Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 FYRRIHLUTI ANTRÓPÓSÓFÍ (antropos = maður, sofía = viska) á sitt helsta setur á Norðurlöndum í Jáma, 50 ' kílómetrum sunnan við Stokkhólm. Antrópósófar þykja, held ég að ég megi fullyrða, skrýtnir. Hálfund- arlegur söfnuður manna sem ekki eru í „takt við tímann". Samt viður- kenna flestir, sem til þekkja, að starf þeirra sé gott og jákvætt; hvort sem það varðar ræktunina, lækningamar, skólana eða meðferð þeirra þroskaheftu. Engu að síður em þeir litnir homauga. Kannski af því að þeir ganga þvert á ríkjandi gildi í samfélaginu í dag. Af því að fyrir þeim er GUÐ raunverulegt afl. Af því að lífíð hefur sinn til- gang. Og dauðinn. Ég hef orðið var við að sumir Stokkhólmarar til dæmis, hafa brosað „góðlátlega“ þegar talið berst að antrópósófí. Þetta á eink- um við um fólk á „uppleið“ með glæstan starfsferil framundan; þetta fólk sem er tímanna tákn. En antrópósófar eru einnig tímanna tákn. Þeir stefna fram á við og með starfí sínu í dag und- irbúa þeir jarðveginn fyrir þá stund er mammon og neyslumenningin hrynur og fólk þarfnast nýrra gilda til að fóta sig, öruggar en fyrr. Þrátt fyrir jákvæð skrif mín í þeirra garð, þá er ekki ætlunin að draga fram þá mynd af antrópósóf- um sem hálf-heilögu fólki sem fundið hefur hinn fullkomna veg. Og skapað „útópíu" mitt í eyði- mörkinni. Víst er „flísar" að finna meðal þeirra, en það lætur mér best að láta gagnrýnina eiga sig þar til ég hef sjálfur losað um bjálk- ann í mínu eigin auga. Hér mun ég fjalla nokkuð al- mennt um starfsemi antrópósófa eins og hún birtist okkur hér í Jama. En síðar mun ég fara dýpra í sjálfan hugmyndagrunninn um leið og ég kjmni einstaka þætti antrópósófíunnar. Það mun ég fyrst og frémst gera með viðtölum við „leiðandi" antrópósófa í Jáma, hvem á sínu sviði. Með þessum greinum ætla ég mér ekki að selja trúarbrögð eða boða nýtt heim- spekikerfí. Antrópósófí er hvorugt. Antrópósófí er grundvölluð af austurríska hugsuðinum og vísinda- manninum Rudolf Steiner á þrem fyrstu áratugum þessarar aldar. Líkt og nafnið felur í sér, þá er antrópósófí ætlað að vera vegur til þekkingar og visku um manninn; að gefa vísbendingu um leið til aukins þroska manneskjunnar sjálfrar og hvemig hagsmunir mannsins og umhyggja fyrir náttúr- unni fara saman. Antróspóófí er andleg vísindi; búvísindi; næringar- fræði; uppeldis- og kennslufræði; læknisfræði; listir. Antrópósófí ^allar raunvemlega um allt sem manninum viðkemur. Antrópósófí barst til Jáma með Þjóðveijanum Gustav Ritter og konu hans Lotte. Það var árið 1935 að þau flúðu ofsóknir Hitlers- Þýzkalands og settust að á gömlum, hálf-niðurföllnum búgarði skammt fyrir utan Jáma, Mikael-gárden. Þau höfðu í Þýzkalandi unnið með þroskahefta einstaklinga sam- kvæmt hugmyndum antrópósófí- unnar um manninn, sjúkdóma, uppeldi og nám. Á Mikael-gárden héldu þau starfi sínu áfram með nokkur þroskaheft böm og ungl- inga. Býlinu fylgdi nokkurt ræktar- land og var það eðlilega yrkt á bíó-dýnamískan hátt. Arangurinn af þeirri ræktun dró að sér annað . fólk til starfa, sem sá að þama var rökrétt og skynsamlegt andsvar við sí-aukinni iðnvæðingu landbúnað- arins á kostnað náttúrunnar. Umsvifín á Mikael-gárden jukust nokkuð ört. Aðeins sjö árum eftir að starfið þar hófst fluttu fyrstu nemendumir þaðan í burtu. Það vom elstu nemendumir, ungling- amir, sem fluttu áisamt nokkrum starfsmönnum að öðrum gömlum búgarði, Saltá-gárd, í útjaðri Jáma. Það kom svo að því að starfs- mennimir vildu að sín eigin böm fengju kennslu samkvæmt „wald- orfs“-uppeldisfræðinni. Og þá var stofnaður skóli. Meiri og flölbreytt- ari matar var þörf og smám saman „En antrópósófar eru einnig tímanna tákn. Þeir stefna fram á við og með starf i sínu í dag undirbúa þeir jarðveg- inn fyrir þá stund er mammon og neyslu- menningin hrynur og fólk þarfnast nýrra gilda til að fóta sig, öruggar en fyrr.“ Sýnishom af byggingarlist Erik Asmussens. Frá þorpinu; til hægri er bókasafnið en i húsinu lengst til vinstri er tónlistarsalur og bú- staður nokkurra nemenda. nemendur árlega við nám, fyrir utan þá sem sækja þangað skemmri námskeið. Þrír Islendingar stunda þar nám í vetur. Flestir nemend- anna búa í heimavist á svæðinu. Kennslan fer hins vegar fram í nokkrum húsum sem ýmist voru þama fyrir eða hafa verið byggð sérstaklega til að mæta sérhæfðum þörfum antrópósófanna. Þar ber að nefna „Robygge", en í því stóra húsi er matsalur nemenda, stórt eldhús, verslun, skrifstofur, íbúðir og rúmgóðir „eurytmi“-salir. í öðr- um húsum er bókasafn, tónlistarsal- ur, fleiri „euiytmi“-salir, fyrir- Iestrasalir og fleira sem tilheyrir kennslunni á seminaríinu. í 7þorp- inu“ er auk þess íbúðarhús, Orjan- skólinn (waldorfs-skóli fyrir „Hvíta húsið“. Elsta húsið í „þorpinu" i kringum Semin- ariet. Það er mjög ólíkt þeim húsum sem byggð hafa verið þarna á síðustu 25 árum. Það heldur sinni fyrri reisn og virðuleika og þar er að finna fyrirlestrasali, kennslustofur og skrifstofur. jókst Jjöldi þeirra bænda á Jáma svæðinu sem hófu ræktun á bió- dýnamísku komi, ávöxtum og grænmeti. Einhvemveginn svona hefur starfsemi antrópósófa í Jáma þróast. Hún hefur ekki gengið fram samkvæmt miðstýrðu skipulagi. Starfsemin hefur vaxið fram af þörf og til staðar hafa verið mann- eskjur sem tekið hafa frumkvæðið. Það eru hugmyndir og draumar einstaklinga sem hafa hrundið öllu þessu f framkvæmd. Menn hafa látið sig dreyma um stóra og full- komna kvöm sem steinmalar bíó-dýnamíska komið. Menn hafa látið sig dreyma um bakarí. Menn hafa látið sig dreyma um sjúkra- hús. Menn hafa látið sig dreyma um verkstæði sem býr til falleg og varanleg bama-leikföng. Um vinnu- staði fyrir þroskahefta. Um stað þar sem hægt er að halda lengri og skemmri námskeið. Um öðruvísi „banka". Um innan- og utanhúss- málningu úr hreinum náttúruefn- um. Menn hafa látið sig dreyma. Og draumamir hafa ræst. Og menn dreymir áfram og ný áform taka á sig mynd. Járna í dag Reiknað er með að rúmlega fímmhundruð manns séu í „fullu starfí" við eitthvert af þessumfy'ölda antrópósófísku „fyrirtælq'a" og „stofnana". Séu meðtaldir skóla- nemendur, þroskaheftir skólanem- endur og þátttakendur í öllum þeim flölda námskeiða sem hér eru hald- in, þá bætast við áðumefnda fímmhundruð nokkur hundruð að auki. Nokkuð af starfsemi antrópó- sófa fer fram í sjálfum bænum en mest er hún þó í útjaðrinum eða nokkra kílómetra fyrir utan. í Jáma búa í allt um sjö þúsund manns svo að greinilegt er að antró- pósófar — og aðrir þeir sem dregist Vatnströppumar. í skrúðgarðinum í kringum Seminariet era fjórar slíkar vatns- tröppur, hver með sinni Ijöra. Vatnið sem rennur um þá fyrstu er óhreinsað frárennslisvatn frá öllu „þorpinu". Hreinsun frárennslisins er fólgin í þeirri „rythmísku" hreyfingu sem vatnið fær í þessum nýrna-laga skálum og fyrir tilstuðlan óliks þörungagróðurs í tjöraunum. Hreinsunin fer fram án kemískra efna og vatnið er svo hreint þegar það fer fram í sjó að samkvæmt opinberum stöðlum er leyfilegt að baða sig í því. Bakhlið Öijanskólans. Annar tveggja waldorfsskólanna í Járna. hafa hingað fyrir þeirra tilstilli — setja sterkan svip á bæinn. Klæðn- aður margra þeirra sker sig úr, hvað efni og liti varðar. Saman- borið við tískufólk heimsborganna þá þykja antrópósófar örugglega mjög „sveitó" í ullinni sinni og silk- inu, auk annarra náttúruefna, gjaman í bleiku, fjólubláu og slíkum tónum. Og sjálfsagt er Jáma eitt „fijósamasta" svæði Svíþjóðar; hér er mjög mikið um bömn og heima- fæðingar hvergi algengari. Læt ég nú öllum formálsorðum lokið og snúum okkur að sjálfri starfsemi antrópósófa í Jáma í dag. Rudolf Steiner Seminarium Hjarta starfsemi antrópósófa liggur á svæði sem er um fímm kílómetra utan við miðbæ Jáma. Þar hefur byggst upp á tuttugu og fímm árum lítið og sérkennilegt „þorp", málað í litum sem undir- strika sérstöðu þessa antrópó- sófíska samfélags. Af þeirri starfsemi sem þama fer fram er auðvitað að nefna fyrst sjálft Ru- dolf Steiner Seminariet; „æðsta menntastofnun" antrópósófanna hér. Þar eru að jafnaði um 130 nemendur frá 7—19 ára) og nýjasta byggingin er Viðarklínikin, fyrsta antrópósófíska sjúkrahúsið á Norð- urlöndum. Ótrúlega falleg bygging. Og samvaxið þessu antrópósófíska „þorpi“ er Nibble-gárd; eitt hundrað hektarar af bíó-dýnamísku ræktar- landi. Húsin eru svo umvafin fjöl- breytilegum og gróskumiklum tijágarði; með tjömum og vatns- tröppum sem hreinsa allt frárennsli frá seminaríinu og öðrum húsum þar í kring á náttúrulegan hátt án allra kemískra hreinsiefna. Frá- rennslið er síðan leitt, eftir að hafa gengið í gegnum hreinsunarferlið, Af „mannvitr- ingnm“ í Jáma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.