Morgunblaðið - 02.12.1987, Síða 43

Morgunblaðið - 02.12.1987, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 V 43 Alltfyrirbílinn Látið yfírfara bílinn fyrir veturinn. VandiÖ valið - Við vöndum verkin. ÞÓR5HAMAR HF. Vifl Tryggvabraut, Akurcyri - Simi 22700 Á rúntinum á Akureyri. Morgunblaðið/GSV GLOS i > J Oj.j. uy Vín- g/ösin komin aftur. KOMPAN SKIPAGÖTU 2 • AKUREYRII SÍMI 96-2 59 17 Verður „rúntinum“ lokað aftur? RÚNTURINN margírægi á Ak- ureyri hefur verið opinn umferð siðan á föstudag, en þau boð komu frá bæjarstjóra um kvöld- matarleytið þann sama dag að hliðin skyldu fjarlægð. „Lokun rúntsins var frestað af einræðis- herranum vegna óláta í skrílnum," sagði Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri í samtali við Morgnnblaðið í gær. Eins og kunnugt er hafði bæjar- stjóm áður samþykkt að rúntinum skyldi lokað frá klukkan 22.00 á kvöldin til klukkan 6.00 á morgn- ana. Ekki vom þó allir bæjarbúar ánægðir með þá tilhögun og mót- mæltu „rúntaramir" svokölluðu fjögur kvöld í röð þar til bæjar- stjóri gaf út þá skipun í samráði við lögreglustjóra að hliðin skyldu íjarlægð. „Ég lét taka hliðin niður til „viðgerðar" enda á ég að sjá um að láta gera við hjá bænum. Svo hefur fólk verið að skamma bæði bæjarstjóm og bæjarráð fyrir þetta. Ég lýsi allri ábyrgð á hendur sjálf- um mér í þessu annars alvarlega máli.“ Aðspurður hvort hliðin yrðu sett upp aftur sagði bæjarstjóri að það mál væri álíka spennandi og for- setakosningamar á Haiti. „Verður kosið aftur? Hliðin verða sett upp aftur nema bæjarfulltrúamir stoppi það. Mitt alræðisvald' nær aðeins til viðgerðarstarfsemi," sagði bæj- arstjóri að lokum. Rjúpna- veiðimenn Eigum öryggisblys í átta skota pakkningum. Póstsendum um land apt. rrrrr Veidarfæri - útgeröarvörur v/Laufásgötu, simi 96-26120 Raufarhöfn: Laun verkamanna lækkuð í loðnuverksmiðiunni Kaufarhöfn. MIKIL óánægja ríkir nú í röðum verkamanna í loðnuverksmiðju Síldarverksmiðja ríkisins á Rauf- arhöfn. Verkamenn hjá verk- smiðjunni fengu launahækkun eftir vertíð síðastliðið vor og nú á að taka hækkunina af þeim. Fundur stóð yfir í gær á meðal starfsmannanna þar sem meðal annars var rætt um hvort menn ættu að taka sig saman um að mæta ekki í yfirvinnu nk. laugar- dag. Starfsmennirnir hafa rætt við yfirmenn SR án þess að fá svör og því eru þeir nú að ráð- gera yfirvinnustöðvun frá og með næsta laugardegi. Launalækkunin nær aðeins til Samtök jafnréttis og félagshyggju: Ráðstefna um misrétti og andbyggðastefnu SAMTÖK jafnréttis og félags- hyggju standa fyrir opinni ráð- stefnu um misrétti og andbyggða- stefnu laugardaginn 5. desember nk. í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Fjallað verður um vaxandi mis- rétti í landinu og andbyggða- stefnu stjórnvalda, sérstaklega þá stefnubreytingu, sem felst í fjár- lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Auk frummælenda úr hópi sam- takanna koma gestir víða af landinu til samráðs um aðgerðir, segir í frétt frá samtökunum. Meðal annarra flytja ávörp Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verkamanna- sambands íslands, Gunnlaugur Ólafsson, bóndi á Grímsstöðum á Fjöllum, Jóhanna Þorsteinsdóttir, kennari á Akureyri, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, húsmóðir á ísafirði, Jónas Árnason, rithöfundur í Borgar- firði, Júlíus Sólnes, alþingismaður, og Magnús B. Jónsson, kennari á Hvanneyri. Ráðstefnan hefst kl. 10.00 og er opin öllum sem áhuga hafa á jafn- réttis- og landsbyggðarmálum. verkamanna, en ekki til fagmanna og vaktformanna. Rætt er um að lækka eigi dagvinnutíma þeirra úr 212 krónum niður í 199 krónur, en launin voru hækkuð í vor þar sem ljóst var að lítill sem enginn áhugi var fýrir atvinnu í verksmiðjunni í sumar. Hinsvegar fá verkamenn, sem vinna sömu störf í loðnuverk- smiðjunni á Þórshöfn sem er í einkaeign, 220 krónur á tímann. Frá upphafí loðnuvertíðar á Raufarhöfn, eða frá því fyrsta loðnuskipið kom inn þann 27. sept- ember sL, hafa rúm 12.000 tonn borist að landi. Þar af nemur heild- arlöndun síðustu daga um 9.000 tonnum. Skarðsvík hefur landað 3.000 tonnum úr fimm túrum, Keflvíkingur og Magnús NK 1.500 tonnum hvor úr þremur túrum, Höfrungur 833 tonnum eftir eina veiðiferð, Svanur rúmum 700 tonn- um eftir eina veiðiferð, Harpa 608 tonnum eftir einn túr og Hrafn 648 tonnum eftir einn túr. Vinnsla gengur vel og afkastageta verk- smiðjunnar er um 700 tonn á sólarhring. Aðeins sjö til átta tíma sigling er á miðin frá Raufarhöfn, en miðin. eru norðaustur af Kol- beinsey. _ Helgi. Afhendingu Súlunnar EA frestað MUNNLEGT samkomulag hefur verið gert á milli Akureyrarbæj- ar og Leós Sigurðssonar útgerð- armanns Súlunnar EA um hálfsmánaðarfrestun á afhend- ingu skipsins, en í síðustu viku keypti bærinn skipið á 160 miiy- ónir króna með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Ástæð- an á frestuninni mun vera sú að bæjarfulltrúar vijja fá lengri umhugsunarfrest, að sögn bæjar- stjóra. Bærinn keypti Súluna í síðustu viku af Leó á 160 milljónir króna að meðtöldum veiðarfærum og verkfærum. Afhending átti að fara fram í gær, en fer ekki fram fyrr en þann 16. desember að öllu óbreyttu. Ljósa- úrvalið er í Raforku RAF0RKAHF., Glerárgötu 32, simi 21867 AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 85 S 23905 og 23634

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.