Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Fólskuleg árás á íslenzkan íþrótta- mann í Svíþjóð EGGERT Guðmundsson knatt- spyrnumarkvörður hjá Trelle- borg varð fyrir árás fyrir utan skemmtistað í Malmö síðastlið- inn fimmtudag. Eggert hand- leggsbrotnaði og missti þrjár tennur, auk þess sem stórsér á andliti hans. Arásarmaðurinn komst undan. Ekki er vitað hver hann er eða hvers vegna hann taldi sig eiga eitthvað sökótt við Eggert. Eggert, sem er með vinstri höndina í gipsi eftir skurðaðgerð sem gerð var fyrir fímm vikum, sagðist hafa skroppið á skemmti- stað ásamt bróður sínum og tveimur félögum úr Trelleborgar- liðinu. „Við stoppuðum þarna inni í tíu mínútur og vorum nýkomnir út af staðnum þegar ég var allt í einu sleginn bylmingshögg í andlitið. Ég sá ekki hver gerði þetta, vissi ekki fyrr en höggin dundu á andlitinu á mér.“ Eggert vankaðist, féll við og í fallinu brotnaði handleggurinn fyrir ofan gipsið. Árásarmaðurinn komst undan áður en félagar Eggerts áttuðu sig á hvað hafði gerst. Eggert var fluttur á sjúkrahús og dvaldist þar næturlangt. Hann kærði árásina til lögreglunnar og er árásarmannsins nú leitað. Helst er talið að um sé að ræða mann sem dyraverðir skemmtistaðarins höfðu vísað á dyr, fyrir slagsmál og ólæti, fyrr um kvöldið. Eggert Guðmundsson hefur leikið einn A- landsieik og nokkra U- 21 landsleiki fyrir íslands hönd. Vegna skurðaðgerðarinnar átti hann ekki von á að geta leik- ið með liði sínu fyrr en í apríl. Morgunblaðið/SOS Eggert Guðmundsson Eggert sagði að ekki yrði ljóst fyrr en í febrúar hvort skurðað- gerðin væri fyrir bí vegna hand- leggsbrotsins en eftir fyrstu röntgenmyndum að dæma ætti svo ekki að vera. VEÐUR Heimíid: Veðurstola Islands (Byggt ó veöurspó ki. 16.16 i geer) ÍDAGkl. 12.00: VEÐURHORFUR í DAG, 2.12.87 YFIRLIT é hódegl I gær: Sunnan- og suövestan átt, kaldí eða stinn- ingskaldi. Rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt aö mestu ó Noröausturlandi. Hiti 4 til 9 stig. SPÁ: Um 300 km austur af Hvarfi er 988 mb iægð sem grynnist, en vlöóttumiki! 1046 mb hæð er yfir Noröur-Skotlandl. Hiti breytist fremur lítiö. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA FIMMTUDAQUR: Norðvestanátt og skúrir eða slydduél Naustan- lands I fyrstu, annars vestlæg átt meö skúrum víöa. Hiti 0—5 stig. FÖSTUDAGUR: Breytlleg eöa vestlæg ótt, fremur hæg. Skúrlr eöa siydduél vlöast hvar nema helst uSöaustanlands. Hitl 2—8 stig. TÁKN: Heiöskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. rrr r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r # # * * * * * Snjókoma # # # -f 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Poka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður xm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gar að ísl. tfma hltl vaður Akurayri 8 •likýjað Raykjavfk 8 þokumóéa Bargen 2 lóttskýjaó Helainkl 1 alskýjað Jan Mayen +10 snjókoma Kaupmannsh, 4 þokumóða Narasarsauaq +10 anjókoma Nuuk +8 léttakýjað Oaló 1 lóttskýjað Stokkhólmur 1 léttskýjað Þórshöfn 7 akýjað Algarvs 12 aúld Amsterdam 3 þokumóða Aþsna 18 játtskýjað Barcslona 7 aúld Bsrlin a hélfskýjað Chlcago 0 aiakýjað Fensyjar 10 akýjað Frankfurt 4 lóttakýjað Qlaagow -1 rsykur Hamborg 3 iéttakýjað Laa Palmaa 22 alakýjað London 7 akýjað LoaAngslaa 8 þokumóða Lúxsmborg 1 þokumóða Madrld 7 heiðakfrt Malaga Mallorca 14 súldés.klst, vsntsr Montreal 1 elakýjað NswYork 8 léttakýjað Parfa 1 þokumóða Róm 12 léttakýjað Vfn 4 alskýjað Washlngton. 3 léttakýjað Wlnnipsg +5 anjókoma Vatenda 13 helðskfrt Áf engisvandinn: Askorun tíl al- þingismanna MORGUNBLAÐINU hefur boð- ist eftirfarandi áskorun próf- essora við læknadeild Háskóla íslands til alþingismanna. Undirritaðir prófessorar við læknadeild Háskóla íslands skora á háttvirta alþingismenn að skoða vel hug sinn áður en þeir taka afstöðu til frumvarps um breyt- ingu á áfengislögum, sem heimilar framléiðslu og sölu á áfengu öli og ætla má að leiði til aukinnar áfengisneyslu í landinu. Þetta frumvarp kann að snerta heilsu íslendinga meira en flest frum- vörp um heilbrigðismál hafa gert til þessa. Oll vandamál, sem tengjast áfengi vaxa margfalt með aukinni heildameyslu. Flestir telja að við höfum þegar meira en nóg af slíkum vandamálum. Áfengissýki er aðeins einn þáttur þeirra. Fjöl- margir aðrir sjúkdómar og slys ásamt þjáningum, örorku og dauðsföllum er af þeim leiða, eiga að verulegu leyti rót sína að rekja til ofnotkunar áfengis og vaxa með aukinni heildameyslu þess. Hún leiðir þannig til ört vaxandi kostnaðar við heilbrigðisþjónustu. Félagslegar afleiðingar ofnotk- unar áfengis eru ekki síður alvarlegar og margfaldast einnig með aukinni heildameyslu. Nægir að minna á vinnutap og heimilis- erjur, andlegar og líkamlegar misþyrmingar á maka og bömum eða vanrækslu á þeim. Slíkt eykur einnig kostnað heilbrigðisþjón- ustunnar. Heildameysla áfengis og ann- arra vímu- og ávanaefna eykst eftir því sem framboðið er fjöl- breyttara og auðveldara er að ná til þeirra. Því sakleysislegra sem formið er þvf hættara er við að fólk gleymi, að áfengi í hvaða formi sem er, bjór eða öðm, getur verið vanabindandi og það slævir dómgreind þess og dregur úr við- bragðsflýti. Rétt er að minna sérstaklega á þá hættu sem fóstri stafar jafnvel af lítilli áfengis- neyslu móður. Þegar orsakaþættir sjúkdóma eða slysa eru þekktir liggur auð- vitað beinast við að bægja þeim frá eða uppræta, ef sá möguleiki er fyrir hendi. í umræðum um heilbrigðismál, bæði hér á landi og á vegum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, hefur á undanfömum ámm hvað mest áhersla verið lögð á gildi heilsu: vemdar og forvamarstarfs. í íslenskri heilbrigðisáætlun, sem lögð var fram á síðasta Alþingi, segir að vinna verði að því að minnka heildameyslu áfengis og útrýma ofneyslu. Eitt markmið áætlunarinnar er að minnka og eyða alveg óæskilegum heilsufars- legum áhrifum áfengisnotkunar. Heimild til framleiðslu og sölu áfengs öls hér á landi gengur í þveröfuga átt. Við viljum vænta þess, að al- þingismenn styðji framangreind sjónarmið í verki. Reylqavík, 27. nóvember 1987. Asmundur Brekkan, deildarfor- setí, prófessor í geislalæknisfræði. Gunnar Þór Jónsson, prófessor í slysalækningum. Helgi Valdimarsson, prófesor í ónæmisfræði Jónas Hallgrímsson, prófessor í meinafræði. Jóhann Axelsson, prófessor i lífeðlisfræði. Margrét Guðnadóttir, prófessor i sýklafræði. Víkingur Arnórsson, prófessor i barnalæknisfræði. Þórður Harðarson, prófessor i lyflæknisfræði. Gunnar Guðmundsson, prófessor i taugalæknisfræði. Gunnlaugur Geirsson, prófessor i réttarlæknisfræði. Hjalti Þórarinsson, prófessor i handlæknisfræði. Hrafn Tulinius, prófessor i heilbrigðisfræði. Magnús Jóhannsson, prófessor i lyfjafræði. Tómas Helgason, prófessor í geðlæknisfræði. Þorkell Jóhannesson, prófessor í lyfjafræði. Hannes Blöndal, prófessor i liffærafræði. Undirskriftir til stuðnings Þjóðar- bókhlöðu afhentar STARFSMENN Háskólabóka- safns og Landsbókasafns af- hentu menntamálaráðherra, Birgi Isleifi Gunnarssyni, undir- skriftalista með 2400 undir- skriftum stuðningsmanna Þjóðarbókhlöðunnar, á fundi sem Stúdentaráð Háskóla ís- lands efndi til i Þjóðarbókhlöðu 28. nóvember sl. Starfsmennim- ir mótmæla meðferð laga um þjóðarátak til byggingar Þjóðar- bókhlöðu, og skora á Alþingi að trvggja framkvæmd þeirra. 1 fyrstu grein laga um þjóðar- átak til byggingar Þjóðarbókhlöðu segir að lagður skuli á sérstakur eignarskattur gjaldárin 1987,1988 og 1989, og renni hann óskiptur til Þjóðarbókhlöðunnar, að því er segir í fréttatilkynningu frá starfs- mönnum Háskólabókasafns og Landsbókasafns. Árið 1987 var tæpum helmingi af áætlaðri upp- hæð eignarskattsins varið til framkvæmda við Þjóðarbókhlöðu, og í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er áætlað að veija tæpum þriðj- ungi af áætlaðri innheimtu til framkvæmda. í fréttatilkynningunni segir enn- fremur að nú séu liðin þijátíu ár frá því að Alþingi ályktaði um sam- einingu Landsbókasafns og Háskólabókasafns, og tuttugu ár síðan byggingarsjoður safnhúss var stofnaður. Enn megi Þjóðarbók- hlaðan bíða þrátt fyrir lagasetning- ar og fyrirheit, og á meðan haldi húsnæðisskortur og aðstöðuleysi áfram að há starfsemi Háskóla- bókasafns og Þjóðarbókhlöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.