Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 69 — Frá afhjúpun höggmyndarinnar Úr álögum. 60 aðilar gáf u Úr álögum 60 fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu gáfu höfuð- borginni höggmyndina Úr álög- um eftir Einar Jónsson á 200 ára afmæli borgarinnar í fyrra, en höggmyndin var steypt í eir í Bretlandi og kom til landsins i sumar. Klæðningin á stöpulinn var unnin úr islensku grjóti og slípuð í Steiniðjunni. Höggmyndin er á fimmta metra á hæð með stöplinum. Afhjúpun verksins fór fram 27. nóvember sl. Hér fer á eftir listi yfir þá aðila sem stóðu að gjöf þessarar stærstu högg- myndir Einars Jónssonar til höfuðborgarinnar. Almennar tryggingar hf., Andri hf., B.M. Vallá hf., Bernh. Petersen hf., Bílaborg hf., Broadway, Bruna- bótafélag Islands, Búnaðarbanki íslands, Eimskipafélag íslands hf., Fiskafurðir hf., Flugleiðir hf., Frjáls fjölmiðlun hf., G. Albertsson, Hag- kaup, Hampiðjan hf., Hekla hf., Hljómbær sf., Hollywood, Hótel Holt, Húsasmiðjan hf., IBM á ís- landi, Iðnaðarbanki íslands hf., Ingvar Helgason hf., Islensk endur- trygging, Islenska álfélagið hf., íslenska útflutningsmiðstöðin _ hf., íslenskir aðalverktakar sf., ístak hf., Kristján Ó. Skagijörð hf., Kassa- gerð Reykjavíkur hf., Landsbanki Islands, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Mjólkursamsalan, Mikligarður, Morgunblaðið, Nói Síríus hf., Ólafur Gíslason & Co. hf., Olíufélagið hf., Olíufélagið Skelj- ungur hf., Olíuverzlun íslands hf., Samábyrgð íslands, Samvinnubanki íslands hf., Samvinnutryggingar, Seðlabanki Islands, Sindra-Stál hf., Sjóvátryggingarfélag íslands hf., Skrifstofuvélar hf., Sláturfélag Suð- urlands, Smjörlíki hf., Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Sveinn Egilsson hf., Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda, Trygging hf., Tryggingamiðstöðin hf., Útsýn, Út- vegsbanki fslands, Veltir hf., Verzl- unarbanki íslands hf., Vélsmiðjan Héðinn hf. Saga eftir David Morrell IÐUNN hefur gefið út nýja bók eftir David Morrell og nefnist hún Sendiboðar næturinnar. Magnea Matthiasdóttir þýddi. Iðunn kynnir efni bókarinnar þannig; „Friðsælt bæjarlífið í Potters Field var skyndilega rofíð. Þijú dauðsföll áttu sér stað á skömmum tíma. Undarlegar staðreyndir en til- viljunum háðar . . að því er virt- ist . . . þar til atburðarásin smám saman tók að breytast á óskiljanleg- an hátt. Eitthvað ógnvékjandi og annarlegt var að gerast. Hægt og sígandi í skjannabjörtu mánaskini nálgaðist ÞAÐ.“ Athugasemd vegna um- mæla ríkisútvarpssljóra eftir ÓlafHauksson Markús Öm Antonsson, ríkisút- varpsstjóri, lætur hafa eftir sér í Helgarpóstinum fimmtudaginn 26. nóvember að Bylgjan, Stjaman og Stöð 2 séu reknar með tapi. Fullyrðing Markúsar Amar er Leiðrétting Háttvirta ritstjórn! Um leið og ég þakka fyrir birt- ingu á grein minni; „Hugleiðing um erfðasynd, skím og bamaskím“, sem birtist í blaði yðar 25. nóv., vil ég leyfa mér að biðja um að birt verði dálítil leiðrétting, sem varð vegna mistaka í þýðingu. Á bls. 51, í fyrsta dálki, 24. línu að neðan og áfram segir svo: „Fyrir- gefningin fékkst ekki fyrir sumar syndir í skíminni" o.s.frv. í stað þess átti að standa: „F'yrirgefningin fékkst ekki fyrir sumar syndir eftir skímina“ o.s.frv. Með fyrirfram þakklæti. Sr. Jan Habets vægast sagt furðuleg, og flokkast undir atvinnuróg. Ríkisútvarpsstjóri hefur engar upplýsingar um fjárhag Stjömunnar. Hann getur því ekkert fullyrt um það efni. Úmmæli ríkisútvarpsstjóra geta grafið undan trausti viðskipta- manna gagnvart Stjömunni. Það er vægast sagt furðulegt að Markús Öm skuli kjósa að slá undir beltis- stað með þessum hætti, og sæmir ekki forstöðumanni ríkisstofnunar. Úr því að ríkisútvarpsstjóri kýs að ráðast að Stjömunni með þessum hætti, þá þykir rétt að minna á að tekjur stöðvarinnar byggjast ein- göngu á auglýsingatekjum. Lög- skipuð afiiotagjöld standa hins vegar undir helmingi útgjalda ríkisútvarpsins, á móti auglýsinga- tekjum. Ef ríkisútvarpið hefði ekki yfír þessum afnotaskatti að ráða, þá væri það rekið með stórkostleg- um halla. Stjaman væntir þess að Markús Öm Antonsson dragi ummæli sín til baka og biðjist afsökunar. Höfundur er útvarpsstjári Stjöm- unnar. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SVEIN SIGURÐSSON Norðmenn og Svíar kvíða framtíðinni og árinu 1992 - þegar Evrópubandalagið verður sam- eiginlegur markaður 320 milljón manna AÐ þvi mun koma og heldur fyrr en síðar, að Norðmenn og Svíar verða að taka afstöðu til Evrópubandalagsins, annaðhvort með þvi að sækja um aðild að því eða að reyna að þrauka utan þess. Af ýmsum ástæðum og ólikum eru þó ráðamenn i ríkjunum hræddir við að efna til almennrar umræðu um málið. að, sem veldur kvíða stjóm- valda í Noregi og Svíþjóð og gerir málið svo brýnt, er sú stefna EB, að aðildarlöndin verði orðin að einum innanlandsmarkaði árið 1992. “Um það bil helmingur af útflutningi Svía og tveir þriðju af útflutningi Norðmanna fara á þennan markað og þeir óttast að verða útundan og tæplega sam- kepphisfærir þegar' EB-markað- urinn verður að raunvemleika. „Ég tel, að báðar þjóðimar muni að lokum gerast aðilar að Evrópubandalaginu og líklega verða Norðmenn fyrri til þess,“ sagði háttsettur, danskur emb- ættismaður en Danir eru eina Norðurlandaþjóðin, sem á aðild að Evrópubandalaginu. Þegar þessi fullyrðing var borin undir embættismenn norsku og sænsku ríkisstjómarinnar vom svörin harla ólik. „Það getur vel verið, að hann hafi rétt fyrir sér,“ sagði norski embættismaðurinn en sá sænski sagði, að af því gæti aldrei orðið, að Svíar gengju í Evrópubandalagið. „Það getur ekki samrýmst hlutleysisstefnu okkar,“ sagði hann. Norðmönnum er enn í fersku minni þjóðaratkvæðagreiðslan árið 1972, sem olli miklum klofn- ingi meðal þjóðarinnar, en þá var fellt að sækja um aðild að EB. Bretar, Danir og írar ákváðu hins vegar að gerast aðilar. Fyrr á árinu gaf norska Verka- mannaflokksstjómin út umræðu- skjal um samskiptin við Evrópubandalagið þar sem skýrt var tekið fram,, að hún myndi ekki sækja um aðild að því nema þjóðin öil væri því sammála. „Það er liðinn langur tími frá atkvæðagreiðslunni," sagði Thor- vald Stoltenberg utanríkisráð- herra. „Við emm reiðubúnir til að taka aftur upp umræðuna um sambandið við EB og viljum taka þátt í því starfí, sem þar er unn- ið. Við viljum hins vegar ekki valda nýjum klofningi meðal þjóð- arinnar." í september sl. opnaði Evrópu- bandalagið sendiráðsskrifstofu í Ósló og segja embættismenn EB, að það hafi orðið til að ýta undir áhuga á og umræðu um hugsan- lega aðild. Ef til þess kemur, að Norðmenn ganga í EB, er hætt við, að Svfum reynist erfítt að streitast á móti. . Peter Wallenberg, stjómar- formaður í samtökum sænskra iðnrekenda, segir, að sænsk fyrir- tæki muni verða að horfast í augu við alvarlega erfiðleika ætli þau sér að standa fyrir utan samevr- ópska markaðinn. „Ef landið gerist ekki formlegur aðili að Evrópubandalaginu verða fyrir- tækin að gera það með sínum hætti," sagði Wallenberg. Thorvald Stoltenberg: Hlynnt- ur aðild að EB en vill ekki fremur en aðrir Norðmenn hætta á klofning meðal þjóðar- innar. Peter Wallenberg: Ef Svíar ganga ekki í EB verða sænsku fyrirtækin að gera það. Það, sem sænsku iðnrekend- umir eíga við að glíma, er hin heilaga kýr sænskrar utanríkis- stefnu, hlutleysisstefnan, sem landsfeðumir hafa haft að leiðar- ljósi í hálfa aðra öld. Er ein meginkenning hennar sú, að Svíar geti ekki talið umheiminum trú um, að þeir séu hlutiausir ef þeir tengjast pólitískum alþjóðasam- tökum. í einkaviðtölum draga Svíar enga dul á þá skoðun sína, að sú stefna íra að vera hlutlausir en jafnframt í Evrópubandalaginu, sé til skammar. Inn í þessa um- ræðu hefur þó komið nýtt tillegg úr dálítið óvæntri átt. Fulltrúi æðstaráðsins sovéska lét nýlega svo ummælt, að Sovétstjómin liti ekki svo á, að Svíar biýtu gegn hlutleysisstefnunni með því að ganga í EB. Sagði hann, að það sama ætti við um Austurríki og þar í landi er fylgst grannt með þróun mála innan EB. Búast enda flestir við, að Austurríki muni Sameiginlegur gjaldmiðiU allra Evrópubandalagsrikjanna í likingu við þennan er ekki enn orðinn að veruleika. Að þvi kann þó að koma. brátt sækja um aðild að bandalag- inu. Sænska stjómin telur, að til að ná viðskiptasamningum við Evr- ópubandalagið sé skynsamlegast að vinna að því í gegnum Fríversl- unarbandalagið, EFTA, sem Svisslendingar, Norðmenn, Finnar, íslendingar og Austurrík- ismenn eiga aðild að auk Svía. Viðræður um framtíðarsamskipti bandalaganna eru nú á döfinni en þegar Willy de Clerq, sem fer með utanríkismál eða erlend sam- skipti á vegum EB, kom til Stokkhólms fyrr á árinu, sagði hann, að það væru takmörk fyrir þeim ívilnunum, sem EB gæti veitt. Bætti hann því við, að Svíar gætu ekki haldið áfram að njóta viðskiptanna við EB-ríkin án þess að axla um leið eitthvað af skyld- unum, sem þeim væru lagðar á herðar. Umræðan um þessi mál verður stöðugt meiri í Svíþjóð og þar hefur verið skipuð neftid til að fylgjast með framvindunni innan EB. Er búist við, að þingið muni brátt taka til umQöllunar sam- skiptin og afstöðuna til-EB og sænska aiþýðusambandið og Jafnaðarmannaflokkurinn hafa boðað til ráðstefnu í janúar um Jafnaðarmennskuna og evrópska einingu". Meðan á þessari umræðu stend- ur á Norðurlöndum styttist stöðugt í það örlagarfka ár 1992 þegar öll EB-löndin verða einn og sameiginlegur markaður 320 milljóna manna. Þá á að vera búið að ryðja úr vegi öllum við- skiptahömlum milli landanna, samræma alla staðla í iðnaði og öðrum atvinnugreinum og setja ein lög um tollamál og ýmsa skatta. Fyrir EFTA-löndin hefur þetta einfaldlega í för með sér, að í hvert sinn sem einhver samræm- ing á sér stað í EB verða þau að setja sams konar lög hjá sér. í þessum samskiptum bandalag- anna er EFTA hjáleigan en EB höfuðbólið. > -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.