Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Stóriðja, umhverfi og félagsleg röskun eftir Kristínu Einarsdóttur Þegar talað er um stóriðju hér á iandi þýðir það í hugum flestra sú stóriðja sem blasir við okkur í Straumsvík og á Grundartanga. Fólk sér stór og mikil hús sem flest- um fínnst mjög óaðlaðandi. Þau eru oft hulin torkennilegri móðu sem er sögð hættulaus. Mjög fáir fínna hjá sér nokkra löngun til að skoða þessi ferlíki nánar. Þetta er yfírleitt það fyrsta neikvæða sem mætir fólki varðandi stóriðjuna. ef kannað er aðeins nánar hveijir það eru sem vinna í slíkum verksmiðjum kemur í ljós að það eru að stærstum hluta karlar á „besta aldri". Mjög fáar konur vinna við þau störf sem bjóð- ast á slíkum vinnustöðum nema þá til að þjónusta karlana. Fæstir telja vinnu í stórum verksmiðjum vera aðlaðandi eða freistandi og geta ekki hugsað sér slíka vinnu fyrir sig og sína. A stöðum þar sem atvinnuupp- ■bygging hefur aðallega verið í formi stóriðju eins og t.d. á sumum stöð- um í Noregi hefur það skapað mikil vandamál hve atvinnulíf staðanna verður einhæft. Mörg stóriðjuver, þar á meðal stærstu álverin, eru byggð á afskekktum stöðum með lélegt vegasamband og lítið undir- lendi. Vinnumarkaðurinn er mjög takmarkaður og iðjuverin verða oft algerlega ríkjandi á þessum stöðum. í ýmsum afskekktum byggðarlög- um hafa einhliða stóriðjusvæði lent í verulegum ógöngum og atvinnu- horfur eru þar víða mjög slæmar. Mikill aðflutningur fólks í upphafí stóriðjuuppbyggingar og fólksflótti síðar meir er höfuðeinkenni þessara hreppa. Stóriðja er því ekki vænleg- ur kostur í fámennum byggðum og reynsla annarra er, að iðjuvera- hreppar hafa fengið í sinn hlut flest af vandamálum stórborgarsamfé- lagsins svo sem unglingavandamál, óstöðugleika, hávaða og mengun af ýmsu tagi. Aftur á móti fá þeir ekki kosti borganna í staðinn svo sem fjölbreytt menningar- og at- vinnulíf með tækifærum til vinnu, einnig fyrir konur og unglinga. Ifyrir nokkrum árum var mikið talað um álver við Eyjafjörð. Þeir sem voru á móti álveri þar voru það af ýmsum ástæðum. Ótrúlega margir vildu stóriðju til landsins en bara ekki nálægt þeim. Því ekki að staðsetja hana, t.d. á Melrakka- sléttu? Þeir hafa vísast gert sér grein fyrir þeim ókostum sem henni fylgja en hafa trúað þeim sem telja hana vera bjargvætt okkar. Hver vill líka kalla yfír sig það samfélag sem þessu fyrirbæri fylgir? Það er alveg víst að þeir sem tala hæst um ágæti stóriðju vildu örugglega ekki sjá bömin sín vinna þar alla ævi. Abraham Lincoln sagði ein- hverju sinni að margir lofuðu ágæti þrælahalds en aldrei hefði heyrst að nokkur vildi vera þræll. Stóriðju tengjast fá en óheyrilega dýr störf miðað við aðra atvinnu- kosti. Stóriðrjan er þess vegna ekki líkleg til að geta veitt þeim fjölda fólks atvinnu sem kemur út á vinnu- markaðinn næstu árin. Það er því hvorki hægt að segja að stóriðja sé fysilegur atvinnukost- ur fyrir einstaklinginn né heldur það félagslega umhverfí sem hann býr í. Mengiin og umhverfi Oftast er því haldið fram að nútíma verksmiðjur séu svo vel búnar mengunarvömum að það sé nánast ómögulegt að af þeim stafí nokkur mengun. Reynsla okkar af álverinu í Straumsvík gefur ekki tilefni til að taka slíkar fullyrðingar trúanlegar. Öðru hvoru heyrist um flúormengun og kerbrotaúrgangur virðist vera stöðugt vandamál. Það má vel vera að með fullkomnum hreinsibúnaði verði mengun mjög iítil eins og sagt er — en hvað er meint með lítið? Þetta litla getur nefnilega verið of mikið fyrir okkar viðkvæma land. Þetta litla getur líka verið hættulegasti hluti úr- gangsins fyrir bæði menn og dýr. Það segir því ekki alla söguna þeg- ar talað er um að aðeins brot úr prósenti sleppi út í andrúmsloftið. Það skiptir ekki minna máli hvað það er sem sleppur út. Raunar hafa Islendingar verið mjög andvara- lausir gagnvart mengun og þurfa að taka sig verulega á í því efni. Sjónarmið stundargróða mega ekki vera ráðandi heldur verðum við að líta til lengri tíma. Og hvað ef ein- hver bilun verður í hreinsibúnaði? Hættuleg mengun sem sleppur út í umhverfið er yfírleitt í kjölfar mannlegra mistaka, sem enginn tæknilegur hreinsibúnaður getur komið í veg fyrir. Það getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Mér er til efs að nokkur stóriðjuhöldur vildi koma hingað til lands ef gerðar yrðu þær kröfur til mengunar og umhverfismála sem eru nauðsyn- legar. Því er nú haldið fram að álverk- smiðjueigendur í Evrópu séu famir að horfa til íslands með það í huga að reisa verksmiðjur sínar hér. í því sambandi er helst rætt um hækkandi raforkuverð þar, saman- borið við það lága orkuverð og þau lágu laun sem sögð em hér í boði. Eða getur það verið að andvara- leysi íslenskra ráðamanna í mengunarvömum lokki nú hættu- lega stóriðju frá iðnaðarsvæðum Evrópu þar sem reynslan hefur kennt mönnum að treysta mengun- arvamir? Það em ekki bara verksmiðjumar sem hafa í för með sér röskun á umhverfínu. Orkufrekur iðnaður hefur óhjákvæmilega í för með sér virkjanir og þær oftast stórar. Fáir em til að halda því fram að við eigum að hverfa aftur til fortíðar- innar — þegar ekki var til rafmagn né nokkuð það sem við viljum telja til nútíma þæginda. Og það em víst fáir sem halda því fram að við eigum ekki að virkja vegna þeirrar röskunar sem virkjanir valda. En þeir em sem betur fer margir sem vilja halda þessari röskun í algjöm lágmarki. Raforkuver hafa alltaf í för með sér ákveðna röskun, auk bygginga sem þeir tengjast, s.s. breytingar á árfarvegum og uppi- stöðulón með þeim breytingum á umhverfi og lífríki sem það hefur óhjákvæmilega í för með sér. Að jafnaði vex röskun með stærð virkjana. Við ættum því að stefna að byggingu minni virkjana sem henta til framleiðslu á raforku til notkunar innanlands fyrir íslend- inga. Við útreikninga á hagkvæmni Qárfestinga eins og virkjana er nauðsynlegt að hafa í huga að há- marksgróði í peningum talið þarf ekki endilega að fara saman við hámarksgæði fyrir fólkið í landinu. Það er ekki hægt að skáka fólki til og frá án þess að taka tillit til fé- lagslegra þarfa þess. Þeim sem eiga að reikna arðsemi fjárfestinganna er því nokkur vandi á höndum. Það verður að taka tillit til félagslegra og umhverfíslegra þátta ekki síður en beinharðra peninga við hag- kvæmnisútreikninga, annars lend- um við í blindgötu. Það má ekki bara sleppa þessum þáttum af því að það er erfitt að meta þá. Orkulindir — auðlindir Því hefur mikið verið haldið á lofti að ein af okkar stærstu auð- lindum sé falin í fallvötnunum. Hafa margir orðið til að taka undir með Einari Benediktssyni og viljað selja fossa; því fleiri því betri. Oft hefur heyrst að okkur sé nauðsyn að nýta alla þá vatnsorku sem streymir óbeisluð til sjávar beint fyrir framan augun á okkur. Það er eins og sumir telji mikilvægast að allt vatn þurfí að renna í gegnum túrbínur án tillits til þess hvað það kostar og hvort við höfum einhver not fyrir það. En við megum ekki gleyma því að vindurinn blæs, sjór- inn fellur að og frá, sólin skín og það sama gildir um allar þessar orkulindir að það er dýrt að virkja þær. Við verðum að geta étið graut- Kristin Einarsdóttir „Rannsóknir eru mikil- vægfur hluti þeirrar undirstöðu sem at- vinnuuppbyg-ging- framtíðarinnar hvílir á. Menningu okkar og sjálfstæði er nú ógnað af erlendum áhrifum. Á sama hátt er sjálfstæði okkar óguað, ef við ætlum að byggja okkar framtíð á erlendri þekkingu eingöngu.“ inn úr grautarpottinum til að hann komi okkur að gagni. Ef við kunn- um ekki að nýta auðlindina okkur til góðs er ekki hægt að tala um auðlind. Við verðum að nýta hana okkur til hagsbóta en ekki gefa öðrum ágóðann. Orkusölumönnunum hefur ekki tekist að selja raforkuna á því verði sem hægt er að sætta sig við. Er- lend stóriðja greiðir allt of lágt orkuverð á meðal almenningur á Islandi greiðir fyrir orkuna verð sem er með því hæsta miðað við ná- grannaþjóðirnar. Samningar við Alusuisse hafa ekki tekist betur en Málefni aldraðra / þórir s. guðbergsson Hvað eru margir á biðlista eftir húsnæði o g vistun? Öðru hveiju er alltaf spurt: Hvað eru margir á biðlista eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum víðsvegar um landið. Öðru hveiju er um þetta spurt á Alþingi og þá oftast nær einhveijir úr stjómarandstöðuflokk- um. Hollt er hveiju sveitarfélagi að hyggja að stöðu sinni gagnvart málefnum aldraðra og fylgjast vel með hvað er að gerast og með hvaða hætti unnt er að breyta og bæta þá þjónustu sem fyrir hendi er. Nauðsynlegt er einnig að sveitarfé- lög geri sér grein fyrir hvar skórinn kreppir svo að unnt sé að hyggja að því sem nauðsynlegast er og brýnast hveiju sinni og raða mál- efnum í forgangsröð þar sem allir vita að ekki er unnt að gera alla hiuti samtímis. Allt hefur sinn tíma. Því miður er það of algengt að almenningur setur alla aldraða í sama bás — einnig þegar spurt er hvað margir aldraðir séu á biðlist- um. Fáir vita að með lögum um málefni aldraðra er húsnæðis- og vistunarmöguleikum skipt niður í §óra meginflokka, en þeir eru: 1. Þjónustuíbúðir, þar sem er tiltölulega lítil þjónusta við íbúana. í þjónustuíbúðum er að öllu jöfnu aðeins húsvörður sem á að sjá um viðhald og viðgerðir, en annast að öðru leyti ekki félagslega þjónustu við íbúana. Hér getur því bæði ver- ið um að ræða leiguíbúðir og söiuíbúðir. Þeir íbúar sem búa í slíkri gerð þjónustuíbúða fyrir aldr- aða eru því háðir heimilishjálp og heimahjúkrun ef um veikindi er að ræða eins og aðrir aldraðir sem búa í sínum eigin íbúðum í sveitarfélag- inu. 2. Vemdaðar þjónustuíbúðir, þar sem er enn meiri þjónusta en áður er nefnd. í vemduðum þjón- ustuíbúðum er vakt allan sólar- hringinn og meiri félagsleg þjónusta við íbúana en í venjulegum þjónustuíbúðum. Þeir sem búa í vemduðum þjónustuíbúðum eru því að öllu jöfu mun meira lasburða en áðumefndur hópur íbúa og þurfa strax í upphafí meiri þjónustu og meira öryggi en unnt er að veita í þjónustuíbúðum. Fram til þessa held ég að hvergi hafí verið byggðar vemdaðar þjón- ustuíbúðir nema í Reykjavík og er þessi kostur afar dýr fyrir sveitarfé- löginn þar sem ríkið greiðir engin daggjöld fyrir íbúa sem búa í leigu- húsnæði af þessu tagi en greiðir hins vegar daggjöld fyrir alla þá sem búa í næsta þjónustustigi, þ.e. á dvalarheimili. 3. Dvalarheimili, þar sem mikil þjónusta er veitt, t.d. vaktþjónusta allan sólarhringinn, aðhlynning og hjúkrun, lyf og læknishjálp, matur og þvottur. Þeir sem fara inn á dvalarheimili eru því einstaklingar sem þurfa á allri þessari aðstoð að halda, geta ekki lengur búið einir heima og annast eigið heimilishald og ekki er unnt að veita þjónustu við hæfí. Að öllu jöfnu em það því talsvert lasburða einstaklingar sem fara á dvalarheimili og gera yfír- völd einnig ráð fyrir því og greiða gjöld til dvalarheimilanna sem því nemur. 4. Hjúkrunarheimili/sjúkra- deildir, em svo ætlaðar þeim sem em orðnir svo veikir að þeir þurfa enn meiri aðhlynningu en unnt er að veita þeim á almennri vistdeild dvalarheimila. Hjúkmnarþjónusta er enn meiri en á dvalarheimilum og læknisþjónusta því nauðsynlegri en ella. í sumum tilvikum em hjúkr- unarheimili og vistheimili undir sama þaki eins og á Droplaugar- stöðum í Reykjavík og þykir mörgum afar góður kostur, en í öðmm tilvikum em sjúkradeildir annaðhvort inni á sjúkrahúsum eða nátengdar sjúkrahúsum eða ákveðnum deildum sjúkrahúsa, eins og t.d. Hafnarbúðir sem tilheyra Landakotsspítala og Hvítabandið sem tilheyrir Borgarspítala. Þegar spurt er: Hvað em margir á biðlista er rétt að geta þess í leið- inni til þess að fyrirbyggja allan misskilning að ekki eru allir á bið- lista eftir sama þjónustustigi. Margir spyrja því áfram: Hveijir em í brýnni þörf fyrir þjónustu- íbúðir? Em það ekki fyrst og fremst þeir aldraðir sem búa við ótrygga húsaleigu, hafa aldrei eignast sitt eigið húsnæði, hafa oft þurft að flytja um ævina og aldréi búið við ömggt skjól? Em það ekki fremur þeir sem búa í eigin húsnæði sem er bæði óhentugt, illa einangrað, í risi eða í köldum kjallara eða bflskúr, þeir sem eiga fáa eða enga að sem geta hjálpað og aðstoðað og veitt þeim öryggi í einangmn og kvíða — fremur en þeir sem búa í eigin húsnæði se talið er sæmilega hentugt fyrir aldraða, í stigahúsi þar sem er lyfta og önnur þægindi eða á jarðhæð eða fyrstu hæð og mögulegt er að koma fyrir annarri þjónustu, t.d. heimahjúkmn, heimil- ishjálp, dagvistun einhveija daga vikunnar o.s.frv. Þegar rætt er um mikinn §ölda á biðlistum eftir húsnæði og vistun er eðlilegt að margir verði hálf skelkaðir og hugsi sem svo: Það er eins gott að tryggja sig og láta skrá sig á biðlista þegar í stað til þess að maður komist einhvemn tíma að. En eftir hveiju er þá farið þegar Þórir S. Guðbergsson • „Hvernig skiptist húsnæði í 4 aðal- flokka samkvæmt lögnm um málefni aldraðra? • Áaðhættaað byggja dvalarheim- ili?“ metið er hvort umsækjandi er í brýnni þörf eða ekki fyrir húsnæði eða vistun? í fyrsta lagi er reynt að gera sér grein fyrir heilsufari viðkom- andi, hvað getur hann upp á eigin spýtur, við hvað þarf hann hjálp og aðstoð, getur hann annast dag- legt heimilishald, er hann öryggis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.