Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 67 Guðrún J. Vigfúsdóttir Allt sé þetta merkt fullu fanga- marki eiganda. 8. gr. Námsmeyjar borga það, sem þær brjóta og skemma af áhöldum skól- ans. Ef ekki verður upplýst hver valdið hefír, borga allar í samein- ingu. 9. gr. Nemendur skulu vandlega gá að eldi og ljósum svo enginn voði hljót- ist af. 10. gr. Enginn má geyma peninga í her- bergjunum, heldur er þeim skylt að koma þeim í banka, eða á annan tryggan stað. 11. gr. Nemendur mega ekki fara á burtu úr skólanum nema með leyfí forstöðukonu og ekki vera úti á kvöldin eftir kl. 10 síðdegis, nema til þess séu sérstakar ástæður. 12. gr. Nemendur séu komnir á fætur kl. 8 árdegis og fara að hátta kl. 10 síðdegis. 13. gr. Húsmæður hafa eftirlit með allri umgengni og sjá um reglu á svefn- herbergjum sem annarsstaðar. 14. gr. Inntökuskilyrði í skólann eru þessi: Námsmeyjar séu minnst 16 ára að aldri, séu ekki haldnar af neinum næmum sjúkdómi, sem geti orðið hinum námsmeyjum skað- vænn. Siðferði þeirra sé óspillt. Starfshættir Frá upphafí skólans fram til árs- ins 1947 var skólatíminn 8 mánuðir á ári sem skiptist í tvö 4ra mánaða námskeið. Aðalkennslugreinar á þessum tíma voru matreiðsla, hús- stjóm og hannyrðir. Námstímanum var skipt jafnt milli hússtjómar og handavinnugreina. Ekki er vitað með fullri vissu hvenær vefnaðar- kennsla hófst, þó er vitað að Hólmfríður Kristinsdóttir frá Núpi kenndi vefnað 1927—1928, en sér- stakur vefnaðarkennari var ekki ráðinn fyrr en 1943. Miklar breytingar hafa orðið á handavinnukennslunni frá fyrstu starfsárum skólans. Áður var aðal- áherslan lögð á útsaum en eftir 1948 var höfuðáhersla lögð á að kenna nemendum að sníða og sauma allan algengan fatnað. Út- saumurinn vék því fyrir fatasaumi og varð að tómstundariðju. Eítir að heimilispijónavélar komu til sögunnar var kennt vél- pijón samhliða vefnaðarkennslunni. Hússtjómamámið breyttist ekki mikið, nema tekið skal fram að all- ar nýjungar vom jafnharðan teknar upp. Helstu kennslugreinar utan verklegrar kennslu vora þessar; manneldisfræði, heilsufræði, bú- reikningar, vefnaðarfræði, vefjar- efnafræði, vörafræði, þvottur og ræsting, íslenska og uppeldi bama. Segja má að náms- og vinnutími nemenda hafí verið nær samfelldur frá því klukkan 7.45 á morgnana og langt fram á kvöld. Dagurinn byijaði með morgunsöng, sunginn sálmur, þá var morgunmatur klukk- an 8. Síðan bóklegir tímar til klukkan 9. Þá verkleg kennsla til kl. 3.30 að undanskildu klukkustundir mat- arhléi. Þá var drakkið eftirmiðdags- kaffí en bóknámstímar frá kl. 4—5 og útivist í eina klukkustund og loks lestími til kvöldverðar sem var kl. 7. Tvö kvöld í viku vora handa- vinnutímar frá kl. 8—10 en kvöld- vaka eitt kvöld. Útivist var leyfð önnur kvöld til kl. 11 eða 12. Af og til vora gefín ballleyfí og var útivist þá lengri. Svipaðir starfs- Skemmtanir Grísagildið var aðal skemmtun .skólans. Nafnið er þannig komið til að nemendur greiddu í sameiginleg- an sjóð (sparigrís) fyrir hvem blett sem þeir settu í borðdúka, mismun- andi mikið eftir stærð blettanna. Haldin var vegleg veisla fyrir þá peninga sem söfnuðust í sjóðinn. Upphaflega var aðeins konum boðið á þessa samkomu, en seinna fengu námsmeyjar að bjóða hver sínum pilti. Piltar í bænum höfðu yfírleitt nokkum áhuga á námsmeyjum skólans, já það mikinn að þeir létu ekkert aftra sér frá því að ná fund- um þeirra eftir að allir vora gengnir til náða og húsakynnum rammlega læst með tvöfaldri læsingu. Pyrir þessi skammarstrik sín lentu þeir á „svörtum lista". Refsingin var sú að þeir fengu ekki að koma á Grísagildið og misstu þeir þar með af einni aðal skemmtuninni sem haldin var í bænum. „Litlu jól“ vora ætíð haldin, kenn- uram, skólanefnd og aðstandendum nemenda boðið. Var þessi dagstund sem hátíðlegust, sungnir jólasálm- ar, lesið jólaguðspjall, borðaður jólamatur og að lokum farið í jóla- leiki. Eftir litlu jólin fóra námsmeyj- ar að búa sig til heimferðar í jólafín. Flestar fóru heim en oft kom fyrir að erfitt reyndist að komast til af- skekktra staða á þessum árstíma. Héldu stúlkumar þá jólahátíðina í skólanum í góðu yfírlæti. í sex ár frá 1954—1960 kom út jólablað undir stjóm og leiðsögn þáverandi íslenskukennara Hólm- fríðar Jónsdóttur. Ýmiskonar framsamið efni var í blaðinu s.s. ljóð og sögur, gaf þetta efni ekki eftir samsvarandi efni úr öðram skólum. í páskaleyfum dvöldu stúlkumar í skólanum, unnu handavinnu og skemmtu sér þess á milli. Kirkju- ferð var fastur viðburður. Kvöldvökur vora haldnar einu sinni í viku og sáu kennarár og nemendur um þær til skiptis. Þær stúlkur sem ekki vora að skemmta sátu gjaman með handavinnuna sína á meðan þær fylgdust með skemmtiatriðunum. Eftir að Þor- ,björg tók við skólanum var farið í skólaferðalag ávorin eftir að reglu- legum skóia lauk. Siglt inn Djúp með viðkomu í Vigur, var eyjan oft eini græni bletturinn í Djúpinu. Þar var ávallt tekið vel á móti námsmeyjum, með hlýjum hug og svignandi borðum undan kræsingum. Stúlkunum leyfður aðgangur að hinu viðkvæma Sjá næstu síðu. ISLENSKAR GETRAUNIR iþróttamiðstööinni v/Sigtún • 104 Reykjavík- ísland ■ Simi 84590 14. leikvika - 28. nóvember 1987 Vinningsröð: XX1-21 1 - 2 2 1 - 1 2 X 1. vinningur, kr.1.302.880,32,- flyst yfflr á 15. leikvlku þar sem engin röð kom fram meö 12 rétta 2. vinningur 11 röttir kr. 161.657,- 4023 225907 Kœrufrostur er til mánudagsins 21. desember 1987 kl. 12.00 á hádegi. Fyrstu nemendumir í nýja skólanum. lét af störfum vegna vanheilsu. Árið 1941 gengu í gildi ný lög um húsmæðraskóla í kaupstöðum landsins, tók þá hið opinbera við rekstrinum. Kvenfélagið Ósk hafði rekið skólann í 22 ár með eigin framlögum og með styrkjum úr ríkissjóði og bæjarsjóði. Á þessum tímamótum fór því fram mat á framlagi Óskarkvenna til skólans og var það metið á kr. 20.800 í formi húsbúnaðar og áhalda til kennslu. Þar með lýkur þessu mikla braut- ryðjendastaifí Óskarkvenna. En afskiptum þeirra af málefnum skól- ans er ekki þar með lokið, þær eiga sína tvo fulltrúa í skólaneftid, jafn- framt því sem þær vinna að velferð skólans og veita honum stuðning á ýmsan hátt. Nýi skólinn Frá árinu 1929 var skólinn í leiguhúsnæði í Fjarðarstræti 24 (Salem). Má því með sanni segja að þáttaskil urðu í sögu skólans 1948 er hann eignaðist nýbyggt hús að Austurvegi 11. Forsaga þessa máls var sú að snemma árs 1944 hófst í skólanefnd umræða um byggingu fullkomins skólahúss. Það var svo tilkynnt á fundi skólanefnd- ar 4. maí 1945 að þann dag hefði • fyrsta skóflustunga verið tekin fyr- ir hinu nýja skólahúsi. Fjárskortur tafði framkvæmdir bg var þeim lokið á þremur áram. Jafnan greiddist úr vandanum því þingmaður kjördæmisins tók málið í sínar hendur, fengust þá fjárveit- ingar úr ríkissjóði. Bæjaiyfírvöld ísafjarðar lögðu fram sinn skerf, hafa þau ávallt sýnt málefnum skól- ans velvilja. Við vígsluhátíð skólahússins þann 5. október 1948 flutti þáver- andi forseti bæjarstjórar, Sigurður Bjamason, ræðu. Kafli úr ræðu hans fer hér á eftir. „Ég hygg að það sé ekki of- mælt, að þetta hús muni vera eitt hið vandaðasta skólahús, sem byggt hefur verið í þessu landi og þótt víðar væri leitað. Frágangur þess er frábær og lofar þar verkið meist- arann, hinn vandvirka yfírsmið, Jón H. Sigmundsson. Kostnaðurinn við þessa byggingu er í dag 2 milljónir 20 þúsund 382 krónur." Byggingarkostnaðurinn átti þó eftir að hækka mikið, því búa þurfti húsið húsgögnum, lögðu Óskarkonur fram fé til þeirra mála. Síðan afhenti varaformaður skólanefndarinnar, frú Sigríður Jónsdóttir, forstöðukonunni, frú Þorbjörgu Bjamadóttur, skólann til umsjónar. Fyrsta reglugerð skólans Á skólanefndarfundi 20. nóvem- Þorbjörg Bjarnadóttir frá Vigur. Skólastjóri 1948-1986. ber 1913 lögðu þær frú Camilla Torfason og Fjóla Stefáns, for- stöðukona, fram eftirfarandi reglu- gerð, fyrir húsmæðraskólann, er samþykkt var einróma: 1. gr. Tilgangur skólans er að gera ungar stúlkur að dugandi, sparsöm- um húsmæðraefnum, auka þekk- ingu þeirra og reynslu í störfum, sem fyrir koma á almennu heimili. 2. gr. I stjóm skólans em þijár konur, sem Kvenfélagið Ósk kýs á hveijum aðalfundi sínum. eina á hveiju ári. Sömuleiðis kýs Ósk á hveijum aðal- fundi tvær konur til þess að endurskoða reikninga skólans. 3. gr. Skólinn er heimavistarskóli, sem starfar í 8 mánuði, frá 15. septem- ber til 14. janúar, og frá 16. janúar til 14. maí. 4- gr. Kennslan er bæði bókleg og ve’rk- leg. Verklega er kennt: Matreiðsla, brauðgerð, meðferð sláturs, þvottur og meðferð hans, ræstun herbergja og saumar. Bóklega er kennt: Nær- ingarefnafræði, hjúkranarfræði, heilsufræði, reikningur og útreikn- ingur á samsetningu fæðunnar. 5. gr.* Hver nemandi borga 30 kr. á mánuði fyrir kennslu, húsnæði, fæði og þvott. Helmingur borgast fyrirfram, hinn helmingurinn þegar námskeiðið er hálfnað. 6. gr. Öski nemendur hita í svefnher- bergjunum, borga þeir hann sjálfir. 7. gr. Nemendur hafa með sér tvo bóm- ullarkjóla, þrjár hvítar svuntur, þijár mislitar svuntur, þijá kappa, tvo þvottaleppa, yfírsæng, fjögur lök, tvo kodda, fjögur handklæði. hættir héldust á meðan skólinn starfaði með heimavist eða til 1983. Þó varð að breyta fyrirkomulaginu miðað við nemendafjölda þegar að- sókn tók að dragast saman eftir 1970. Segja má að frá því að skólinn var stofnaður og fram til ársins 1970 hafí aðsókn verið góð og allt- af fullur skóli að undanskildum örfáum áram. Umsóknir um skóla- vist á annað hundrað þegar aðeins var rúm fyrir 36 nemendur í nýja skólanum en fyrir 12 í þeim gamla. Um 1700 nemendur hafa því stundað nám í skólanum fram til ársins 1983, en eftir það um 200 nemendur á namskeiðum árlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.