Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 38
I 38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Bretland: Banna breytingar á erfðum í glasafóstrum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara MorgTinblaðsins. BRESKA ríkisstjórnin lagði í siðustu viku fram lag’afrumvarp um meðferð glasafóstra. Bannað verður að breyta erfðum þeirra nema að uppfylltum ströngum skilyrðum. Sett verður á stofn ráð, sem gefur út leyfi í fimm ár í senn fyrir allri starfsemi á þessu sviði. Leigumæður munu hafa allan rétt til að halda þeim börnum, sem þær hafa borið. í greinargerð með frumvarpinu segir, að eitt helsta áhyggjuefni almennings varðandi hina nýju tækni erfðaverkfræðinnar sé, að búnir verði til menn eftir fyrirfram gefínni forskrift. Lagafrumvörpin banna það skilyrðislaust. Ef gera á rannsóknir á fóstrum, verða rann- sóknirnar að uppfylla fjögur skil- yrði: Þær verða að miða að því að bæta meðferð ófijósemi, bæta þekkingu á erfðum sjúkdóma, upp- götva litningagalla í fóstrinu áður en því sé komið fyrir í leginu og bæta getnaðarvamir. Tvær tillögur eru um, hvort heimila á slíkar rannsóknir. Önnur kveður á um, að slíkar rannsóknir verði bannaðar með öllu og þar með lögbrot. Rökin fyrir þessu eru þau, að fóstrinu beri allur sami réttur og bami, og ósæmilegt sé því að gera á því tilraunir. Hin tillagan er, að þær verði heimilaðar í allt að íjórtán daga eftir að eggið frjóvgast. Rökin fyrir því eru þau, að slíkar rannsóknir muni hafa ómælda kosti í för með sér, geti bætt meðferð erfðasjúkdóma og bætt meðferð við ófrjósemi.’ Ríkisstjómin hefur ákveðið að gefa þingmönnum frjálsar hendur í atkvæðagreiðslum um þetta efni, þar sem þetta sé samviskumál hvers Átök í norska Hægriflokknum: V araf ormannsefni vill samstarf við Framfáraf lokkinn Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. Á aukalandsfundi norska Hægri- flokksins í janúar verður Wenche Frogn Sellæg kosin varaformað- ur. Nú þegar hafa yfirlýsingar hennar og baráttuaðf erðir valdið fjaðrafoki. „Hægriflokkurinn ætti frekar að leita til Fram- faraflokksins um stjómarsam- starf heldur en til Miðflokksins og Kristilega þjóðarflokksins," segir Sellæg. Þessi yfírlýsing Sellægs hefur vakið kröftug viðbrögð hjá hinum borgaraflokkunum tveimur: „Frogn Sellæg er ekki í takt við veruleik- ann. Bollaleggingar hennar og niðurstöður eru á skjön við raun- veruleikann," segir formaður Miðflokksins, Johan J. Jacobsen. „Athyglisverð yfírlýsing," segir Kjell Magne Bondevik formaður Kristilega þjóðarflokksins um orð Sellægs, „Hægri flokkurinn verður hið skjótasta að skýra afstöðu sína til Frogns Sellæg.“ Jan P. Syse, verðandi formaður Hægriflokksins þegar Rolf Presthus lætur af embætti í janúar, er vark- ár í ummælum sínum: „Mikilvæg- asta niðurstaðan er sú að Miðflokkurinn má ekki láta þrýsta sér sífellt lengra yfír á vinstri væng- inn og henni er ég fullkomlega sammála". Það var nú um helgina sem Sel- læg lýsti því yfír að Hægriflokkur- inn skyldi frekar starfa með Framfaraflokknum en núverandi samstarfsflokkum sínum. Áður hef- ur hún verið í nauðvöm því hún hrakti núverandi varaformann flokksins, Kaci Kullmann Five, frá völdum.Eftir harða kosningabar- áttu stillti kjömefnd flokksins þeim báðum upp sem hugsanlegum vara- formönnum. En Five dró svo framboð sitt til baka þrátt fyrir að stór hluti flokksins vildi að hún berðist til síðasta blóðdropa fyrir sæti sínu í æðstu stjóm flokksins. Einstaka frammámenn í flokknum em nú famir að efast um að skiln- ingur Sellægs á stjómmálum sé viðeigandi. og eins þingmanns og því ekki við- eigandi að beita flokksaga. I þessu lagafrumvarpi er gert ráð fyrir, að sett verði á stofn ráð, sem gefí út leyfí til rannsóknastofa og banka, sem geyma fryst fóstur, og allra annarra, sem starfa á þessu sviði. Einungis þeir, sem hafa slík leyfí, mega starfa. Nú starfar ráð, sem komið var á fót fyrir tveimur ámm að undirlagi rannsóknastofn- ananna á þessu sviði, en það hefur epgin völd til að framfylgja leyfís- sviptingu. Geymsla á frjóvguðum eggjum verður háð samþykki eiganda eggs- ins og sæðisins, og verða báðir aðilar að samþykkja, ef koma á því fyrir í legi, gera á því tilraunir eða eitthvað annað. Bankinn má geyma frjóvguð egg í fimm ár. Ýmis vand- kvæði geta þó komið upp í þessu sambandi. Hvað á að gera, ef ann- ar aðilinn deyr á þessum fimm ámm? Eða ef kona vill til dæmis láta koma fyrir í legi sínu eggi, sem frjóvgað er af sæði manns hennar, sem er látinn? í lagafmmvarpinu er einnig lagt til, að samningar við leigumæður hafí ekkert gildi fyrir dómstólum. Ef hjón hafa gert samning við leigu- móður um, að hún gangi með bam, sem þau em líffræðilegir foreldrar að, getur móðirin haldið baminu, þegar hún hefur fætt það, ef henni sýnist svo. Líffræðilegu foreldramir geta ekki krafíst bamsins á þeim forsendum, að um sé að ræða samn- ingsrof. Reuter Hinsta sigling Rainbow Warrior Á myndinni má sjá Rainbow Warrior fyrrum flaggskip Grænfrið- unga. Því sökktu franskir leyniþjónustumenn í höfninni í Auckland á Nýja Sjálandi fyrir tveimur árum. Nú verður skipið sent niður á sjávarbotn norður af Nýja Sjálandi. „Áður þjónaði skipið því markmiði að vemda líf en nú mun það hýsa sjávar- dýr,“ sagði einn skipverja I Auckland í gær. Breska þingið: Krefjast opinberra gagna um Waldheim St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frfmannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ERLENT SAMKVÆMT skjölum hjá Sam- einuðu þjóðunum yfirheyrði Kurt Waldheim ofursti fanga 19 sinnum, áður en þeir vom af- hentir SS-sveitunum, pyntaðir og drepnir, að sögn Sunday Express síðastliðinn sunnudag. Yfir 20 Bretar em taldir hafa látist með þessum hætti. Þingmenn hafa krafist þess, að bresk yfirvöld geri skjöl um Waldheim opinber. Michael Latham, þingmaður íhaldsflokksins, hefur krafíst þess, að Waldheim neiti þeim ásökunum, sem koma fram í frétt Sunday Express. Greville Janner, þingmað- ur Verkamannaflokksins og form- aður stríðsglæpanefndar breska þingsins, hefur ákveðið að bera fram fyrirspumir í þinginu, bæði til utanríkisráðherrans og dóms- málaráðherrans, vegna þessa máls. Hann segir, að allur sannleikurinn um Waldheim verði að koma í ljós. „Við höfum skjöl um breska her- menn, sem deild Waldheims yfír- Sviss: Eitraður ostur á haugana VACHERIN Mont d’Or er indælis ostur sem búinn er til á vetuma i dölum Alpanna. Eða öllu heldur: hann var búinn til fram til 19. nóvember. Þá greip yfirmaður heilbrigðismála f Vaud-kantónu f Sviss, þar sem þúsund tonn eru framleidd árlega, til sinna ráða. Framleiðsla, sala og neysla ostsins á almannafæri var bönnuð og allar birgðir eyðilagðar. Aðrar kantónur í Sviss fylgdu í kjölfarið og nú mega sælkerar afskrifa einn af bragðbestu ostum sem um getur. Þetta byrjaði með því að skyndi- lega fjölgaði tilfellum „listeriosis" sem er lífshættulegur veirusjúk- dómur. í Sviss er vitað um 111 tilfelli sjúkdómsins undanfarin þrjú ár. Þar af hafa 31 endað með dauða einkum meðal áhættuhópa eins og aldraðra, krabbameinssjúklinga og vanfærra kvenna. Sameiginleg dauðaorsök virðist vera neysla Vacherin-ostsins. Örverufræðingar fundu veiruna, ekki innan í sjálfum ostinum heldur á skorpunni sem borðuð er vegna viðarkennds bragðs síns. í sumar voru eldhús ostagerðarmanna sótt- hreinsuð vandlega og heilbrigðisyfír- völd vöruðu við neyslu ostskorpunar. En það kom fyrir ekki, ellefu ný sjúk- dómstilfelli komu fram í haust þegar menn tóku að gæða sér á Vacherin- framleiðslu þessa árs. Sjúkdómsins „listeriosis" gætir víða. Annað hvort er hann að breið- ast út eða að skýrt er frá fleiri tilfellum en áður. I Bandaríkjunum hefur sjúkdómurinn verið rakinn til ká)s, gerilsneyddrar mjólkur og ný- lega til mexíkansks osts sem varð fimmtíu mönnum að bana. Einnig hefur verið greint frá að „listeriosis" herji á sauðfé í Bretlandi og nokkrum austantjaldsríkjum. Frakkar sem neyta allra þjóða mest af osti eru orðnir órólegir vegna fregna af sjúk- dómnum í Sviss. Þeir framleiða raunar sinn eigin Vacherin-ost. í Sviss þar sem mönnum er bæði annt um frelsi sitt og líftóru hafa deilur risið í kjölfar bannsins á ostin- um. Hversu langt á ríkisvaldið að ganga í því að banna framleiðslu hættulegrar vöru? í þessu tiltekna tilviki virðist áhættan fremur lítil auk þess sem auðvelt er að sneiða hjá henni með því að skera skorpuna af. Jafnvel er rætt um að unnendur eða- losta myndi hagsmunasamtök málstað sínum til framdráttar. (Heimild: The Economist) heyrði og voru síðan sendir í útrýmingarbúðir. Ríkisstjómin hef- ur hins vegar neitað að gera þessi skjöl opinber.“ Waldheim hefur neitað að vera viðriðinn þá ráðstöfun, að gyðingar, júgóslavar og Bretar vom sendir í útrýmingarbúðir í Júgóslavíu og Grikklandi á ámm síðari heims- styrjaldarinnar. En að sögn Sunday Express kemur fram í júgóslav- neskum skjölum, að hann hafi verið viðriðinn grimmdarverk nasista, og upplýsingar frá bandarískum útgef- endum Waldheims leiða í ljós, að hann hefur viðurkennt að hafa þjón- að í Þessalóníku í norðurhluta Grikklands, þegar mikil herferð á hendur gyðingum átti sér stað þar. Robert Rhodes James, núverandi þingmaður íhaldsflokksins og fyrr- verandi starfsmaður Waldheims hjá Sameinuðu þjóðunum, segir, að þessar upplýsingar séu áfall fyrir Waldheim. Hann hefur sjálfur sann- færst um, að Waldheim eigi sér nasíska fortíð. Hann segir, að Bret- ar verði að halda Waldheim frá landinu. Waldheim er bannað að koma til Bandaríkjanna. Utanríkis- ráðuneytið í London segir, að engar fyrirætlanir séu uppi um að bjóða Waldheim til landsins og ásakanir á hendur honum séu ósannaðar. Reuter Svissneskir verkamenn henda Vacherin-osti, sem bannaður var á dögunum í Sviss eftir að í hon- um fannst bakterían „listeria", sem getur reynst lífhættuleg mönnum. Talið er að osturinn hafi orðið 31 manni að bana frá því árið 1983. Blaðamaður Sunday Express, Charles Ashman, sagði í BBC- útvarpinu um helgina: „Kurt Waldheim var vissulega enginn Mengele, Barbie eða Eichmann, en á hinn bóginn hefði það aldrei kom- ið til greina að afhenda neinum þessara þriggja manna æðstu völd hjá Sameinuðu þjóðunum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.