Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 62
62 • \ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 V Minning: Gunnar Þór Jóhanns son skipsijóri Fæddur 2. desember 1926 Dáinn 7. nóvember 1987 Þegar nafn mitt var kallað upp á fjölmennum fundi í Reylqavík, að morgni 7. nóvember 1987, og sagt að áríðandi sfmtal biði mín, vissi ég að eitthvað hafði komið fyrir. Hvað það var fékk ég að vita þegar Ásta sagði mér í símanum að Gunn- ar Þór væri dáinn. Slíkum fréttum á maður alltaf erfítt með að trúa. Ég held að ég hafí tæpast gert mér grein fyrir þessu meðan ég leitaði þær systur uppi til þess að flytja þeim áfram þá frétt að pabbi þeirra, sem þeim þótti svo vænt um, væri dáinn. Síðan lá leið okkar allra norður á Dalvík og það komu margar myndir í hugann, margar góðar minningar um Gunnar Þór. Margar tengjast honum og náttúrunni. Þó hann ætti að baki 45 ára starf sem sjómaður, var hann náttúrubam í sér, næstum bóndi. Svipur hans og látbragð leyndu aldrei hvað honum leið vel úti í náttúrunni. Ég man alltaf þegar ég var að veiða í Reykjadalsá og hann var að koriia úr einni af sínum feng- sælu veiðiferðum á Baldri og við höfðum mælt okkur mót við ána. Þar var ég búinn að vera eina tvo tíma þegar hann kom um morgun- inn. Þrátt fyrir þreytu eftir sjóferð- ina hljóp hann með mér um árbakkann, stór, glaðlyndur maður í veiðihug. En í hléinu um miðjan daginn, lögðumst við í hátt júlígras- ið á árbakkanum. Þó norðanstrekk- ingur væri, var logn í grasinu. Við horfðum í himininn og grasrótina og töluðum saman og ámiðurinn og vindurinn samstilltu hörpur sfnar. Allt f einu uppgötvaði ég að Gunnar var sofnaður á árbakkan- um. Þama svaf hann eins og bam. Ég man að það hvíldi yfír honum ró og honum leið vel. Já, okkur leið oft vel saman. Gunnar gaf mér líka góðar gjafir og þá bestu er hann, sumarið 1979, leiddi elstu dóttur sína upp að altar- inu til mín með hátíðlegum svip þegar þau gengu inn gólfíð í Dalvík- urkirkju. Oft síðan var ég stoltur af því að vera tengdasonur hans. Bæði af verkum hans á sjónum og því sem menn sögðu um Gunnar. A sumrin þegar ég var á torgurunum frá Húsavík og hann að trolla á „Ólafi Magnússyni“, fylgdumst við hvor með annars skipi. Það gladdi mig alltaf þegar skipstjórar mínir, sem höfðu verið að tala við hann í stöðinni, bám mér kveðju hans. Já, oft var borið lof á Gunnar í mín eyru. Þegar ég var með honum á „Ólafi Magnússyni" sagði mér mað- ur, sem var búinn að vera lengi með honum til sjós, að það væri gott að vera með honum, hann væri svo ljúfur í skapi og traustur. Hann talaði sérstaklega um það hvað framkoma hans veitti mikið öryggi. Hann sagði mér jafnframt að þeir hefðu einu sinni verið í af- takaveðri og hættu. Hann hefði verið upp í brú hjá Gunnari og ver- ið hræddur. En þegar hann hefði fundið hve Gunnar var öruggur og óttalaus, þrátt fyrir hættuna, þá hefði það fyllt sig öryggi. Já, hann sagði hann einstakan skipstjóra. Þessi lýsing er svo sönn af honum, traustum og staðföstum, glaðlynd- um, stórum manni. Manni sem hvikaði ekki frá sinni skoðun, þótt hún væri ekki samhljóða skoðunum annarra. Manni sem á sjálfsagðan hátt naut virðingar þeirra sem hann þekktu og umgengust. Þannig var hann. Tengdafaðir minn, Gunnar Þór Jóhannsson, fæddist 2. desember 1926 á Kleif í Þorvaldsdal við Eyja- fjörð. Hann var sonur hjónanna Astríðar Margrétar Sæmundsdótt- ur og Jóhanns Sigvaldasonar. Þau bjuggu síðar á Ytri-Reistará í Am- ameshreppi. Ólst Gunnar þar upp ásamt níu systkinum. Snemma beygðist krókurinn og 15 ára fór Gunnar að stunda sjómennsku, fyrst frá Hauganesi og var það upphaf farsæls sjómanns- og skip- stjórarferils. Hann lauk skipstjóm- árprófí frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1951. Árið 1954 tók hann við skipstjóm á Baldri EA 770, sem gerður var út á sfldveiðar og flutninga. Síðan var hann lengi skipstjóri á Sæfaxa NK 102 frá Neskaupstað. Undir miðjan sjöunda áratuginn var hann um tíma með Helgu Guðmundsdóttur BA frá Patreksfírði. Árið 1965 tók hann við Akraborg EA 50 og fljótlega eftir það við Ólafí Magnússyni EA 250 og var með hann samfleytt í 15 ár á sfld, loðnu og togveiðum. Árið 1982 tekur Gunnar aftur við skipi með nafninu Baldur. En nú er það skuttogari, sem hann sótti til Englands og ber nafnið Baldur EA 108. I frítúr af sjónum lentu Gunnar og Ásta í alvarlegu bflslysi þann 25. maí 1986. Hann hlaut mænu- skaða sem leiddi til lömunar. Síðan gekk hann í gegnum erfíða sjúkra- legu, sem sá einn þekkir, er reynir. En Gunnari tókst með dugnaði, viijastyrk og stöðugum æfíngum að ná meiri framförum en hinir bjartsýnustu höfðu þorað að vona. Eftir rúmlega árslanga sjúkra- dvöl og endurhæfingu í Reykjavík, kom hann aftur norður. Ég tók á móti honum á flugvellinum á Akur- eyri. Það var í sumar leið og vð keyrðum rólega út Eyjaflörðinn. Hann var glaður yfír því að koma heim á Bárugötuna. En á Bárugötu 7 á Dalvík höfðu tengdaforeldrar mínir, þau Gunnar og Ásta Svein- bjamardóttir, búið sér heimiii. Þar ólust systkinin Valgerður, Jóhann, Hulda Sveinbjörg, Gunnar og Edda upp við gott atlæti. Sonur Huldu, Gunnar Þór Aðalsteinsson, hefur löngum átt þar skjól hjá afa og ömmu. Þar hófst Gunnar nú handa við að láta breyta heimilinu í sam- ræmi við breyttar aðstæður. Oft ræddum við hluti í því sambandi. Meðal annars um sólpall, sem hann var að hugsa um að láta gera suð- ur úr stofunni. Ég frétti það kvöldið áður en hið hinsta kall kom, að Gunnar hefði verið að kaupa hurð, sem átti að vera fyrir dyrunum út á fyrirhugaðan sólpail. Enginn veit hvenær kallið kemur. Það urðu þannig aðrar dyr, sem opnuðust honum fyrr í sólina. Um leið og ég votta öðrum að- standendum hans samúð, ber ég honum þakkir fyrir allt, samveru- stundir og kynni. Bamabömin hans, Emilía Ásta og Örlygur Hnef- ill, bera afa sínum þakklætiskveðj- ur. Fari^hann í friði. Örlygur Hnefill Jónsson Þessi hinsta kveðja frá okkur til elsku pabba hefði átt að vera af- mæliskveðja til hans. En skjótt skipast veður í lofti. Já, pabbi hefur oft fengið að reyna það á löngum starfsferli sem sjómaður og skipstjóri, hve veður geta skipast skjótt í lofti. En hug- styrkur hans og ró streymdu frá honum, þó fá orð væm sögð, og hann stýrði skipi sínu ætíið farsæl- lega í höfn. Heima vom eiginkona og böm, sem elskuðu hann og virtu og biðu komu hans eftirvæntingar- full í hvert sinn. Það var hátíð í bæ, er hann kom heim. Húsið fyllt- ist af nærvem hans, sem var okkur öllum svo mikils-virði. Ótal minningar koma í hugann á kveðjustundu. Nú þegar jólin fara senn í hönd leitar hugurinn aftur til bemskujólanna. Við áttum því láni að fagna, að fá að hafa pabba okkar heima öll jól, þrátt fyrir starf- ið. Fjölskyldan sameinaðist öll við undirbúning, hver fékk sinn starfa. En mesta virðingarstaðan var þó að fá að vera „aðstoðaijólaskreyt- ingastjóri" með p^bba. Virðingar- staða sem gekk til okkar koll af kolli, eftir því sem við uxum upp. Það er erfitt að ganga nú inn í jól- in án elsku pabba. Þegar við kveðjum hann nú þökk- um við allar dýrmætu stundimar sem við áttum með honum. Þökkum pabba styrka farsæla handleiðslu alla tíð. Bamabömin þijú þakka afa fyrir allt. Guð blessi góðan dreng. Valla, Jói, Hulda, Gunni, Edda. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, KARL BJARNASON frá ísafirði, andaðist í Landakotsspítala 30. nóvember. Anna Guðjónsdóttir, börn og tengdabörn. t móðir okkar, LAUFEY EYVINDSDÓTTIR, Helgafellsbraut 21, Vestmannaeyjum, Guðlaugur Stefánsson og dætur. t Dóttir okkar, systir, mágkona og barnabarn, HILDUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR smíðakennari, veröur jarðsungin frá Árbæjarkirkju (við Rofabæj fimmtudaginn 3. desember kl. 13.30. Rannveig Gunnarsdóttir, Sigurður Tómasson, Sigrún Sigurðardóttir, Jón Einarsson, Sigríður Ása Sigurðardóttir, Sigríður Thoroddsen, Gunnar Björnsson. t Hjartkær eiginmaöur minn og bróðir, HERMANN ÁGÚSTSSON, Heiðarvegi 18, Reyðarfirði, sem lést 25. nóvember, verður jarðsunginn frá Valþjófsstaðar- kirkju laugardaginn 5. desember kl. 15.00. Sigríður Stefánsdóttir, Jón Bekk Ágústsson og vandamenn. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, HAFSTEINN SIGURÐSSON, Smáratúni, Þykkvabæ, sem lést í Borgarspítalanum 27. nóvember verður jarðsunginn frá Hábæjarkirkju laugardaginn 5. desember kl. 13.00. Þeim semVilja minnast hans er bent á félag velunnara Borgarspít- alans. Sigurjóna Sigurjónsdóttir, Friðsemd Friðriksdóttir, Heimir Hafsteinsson, Særún Sæmundsdóttir, Friðsemd Hafsteinsdóttir, Jón Thorarensen, Sighvatur Borgar Hafsteinsson, Una Sölvadóttir, Kristborg Hafsteinsdóttir, Nói Sigurðsson, Sigrún Linda Hafsteinsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Bryndfs Ásta Hafsteinsdóttir, Rúnar Karlsson og barnabörn. Lokað Skrifstofa hjá Fiskiðn er lokuð í dag vegna útfarar STYRKÁRS SNORRASONAR. Fiskiðn. Eiginkona mín og er látin. t Minningarathöfn verður um móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNU ÓLAFSDÓTTUR frá Unaðsdal, fimmtudaginn 3. desember kl. 15.00 í Fossvogskirkju. Jarðsett verður frá Unaösdalskirkju laugardaginn 5. desember kl. 2. e.h. Bílferð verður frá Umferöarmiðstööinni á föstudag kl. 9. f.h. Bátsferð verður frá isafirði á laugardag. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilega þakka ég auðsýnda samúð við andlát og útför systur minnar, KRISTÍNAR HREFNU ÞORFINNSDÓTTUR frá Baldurshaga. Sérstakar þakkir til starfssystra hennar á Droplaugarstöðum. Eva Þorfinnsdóttir. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar og bróður, JÓNBJÖRNS MAGNÚSSONAR, Gljúfraseli 2. Magnús Þ. Hilmarsson, Hilmar Magnússon, Anna Þ. Ingólfsdóttir, Ingólfur Magnússon. t Kæra þökk fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför BJARNA Ó. FRÍMANNSSONAR frá Efrimýrum. Valgerður Bjarnadóttir, Bjarni Frímann Karlsson, Ragnar Karlsson, Trausti Kristjánsson, Bára Svavarsdóttir, Bjarnhildur Sigurðardóttir, Karl G. Sigurbergsson, Sólveig D. Ögmundsdóttir, Þóra Ó. Eyjólfsdóttir, Anna Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega föður og afa, t samúð við andlát og útför eiginmanns míns. ÓLAFS ÓFEIGSSONAR skipstjóra, Ægisíðu 109. Danielfna Sveinbjörnsdóttir, Hrafnhiidur Ólafsdóttir, Ólafur og Stefán. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem auösýndu okkur sam- úð og hlýhug vegna fráfalls föður míns, tengdaföður og afa, PÁLS S. ÞORKELSSONAR. Halldóra Pálsdóttir, Hörður Adolphsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.