Morgunblaðið - 02.12.1987, Qupperneq 79

Morgunblaðið - 02.12.1987, Qupperneq 79
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 79 HANDKNATTLEIKUR / POLARCUP Jón HJaltatín, formaður HSÍ, hleypir af í landsleik á árum áður. Þjálfari Jugóslavíu segist muna vel eftir Jóni, enda var sá markvörður! „íslend- ingar verða erfiðir“ - segirAbasArsla- nagic, þjálfari Júgóslavíu „ísiendingar eiga marga snjalia handknattleiks- menn. Þeir eru geysiiega sterkir og erfiðir," sagði Abas Arsianagic, þjálfari heimsmeistara Júgósiavíu, sem mœta íslendingum hér í Polar Cup í kvöld, í sam- tali við Morgunblaðið i gœr. Abas, sem er fyrrum lands- liðsmarkvörður Júgóslavíu, tók við þjálfun heimsmeist- aranna fyrir stuttu. Arslanagic sagðist oft hafa varið mark Júgóslava gegn íslendingum, sem hafa ajltaf átt miklar langskyttur. „Ég hef ■■■■■i leikið gegn skot- FráJóni föstum leik- Óttari Karlssyni mönnum eins og iOs/ó Geir Hallsteins- syni, Jón Hjal- talín og Axel Axelssyni, sem voru skyttur á heimsmæli- kvarða," sagði Abas. „Við erum með okkar sterkasta lið hér í Noregi og höfum hug á að vinna sigur hér í Polar Cup.“ Júgósiövum er spáð sigri í Polar Cup. Norðmenn vonast til að geta veitt íslendingum og Sviss- lendingum harða keppni. 150landslelklr Jón Hjaltalín Magnússon, form- aður HSÍ, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gaerkvöldi, að mótið hér f Noregi væri einn af mörgum liðum íslenska lands- liðsins í sambandi við undirbún- inginn fyrir Olympíuleikana í Seoul. „Við stefnum að því að meðallandsleikjaQöldi íslenska landsliðsins í Seoul verði 150 landsíeikir. Þannig verðum við með leikreyndasta landslið heims," sagði Jón Hjaltalfn, sem var eins og Abas mjög ánægður með alla aðstöðu sem leikmönn- um væri boðið upp í Olsó. Gamlir „refir“ í liði Júgó- slavíu gegn íslendingum - sem leika án Alfreðs, Kristjáns og Bjarna. „Júgóslavar sigurstrang- legri," segir Jóhann Ingi Gunnarsson, sem sá þá á Super Cup mótinu „JÚGÓSLAVAR veröa með sterkara lið í Polar Cup-keppn- inni í Noregi heldur en þeir tefldu fram hér í Super Cup í V-Þýskalandi. Hór léku þeir án gamalkunna kappa, eins og Vujovic, Vukovic, Cvetkovic, Basic og Mrkonja. Mér skilst að allir þessir leikmenn leiki með Júgóslövum f Noregi," sagði Jóhann ingi Gunnarsson, fyrrum landsliðsþjálfari íslands og þjálfari Essen í samtali við Morgunblaðið í gœr. Islendingar mæta Júgóslövum í Polar Cup í kvöld. íslenska lands- liðið verður án Kristjáns Arasonar, Alfreðs Gíslasonar og Bjarna Guð- mundssonar, sem komast ekki til Noregs fyrr en á föstudaginn. „ís- lenska landsliðinu hefur gengið vel gegn Júgóslövum undanfarin ár, enda hentar leikur liðsins íslending- Jovlca Cvetkovlc kemur á ný inn í júgóslavneska liðið í kvöld. Geysilega sterk vinstrihandar skytta. Alfreð Gfslason verður illa fjarri góðu gámni í kvöld — kemst ekki til Noregs fyrr en á föstudag. um vel. Júgóslavar leika ekki kraftahandknattleik. Þeir leika hraðan og tæknilegan handknatt- leik. Vamarleikur þeirra hentar vel' því leikskipulagi sem landsliðið leik- ur úndir stjóm Bogdans. Það er ekki slæmt fyrir íslensinga að mæta Júgóslövum í fyrsta leikn- um,“ sagði Jóhann Ingi. „Það veikir íslenska liðið aftur á móti mikið að þeir Alfreð, Kristján og Bjami leika ekki með gegn Jú- góslövum, sem tefla fram sínu sterkasta liði. Vinstrihandarskjrttan Jovica Cvetkovic, sem leikur með Dankersen, verður íslendingum ör- ugglega erfíður og eins snillingur- inn Mile Isakovic, sem skoraði 20 mörk í §órum leilqum í Super Cup, þar af 13 úr vítum. Þá er miðjumað- urinn Portner, sem skoraði 17 mörk, alltaf erfiður. Júgóslavar ^ era sigurstranglegri heldur en íslendingar," sagði Jó- hann Ingi. KNATTSPYRNA Gráta fáir þó Köpp- el hafi verið rekinn - sagði Atli Eðvaldsson, eftir að þjálfari Bayer Uerdingen hafði verið rekinn í gærdag Horst Köppel, þjálfari vestur þýska liðsins Bayer Uerding- en, sem Atli Eðvaldsson er hjá, var rekinn frá félaginu í gær. Köppel var til skamms tíma aðstoðarþjálf- ari Franz Beckenbauer með vestur- þýska landsliðið. Hann tók við liði Uerdingen í sumar, eftir að Karl- heinz Feldkamp fór til Frankfurt. „Þetta getur ekki orðið verra en það hefur verið í vetur. Það gráta öragglega fáir leikmanna liðsins þó Köppel hafí verið rekinn," sagði Atli í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann hefur ekki verið í náðinni hjá þjálfaranum up á síðkastið. Raunar hefur Köppel umbylt liðinu frá því í fyrra. „Hann hefur gert 8 eða 9 breytingar frá þvi fyrra. Við urðum bikarmeistarar fyrir þremur áram, í 3. sæti í deild- inni fyrir tveimur áram og í 7. sæti í fyrra. í vetur hefur svo ekkert Atli Eðvaldsson. gengið. Manni fínnst því skrýtið að fá ekki tækifæri þegar liðinu geng- ur svo illa, en málið er að þjálfarinn hefur verið að týna þá úr sem studdu Feldkamp í fyrra. Markvörð- urinn okkar sagði til dæmis um daginn að honum fíndist við spila ranga leikaðferð. Þá var hann rek- inn frá félaginu. Eftir tapið í Niimberg á laugardaginn sagði svo einn leikmannanna, Funkel, að hann væri sama sinnis og mark- vörðurinn — við lékjum ekki rétt. Þá heimtaði Köppel að hann yrði látinn fara líka. Endirinn varð svo sá, skilst mér, að þjálfarinn sagði að annað hvort færi hann eða Fun- kel, og niðurstaðan varð sú að þjálfarinn var látinn fara,“ sagði Atli. Aðstoðarþjálfari Uerdingen stýrir liðinu í síðasta leiknum fyrir jólafrí, gegn Gladbach á laugardag. Souness vill kaupa Pearce raeme Souness, stjóri skoska stórliðsins Rangers, hefur mikinn áhuga á að næla í vinstri bakvörð Nottingham Forest, Stu- art Pearce. Souness hefur þrívegis séð Pearce leika á undanfömum vikum. Hann hafði áður lýst því yfír að Rangers keypti öragglega einn góðan leikmann fyrir 15. desember, en leikmenn keyptir eftir þann tíma era ekki löglegir í Evrópukeppninni í vetur. Talið er að Forest vilji fá 650.000 pund fyrir bakvörðinn. Steve Hunt, sem á sínum tíma gerði garðinn frægan hjá Aston Villa, New York Cosmos, Co- ventry og WBA, hefur nú þurft að leggja skóna á hilluna skv. læknisráði. Hann var kominn á ný til Villa, en meiddist illa á hné fyrir fímm vikum. Tommy Smith, gamla hörkutólið frá Liverpool, er hættur sem þjálf- ari hjá utandeildarliðinu Caemar- von. Þetta var fyrsta liðið sem Smith stjórnar eftir að hann hætti að leika. POLARCUP Ekki sjón- varpað beint Nú er ljóst að ekkert verður af beinni sjónvarpsútsend- ingu ríkissjónvarpsins frá leik Noregs og íslands á Polar Cup á laugardaginn, eins og til stóð. Astæðan er sú að leiknum verð- ur lýst beint í ríkisútvarpinu, og ákvað yfirstjóm útvarpsins því að afþakka sjónvarpssending- una. „Norðmenn ætla að sýna leikinn beint hjá sér og leiktíminn var ákveðinn í samráði við mig. Norðmenn verða með beina út- sendingu úr ensku knattspym- unni síðar um daginn eins og ég, og tíminn á handboltaleikn- um var því ákveðinn með beina sendingu í huga,“ sagði Bjami Felixson, íþróttafréttamaður sjónvarps í gær. Bjami sagðist óhress með þessa ákvörðun yfír- stjómar sjónvarpsins. „Það kostar sennilega minna að fá leikinn í beinni útsendingu hing- að heim og að senda_ útvarps- manninn til Noregs. Ég ætlaði ekki utan — ég ætlaði að lýsa leiknum héðan að heiman. En útvarpið fær að vísu lýsingar á fleiri leikjum úr ferðinni," sagði Bjami. HANDKNATTLEIKUR / BIKARINN Þórsarar slegnir út Fylkismenn, sem era neðarlega í 2. deild, gerðu sér lítið fyrir og sigraðu 1. deildarlið Þórs frá Akureyri í bikarkeppni karla í hand- knattleik í gærkvöldi í íþróttahúsi Seljaskóla, 28:24. Þórsarar komust í 5:0 og 9:3 og leiddu í hálfleik, 11:14. Fylkismenn jöfnuðu svo 16:16 og sigu fram úr. Markahæstir hjá Fylki: Sigurður Haukur Magnússon 6, Jón L. Hilmarsson 6, Magnús Sigurðsson 6. Markahæstir lýá Þón Sigur- páll Aðalsteinsson 8/5, Sigurður Pálsson 6. Þjálfarar athugið! Þjálfara vantar hjá nýstofnuðu knattspyrnufélagi á Suðurlandi sem hyggst spila í 4. deild nk. keppn- istímabil. Upplýsingar í síma 99-2520.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.