Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 31 Klárast B-alm- an á þessari öld? eftir Gunnar Sigvrðsson Nei, var svar heilbrigðismálaráð- herra nýlega á Alþingi. Með sama framkvæmdahraða og undanfarið mun byggingu B-álmu Borgarspít- alans ljúka á því herrans ári 2003. Á þessu ári er varið rúmum 19 milljónum króna til byggingar B- álmunnar, 9 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra, á fjár- lögum 1987, 9 milljónir og 1,35 milljónir frá Borgarsjóði Reylqavík- ur. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspum alþingismannanna Guðrúnar Helgadóttur og Svavars Gestssonar. í svarinu kom hins veg- ar alls ekki fram hver stefna heilbrigðisyfírvalda er varðandi byggingu B-álmunnar. I fjárlagafmmvarpi fyrir árið 1988 er B-álmunnar alls ekki getið, hvort sem það er vísbending um framhaldið eða viljandi gert til að láta Alþingi sjálft verða ákvörðuna- raðilann um fjárveitinguna innan þess þrönga ramma sem heildar- upphæð frumvarpsins setur. Á sama tíma og dregnar em lappimar varðandi byggingu B-álmunnar er ljóst að biðlistinn fyrir hjúkmnar- og sjúkrarými fyrir aldraða lengist stöðugt. Það á sér eðlilega skýringu í stöðugt auknum fjölda aldraðra. Jafnframt lengist stöðugt bið þeirra §'ölmörgu sem þarfnast aðgerða á liðum (t.d. mjaðmaraðgerðir), en slíkar að- gerðir stuðla oft að því að aldraðir geti búið heima og létt álagi af stofnunum. Biðtími þessara sjúkl- inga er nú í ámm talinn. Aukinn fjöldi aldraðra hefur ekki aðeins í för með sér meira álag á hjúkmn- ar- og öldmnardeildir, heldur einnig á bráðadeildir spítalanna. Þannig er í dag um helmingur þeirra sjúkl- inga, sem lagðir em inn bráðaveikir, 70 ára og eldri. Nú er svo komið, m.a. vegna skorts á hjúkmnar- og langlegu- deildum, að nær helmingur sjúkra- rúma á sumum bráðadeildum Borgarspítalans er upptekinn af Haf narfj örður: Ekið á kyrrstæða bíla og á brott NOKKUÐ hefur verið um það í Hafnarfirði að undanförnu að ekið hefur verið utan í kyrrstæð- ar bifreiðar og á brott, án þess að bifreiðaeigendur hafi verið látnir vita af óhappinu. Lögregl- an biður því alla þá, sem gefið geta upplýsingar um eftirfarandi óhöpp, um að hafa samband. Föstudaginn 27. nóvember var ekið á bifreiðina G-5705 á stæði fyrir utan Fjarðarkaup. Bifreiðin er ljóslituð, af gerðinni Audi, og skemmdist hún á vinstra fram- homi, bæði ljós, bretti og stuðari. Óhappið varð um kl. 17.30-18.00. Aðfaranótt sunnudagsins 22. nóvember var ekið á bifreiðina G-3037, sem er rauður Saab Turbo. Þetta varð fyrir utan Hringbraut 7 í Hafnarfirði og skemmdist vinstri hlið bifreiðarinnar. Aðfaranótt síðasta sunnudags, 29. nóvember, var rauð Honda Acc- ord bifreið skemmd þar sem hún stóð fyrir utan Amarhraun 41. Talið er að sparkað hafi verið í vinstri hurð bifreiðarinnar, sem ber einkennisstafina G-25101. Fyrirlestur umtölvustýr- inguogtölvu- umsjón í raf- orkukerfum FYRIRLESTUR um tölvustýr- ingu og tölvuumsjón í raforku- kerfum verður fluttur í dag, miðvikudaginn 2. desember, í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla íslands. Það er John McDonald frá fyrir- tækinu Advanced Control Systems (ACS) í Atlanta, Georgia í Banda- ríkjunum sem flytur fyrirlesturinn í boði rafmagnsverkfræðiskorar verkfræðideildar Háskóla Islands. Fyrirlesturinn heitir „Advanced Operational Methods in SCADA and Power System Control". Með fyrirlestrinum sýnir McDonald dæmi á tölvuskjá stýrikerfís. Fyrirlesturinn hefst kl. 15.00 og er öllum opinn. Loks var ekið á fólksbifreiðina G-21791, sem er af Toyota gerð, á stæði fyrir utan Útvegsbankann við Reykjavíkurveg og dældaðist vinstri afturhurð. Þetta varð föstudaginn 20. nóvember og var óhappið til- kynnt til lögreglu kl. 16.45. Þeir sem kynnu að geta gefíð upplýsingar um þessa atburði eru beðnir um að snúa sér til lögregl- unnar í Hafnarfírði. Dr. Gunnar Sigurðsson „Á sama tíma og- dregn- ar eru lappirnar varð- andi byggingju B-álmunnar er ljóst að biðlistinn fyrir hjúkr- unar- og sjúkrarými fyrir aldraða lengist stöðugt.“ sjúklingum sem þarfnast langtíma- hjúkrunar og endurhæfíngar. Fyrir bragðið verður að sinna bráðveikum sjúklingum á göngum sjúkradeild- anna og hljóta allir að gera sér grein fyrir að gæði slíkra lækninga geta hæglega orðið ófullkomin. Vissulega má nefna dæmi um úrbætur í þessum efnum, svo sem opnun hjúkrunardeildar Slq'óls á næstunni, en það er einungis smá- úrlausn á stórum vanda. Stjóm Sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar hefur gert tillögu til fjárveitinga- valdsins um að B-álmu Borgarspít- alans verði lokið á næstu þremur árum, reyndar sams konar tillaga og samningur fjármálaráðherra og borgarstjórans í Reykjavík hljóðaði upp á árið 1984. Jafnframt hefur stjóm sjúkrastofnana Reykjavíkur- borgar gert tillögu um undirbúning hjúkrunarheimilis á Borgarspítala- lóð, sem yrði nokkurs konar milli- stig milli hinna myndarlegu vistheimila borgarinnar og sjúkra- deilda aldraðra í B-álmu. Með því yrði verulegt spor stigið í átt til að leysa vandann, sem blasir við á næsta áratug, en daufheyrst hefur verið við þessum tillögum. Heilbrigðisyfírvöld og -stjóm- málamenn virðast hafa varpað þessum vanda nær alfarið frá sér, telja sig 'góða með því að byggja vistheimili og fbúðir fyrir aldraða, vitandi þó að stærsti vandinn er í fjölda þungra hjúkmnar- og endur- hæfíngarsjúklinga, sem vemlega bætt heimahjúkrun og heimaþjón- usta kæmi engan veginn til með að leysa. Vandanum hefur vemið varpað á sjúkrahúsin og nú er svo komið að það sem þau geta boðið upp á iðulega em lækningar og umönnun á göngum, sem hvergi viðgengst nema á herspítölum í stríði. Slíkur aðbúnaður er ekki bjóðandi sjúklingum eða starfsfólki. Höfundur eryfirlæknir lyflækn- ingndeildar Borgarapítalana. Mikill sogkraftur en Wjoðiatur mótor. Fóthnappur- Tveir auka hausar. Heirniftstækint öviðstaögreiöslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.