Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Forsætisráðherra á fullveldisfagnaði stúdenta: Skylda allra að auka veg íslenskrar tungu Fullveldisfagnaður stúdenta var haldinn í Háskólabíói í gœr undir yfirskriftinni „Nám nútíðar — nauðsyn framtíðar". Heiðursgestur hátíðarinnar var Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra. í ávarpi sínu sagði hann m.a. að á sama hátt og sagt var árið 1918 að það væri skylda allra að auka veg hins íslenska ríkis væri nú hægt að segja að það væri skylda allra að auka veg íslenskrar tungu. Um sjálfstæði þjóðarinnar væri að tefla. Forsætisráðherra sagði að þegar menn kæmu nú saman á þessum degi ættu þeir ekki að gleyma því að frelsisbaráttan hefði ekki snúist um formið eitfc Hún var samofin baráttu fyrir varðveislu og viðgangi íslenskrar menningar, íslenskrar tungu. Það var ekki tilviljun að Háskóli íslands hóf göngu sína á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar. Þekkingarleitin var aflvaki í sókn þjóðarinnar til sjálfstæðis og frelsis. Forsætisráðherra sagði að okkur væri ætlað að viðhalda og varðveita áunnin þjóðréttindi. Þekkingarleitin, fræðslan og vísindin yrðu uppistaðan og ívafið í því starfi. Þjóðfélag hraða og nýjunga gerði miklar kröfur til aðlögunarhæfni og símenntunar fólks. Við yrðum því að grípa sérhvert tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og fylgjast með nýjungum úti í hinum stóra heimi. Og við yrðum að skapa íslend- ingum sem menntuðu sig erlendis skilyrði til að finna kröftum sínum viðnám í eigin landi. Því væri mikil- vægt að efla hverskyns rannsóknar- starfsemi I landinu. Mestu skipti þó að varðveita það sem gerði okkur að sjálfstæðri þjóð, íslenska menningu og íslenska tungu og væri í því efni ekki síst litið til Háskóla íslands. En á sama hátt og sagt hefði verið árið 1918 að það væri skylda alira að auka veg hins íslenska ríkis, gætum við sagt nú árið 1987 að það væri skylda allra að auka veg íslenskrar tungu. „Hér er í raun um sjálfstæði okkar að tefla,“ sagði forsætisráðherra. Margir óttuðust að hin sanna djúpa þekkingarleit væri á undan- haldi í dag. Menn væru i vaxandi mæli orðnir þátttakendur í lífsgæða- kapphlaupinu þegar í háskóla og jafiivel í menntaskóla. Forsætisráð- herra sagði stúdenta og mennta- skólanema ræna sjálfa sig miklu þegar þeir hæfu lífsgæðakapphlaup- ið of snemma. Eignagleðin væri hveijum einstaklingi mikilvæg, og þá um leið þjóðarheildinni. En hún væri ekki það mikilvæg að hún ætti að ýta menntuninni, sjálfri þekking- arleitinni, til hliðar. Afleiðingin gæti orðið sú að þegar á reyndi í framtí- ðinni myndi vanta raunverulega •». Morgunblaðið/Sverrir Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, flytur ávarp sitt á fullveld- isfagnaði stúdenta í gær. þekkingu á eigin þjóð, bókmenntum og lífsháttum, þótt sérfræðiþekking- in væri í góðu lagi. Mennt væri ekki aðeins máttur til að komast í góðar stöður og háa launaflokka, heldur líka máttur til að auðga andann, opna sýn til allra átta og gera lífið fegurra og betra. Það væri þess vegna, en ekki aðeins vegna örrar tækni og nýjunga, sem nám nútíðar væri nauðsyn framtí- ðar. Að loknu ávarpi forsætisráðherra flutti Háskólakórinn nokkur lög og að loknum söngnum flutti Margrét Guðnadóttir, prófessor, ávarp. Morgunblaðið/Sverrir Háskólakórinn flutti nokkur lög. Margrét sagði að sér hefði alltaf fundist 1. desember vera merkasti hátíðardagur þjóðarinnar. Hann væri talandi tákn baráttu lítillar þjóðar á hjara veraldar. Upp á hann væri ekki haldið með „blöðru- og popphátíð" í miðbænum heldur kæmu nemendur og kennarar við Háskólann saman á vinnustað sínum á virkum degi og ræddu málin. Margrét sagði jafnrétti til náms og heilbrigðisþjónustu vera þá hom- steina okkar samfélags sem hvað mikilvægastir væru. Taldi hún að jafnvel ætti að binda þessi réttindi í stjómarskrána. Á tækniöld væri enginn gjaldgengur án menntunar og þekking á tungu og sögu hefði unnið sigur í sjálfstæðisbaráttunni. Þjóð sem þekkti ekki sögu sína og tungu hlyti að tortímast og það sama ætti við um þjóð sem ekki hlúði að menntun. Margrét taldi að verðmætamat þjóðarinnar hefði breyst eftir að hún varð rík. Nú væm menningarverð- mæti ekki lengur virt. Jafnvel Hitaveita Reyiqavíkur teldi mikil- vægast að verja fjármunum sínum í að byggja glerhöll ofan á tankana sína fyrir tugmilljónir. Af hveiju væri þetta fjármagn ekki í staðinn notað til að byggja yfir Líffræði- stofnun Háskólans, spurði Margrét. Einar Kárason, skáld, flutti því næst hugleiðingar sínar og Bjöm Thoroddsen og félagar spiluðu. Hans Beck, læknanemi, flutti næstur erindi. Sagði hann gildi menntunar vera talið svo sjálfsagt í okkar þjóðfélagi að menn minntust bara á það á hátíðarstundum. Það væri að hans mati skylda velmeg- andi þjóðfélags að örva hvem einstakling til menntunar. Jafnrétti til náms væri grundvall- arþáttur þeirra mannréttinda sem þjóðin ætti að virða. Námslán nægðu nú ekki til framfærslu og væri náms- mönnum sagt að nú þyrfti að spara því að neyslan í þjóðfélaginu væri orðin of mikil. Að lokum flutti Magnús Þór Jóns- son, Megas, nokkur lög og Bjöm Thoroddsen og félagar spiluðu léttan jass. Morgunblaðið/Svenir Jón Sigurðsson dóms- og kirkjumálaráðherra fylgist með Sigurði Blönd- al skógræktarstjóra undirrita samninginn um leigu Skógræktar ríkisins á Mosfelli i Grímsnesi. Skógrækt ríkisins leigir Mosfell í Grímsnesi: Hyggst gróðursetja 140 þúsund plöntur árlega JÓN Sigurðsson dóms- og kirlqu- málaráðherra og Sigurður Blönd- al skógræktarstjóri undirrituðu í gær, þriðjudag, samning um leigu á 662 hektara landi úr prestsset- ursjörðinni Mosfelli f Grimsnesi. Leigugjald fyrir landið er 100 þúsund krónur á ári miðað við núgildandi verðlag. Landið hyggst Flokkur Krísts HVÍLDARDAGURINN, Skammturinn, Þjónninn = Flokkur Krists nefnist bók, sem Loftur Jónsson hefur gefið út. í bókinni eru samtöl í leikrits- formi, greinar eftir Loft Jóns- son: „í tilefni Guðsríkisárs" og fleiri, og loks er fjallað um starf- semi Flokks Krists. í lokaorðum bókarinnar segir Loftur m.a. að bókin sé skrifuð af köllun þeirra sem í hlut eiga. „Við eigum að gefa Drottni okkar og Frelsara Dýrðina og Hann mun leiða okkur áfram í Flokki Krists", segir hann ennfremur. Bókin er 313 blaðsíður. Skógrækt rfldsins nota til ræktun- ar nytjaskóga og er áætlað að á næstu 15 árum verði árlega gróð- ursettar á jörðinni 140 þúsund plöntur i 40- 50 hektara lands. Áætjanadeild Skógræktarinnar mun á næstunni skipuleggja land- svæðið og vegna einstæðs tíðarfars er jafnvel gert ráð fyrir að hægt verði að byija að herfa þurrlendi á næstu vikum. í vor verður hafist handa við gerð plógræsa á votlendi sem er tæpur helmingur landsins. Að sögn skógræktarstjóra var það haft í huga að landið er vel greið- fært og vel fallið til eins mikillar vélavinnu og kostur er að beita. Áætlað er að gróðursetja aðeins 3- 4 tijártegundir í landi Mosfells; stafa- furu, lerki, sitkagreni og alaskaösp. Á blaðamannafundi sem dóms- og kirkjumálaráðherra og skógræktar- stjóri ríkisins héldu í tilefni af undirritun samningsins kom fram gildistími leigusamnings er óvenju- langur, 115 ár, þar sem áætlaður vaxtartfmi skógarins sé 100 ár en gróðursetningin muni taka 15 ár miðað við áætlaðan framkvæmda- hraða. Að þessum tíma liðnum ætti að vera búið að höggva allan skóginn. Hæstiréttur: Tékkar ógiltir vegna ófullnægjandi eyðublaða Framseljandi innistæðulausra tékka að upphæð samtals 390 þúsund krónur var nýlega sýknaður í Hæstarétti af greiðslukröfu viðkomandi viðskiptabanka, þar sem hvorki tékkaeyðublaðið né útfylling þess fullnægði formskilyrðum tékkalaga um útgáfustað. Málavextir voru þeir, að maður í Vestmannaeyjum afhenti sem greiðslu tvo tékka að upphæð sam- tals 390 þúsund krónur til manns í Hafnarfirði. Voru tékkamir gefn- ir út af reikningi Vestmannaey- ingsins í útibúi Búnaðarbankans í Vík í Mýrdal. Hafnfirðingurinn framseldi tékkana til Samvinnu- bankans í Hafnarfirði og Spari- sjóðs Hafnarfjarðar. Ekki reyndist vera innistæða fyrir tékkunum og höfðáði Búnað- arbankinn í Vík mál á hendur Hafnfirðingnum og útgefanda tékkanna. í bæjarþingi Vest- mannaeyja var Hafnfirðingurinn dæmdur til greiðslu og áfrýjaði hann málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur tók ekki afstöðu til ábyrgðar mannsins í Hafnarfirði á innistæðuleysinu, en sýknaði hann á þeim forsendum að á tékkunum var ekki getið útgáfustaðar, sbr. 5. tl. 1. gr. tékkalaga, sem venju- lega er gert við þá línu, þar sem dagsetning er skrifuð. Þá var ekki heldur tilgreindur staður við nafn útgefanda, sbr. 4. mgr. 2. gr. lág- anna. Þóttu því kröfur á hendur framseljandanum í Hafnarfirði ekki geta verið byggðar á því, að hann hafi bakað sér tékkaskuld- bindingu, samkvæmt 1. mgr. 18. gr. tékkalaga, með áritun sinni á tékkana. Lögmaður mannsins, sem var sýknaður, var Ámi Grétar Finns- son, hrl., en lögmaður Búnaðar- bankans var Jón Hjaltason, hrl. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómaramir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Skaftason, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason og Magnús Þ. Torfason. Sveiim Egilsson hf.: Veggskreyting afhjúp- uð í nýjum sýningarsal VEGGSKREYTING var afhjúp- uð af Davíð Oddssyni, borgar- stjóra, í nýjum sýningarsal Sveins Egilssonar hf. i húsi Framtíðar við Skeifuna í gær, þriðjudag. Gunnsteinn Gíslason, myndlist- armaður, sá um gerð veggskreyt- ingarinnar sem unnin er í múrristu (sqraffito) og ryðfrítt stál. Á síðustu ámm hefur það orðið æ algengara að eigendur fyrirtækja leggi metnað sinn í að fegra og lagfæra vinnustaði. Auk þess hef- ur Reykjavíkurborg haft frum- INNLENlJ kvæði að uppsetningu listaverka ágætum, segir í fréttatilkynningu víða um borgina og gert það með frá Sveini Egilssyni hf. Morgunblaðiö/Bjami Á myndinni eru talið frá vinstri: Þórir Jónsson, Davíð Oddsson og Gunnsteinn Gislason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.