Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 78
^78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 ■w. Þalr félagar Kenny Dalglish og Gra- eme Souness á góðri stundu með Liverpool. KNATTSPYRNA / ENGLAND Dalglish og Souness gera það gott sem framkvæmdastiórar Það lánast ekki hjá öllum þeim §ölda knattspymumanna sem gerast framkvæmdastjórar, að gera það gott eins og það er gjaman orðað. Sannast sagna gengur það upp hjá þeim fæstum. Tveir Skotar em þó glimrandi dæmi um hið gagnstæða, Graeme Souness og Kenny Dalglish, fyrrum leikmenn með Liverpool. Souness stýrir nú og leikur með Glasgow-liðinu Ran- gers, en Dalglish heldur um stjóm- völin hjá Liverpool og lék einnig til skamms tíma. Liðin tvö hafa bók- staflega blómstrað í höndum þessara snjöllu leikmanna og verð- launagripimir hlaðast upp. Fyrrum framkvæmdastjóri Liverpool, Bob Paisley, greindi frá kynnum sínum af þeim félögum í viðtali fyrir skömmu, en Paisley keypti þá til Liverpool á sínum tíma, Souness frá Middlesbrough og Dalglish frá Celtic. Hann útlistaði m.a. hvers vegna þeim félögum hefur gengið jafn vel í „heita sætinu" og raun hefur borið vitni. Stsrkir persónuieikar Lykilinn að velgengni þeirra er að finna hjá þeim sjálfum. Þeir eru sterkir persónuleikar og algerlega eitt hundrað prósent trausts verðir. Það sem þeir segja stendur alltaf eins og stafur f bók, það sem þeir gera, gera þeir vel. Þú gætir treyst þeim fyrir lífi þínu og þyrftir ekki að hafa áhyggjur. Það hefur verið mér mikill gleðigjafi að sjá hvemig ræst hefur úr þeim og ég verð að segja að mig gmnaði að þeir myndu standa sig sem framkvæmdastjórar að leiktíma loknum," segir Paisley. Hann heldur áfram að dásama pilt- ana og hossa þeim á hnjám sér: „Flestir leikmenn í þeirra gæða- flokki standast ekki stjórastarfið vegna þess að þá skortir að mestu þolinmæði sem er í því fólgin að sætta sig við að þeir leikmenn sem þeir era að eiga við geta ef til vill ekki eins mikið og þeir sjálfír. Ætlast til of mikils og byggja kröf- umar á eigin ágæti. Þeir Souness og Dalglish búa yfir hinu gagn- stæða, þeir kunna að hrífa leikmenn með sér og fylla þá eldmóði. Sou- ness hefur þó einn ákveðinn galla og það er skapstærðin. Hann á það til að vera svo tæpur í skapinu á velli, að hann kemur sér iðulega í klandur. Þá fer hann stundum af meira kappi en forsjá í návígi. Sem leikmaður og framkvæmdastjóri, verður hann að læra betur að stilla sig á velli." Svo mörg vora þau orð. ■ LAUFEY Sigurðardótt- ir einn besti leikmaður ÍA í 1. deild kvenna í knattspymu síðustu árin hefur ákveðið að leika með Stjöm- unni úr Garðabæ næsta sumar. Skagaliðið, sem varð íslandsmeist- ari í sumar, hefur orðið fyrir miklum afföllum. Ragna Lóa Stefánsdótt- ir hefur áður skipt yfir í Stjörnuna og Vala Úlfljótsdóttir, markvörð- ur, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. ■ GR er stöndugur golfklúbbur fjárhagslega. Hagnaður klúbbsins á siðasta ári var um 4,7 miUjónir króna. Peningunum hefur verið ráðstafað. Vökvunarkerfi golfvall- arins í Grafarholti var stærsti útgjaldaliðurinn, eða 3,7 milljónir. . f Einnig var keypt innbú í skálann rr rúmalega eina milljón. SÆVAR Jónsson knatt- spymumaður úr Val er nú staddur í Sviss þar sem hann skoðar að- stæður hjá 1. deildarliðinu FC ZUrich og ræðir við forráðamenn félagsins um hugsanlegan samning. Það yrði mikil blóðtaka fyrir ís- landsmeistara Vals ef Sævar færi frá félaginu. ■ HÆFNISNEFND KDSÍ hef- ur tilnefnt fimm milliríkjadómara úr röðum sínum fyrir næsta tíma- bil. Aður hafa aðeins þrír milliríkja- ' dómarar verið starfandi þeir Guðmundur Haraldsson, Ey- steinn Guðmundsson og ÓU P. ~ f Ólsen. Nú bætast þeir Sveinn Sveinsson og Friðgeir Hallgríms- son við. KSI-á þó eftir að leggja blessun sína yfir þessa tilnefnirigu KDSÍ. ■ HSÍ og Ferðaskrifstofan Útsýn munu standa sameiginlega að hópferð íslenskra íþróttaáhuga- manna á Ólympíuleikana í Seoul í september á nsæta ári. Endanleg ferðatilhögun liggur þó ekki fyrir á Snvar Jónaaonskoðar aðstæður hjá FC Ziirich. þessari stundu. Skráning farþega er hafin hjá Útsýn. í tengslum við samstarf Útsýnar og HSÍ hefur Útsýn gerst einn af styðningsaðil- um HSI vegna Ólympíuleikanna. I PORTÚGALIR verða án sjö fastamanna er þeir mæta ítölum í Evrópukeppni landsliða á laugar- daginn. Astæðan er sú að Porto hefur beðið um að fá að nota leik- mennina gegn Penarolfrá Uraguay í Tokío 13. desember í heimsmeist- arkeppni félagliða þar sem Evrópu- meistaramir og Suður-Ameríku- meistaramir mætast. Portúgalska knattspymusambandið hefur sam- þykkt að gefa Portóleikmennina lausa og velja aðra í þeirra stað. Leikurinn gegn ítaliu hefur enga þýðingu fyrir Portúgal því ítalir hafa nú þegar tryggt sér þátttöku- rétt í úrslitakeppninni í Vestur- Þýskalandi næsta sumar. Námskeið Námskeið eru haldin um dulfræði (Metaphysics), þróunarheimspeki (Cos- mology) og stjörnuspeki (Esoteric Astrology). Leshringar um dulfræði. Sími 79763. HANDKNATTLEIKUR / V-ÞYSKALAND ÞjáKari Lemgo var rekinn WALTER Haase, þjálfari hand- knattleiksliðsins Lemgo, sem Sigurður Sveinsson leikur með, var látinn taka pokann sinn á mánudagskvöldið. Þá var felld niður œfing hjá Lemgo og leikmenn voru kallaðir á fund með stjórn félagsins. Eftir þann fund var ákveðið að reka Haase. Meirihluti leikmanna og stjfon- armanna vora á því að leikskipulag Lemgo væri ekki nægi- lega gott undir stjóm Haase, sem er ekki nægilega harður þjálfari. Hasse var einn af þremur V-Þjóð- verjum sem þjálfa í Bundesligunni. Ellefu þjálfarar era útlendingar. Eftir að Haase hafði verið rekinn ákvað stjómin að láta leikmenn Lemgo æfa mjög grimmt næstu vikumar. Tveir erfíður útileikir eru Wafter Haasa þjálfari Lemgo var rekinn frá félaginu í gær. næst á dagskrá hjá Lemgo, sem er í fallhættu - gegn Dormagen og Milbertshofen. FIMLEIKAR Bikarmót FSÍ um helgina Bikarmót Fimleikasambands íslands verður haldið í Laugardalshöll um helgina. Keppt verður í frálsum æfingum og 2., 3., og 4. gráðu fimleika- stigans. Keppni í 4. gráðu stúlkna fer fram á laugardag, fyrri hluti hefst kl. 14.30 en síðari hluti kl. 17.30. Keppni í 3. gráðu stúlkna fer fram á sunnudag kl. 14.00, en keppni í 2. gráðu ogfijálsum æfingum kl. 17.00. Keppni pilta fer eingöngu fram á sunnudag og hefst kl. 14.00. Keppni í frjálsum æfíngum hefst kl. 17.00. Reiknað er með mikilli þátttöku og jafnri og tvísýnni keppni. Mótstjóm er í höndum FSI. Morgunblaöiö/Siguröur Jónsson Góð þátttaka á Setfossmeistaramótinu Það var mjög góð þátttaka á Selfossmeistaramóti fijálsíþróttafólks á Selfossi á föstudag. Mótið var fyrir yngri sem eldri og keppt í mörgum innanhússgreinum þar á meðal 30 metra hlaupi fyrir yngri aldursflokka. Ahugi fyrir íþróttinni er vaxandi. Að Ioknu vel heppnuðu móti var þessi mynd tekin af þátt- takendum í íþróttahúsinuá Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.