Morgunblaðið - 02.12.1987, Side 49

Morgunblaðið - 02.12.1987, Side 49
MQRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 49 Jómfrúræða Láru V. Júlíusdóttur: Farsælla að nýta heimild- ir gildandi jafnréttíslaga Hér fer á eftir jómfrúræða Láru V. Júlíusdóttur (A.-Rvk.) sem flutt var á Alþingi 10. nóv- ember sl. í umræðum um jafna stöðu karla og kvenna. Herra forseti. Það frv. sem hér er til umræðu er um breyt. á 1. um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Hér er um að ræða viðbót við 12. gr. laganna sem fjallar um það að leitast skuli við að hafa sem jafnasta tölu kynja í stjómum, nefndum og ráðum á vegum ríkis, sveitarfélags og félagasamtaka. Viðbót, sem felur í sér að í nefnd- um, stjómum og ráðum sem skipuð em beint af ráðuneytum eða á veg- um opinberra stofnana og fyrir- tælqa skuli ekki vera færri en 40% af hvom kyni. Svo sem fram hefur komið í könnun, sem Jafnréttisráð hefur nýlega látið gera, hefur þrátt fyrir núgildandi ákvæði lítil hreyfing orð- ið í jafnréttisátt ef stjómir og ráð innan einstakra ráðuneyta em borin saman með tilliti til skiptingar kynja á 10 ára tímabili. Þótt þróunin hafí verið sú að konum hafi aðeins fjölg- að í nefndum á árabilinu frá 1976—1985 er enn mjög langt í land með að því verði náð sem kalla má jafnrétti hvað þetta varðar. Aukningin er úr 3% 1976 í 10% 1985. Þetta er þróun sem varð á kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna þegar sérstakt átak átti að gera til að bæta stöðu kvenna í heiminum. Segja má að konur á íslandi hafí fyrir löngu náð lagalegu jafn- rétti. Konur fengu kosningarétt til Alþingis 1915 og ýmis lagaleg rétt- indi til jafns við karla fengust snemma á öldinni. Við löggjöf í jafn- réttismálum hér á landi ríkti _ á margan hátt framsýni og vom ís- lendingar framarlega í lagasetn- ingu borið saman við aðrar þjóðir. Þrátt fyrir lög hefur hér gengið illa að ná jafnrétti í reynd. Hlutdeild kvenna á þingi hefur lengst af ver- ið lítil. Einungis 17 konur höfðu verið kosnar á þing frá árinu 1915 og fram til síðustu alþingiskosn- inga. Launamunur kynja er vem- legur og þannig má áfram telja. Áhrif kvenna em ekki eins mikil á íslandi og ætla mætti þegar litið er til lagalegrar jafnstöðu. Við sjáum dæmin allt í kringum okkur. Á árinu 1960 vann fímmta hver gift kona utan heimilis. í dag vinna fjórar af hverjum fímm giftum kon- um utan heimilis. Samt sem áður miðar skólakerfíð enn við það að mamman sé heima að sinna baminu sínu í hádeginu. Skólar em tvísetn- ir ef ekki þrísetnir og enn hefur samfelldum skóladegi ekki verið komið á alls staðar. Ekki þarf að fjölyrða um það ástand sem nú ríkir í dagvistarmálum og em þetta lýs- andi dæmi um að lítið hefur verið gert til að koma til móts við breytt- V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! ar þarfir fjölskyldunnar. Hvers vegna? spyija menn. Jú, uppeldi bamanna hvílir á konunum jafnvel þótt þær hafí farið út að vinna. Konur em ekki þar sem ráðum er ráðið. Úrlausn þessara mála hefur ekki haft neinn forgang. Til að breyta þessu þarf að auka völd kvenna. Ein leiðin til að tryggja völd þeirra er að auka á hlutdeild þeirra í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera. I stefnuyfírlýsingu ríkisstjórnar- innar segir bemm orðum að kjör kvenna og aðstaða bama verði bætt og áhrif kvenna í þjóðlífínu aukin. Til að fylgja eftir þessari stefnu hefur félmrh. með bréfi til ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja ríkisins beint þeim tilmælum til þeirra að sérstakt átak verði gert til að tala kynjanna í stjómum, nefndum og ráðum á vegum þess- ara aðila verði sem jöfnust. í athugun er í ráðuneytinu hvemig enn frekar megi fylgja þessu eftir, þar á meðal hvort lagabreyting komi hér til greina. Hefur sérstak- lega verið litið til hugmynda sem fram hafa komið um að þegar beð- ið sé um tilnefningu í stjómir, nefndir og ráð á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli nefna karl og konu. Sé það ekki gert skuli veita jafnréttisráði skriflega rökstudda greinargerð um ástæður þess. Má í þessu sambandi nefna að í Danmörku vom sett lög þessa efnis 1985, það em lög nr. 157/1985. Og þó að þessi lög hafi nýlega tek- ið gildi, þau em tveggja ára gömul, þá hafa þau þegar haft töluverð áhrif þar til að auka hlutdeild kvenna í opinbemm nefndum. Á fyrsta árinu sem þau vom í gildi jókst tala kvenna í nefndum og ráðum úr u.þ.b. 11% í 30%. Eitt af helstu baráttumálum kvenna um heim allan á síðasta áratug hefur verið að tryggja með lögum heimild til sérstakra aðgerða SfóHsftæðor hillur eðaheilar samslæður Níðsterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margarog stillanlegar stærðir. Hentarnánast allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga UMBOÐS OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFÐA W SÍML6724 44 til hagsbóta konum. Hinn 13. júní 1985 samþykkti Alþingi till. til þál. um heimild fyrir ríkisstjómina til að fullgjlda samning Sameinuðu þjóðanna um afnám alls misréttis gagnvart konum. í 4. gr. þess samnings segir, með leyfi forseta: „Geri aðildarríki sérstakar bráða- birgðaráðstafanir, sem miða að því að flýta fyrir að raunvemlegt jafn- rétti karla og kvenna náist, skal það ekki talið misrétti eins og það er skilgreint í samningi þessum en skal ekki á neinn hátt hafa í för með sér að ójöfnum eða ólíkum skilyrðum sé við haldið. Ráðstafan- ir þessar skulu felldar niður þegar markmiðunum um sömu tækifæri og meðferð hefur verið náð.“ í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 65/1985, segir í 3. gr. að hvers kyns mismun- un eftir kynferði. sé óheimil. Þó kemur fram í lögunum að sérstakar tímabundnar aðgerðir, sem ætlaðar em til að bæta stöðu kvenna til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna, teljist ekki ganga gegn lögunum. Heimild til tímabundinna aðgerða til hagsbóta konum hefur verið til staðar í lögunum í tvö ár. Enn fer ekki mikið fyrir slíkum aðgerðum. Þó hefur nú á allra síðustu mánuðum orðið töluverð umræða um þetta ákvæði og hefur framkvæmdanefnd um launamál kvenna tekið málið til sérstakrar umfjöllunar. Skipta má þessum að- gerðum í tvo hópa eftir eðli þeirra, annars vegar þvingandi aðgerðir, svo sem kvóta eins og lagður er til í frv. sem hér liggur fyrir, hins vegar jákvæðar aðgerðir, styrki, Lára V. Júlíusdóttir verðlaun, hvatningu til þeirra sem sýna viðleitni til að breyta ástandi til betra horfs. Deilt er um það hvora leiðina sé betra að fara. Svo sem ég hef rakið er ekki andstætt lögum að ráðast í sérað- gerðir í þágu kvenna. Jafnréttisráð hefur nú til umíjöllunar tillögur hóps sem vann að útfærslu á þess- ari heimild en Jafnréttisráði er, svo sem kunnugt er, ætlað samkvæmt lögum að marka stefnu í jafnréttis- málum. Áður en farið verður að breyta jafnréttislögum í þá átt sem hér er lagt til tel ég að fyrst verði að láta á það reyna hvemig unnt verði að notfæra sér 3. gr. lag- anna, um tímabundnar aðgerðir til hagsbóta konum, og huga að breyt- ingu á 12. gr. á þá leið sem gert hefur verið í Danmörku. 40%-kvóti í þessu tilviki er göfugt markmið en það verður að ætla að erfitt sé að ná því fram með hliðsjón af stöðu jafnréttismála hér á landi í dag. Ég vil heldur sjá lögunum breytt og reglugerðir settar þannig að líkur séu til að hægt sé að fram- fylgja þeim heldur en að setja lög sem engin leið er að framfylgja. Lögin verða að endurspegla réttar- vitund manna en ekki vera einhvers konar óljós framtíðarsýn. Ég sé ekki að unnt sé fyrir Jafnréttisráð að framfylgja þeim ákvæðum sem hér er um rætt af nokkru viti og tel að undanþágur verði reglan þar sem hér er lagt til að lögbinda 400% aukningu a þátttöku kvenna í nefndum. Ég treysti því nefnilega ekki að allir karlmenn séu jafn- miklir jafnréttissinnar og hv. flm-. þessa frv. Hér á landi hefur heimildin í 3. gr. jafnréttislaga sama og ekkert verið notuð. Þar tel ég að sé opin leið í flestum tilvikum að tryggja þann kvóta sem hér er lagður til með löggjöf. Með stjómvaldsað- gerðum er hægt að koma á kvóta sem tryggir aukna hlutdeild kvenna. Við kosningu í stjómir og skipanir í nefndir og ráð á vegum ríkis, sveitarfélaga og félagasam- taka tel ég að oft gleymist að konur séu til eða eins og oft er: Ein kona er sett í hópinn með körlunum. Ef sú leið verður farin að nefna bæði karl og konu við tilnefningar væri minnt á tilvist alls þess fjölda fram- bærilegra kvenna sem stöðugt er sniðgenginn þegar verið er að út- deila völdum hér á landi. Þótt ég sé í hjarta mínu sam- mála því markmiði sem frv. stefnir að þá hef ég efasemdir um þá leið sem hér er lögð til. Ég tel að far- sælla sé í fyrsfa lagi að nýttar verði þær heimildir sem gildandi jafnrétt- islög veita til að tryggja konum aukna hlutdeild í stjómum og nefndum, og í öðru lagi að kannað verði hvort ekki sé rétt að lögbinda þá reglu að nefna skuli bæði karl og konu við tilnefningar í stjómir, nefndir og ráð á vegum ríkis og sveitarfélaga áður en ráðist verður í svo róttækar breytingar á nýlegpim jafnréttislögum sem hér er lagt til. n Jeep EINKAUMBOÐ A ISLANDI 1988 Sýningar- bíll á staðnum. ★ Hagstæð kjör ★ 25% útborgun ★ Eftirstöðvar lánaðar í allt að 2V2 ár Ath.: Gengi dollars hefur ekki verið lægra síðan fyrir gengis- felHngu 1984. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 — 77202

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.