Morgunblaðið - 02.12.1987, Síða 58

Morgunblaðið - 02.12.1987, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 FYRRIHLUTI ANTRÓPÓSÓFÍ (antropos = maður, sofía = viska) á sitt helsta setur á Norðurlöndum í Jáma, 50 ' kílómetrum sunnan við Stokkhólm. Antrópósófar þykja, held ég að ég megi fullyrða, skrýtnir. Hálfund- arlegur söfnuður manna sem ekki eru í „takt við tímann". Samt viður- kenna flestir, sem til þekkja, að starf þeirra sé gott og jákvætt; hvort sem það varðar ræktunina, lækningamar, skólana eða meðferð þeirra þroskaheftu. Engu að síður em þeir litnir homauga. Kannski af því að þeir ganga þvert á ríkjandi gildi í samfélaginu í dag. Af því að fyrir þeim er GUÐ raunverulegt afl. Af því að lífíð hefur sinn til- gang. Og dauðinn. Ég hef orðið var við að sumir Stokkhólmarar til dæmis, hafa brosað „góðlátlega“ þegar talið berst að antrópósófí. Þetta á eink- um við um fólk á „uppleið“ með glæstan starfsferil framundan; þetta fólk sem er tímanna tákn. En antrópósófar eru einnig tímanna tákn. Þeir stefna fram á við og með starfí sínu í dag und- irbúa þeir jarðveginn fyrir þá stund er mammon og neyslumenningin hrynur og fólk þarfnast nýrra gilda til að fóta sig, öruggar en fyrr. Þrátt fyrir jákvæð skrif mín í þeirra garð, þá er ekki ætlunin að draga fram þá mynd af antrópósóf- um sem hálf-heilögu fólki sem fundið hefur hinn fullkomna veg. Og skapað „útópíu" mitt í eyði- mörkinni. Víst er „flísar" að finna meðal þeirra, en það lætur mér best að láta gagnrýnina eiga sig þar til ég hef sjálfur losað um bjálk- ann í mínu eigin auga. Hér mun ég fjalla nokkuð al- mennt um starfsemi antrópósófa eins og hún birtist okkur hér í Jama. En síðar mun ég fara dýpra í sjálfan hugmyndagrunninn um leið og ég kjmni einstaka þætti antrópósófíunnar. Það mun ég fyrst og frémst gera með viðtölum við „leiðandi" antrópósófa í Jáma, hvem á sínu sviði. Með þessum greinum ætla ég mér ekki að selja trúarbrögð eða boða nýtt heim- spekikerfí. Antrópósófí er hvorugt. Antrópósófí er grundvölluð af austurríska hugsuðinum og vísinda- manninum Rudolf Steiner á þrem fyrstu áratugum þessarar aldar. Líkt og nafnið felur í sér, þá er antrópósófí ætlað að vera vegur til þekkingar og visku um manninn; að gefa vísbendingu um leið til aukins þroska manneskjunnar sjálfrar og hvemig hagsmunir mannsins og umhyggja fyrir náttúr- unni fara saman. Antróspóófí er andleg vísindi; búvísindi; næringar- fræði; uppeldis- og kennslufræði; læknisfræði; listir. Antrópósófí ^allar raunvemlega um allt sem manninum viðkemur. Antrópósófí barst til Jáma með Þjóðveijanum Gustav Ritter og konu hans Lotte. Það var árið 1935 að þau flúðu ofsóknir Hitlers- Þýzkalands og settust að á gömlum, hálf-niðurföllnum búgarði skammt fyrir utan Jáma, Mikael-gárden. Þau höfðu í Þýzkalandi unnið með þroskahefta einstaklinga sam- kvæmt hugmyndum antrópósófí- unnar um manninn, sjúkdóma, uppeldi og nám. Á Mikael-gárden héldu þau starfi sínu áfram með nokkur þroskaheft böm og ungl- inga. Býlinu fylgdi nokkurt ræktar- land og var það eðlilega yrkt á bíó-dýnamískan hátt. Arangurinn af þeirri ræktun dró að sér annað . fólk til starfa, sem sá að þama var rökrétt og skynsamlegt andsvar við sí-aukinni iðnvæðingu landbúnað- arins á kostnað náttúrunnar. Umsvifín á Mikael-gárden jukust nokkuð ört. Aðeins sjö árum eftir að starfið þar hófst fluttu fyrstu nemendumir þaðan í burtu. Það vom elstu nemendumir, ungling- amir, sem fluttu áisamt nokkrum starfsmönnum að öðrum gömlum búgarði, Saltá-gárd, í útjaðri Jáma. Það kom svo að því að starfs- mennimir vildu að sín eigin böm fengju kennslu samkvæmt „wald- orfs“-uppeldisfræðinni. Og þá var stofnaður skóli. Meiri og flölbreytt- ari matar var þörf og smám saman „En antrópósófar eru einnig tímanna tákn. Þeir stefna fram á við og með starf i sínu í dag undirbúa þeir jarðveg- inn fyrir þá stund er mammon og neyslu- menningin hrynur og fólk þarfnast nýrra gilda til að fóta sig, öruggar en fyrr.“ Sýnishom af byggingarlist Erik Asmussens. Frá þorpinu; til hægri er bókasafnið en i húsinu lengst til vinstri er tónlistarsalur og bú- staður nokkurra nemenda. nemendur árlega við nám, fyrir utan þá sem sækja þangað skemmri námskeið. Þrír Islendingar stunda þar nám í vetur. Flestir nemend- anna búa í heimavist á svæðinu. Kennslan fer hins vegar fram í nokkrum húsum sem ýmist voru þama fyrir eða hafa verið byggð sérstaklega til að mæta sérhæfðum þörfum antrópósófanna. Þar ber að nefna „Robygge", en í því stóra húsi er matsalur nemenda, stórt eldhús, verslun, skrifstofur, íbúðir og rúmgóðir „eurytmi“-salir. í öðr- um húsum er bókasafn, tónlistarsal- ur, fleiri „euiytmi“-salir, fyrir- Iestrasalir og fleira sem tilheyrir kennslunni á seminaríinu. í 7þorp- inu“ er auk þess íbúðarhús, Orjan- skólinn (waldorfs-skóli fyrir „Hvíta húsið“. Elsta húsið í „þorpinu" i kringum Semin- ariet. Það er mjög ólíkt þeim húsum sem byggð hafa verið þarna á síðustu 25 árum. Það heldur sinni fyrri reisn og virðuleika og þar er að finna fyrirlestrasali, kennslustofur og skrifstofur. jókst Jjöldi þeirra bænda á Jáma svæðinu sem hófu ræktun á bió- dýnamísku komi, ávöxtum og grænmeti. Einhvemveginn svona hefur starfsemi antrópósófa í Jáma þróast. Hún hefur ekki gengið fram samkvæmt miðstýrðu skipulagi. Starfsemin hefur vaxið fram af þörf og til staðar hafa verið mann- eskjur sem tekið hafa frumkvæðið. Það eru hugmyndir og draumar einstaklinga sem hafa hrundið öllu þessu f framkvæmd. Menn hafa látið sig dreyma um stóra og full- komna kvöm sem steinmalar bíó-dýnamíska komið. Menn hafa látið sig dreyma um bakarí. Menn hafa látið sig dreyma um sjúkra- hús. Menn hafa látið sig dreyma um verkstæði sem býr til falleg og varanleg bama-leikföng. Um vinnu- staði fyrir þroskahefta. Um stað þar sem hægt er að halda lengri og skemmri námskeið. Um öðruvísi „banka". Um innan- og utanhúss- málningu úr hreinum náttúruefn- um. Menn hafa látið sig dreyma. Og draumamir hafa ræst. Og menn dreymir áfram og ný áform taka á sig mynd. Járna í dag Reiknað er með að rúmlega fímmhundruð manns séu í „fullu starfí" við eitthvert af þessumfy'ölda antrópósófísku „fyrirtælq'a" og „stofnana". Séu meðtaldir skóla- nemendur, þroskaheftir skólanem- endur og þátttakendur í öllum þeim flölda námskeiða sem hér eru hald- in, þá bætast við áðumefnda fímmhundruð nokkur hundruð að auki. Nokkuð af starfsemi antrópó- sófa fer fram í sjálfum bænum en mest er hún þó í útjaðrinum eða nokkra kílómetra fyrir utan. í Jáma búa í allt um sjö þúsund manns svo að greinilegt er að antró- pósófar — og aðrir þeir sem dregist Vatnströppumar. í skrúðgarðinum í kringum Seminariet era fjórar slíkar vatns- tröppur, hver með sinni Ijöra. Vatnið sem rennur um þá fyrstu er óhreinsað frárennslisvatn frá öllu „þorpinu". Hreinsun frárennslisins er fólgin í þeirri „rythmísku" hreyfingu sem vatnið fær í þessum nýrna-laga skálum og fyrir tilstuðlan óliks þörungagróðurs í tjöraunum. Hreinsunin fer fram án kemískra efna og vatnið er svo hreint þegar það fer fram í sjó að samkvæmt opinberum stöðlum er leyfilegt að baða sig í því. Bakhlið Öijanskólans. Annar tveggja waldorfsskólanna í Járna. hafa hingað fyrir þeirra tilstilli — setja sterkan svip á bæinn. Klæðn- aður margra þeirra sker sig úr, hvað efni og liti varðar. Saman- borið við tískufólk heimsborganna þá þykja antrópósófar örugglega mjög „sveitó" í ullinni sinni og silk- inu, auk annarra náttúruefna, gjaman í bleiku, fjólubláu og slíkum tónum. Og sjálfsagt er Jáma eitt „fijósamasta" svæði Svíþjóðar; hér er mjög mikið um bömn og heima- fæðingar hvergi algengari. Læt ég nú öllum formálsorðum lokið og snúum okkur að sjálfri starfsemi antrópósófa í Jáma í dag. Rudolf Steiner Seminarium Hjarta starfsemi antrópósófa liggur á svæði sem er um fímm kílómetra utan við miðbæ Jáma. Þar hefur byggst upp á tuttugu og fímm árum lítið og sérkennilegt „þorp", málað í litum sem undir- strika sérstöðu þessa antrópó- sófíska samfélags. Af þeirri starfsemi sem þama fer fram er auðvitað að nefna fyrst sjálft Ru- dolf Steiner Seminariet; „æðsta menntastofnun" antrópósófanna hér. Þar eru að jafnaði um 130 nemendur frá 7—19 ára) og nýjasta byggingin er Viðarklínikin, fyrsta antrópósófíska sjúkrahúsið á Norð- urlöndum. Ótrúlega falleg bygging. Og samvaxið þessu antrópósófíska „þorpi“ er Nibble-gárd; eitt hundrað hektarar af bíó-dýnamísku ræktar- landi. Húsin eru svo umvafin fjöl- breytilegum og gróskumiklum tijágarði; með tjömum og vatns- tröppum sem hreinsa allt frárennsli frá seminaríinu og öðrum húsum þar í kring á náttúrulegan hátt án allra kemískra hreinsiefna. Frá- rennslið er síðan leitt, eftir að hafa gengið í gegnum hreinsunarferlið, Af „mannvitr- ingnm“ í Jáma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.