Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 41 Morgunblaðið/Júlíus isson vegamálastjóri kynna fyrir- Fljótlega verður ekki komist hjá að breikka Reykjanesbraut frá Breiðholtsbraut að Fífuhvammsvegi og verða þar tvær akreinar í hvora átt. tengingu ofan núverandi byggð- ar yfir á Vesturlandsveg. í framtiðinni mun tengin Vestur- lands- og Suðurlandsvegi verða ofan við Arbæjar- og Seláshverfi. ram þá eingöngu átt við nýjar fram- kvæmdir en að auki sé varið verulegu fé til viðhalds. Að sögn Helga Hallgrímssonar aðstoðar vegamálastjóra eru 80 milljónir á vegaáætlun á ári til þjóðvega í þétt- býli en þá upphæð yrði að þrefalda. Framlag til þjóðvega er áætlað 70 milljónir en samkvæmt fram- kvæmdaáætluninni er gert ráð fyrir 140 milljónum. Helgi sagði að spá um umferð hefði verið endurskoðuð en hún miðar að auknu öryggi í umferð- inni, bæði gangandi og akandi vegfarenda, fjölgun leiða og að auka afkastagetu á vegum. í grunnspá var gert ráð fyrir 10% hækkun á umferðarálagi. Miðað við núverandi ástand þótti rétt að reikna með 25% hækkun til að halda í horfínu og má því búast við svip- uðu ástandi í umferðinni eftir fímm ár og er í dag. ja Kleppsmýrarveg yfir Elliðavog rafarvogi. ! framhaldi af veginum frá Rauðavatni sem nú endar við hesthúsin í Víðidal, verður nýr vegur lagður yfir Elliðaár að Breiðholti. Ný leið norður úr Reykjavík, yfir Elliðavog um Geldingarnes og Álfsnes yfir Kollafjörð i Kjal- arnes, hefur verið könnuð en þær athuganir eru hvergi nærri á lokastigi. Þennan veg mætti í fyrsta áfanga tengja núverandi Vesturlandsvegi sunnan Kolla- fjarðar og vegakerfi Reykjavík- ur um Gullinbrú. Eitt hundrað ár frá löggildingu verslunar í Vík HUNDRAÐ ár eru liðin síðan Vík í Mýrdal varð löggildur verslun- arstaður, en 2. desember árið 1887 staðfesti danakonungur lög þar að lútandi, sem Alþingi hafði samþykkt 22. ágúst það ár. Víkurbændur, Halldór Jónsson í Suður Vík og Þorsteinn Jónsson í Norður Vík höfðu um fjögurra ára skeið pantað vörur beint frá Bret- landi áður en Vík varð verslunar- staður. Vörurnar voru fluttar til Vestmannaeyja og þaðan á þilskip- um til Víkur. Áður höfðu Vestur Skaftfellingar orðið að sækja versl- un út í Eyrarbakka eða austur á Papós eða Djúpavog. Fyrsta verslunarhúsið var byggt á Víkursandi árið 1889, en það hét Blánesbúð og var J.P.T. Bryde eig- andi hennar. Bryde flutti síðan stórt verslunarhús frá Vestmannaeyjum til Víkur árið 1895 og sama ár sett- ust þar að fastir starfsmenn frá honum. Fyrsta íjölskyldan flutti búferlum til Víkur árið 1896, en það var fjölskylda Einars Hjaltason- ar. Um aldamót voru íbúar Víkur 39, árið 1925 voru þeir 282. Nú eru íbúar Víkur um' 340 og um 640 búa í Mýrdalshrepp. Þess má geta að á næstunni kem- ur út fyrra bindið af Verslunarsögu Vestur Skaftfellinga í tilefni þess að hundrað ár eru frá því Vík varð löggildur verslunarstaður. Kjartan Ólafsson ritaði söguna og Vestur Skaftafellssýsla gefur hana út. Þar er meðal annars sagt frá Papós- og Eyrarbakkaferðum, rekstrum og sauðasölu, upphafí verslunar í Vík og saga hennar er rakin allt fram til ársins 1914. Skipað út ullarfarmi i Vik i Mýrdal. Myndin var liklega tekin á öðr- nm áratug þessarar aldar. Lengst til vinstri má sjá verslunarhús Halldórs Jónssonar. Annað húsið frá hægri er verslunarhús Þorsteins Þorsteinssonar og Co., sem siðar varð kaupfélagshús. Lengst tíl hægri er Pakkhúsið, en þar var fyrsta verslun Víkur, Blánesbúð, til húsa. Slysavarnaskóli sjómanna: Fjárveiting verði aukin um 50% VEGNA umræðu um Slysavarnaskóla sjómanna og önnur öryggis- mál þeirra hefur samgönguráðuneytið sent frá fréttatilkynningu. Þar segir að á fjárlögum þessa árs sé varið 8 inilljónum króna til fræðslu Slysavarfnarfélagsins um öryggismál sjómanna og sam- gönguráðuneytið hafi nú sent fjárveitinganefnd erindi með beiðni um 12 milljón króna fjárveitingu til þessa málaflokks á næsta ári. Fjárveitingin sé upphaflega frá samgönguráðuneytinu komin en hafí af misgáningi verið sett undir félagsmálaráðuneyti og á fjárlög þess ráðuneytis (undir liðnum 07-999 1 28 Öryggisfræðsla sjó- manna, námskeið). Þetta hafí verið leiðrétt á þessu ári og ijárveitingin færð yfír á flárlög samgönguráðu- neytis til greiðslu. Loks segir í fréttatilkynningu samgönguráðuneytisins að til að þessi fræðsla megi halda áfram á eðlilegan hátt hafí ráðuneytið farið fram á 12 milljóna króna Qárveit- ingu til þessara mála á næsta ári og lagt fram erindi um það á minnisblaði til fjárveitingamefndar hinn 26. október síðastliðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.