Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 TJÖRNIN OG NORÐUR- BAKKINN Mynd frá Alster-vatni í Hamborg, en við það er ráðhús borgarinnar. eftir Hildigunni Hjálmarsdóttur Margt hefur verið ritað um bygg- ingamál hér í borg, og nú langar mig til að leggja orð í belg varð- andi nýja ráðhúsið. Þetta helgast af því, að ég bjó nokkra áratugi steinsnar frá norðvesturhominu, þar sem ráðhúsið á að rísa, og leiddi þá oft syni mína unga niður að Tjöm til að gefa öndunum. Á þess- um ámm var borgin sífellt að þenjast út, og það sem öðru fremur einkenndi nýju hverfin var stórauk- in garðamenning. Menn kepptust bókstaflega um að skipuleggja sem allra smekklegasta og sérkennileg- asta garða kringum hús sín, og í gömlu borgarhverfunum smituðust menn af þessari athafnasemi og fegmnarþörf. Lófastórir blettir, sem engum hafði fram til þessa þótt taka því að snerta við, fengu nú víða þokkafullt yfírbragð. Má benda á sérlega snoturlegan skika gegnt Hótel Holti, við hom Berg- staðastrætis og Hellusunds. Aukin velmegun og tíðari ferðalög al- mennings til útlanda skiluðu þannig menningarlegum arði, sem kom fram í vaxandi virðingu manna fyr- ir umhverfi sínu. Þessa gætti þó ekki alls staðar í borginni. Kyrrstaðan í umhverfís- „Loks er nú breytinga til batnaðar von. Hið nyja, smekklega ráðhús í norðurkrikanum og opnun og framlenging Alþingishússgarðsins niður að Vonarstræti, þannig að Alþingishús- ið blasi við frá Tjarnar- bakkanum, mun leysa norðurbakkann úr álögum Ijótleikans.“ fegmn við norðvesturbakka Tjam- arinnar, nálægt þeim stað þar sem ég bjó, hefur verið í hrópandi and- stöðu við þessa almennu þróun. Hvergi var þama stingandi strá, í vætutíð máttum við váða forarvilpu niður að norðvesturkrikanum, þar sem vatnsborðið var fullt af óþverra, plastpokum, flöskum og gömlu brauði. Alþingishúsið og Dómkirkjan, þessar fallegu, virðu- legu byggingar, nutu sín engan veginn vegna skúrbygginga fyrir framan. Mér sámaði oft þetta hirðuleysi á þessum helga stað í sjálfu hjarta borgarinnar. Þama vom sannarlega ónýttir möguleikar til þess að fegra og bæta, uppræta þann kotungshátt sem sljóvgaði og stóð í vegi fyrir eðlilegri framþróun og umhverfísfegmn. Þótt árin hafí liðið, hefur tíminn að mestu staðið kyrr við norðvestur- bakkann. Skúramir á Bámlóðinni og gamla Gútemplarahúsið hafa að vísu þokað fyrir bflastæðum, sem sifjölgar í miðborginni, og lítill ynd- isauki er að. Loks er nú breytinga til batnaðar von. Hið nyja, smekklega ráðhús í norðurkrikanum og opnun og fram- lenging Alþingishússgarðsins niður að Vonarstræti, þannig að Alþingis- húsið blasi við frá Tjamarbakkan- um, mun leysa norðurbakkann úr álögum ljótleikans. Hvolfþakið á ráðhúsinu er í stfl við þakið á nýja listasafninu austanmegin Tjamar- innar, húsinu sem var áður falleg- asta íshús á landinu og Thor Jensen lét byggja, en bróðir hans, Alfreð Jensen, arkitekt, teiknaði húsið. Ég trúi ekki öðm en að þeir, sem virða fyrir sér norðvesturhom Tjamarinnar, sjái hve lítils er að sakna, þó sú mynd breytist. Sam- byggingamar við Tjarnargötuna og ósamstæð húsin við Vonarstræti munu hverfa til að sjá, við tilkomu þessarar smekklegu ráðhúsbygg- ingar. Og fyrir framan hana geta mæður — og feður — með böm sín setið í skjóli fyrir norðangjólunni við að gefa fuglunum brauð, en eldra fólk látið fara vel um sig í súlnagöngunum og notið útsýnisins. Tjörnin mun í enn ríkara mæli laða að sér fólkið. Vonandi verða þessi umskipti til þess að Tjömin hljóti betri meðferð en hingað til, hún jafnvel stækkuð til suðurs og helst að Skothúsvegur- inn verði aflagður og falleg brú byggð í stað núverandi uppfyllingar og steinsteypubákns, en það myndi færa Tjömina nær því horfí sem hún var áður fyrr. Höfundur er húamóðir í Reykjavík og hefur lokið BA-prófi viðHi- akóla íalanda í frönaku og dönaku. eftir Rauður stomilir eftSrToSIaancy Bókin segir frá “þriðju heimsstyrjöldinni“. Aðalátökin eru milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Stór hluti bókarinnar gerist á íslandi. Rauður stormur hefur trónað á metsölulistum mánuðum saman. wBXbók \góð bóU <á fyrir öörr^serneruaðGyg^^ njtTsjöúndásmn. Þaðsegir 'um Jguna en rnörg o'ft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.