Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 55
I MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 55 svo að við missum arðinn af fyrir- tækinu til útlanda. Þannig hefur verið samið í skattamálum að út- lendingar hirða allan ágóða en við megum sitja uppi með skuldir vegna orkufyrirtækja og slæma samninga til svo margra ára að segja _má að búið sé að afsala yfirráðum íslend- inga yfir auðlindinni. Ég tel það alveg ljóst, að erlend stóriðjufyrir- tæki hafa engan áhuga á að reisa hér verksmiðjur nema fá orkuna mjög ódýrt langt undir því meðal- verði sem kostar að framleiða hana. Mér sýnist áð arðsemi orkunýtingar vegna stóriðju sé svo léleg að hin ódýra orka verði útlendingum og ekki íslendingum auðlind. Innlend fyrirtæki eru látin greiða það orkuverð sem nemur fram- leiðslukostnaði eða jafnvel hærra til að greiða niður orkuverð til út- lendinga. Það er því harla einkenni- legt að á sama tíma þeysast íslenskir ráðamenn um löndin til að bjóða orku á útsölu og ódýrt vinnuafl, til að laða hingað auð- hringa sem síðan svífast einskis til að kúga auma þjóð sem býr á hjara veraldar. Markmið stóriðjunnar Á sama tíma og stjórnvöld telja það skyldu sína að eltast við er- lenda stóriðjufursta út um allan heim er stórlega dregið úr fjárfest- ingum til rannsókna og þróunar- starfsemi. Menntun þjóðarinnar er sú undirstaða sem framtíðin byggir á. Rannsóknir eru mikilvægur hluti þeirrar undirstöðu sem atvinnuupp- bygging framtíðarinnar hvílir á. Menningu okkar og sjálfstæði er nú ógnað af erlendum áhrifum. Á sama hátt er sjálfstæði okkar ógn- að, ef við ætlum að byggja okkar framtíð á erlendri þekkingu ein- göngu. Þau rök hafa verið notuð með erlendri stóriðju hér á landi að við verðum að byggja á þeirri þekkingu sem útlendingar búa yfir. Útlendingamir eiga framleiðslu- leyndarmál, sem við eigum að hafa svo mikið gagn af. Það er eins og það gleymist að við fáum aldrei aðgang að þessum leyndarmálum þeirra en megum borga offjár til að fá að framleiða fyrir þá hráefni til útflutnings. Innlendur iðnaður nýtur því ekki á neinn hátt góðs af vem erlendrar stóriðju á íslandi. Auðvitað verðum við að afla okk- laus og nýtur lítillar þjónustu á heimili sínu? Er hann kvíðinn og einangraður? í öðru lagi þarf að gera sér grein fyrir félagslegum aðstæðum umsækjandans t.d. á hann veikan maka, er hann einstaklingur án bama, vina eða náinna ættingja, em mikil veikindi í fjölskyldunni, er um að ræða kvíða og einmana- leika, öryggisleysi o.s.frv? f þriðja lagfi er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir fjárhagslegum aðstæðum umsækjanda. Býr hann í dým húsnæði, greiðir hann háa húsaleigu, þarf hann á fjárhagsað- stoð að halda frá sveitarfélaginu, er hann hættur allri launavinnu og lifír aðeins á bótum frá almanna- tryggingum o.s.frv? Þegar neyðin er mikil í hús- næðis- og vistunarmálum aldraðra er nauðsynlegt að vega og meta vandlega hverjir eiga fyrst og fremst rétt á að komast í húsnæði eða á vistdeildir. Nauðsynlegt er að kanna eins marga þætti og mögulegt er til þess að geta gert sér grein fyrir heildaraðstöðu um- sækjenda, heilsufari þeirra, félags- legri og Qárhagslegri stöðu. Þegar hins vegar um veika og lasburða einstaklinga er að ræða sem þurfa á mikilli þjónustu og aðhlynningu að halda er það fyrst og fremst heilsufar og aðstæður sem skipta mestu máli. Víða á Norðurlöndum hafa yfir- völd tekið upp þá stefnu að hætta að byggja dvalarheimili, en leggja megináherslu á vemdaðar þjón- ustulbúðir og hjúkmnarheimili jafnframt því að leggja höfuðá- herelu á að bæta og auka þjónustu við þá sem búa á eigin heimilum. Hvert stefnir hér á landi? Veltum því nánar fyrir okkur á næstunni. ur þekkingar m.a. erlendis eins og við höfum alltaf gert, en íslenskar rannsóknir og þróunarstarfsemi verða að byggja á íslensku hugviti og menntun. Þar er fólgin okkar stæreta auðlind og hana eigum við að virkja. Aðeins þannig getum við þróað framleiðslu okkar og fullunn- ið samkeppnishæfar vömr. Ég efast um að við fáum nokkum tíma vald yfir framleiðslunni ef við ætlum okkur eingöngu að vera þiggjendur þeirra brauðmola sem falla af borð- um þeirra sem ráða yfir því valdi sem þekkingin gefur þeim. Við fáum aldrei að vera annað en vinnu- dýr ef við afsölum okkur forræði í eigin málum. Þetta er hættulegt sjálfstæði þjóðarinnar. Markmið stóriðjunnar virðist vera að auka arðsemi peninga ein- hverra sem ekki endilega em fslendingar og þeir láta sér í léttu rúmi ligja hvort landið mengast, hvort byggð raskast eða félagsleg og menningarleg röskun verði slík að erfitt verður úr að bæta. í hátíð- arræðum er hagnaðurinn mældur í fullyrðingum um aukna þjóðar- framleiðslu, en enginn spyr um það hvort sú aukning kemur okkur eða öðmm til góða. Pjölbreyttara atvinnu- líf og útflutningur Þeir sem tala fjálglegast um nauðsyn stóriðju segja gjaman að ekki sé forsvaranlegt að byggja allan okkar útflutning á sjávaraf- urðum. Það er því einkennilegt að nú virðist aðaláherela vera lögð á að eltast við álfyrirtæki sem em að hætta starfsemi í Evrópu. Enn em öll eggin sett í sömu körfuna. Það eykur því varla §ölbreytnina ef nú á að reyna að fá hingað álver. Aukinnar íjölbreytni í atvinnulíf- inu verður fyrst og fremst að leita í fullvinnslu sjávarafla og annars iðnaðar sem byggir á íslensku hrá- efni. Það er sorglegt til þess að vita að enn er aðalútflutningur okk- ar hráefni en ekki fullunnin vara. Hvert á að stefna? Ég hef nú rakið ýmis sjónarmið að baki gagnrýni minni á erlenda stóriðju á Islandi. Höfuðmarkmið okkar er að hagnýta auðlindir landsmanna þannig að þær nýtist okkur. Þegar ég segi okkur þá á ég við alla landsmenn. Við eigum ekki að gefa úr landinu fossana fremur en starfskrafta okkar. Allar þjóðir telja eðlilegast og farsælast að byggja atvinnulíf sitt sem mest á eigin hráefnum. Stór- iðjustefnan hefur gert það að verkum að ekki hefur verið hugað að öðmm iðnaði sem skyldi, iðnaði sem okkur hentar betur, fellur bet- ur að hinum dreifðu byggðum landsins, tekur mið af fólkinu og þörfum þess. Við emm fyrst og fremst matvælaframleiðendur og getum gert miklu meira á því sviði. Við eigum að horfa til nýrra at- vinnugreina sem taka mið af framtíðinni og em í sátt við náttúm landsins og fólkið sem það byggir. Við eigum að miða virkjanaáætlan- ir við það að efla innlenda atvinnu- vegi sem byggja á íslensku hugviti og þekkingu. Látum ekki telja okk- ur trú um að bjargarleysi vofí yfir ef við verðum 'ekki peð á taflborði stóriðjufureta heimsins, stóriðju- fureta sem em á ferð um heiminn og eiga hvergi heima nema þar sem auðurinn er. Höfundur er þingkona Kvennalist- ana. — Greinin er erindi fiutt á ráðstefnu Verkfræðingaféiaga ía- landa. frKfifrtfeí í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Vinnuborð og vagnar Iðnaðarborð, öllsterkog stillanleg. Með og án hjóla. Hafðu hvern hlut við hendina, það léttir vinnunaogsparartímann. Leitiö upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSL UN BILDSHÖFDA W SlMI: 67 24 44 Enn ergott verslunarhúsnæöi til leigu. Verstunarhúsið Gerðubergi í Nýglæsileg verslunarmiðstöð í efra Breiðholti. Á liölega 1600 m2 gólffleti á þremur hæðum verður góð aðstaða til margháttaðrar þjónustu í framtíðar- kjama efra Breiðholtshverfisins. Nú þegar er húsnæði ráðstafað fyrir raftækjaverslun, hljómplötuverslun, myndbandaleigu, bóka- og ritfanga- verslun, ísbúð, kaffistofu og snyrti- vöruverslun. Leitaöu nánari upplýsinga. Enn er húsnæði óráðstafað á öllum hæðum sem gæti hentað mjög vel fyrirtd. blóma- og gjafavöruverslun, leikfangaverslun, skóverslun, hárgreiðslu-, snyrti- og tannlækna- stofur, sportvöruverslun o.fl. o.fl. verslunarIEhúsið sf GERÐUBERG11 -SÍMAR 82130 - 75800-H.: 77772 Sérsaumaðir loðfeldir eru okkar stolt. a 1 Opið alla laugardaga 10:00 - 14:00. Greiðslukort - afborganir. EGGERT feldskert Efst ó Skóluvörðuslignuni. siini II121.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.