Morgunblaðið - 02.12.1987, Side 16

Morgunblaðið - 02.12.1987, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 GAMAN OG ALVARA Bókmenntir Erlendur Jónsson Játvarður Jökull Júlíusson: HEF- UR LIÐUGT TUNGUTAK. 142 bls. Víkurú ^áfan. Reykjavík, 1987. Þetta er fímmta bók Játvarðs Jök- uls Júlíussonar. Þama hefur verið saman dregið: »annarra vísur og aðrir þættir«, eins og stendur á titilsí- ðu. Kalla má að þetta sé samtíning- ur, sitt lítið af hvetju. En bókin þarf ekki að vera verri fyrir það. Játvarð- ur Jökull er natinn fræðimaður og vandvirkur rithöfundur. Ekki fer hann heldur troðnar slóðir í leit að efni; seilist ekki endilega eftir ör- lagasögum aftan úr skuggalegri fortíð heldur staðnæmist hann allt eins við nýlegri atburði úr hvers- dagslífinu og byggir þá á eigin minni eða frásögn kunnugra. Til að mynda segir hann frá komu þriggja þýskra vinnukvenna sem réðust til starfa í sveitinni hans fyrir tæpum tjörutíu árum. Misjafnlega reyndust þær; ein afar vel, önnur miður. En sú, sem miður reyndist, var þó nógu fljót að átta sig á hinum margfrægu íslensku aðstæðum og hafði bæði ástríðu og lag á að töfra yngismenn sveitarinn- ar; og veija einum þeirra um fíngur sér. Kom hún ekki aðeins hjörtum ungu mannanna til að slá örar held- ur fékk hún þennan eina til að veðsetja sínar fátæklegu eigur og útvega svo fjármagn til að hún gæti sjálf sloppið frá erfiðinu og fásinninu í sveitinni og komist í meira fjör. Sá örláti hlaut að vísu naumt endurgjald því hann varð mestanpart útundan þegar hún út- deildi af ofgnótt blíðu sinnar. Grátbrosleg saga! En kannski ekkert einsdæmi og ekki nauðsynlega bund- in við þýskar vinnukonur árið 1949. Játvarður Jökull hefur mætur á bundnu máli, fer mikið með vísur og styðst víða við kveðskap. Og raunar eru fyrstu þættimir stökur mestanpart ásamt tilheyrandi skýr- ingum og útleggingum. En vísum var jafnan kastað fram af einhveiju tilefni, stundum smávægilegu. Smellinn kveðlingur gat þá haft þau áhrif að atvik festist í minni þó smátt þætti. »Ekki er ofsagt,« segir Játvarður Jökull, »að engu er líkara en snjallar stökur séu gæddar ódrep- andi lífsneista, svo lífseigar reynast þær og langlífar.« Fyrsta kafla bók- arinnar nefnir Játvarður Jökull Kersknis- og skammavísur. Höfund- ar eru jafnan tilgreindir ef kunnir eru. Mest fer fyrir Ingimundi, bónda og hreppstjóra í Bæ í Króksfirði. Játvarður Jökull telur hann hafa verið einhvem snjallasta hagyrðing þar um slóðir á sinni tíð. Nokkuð er samt sterkt að orði kveðið með kaflafyrirsögninni, »Kersknis- og Játvarður JökuU Júlíusson skammavísur«. Ingimundur og hans líkar hafa vissulega glest hver við annan. Hins vegar skil ég fæstar vísur þeirra svo að í þeim felist vem- lega rætnar skammir. Þetta var íþrótt, andleg glíma; menn voru að takast á við sína líka. Og þar með að skemmta sér og öðrum. Ekki er þó fyrir að synja að stundum hafí stöku manni hitnað í hamsi svo að nokkur alvara fylgdi. Vera má einn- ig að sá, sem þekkir ekki forsendur, skilji ekki alltaf hvar fískur liggur undir steini. Persónulegar eijur snú- ast oft um tilfínningamál sem ókunnugur getur tæpast áttað sig á. Þá er kafli sem ber yfirskriftina Undir þrumuskýi tæringarinnar. Berklaveikin — um hana hafa lækn- ar skrifað og raunar einnig skáld- sagnahöfundar sem lýst hafa samskiptum kynjanna á rómantísk- um heilsuhælum á fyrstu áratugum aldarinnar. En berklaveikin var eng- in rómantík og því síður efni í ástarsögu heldur hrollvekja sem lagði flölda fólks í gröfína meðan hún geisaði hvað hatrammast; ekki síst ungt fólk; kvistaði jafnvel niður heilu fjölskyldumar. Það var um síðustu aldamót sem berklaveikin tók verulega að gjósa upp á landi hér. Játvarður Jökull hefur þá skýr- ingu eftir athugulu fólki að »það væri skilvindunum að kenna að tær- ingjn læsti sipr um þjóðina.« Ekki er sú skýringin verri en hver önnur. Og furðu má gegna að þá — einmitt í þann mund er almennur efnahagur tók örlítið að skána — skyldi þjóðin taka að spara við sig viðurværið og baka sér með því það geigvænlega heilsutjón sem berklaveikin sannar- lega var. Fólk vissi þá mætavel hvemig berklamir bámst manna á milli og óttaðist smit eins og pestina. Segir höfundur dapurlega sögu af því hvemig maður nokkur úthýsti berklaveikum bróður til að forða sér og fjölskyldu sinni frá smiti. Óttan- um við berklana líkir Játvarður Jökull við hræðslu fólks við eyðni nú á dögum. Tæplega er þó saman að jafna, að minnsta kosti enn sem komið er, því berklaveikin var margfalt útbreiddari, enginn lands- ins partur var með öllu laus við vágest þann. Þessi bók Játvarðs Jökuls endar svo á þáttum þar sem höfundur rek- ur stakar minningar frá bemskuá- rum. Er vel til þeirra vandað þó frásagnarefnið sé ekki alltaf stór- vægilegt. Aftan á kápu er svo mynd af höfundi þar sem hann situr við tölv- una sína. Ef hliðsjón er höfð af ritunaraðferðinni má geta sér nærri að það hafí kostað þolinmæði að setia saman allan bennan texta. \ s <. I J A K O B S S O N WJAMUÞAH JAIUJXX I.I.V.IKS.S.1CI MHICIi.VVinillt S K 1' (. (. S I \ HAFNARFJARÐARJARLINN Einars saga Þorgilssonar Ásgeir Jakobsson Bókin er ævisaga Einars Þor- gilssonar im leið og hún er 100 ára útgerðarsaga hans og fyrirtækis hans. Einar hóf út- gerð sína 1886 og var því út- gerðin aldargömul á síðasta ári og er elzta starfandi út- gerðarfyrirtæki landsins. Þá er og verzlun Einars Þorgilssonar einnig elzta starfandi verzlun landsins, stofnuð 1901. Einar Þorgilsson var einn af ,,feðrum Hafnarfjarðar," bæði sem atvinnurekandi og bæjar- fulltrúi og alþingismaður. Þá er þessi bók jafnframt almenn sjávarútvegssaga í 100 ár og um það saltfisklíf, sem þjóðin lifði á sama tíma. AUDUNN BRAGI9Æ/NSSOW ' FANGINN OG DÓMARINN Þáttur af Sigurði skurði og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurður, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. BÆR I BYRJUN ALDAR HAINAREJÖRÐUR Magnús Jónsson Bæríbyrjun aldar — Hafnar- fjörður, sem Magnús Jónsson minjavörður tók saman, er yfirlit yfir íbúa og hús í Hafn- arfirði árið 1902. Getið er hvar húsin voru'staðsett í bænum, hvort þau standa enn o.s.frv. Síðan er getið íbúanna. Og þar ergífurlega mikill fróðleikur samankominn. Ljósmyndir eru af fjölda fólks í bókinni. Allur aðaltexti bókarinnar er handskrifaður af Magnúsi, en aftast í bókinni er nafnaskrá yfir þá sem í bókinni eru nefndir, alls 1355 nöfn. wwfyji. SKUGGSJA MEÐ MORGU FOLKI Auðunn Bragi Sveinsson Auðunn Bragi Sveinsson, fyrr- verandi kennari og skólastjóri, hefur ritað margt sem birst hefur í blöðum og tímaritum í gegnum árin í ljóðum og lausu máli, og einnig hefur hann ritstýrt nokkrum bók- um. Bók sú sem hér birtist fjallar fyrst og fremst um fólk við ólík skilyrði og í mismun- andi umhverfi, — frá afdal til Austurstrætis, ef svo má að orði komast. Mcð mörgu fólki er heitið, sem höfundur hefur valið þessu greinasafni sínu. Mun það vera réttnefni. OSPIN OG YLUSTRAIÐ Haraldur Magnússon Haraldur Magnússon fæddist á Árskógsströnd við Eyjafjörð 1931. Hann ólst upp í Eyja- fi.rði og Skagafirði fram að tvítugsaldri. Nú býr hann í Hafnarfirði. Þetta smásagna- safn er fyrsta bók Haraldar, en þessar sögur og íleiri til hefur hann skrifað í frístundum sín- um undanfarin ár. Sögurnar eru að ýmsu.leyti óvenjulegar og fiestar fela þær í sér boð- skap. Þetta eru myndrænar og hugmyndaauðugar sögur, sem höfða til allra aldurshópa. SKUGGSJA - BOKABUÐ OIIVERS STEÍNS SF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.