Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 74
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Hvað er að drengnum í höfðinu? Með morgnnkaffinu Bið þig að segja, verði um mig spurt, að ég sé í hár- snyrtingu, en ekki þetta hefðbundna svar: Hún er á kraftaverkastofunni. „Bl^ssuð rjúpan hvítau Rjúpur í vetrarbúningi Til Velvakanda. I. Á heiðum og fjöllum hefur hún hafst við í allt sumar. Hún hefur haft nóg að tína í sarpinn sinn, kom- ið upp ungum sínum og henni hefur flölgað. Móðir náttúra hefur veitt henni af gnægtaborði sínu, vemdað hana í faðmi sér og búið hana felulit- um til vamar gegn ref og val. En haustið kom með ffost og fann- ir á hálendi. Og enn sýndi móðir náttúra ijúpunni litlu umhyggju sína. Hún klæddi hana hvítum vetrarbún- ingi og vísaði henni leið niður á lægri lendur, þar sem enn var lauf að firina til að tína í svangan maga. En hér beið hennar ný hætta, verri öllum öðmm: Það var maðurinn. Hann varð þess vís, að ijúpan hvíta var komin í nágrenni hans. Og í stað þess að bjóða þennan fagra gest velkominn, til þess að njóta ánægju- legs nábýlis við hann, þá fylltist maðurinn morðæði. Hann sá sér leik á borðj, að drepa þennan vamarlausa gest. Út var haldið með byssu um öxl. Sem vitstola af æði æddu menn hundruðum saman um hraun og lág- heiðar. Friður náttúrunnar var rofínn af skothvellum, sem bergmáluðu í flöllum. Og hvert eitt skot beindist að ijúpunni hvítu. Haglaskotin dundu á ijúpnahópum. Þær sem gátu flugu upp í ofboði og forðuðu sér, hinar lágu eftir í valnum og iituðu fönnina lífsblóði sínu. Sumum tókst að flýja særðum í brott frá heljarslóðinni og þeirra beið langvinnt og kvalafullt dauðastríð í einhverri gjótunni. II. En skotkappinn tínir saman þær dauðu ijúpur, sem hann finnur í snjónum, bindur þær á bak sér og arkar af stað, áleiðis að bílnum, sem bíður hans í nágrenninu. Sigurglaður er hann yfir unnu hreystiverki. Á ijúpnaveiðum verða allir vinir. Þar er hver annars bróðir í leik. Heilsubótarveiðimennska sameinar hugi þátttakenda. Þeim kemur víst varla til hugar, að þeir hafi verið að vinna neitt ódæði. Hugur þeirra er svæfður fyrir því, þótt þeir hafí ski- lið eftir helsærðar ijúpur. Jólin nálgast. Þá eru ijúpumar góðu dregnar fram úr frystikistum, matreiddar og þeirra neytt með bestu lyst af íjölskyldunni í hlýrri stofu. Skyldi nokkur þeirra hugsa út í það, að veiði þessarra jólaijúpna" hefur kostað tár og blóð og kvöl fjölda sakleysingja annarra, sem urðu að bíða dauðans særðir jafnvel dögfum saman, í einsemd og kulda, á veiðilendum skotkappanna sjálf- umglöðu. Ingvar Agnarsson Víkverji skrifar Víkveija var hugsað til þess, þegar hann las blöðin um helg- ina, að nú væri svo komið, að varla væri unnt að líta í nokkum innlend- an texta í þeim án þess að finna af honum auglýsingakeim. Raunar eru blaðaskrif í kringum listvið- burði hvers konar orðin svo mikil að umfangi, að fleirum en Víkveija hlýtur að finnast nóg að fá smjör- þefinn í blöðunum. Að mati Víkveija er svo komið, að sumt er beinlínis ofkynnt. Það hlýtur að skipta mestu fyrir listamenn, að fólk kynnist listsköpuninni sjálfri. Fjaðrafokið bendir á stundum að minnsta kosti til þess, að hún sé aukaatriði; auglýsingin og umfjöll- unin skipti mestu. Komist menn almennt á þá skoðun, að hin al- menna kynning sé meira virði en atburðurinn, sem verið er að kynna, láta þeir sér að lokum nægja að lesa um fyrirhuguð afrek í blöðun- um og verða ekki vitni að því, þegar afreksverkið er unnið. Án þess að Víkveiji ætli hér og nú að taka til við að tíunda þá, sem honum finnast iðnastir við að láta ljós sitt skína í fjölmiðlum vegna framtaks þeirra í listum, vill hann benda fólki á að hafa augun hjá sér í þessu efni. Fljótlega rennur það upp fyrir fleirum en Víkveija, að þetta er tiltölulega fámennur hóp- ur. Er raunar furðulegt, að í okkar fámenna landi skuli jafn margir fjölmiðlar geta snúist jafn lengi og jafn oft í kringum jafn fáa einstakl- inga, sem í raun hafa frá jafn lítið að segja. XXX Auglýsingamennskan tekur á sig ýmasr myndir. Fyrirtæki eru ekki aðeins að kynna söluvöru sína heldur einnig sjálf sig, tilgang sinn og eigið ágæti. SIS hefur ver- ið ötulast við þetta með sínu gull- slegna S, sem á að vekja hjá sjónvarpsáhorfendum þá kennd, að hinn öflugi samvinnuhringur sé á við gullmola eða að minnsta kosti gullhring. Fjármálaráðuneytið er með stærri auglýsendum í blöðum, út- varpi og sjónvarpi. Eins og kunnugt er sækist ríkissjóður mjög eftir því, að menn kaupi af honum skulda- bréf. Þá hefur íjármálaráðuneytið notað auglýsingar í fleiri tilvikum; nú er til að mynda að hefjast her- ferð til að kynna okkur stað- greiðslukerfí skatta. Á laugardags- kvöldið sá Víkveiji sjónvarpsauglýs- ingu um staðgreiðslukerfið, og hver birtist annar í henni en sjálfur Qár- málaráðherrann Jón Baldvin Hannibalsson í gervi hins almenna skattþegns. Víkveiji telur víst, að með því að sitja sjáfur fyrir í auglýs- ingum sé blessaður fjármálaráð- herrann að spara okkur skattborg- urunum útgjöld; það hlýtur að vera ódýrara að fá sjálfan fjármálaráð- herra til að leika í auglýsingu fjármálaráðuneytisins en atvinnu- leikara. En sé horft fram hjá kostnaðinum er full ástæða til að spyija: Er þessi auglýsingamennska ráðherrans við hæfi? Svar Víkveija er nei. XXX að er unnt að misnota vald sitt með ýmsum hætti. í fræði- ritum um réttarstöðu ráðherra og stjómskipun er það hvergi talið ráðherrum til ámælis, að þeir noti auglýsingar eigin ráðuneyta til að minna á sjálfa sig. Þá er til þess að líta, að dæmin 1 þeim bókum eru flest samin, áður en auglýsinga- mennska stjómmálamanna komst á núverandi stig og sjónvarpið fór að gegna jafn mikilvægu hlutverki og nú á tímum. Ef til vill eigum við eftir að kynnast því, að t.d. eftir sölu á ríkisbanka eða samninga Síldarútvegsnefndar við Sovétmenn eigi ráðherrar eftir að birtast í ráðu- neytis-auglýsingum á skjánum ásamt með þökkum fyrir afrek í þágu lands og þjóðar og vel unnið starf. Örugg leið fyrir stjómmálamenn til að fá kynningu utan hefðbund- inna auglýsinga er eins og kunnugt er að hallmæla eigin flokksbræð- rum eða ráðast gegn samstarfs- mönnum í ríkisstjóm; tala í hálfkveðnum vfsum um samheija og hafa í hótunum við erlenda bandamenn. Nýjasta leið ráðherra inn í Ijölmiðlana er að taka að sér að auglýsa bækur og sitja á blaða- mannafundum, þegar bækur em kynntar, bækur, sem stjómmála- mennimir hafa áreiðanlega ekki haft tækifæri eða tíma til að lesa. Frægasta dæmið um þetta er auð- vitað, þegar Steingrímur hyllti Gorbatsjov. Er það ekki dæmigert fyrir þann atburð og marga aðra, að enginn virðist hafa áhuga á að vita, hvað Steingrímur hafði að segja um sjálfa bókina eða hvort hann hafði lesið hana?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.