veigalítill þáttur, mestmegnis gagnslitlar upptalningar. Svipað má segja um aðra tvo þætti þessa sama kafla, Hafnarstræti við stríðslok og Skemmtistaðir í Reykjavík upp úr stríði. Hefði vissulega mátt gera mun meira úr þessu efni. Síðasta kaflann kallar höfundur Ruslakistu. Þar eru stuttar hug- leiðingar í fjórum efnisþáttum. Ég hafði lúmskt gaman af að lesa þessi skrif Auðuns Braga. Hann er býsna vakandi, forvitinn og velupplagður höfundur. Ófeim- inn er hann við að láta það flakka sem honum dettur í hug. Stíll hans Auðunn Bragi Sveinsson er lifandi og glaðlegur og víst drep- ur hann á sitt af hveiju sem er betur lesið en ólesið. En ég er þó nokkuð viss um að Auðunn Bragi er mér sammála að ekki beri að líta á þessa bók sem mikið bók- menntaverk, öllu fremur sem huggulega afþreytingu fyrir roskið fólk í skammdeginu. Slíkar baekur Meimíngarsamskiptí Bókmenntir Sigurjón Björnsson Auðunn Bragi Sveinsson: Með mörgu fólki. Skuggsjá. Bókabúð Olivers Steins SF, 1987. 279 bls. Þessi bók er í öllum megingrein- um ek. endurminningabók, þó að ekki sé um samfelldar endurminn- ingar að ræða. Hún skiptist í fímm aðalkafla, sem greinast síðan aftur í smærri þætti. Fyrsti kaflinn ber yfirskriftina Af norðurslóðum. Þar segir frá bemsku- og æsku- árum höfundar í Laxárdal í Aust- ur-Húnavatnssýslu og nálægum slóðum. Lýst er náttúrufari, mannlífi og einstökum atvikum, en mest er þó sagt frá föður höfund- ar, Sveini skáldi Hannessyni frá Elivogum. Þessi kafli fannst mér sá athyglisverðasti í bókinni, bæði laglega skrifaður og fróðlegur. Má vera að mat mitt mótist þó eitthvað af því að mér hafa löngum þótt þessar eyðislóðir gimilegar til fróð- leiks. Annar kafli bókar nefnist Með mörgu fólki. Þar er fyrst býsna forvitnilegur þáttur um þátttöku höfundar í spumingakappleikjum í útvarpi, sjónvarpi og víðar. En fyr- ir þá þátttöku hefur Auðunn Bragi einmitt orðið mörgum kunnur. Það sem eftir lifir kaflans fjallar aðal- lega um minningar frá skólaárum, í Reykjaskóla í Hrútafirði og í Kenn- araskóla íslands. Tónlist Jón Ásgeirsson Tónlistarmenn við háskólann í Flórída í Bandaríkjunum, styrktir af ýmsum aðilum þar í landi og í samvinnu við Háskóla íslands, Tónlistarskólann í Reykjavík, Norræna húsið og menntamála- ráðuneytið, standa fyrir hljómleik- um og fyrirlestrahaldi þar sem kynnt er íslensk og bandarísk samtímatónlist, svo og leikin kam- merverk eftir J.S. Bach, Beetho- ven og Brahms. Samkvæmt efnisskrá voru haldnir sams konar tónleikar í október sl. í tónleikasal háskólans í Flórída en Atli Heimir Sveinsson flutti þar fyrirlestur er hann nefndi Ný íslensk tónlist. I. tengslum við tónleikana hér á landi mun John White hafa haldið fyrir- lestur í Tónlistarskólanum í Reykjavík er hann nefndi Trends in Recent American Music. Á fyrri tónleikunum voru þijú þríleiksverk; op. 11 eftir Beetho- ven, op. 114 eftir Brahms og Plutot Blance Q’Azurée eftir Atla Heimi Sveinsson, samið 1976. Hljóðfæraleikarar voru Terence Small á klarinettu, John White á selló og Kevin Sharpe á píanó. Það verður að segjast eins og er, að flutningur þremenninganna var sérlega slakur með þeirri undan- tekningu að píanóleikarinn, Kevin Sharpe, gerði eitt og annað mjög fallega sem ekki fékk neina svörun hjá Small eða White, svo að flutn- ingurinn á verkum Beethovens og Brahms var hreinasta lágkúra. I verki Atla var þetta getuleysi hljóðfæraleikaranna sérlega áber- andi, því þar leikur Atli með ýmis litbrigði sem eru feikna viðkvæm og í raun byggjast á því að hver Frá vinstri Kevin Sharpe, Guðríður Sigurðar, John White og Ter- ence Small. flytjandi hafi fullt vald á sínu hljóðfæri og ekki síst í mótun margvíslegra blæbrigða. Ef þessi samleikshópur endur- speglar gæðastaðalinn hjá banda- rískum háskólaum á sviði tónlistar er ekki allt sem sýnist. Mikill munur er á, þar sem háskólar leggja sérstaka rækt við tónlist og svo aftur þeirra skóla sem ein- göngu starfa sem „tónlistarskól- ar“ og útskrifa „atvinnuhljóð- færaleikara". Við suma háskóla mun vera lögð meiri áhersla á bóklegu þættina en leiknikröfur svo að í raun er ekki lögð stund á önnur tónlistarfræði en þau sem bókleg geta talist. /fllafossbúöin Vesturgötu 2, Reykjavík S 13404 ULLARFATNAÐUR, GJAFAVÖRUR, GARN Hlýleg gjöf fyrir 1.390.- krónur Álafoss værðarvoðir í fjölbreyttum litum. Ódýr og skemmtileg gjöf Verð frá krónum 1.270,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.