Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Húsmæðraskólinn Ósk á Isafírði 75 ára eftír Elsu Bjartmars Þann 1. október síðastliðinn átti Húsmaeðraskólinn Ósk á ísafirði 75 ára afmæli. Næstkomandi vor er fyrirhugað að halda upp á afmælið hér á Isafirði og eru allir gamlir nemendur, kennarar og velunnarar velkomnir. Pyrir þessari hátíð standa Skólanefnd Húsmæðraskól- ans, formaður hennar er Magdalena Sigurðardóttir, Kvenfélagið Ósk og Nemendasamband Húsmæðraskól- ans. 15. maí 1974 var nemendasam- bandið stofnað til þess að efla tengsl gamalla nemenda og tengsl við skólann. 1. október 1912 var Hús- mæðraskólinn Ósk stofnaður. Var það mikið afrek og þurfti mikla bjartsýni, dugnað og þrautseigju til að bera. Er það ekki síst frú Cam- illu Torfason að þakka, en hún var aðal frumkvöðullinn að stofnun skólans. Camilla Torfason Camilla fæddist á ísafirði um miðja nítjándu öld, dóttir hjónanna Karenar Jörgensen og Stefáns Bjamasonar sýslumanns. Fjórtán ára flutti hún frá Ísafírði, en kemur svo aftur 1904 með eiginmanni sínum Magnúsi Torfasyni, sýslu- manni í ísafjarðarsýslu. Lagði hann málefnum um stofn- un húsmæðraskóla lið og stuðlaði að framgangi þeirra bæði í sýslu- nefnd og bæjarstjóm. Camilla var greind kona og gekk menntaveginn. Islenskar konur höfðu ekki öðlast rétt til stúdentsprófs á þessum árum, en prófíð tók hún í Kaup- mannahöfn og var því fyrst íslenskra kvenna til að ljúka því prófí. Heimspekipróf tók hún líka og lagði síðan stund á stærðfræði í tvö ár, en hætti þá námi. Kenndi síðan eitt ár við frk Langesskóla í Silke- borg. Var hann heimavistarskóli fyrir ungar stúlkur. Ýmislegt fleira lærði Camilla á Hafnarárum sínum >s.s. osta- og smjörgerð. Munu kennslustörf hennar í Danmörku hafa vakið áhuga hennar á mennta- málum kvenna. Þegar hún hélt heim til íslands var áhuginn svo mikill að hún beitti sér fyrir stofnun hús- mæðraskóla á ísafírði. Meðal vina og þeirra sem hún umgekkst mest vakti hún traust, þótti ráðdeildarsöm og örugg til forystu. Eftir að stuðlað að stofnun Húsmæðraskólans á ísafírði árið 1912 og verið formaður skólanefnd- ar í tvö ár, flutti Camilla til bróður síns í Englandi, síðan til dóttur sinnar í Kaupmannahöfn, loks hélt hún til Reykjavíkur og bjó með bömum sínum Jóhönnu og Brynj- ólfí til dauðadags. Hugur þeirra mæðgna var ávallt hlýr til skólans. Gaf Jóhanna skólanum málverk af móður sinni, einnig stofnaði hún sjóð til minningar um móður sína. Birtist hér úrdráttur úr skipulags- skrá sjóðsins. 1. grein Sjóðurinn heitir Verðlaunasjóður frú Camillu Torfason. Hann er eign kvenfélagsins Óskar á ísafírði og útnefnir félagið sjóðnum sérstaka stjóm. 2. grein Sjóðurinn er stofnaður af frú Jóhönnu Magnúsdóttur, lyfsala, til minningar um móður hennar, frú Thom Petrine Camillu Torfason, f. 10. október 1864, stofnanda Kven- félagsins Óskar á ísafírði og formanns sama félags árin 1907—1914. En Kvenfélagið Ósk stofnaði Húsmæðraskólann Ósk á ísafírði árið 1912. 3. grein Hlutverk sjóðsins er að verðlauna nemanda eða nemendur húsmæðra- skólans, er skara fram úr í námsgreinum skólans og prúð- mannlegu dagfari. 4. grein Elsa Bjartmars kaupstaðarins að taka mál þetta að sér og veita til þess svo ríflegri flárhæð að unnt verði að hefja starf- semi skólans sem fyrst. Kvenfélagskonur í Ósk stóðu fyr- ir margskonar mannúðar- og menningarmálum í bænum, mun þó skólamálið hafa brunnið þeim heitast á hjarta. Á því Húsmæðraskólinn Ósk kvenfélagskonum og fyrsta for- manni félagsins, frú Camillu Torfason, fyrst og fremst tilvist sína að þakka. Áfram unnu Óskarkonur að und- irbúningi stofnunar skólans, til þess þurfti aukið fjármagn. Veitti sýslu- neöid Norður-ísafjarðarsýslu í þessu skyni 300 krónur til væntan- legs húsmæðraskóla á ísafírði, en með því skilyrði að ísaflarðarbær legði fram sömu upphæð. Gekk það 8, hið fyrsta tímabil, frá 1. október 1912 til vordaga 1917. Nemendur skyldu vera 12 og var kennt á tveimur 4ra mánaða nám- skeiðum. Skólagjaldið var 100 krónur fyrir nemanda. Haustið 1914 var samþykkt að fella skóla- hald niður næstkomandi skólaár, vegna mikillar dýrtíðar og einnig höfðu fáar umsóknir um skólavist borist. Óviðráðanleg atvik af völdum fyrri heimsstyijaldarinnar urðu þess valdandi að skólahald lagðist niður frá 1917 til 1924. Fyrsta for- stöðukonan frk. Pjóla Stefánsdóttir hafði skapað skólanum traust og vinsældir. Fannst því ýmsum frammámönnum bæjarins ófyllt opið skarð þegar skólinn hvarf af sjónarsviðinu. Félagskonur Óskar létu ekki bil- bug á sér fínna heldur héldu þær málinu vakandi þau ár sem skóla- hald lá niðri. Loks var ákveðið að skólinn starfaði að nýju og hófst skólahald 1. október 1924 í Hrann- argötu 9 (Glasgow). Ný forstöðu- kona var ráðin frk. Gyða Maríasdóttir, fædd og alin upp á ísafírði. Gyða nam húsmæðra- fræðslu í Danmörku, einnig starfaði hún á matsöluhúsum, hlaut hún hvarvetna lof fyrir fæmi í störfum. . Ástkær var hún nemendum sínum, til sanninda er stofnun Minningarsjóðs Gyðu Maríasdóttur sem nemendur hennar frá árinu Húsmæðraskólinn Ósk stofnsettur 1912. Nýi skólinn tók til starfa 1948. Stofnfé sjóðsins er verðbréf að upphæð 16000 krónur, skráð á nafn hans. Gjafafé sem sjóðnum kann að áskotnast skal leggja við höfuðstólinn, og auk þess að minnsta kosti einn fjórða hluta árs- vaxta. Af þess_u má sjá að Húsmæðra- skólinn Ósk stendur í mikilli þakkarskuld við þær mæðgur, verð- ur minning þeirra því ætíð í heiðri höfð við skólann. Saga skólans Eigi er vitað hvenær fyrst var farið að ræða um að stofna hús- mæðraskóla á ísafírði. _En eftir stofnun Kvenfélagsins Óskar 6. febrúar 1907 verður þó vart við ráðagerðir í þessa átt. Á fundi í Ósk 15. mars 1911 var í fyrsta skipti rætt um þessi mál. í fundargerð félagsins segir: „Fund- urinn óskar, að húsmæðraskóli verði settur á stofn á ísafírði, og skorar á Alþingi að taka þetta mál að sér og veita fé svo ríflega, að hægt verði að koma skólanum á fót sem allra fyrst." Einnig var skorað á bæjarstjóm eftir, lögðu svo kvenfélagskonur fram sömu upphæð til áhaldakaupa fyrir skólann. „í eitt skipti fyrir öll“ en það boðorð hefur ekki verið haldið, má telja félagskonum það til verðugs lofs. Alþingi veitti í fjárlögum 1914—1915 1200 krónur í styrk til skólans úr landssjóði. Stuðlaði þá- verandi þingmaður ísafjarðar, séra Sigurður Stefánsson í Vigur, að framgangi málsins á Alþingi. Ekki átti skólinn húsnæði fyrr en árið 1948. Þess í stað hóf hann göngu sína í leiguhúsnæði í Pólgötu 1932 stofnuðu á 30 ára skólaaf- mæli sínu. Skyldi hluta sjóðsvaxt- anna varið til að styrkja nemendur Húsmæðraskólans Óskar sem vilja afla sér framhaldsmenntunar í hús- mæðrafræðum. Starfaði Gyða við skólann þar til hún lést 7. júlí 1936. Á næstu árum störfuðu ijórar for- stöðukonur við skólann, þær vom: Dagbjört Jónsdóttir frá Tungu í Stíflu 1936—1940, Ingibjörg Jóns- dóttir frá ísafirði 1941—1942, Jónína Guðmundsdóttir frá Núpi í Amarfírði 1942—1944, þá Þórey Skaptadóttir 1944—1947, en hún Stórútsölumarkaðurinn, Iðnaðarmannahúsinu ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.