Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 76
76 ^— MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 KNATTSPYRNA / BÆKUR Amór—bestur í Belgíu FUÓTLEGA kemur á markað bókin „Arnór — bestur í Belgíu“ eftir Víði Sigurðsson, blaðamann. Víðir dvaldi í Belgíu í hálfan mánuð í haust og er bókin að mestu leyti unnin á þeim tíma. Bókin er að lang mestu leyti skrifuð eftir hans frásögn. Hún hefst á Húsavík, þar sem Arnór fœddist og óist upp, og lýkur i lok kepnistímabilsins í vor. Síðan er í stuttu máli rakið það sem gerst hefur síðan. Þetta er sagan um „litla strákinn sem átti sér draum — og sá hann rœtast," eins og Víðir Sigurðsson, sagði í samtali við Morgunblaðið. Hór á eftir birtast stuttir kaflar úr bókinni, með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda. Millifyrir- sagnireru Morgunblaðsins. Gunnlaugur Rögnvaldsson „Arnór — bestur í Belgfu" er bók um knattspymumanninn' Amór Guð- hjonsen sem kemur út fyrir jólin. Höfundur bókarinnar er Víðir Sigurðsson, blaðamaður. Upphafið egar Amór var sex ára hóf Völsungur í fyrsta skipti skipu- lagða þjálfun fyrir 6. aldursflokk, þá sem voru tíu ára og yngri. Jó- hannes Siguijónsson, núverandi ritstjóri Víkurblaðsins á Húsavík, sá fyrstur um þessa þjálfun og seg- ir að Amór hafi strax skorið sig úr að tvennu leyti. „í fyrsta lagi var hann strax sex ára gamall orð- inn sterkur og stæltur, eitt vöðva- búnt en ekki beinaber eins og flestir jafnaldrar hans. Svo var þessi litli naggur kominn með pottþétta skallatækni sem var alveg einstök, ekki síst á Húsavík þar sem segja má að fáir hafi virkilega kunnað — að skalla bolta, allt uppí meistara- flokk. Á þessum ámm var Amór líka búinn að þróa með sér mikla leikni með boltann þannig að hann skar sig strax frá sínum jafnöldrum hvað getu snerti," segir Jóhannes. Fyrsta leikinn með Völsungi keppti Amór sjö ára gamall. „Við spiluðum í 6. flokki við KA á velli sem var á bakvið bamaskólann á Húsavík. Við litum mikið upp til Akur- eyringa, töldum þá vera með svakalega gott lið, enda töpuðum við 0—3. Ég var með þeim minnstu á vellinum. En tapið skipti ekki svo miklu máli, á þessum ámm var svo spennandi að keppa að það skyggði á allt annað." Þessi leikur við KA var bara „gam- anleikur" þó hjá strákunum væri allt í römmustu alvöm. En fljótlega var Amór farinn að keppa með 6. flokki Völsungs á Norðurlandsmóti, oft sá yngsti og minnsti á vellinum. Eiður segist strax hafa séð Amór fyrir sér sem atvinnumann en aðrir vom ekki hrifnir af hugmyndinni. „Hann Amór litli — nei, nei, þvílík vitleysa," sagði móðirin. Hvað sem slíkum draumum leið var Amór ekki gamall þegar hann hafði sínar fyrstu beinhörðu tekjur af r knattspymunni. Amór langafi hans á Brávöllum var ekki hrifinn af þessari íþrótt, sagði hana stór- hættulega og rakti fjálglega dæmi um slys af hennar völdum. Sá lest- ur fór innum annað eyra stráksins og útum hitt, og svo fór að hann fékk nafna sinn á sitt band. Stráksi var nefnilega ekki hár í loftinu þeg- ar sá gamli fór að gauka að honum aurum fyrir unnin afrek og skomð mörk. „Já, hann rétti mér peninga þegar ég hafði skorað og þetta varð bara oft heilmikill gróði!“ seg- ir Amór. Guðrún langamma hans vissi ekki mikið hvað sneri upp og hvað niður á fótbolta en hún smitað- ist af áhuganum og var alltaf fyrst til að spyija um úrslitin og hvort hann Amór hefði nú ekki skorað mark. Þeirri spumingu var oftast svarað játandi. „Maöur var orAlnn hálf- gerður töffarl og mátti akki vera að þessu" Þegar skyldunáminu lauk í 2. bekk gagnfræðaskóla, eða áttunda bekk eins og það heitir nú, var námsá- huginn orðinn heldur á undanhaldi. „Maður var orðinn hálfgerður töf- fari og mátti ekki vera að þessu." "VAmór var í fyrsta árgangnum sem þreytti samræmdu prófin og fór þá í Armúlaskólann þar sem Breið- holtsskóli var ekki með 3. bekk. Heldur var slegið slöku við námið, svo mjög að fjölskyldan og nánustu ættingjar höfðu miklar áhyggjur af piltinum. Einn tók þessu þó létt, .Amór sjálfur, en ekki fór mikið ” "’fyrir lestrinum þennan veturinn. Samræmdu prófín liðu hjá og fjöl- skyldan beið á milli vonar og ótta eftir útkomunni. Amór fór síðla dags til að sækja einkunnimar og heima fyrir vom allir á nálum. Amr- ún lýsir þessari örlagastund: „Loksins kom hann heim og dró smámiða uppúr vasanum og sýndi mér. Allt í þessu finasta, sagði hann. Ömmumar vom báðar í heimsókn og Amór fór til að sýna þeim út- komuna, heldur kæmleysislegur. En þegar hann kom aftur fram var hann eitt bros og sagði: Þær vom ekki lítið ánægðar, ömmumar!" Amór tók þama ágæt próf en var hræddastur við reikninginn eins og allir aðrir. Meðaleinkunnin var mjög lág yfír landið, Amór stefndi að því að fá C, en útkoman varð enn betri, hann fékk B og þar með vom allar greinar í góðu lagi. Um þetta leyti héngu Breiðholts- unglingamir mikið fyrir utan Breiðholtskjör eins og þeir gera enn í dag. Þar var „harkið" sívinsæla mikið spilað, þ.e. peningum rúllað í vegg og sá sem kemst næst veggn- um fær fyrstur að kasta öllum myntunum og hirða þær sem snúa rétt. Amór var á kafi í harkinu og segir að oft hafi verið komnar ansi álitlegar upphæðir í pottinn þegar margir vom með og köstuðu miklu. Við verslunarkjamann í Leimbakk- anum vom settir upp kúluspilakass- ár, flipparar, í litlu skoti og Ólöf segir að þar hafi hún getað gengið að Amóri vísum. Ef hann var ekki þar, kom hann eftir nokkrar mínút- ur! Reynt var að ná sem hæstu skori í kössunum og spilað uppá peninga. En eitt sinn gerðist Amór einum of djarfur og veðsetti hálsmen Ólaf- ar, hjarta með nafninu hennar, dýrgrip sem hún hafði fengið í ferm- ingargjöf og lánað sínum heittelsk- aða. Hjartanu tapaði hann — og þau sáu það ekki framar! Unnustan unga var ekki sérlega hrifin af þeim viðskiptum en hennar hjarta hélt þó réttum takti þótt vafalítið hafí fallið úr slag. Þorði ekkl annað en segja að Nóii v»ri Iðngu farinn og rak hannsvoafstað Eiður var ekki afskiptasamur af stundvísi sonarins þegar skólinn var annars vegar en um fótboltann giltu aðrar reglur. Hann fylgdist vel með því að atvinnumaðurinn verðandi mætti reglulega og stundvíslega á Víkingsæfingamar. Það kom jafn- vel fyrir að hann hringdi heim til Ólafar þegar hann vissi af Arnóri þar til þess að ganga úr skugga um að strákurinn væri farinn á æfingu. „Ég þorði ekki annað en að segja Nóri að væri löngu farinn, og rak hann svo af stað með æf- ingatöskuna!" segir Ólöf. Tll Belgíu í næstu viku fóm Arnór og Eiður til Belgíu. Þeir dvöldu á hóteli í Antwerpen og var mjög vel tekið af stjóm Lokeren. Liðið var nýbyij- að að æfa eftir sumarfrí og þeir feðgar fóm og fylgdust með gangi mála þar. En þeir fengu óvænta heimsókn á hótelið. Þar var mættur sá knattspymumaður sem Amór hafði litið hvað mest upp til alia tíð og tekið sér sem fyrirmynd. Ásgeir Sigurvinsson var kominn til Ant- werpen ásamt stjómarmanni frá félagi sínu, Standard Liege. „Við spjölluðum saman og ég fékk þama boð frá Standard um að koma til þeirra í næstu viku og æfa. En fyrst þurfti ég að fara heim og leika með Víkingi gegn ÍBV í 1. deildinni, og þangað hélt ég með fullmótaðan samning frá Lok- eren uppá vasann. í honum var frá því gengið að öll mín fjölskylda kæmi með mér til Lokeren, en það voru foreldrar mínir búnir að sam- þykkja." Amór fór heim og svo beint út aft- ur, nú til Standard Liege. Þar æfði hann út vikuna og Waseige þjálfari lét berlega í ljós áhuga á að Amór gerðist íeikmaður með félaginu. „Þetta var ákaflega freistandi, ekki síst vegna þess að Ásgeir var þama fyrir. Hann var mér mjög hjálplegur á allan hátt meðan ég dvaldi hjá félaginu, ég þurfti margs að spytja og hann leysti úr því eftir fremsta megni. Ásgeir reyndi samt aldrei að þrýsta á mig um að semja við Standard. Ég veit ekki hvað stjórn- armennimir vom að hugsa en þeir vom ekki hrifnir af því að ég kæmi með íjölskylduna með mér út. Ég er helst á því að það hafi verið stærsti ásteytingarsteinninn. Ég hélt heimleiðis, án tilboðs eða skuld- bindinga, en þeir lofuðu að hafa samband." Nú dró óðum að 17. afmælisdegi Amórs, þann 30. júlí. Þeir feðgar höfðu gert sér grein fyrir þýðingu þess að ganga frá samningi fyrir þann tíma, ef það tækist yrði Amór talinn Belgi hvað knattspymuna varðaði en ekki útlendingur. „Þetta var lykilatriði eins og síðar kom á daginn. Lokeren var með þijá út- lendinga fyrir og í belgísku knatt- spymunni máttu aðeins þrír slíkir leika hvem leik. James Bett, sem Lokeren krækti í frá Val þama um sumarið, lenti einmitt í því að vera fjórði útlendingurinn hjá félaginu og slíkt hefði getað orðið afdrifaríkt fyrir mig.“ Melðslln... Að lokum varð ekki lengur við unað og Martens ákvað að skera upp hnéð á ný í nóvember. Þá kom í ljós að samgróningamir í sárinu voru geysilega miklir og hann fjar- lægði stærðar stykki. Aftur gips, aftur þriggja mánaða fjarvera frá æfingum og keppni. Mommens, gamli samheijinn frá Lokeren, kom í heimsókn og hitti Amór dapran í bragði. Mommens sagði síðan frá því að Amór væri niðurbrotinn og það væri ólíklegt að hann ætti eftir að leika knattspymu framar. Frá þessu var skýrt í blöðum heima á Islandi. „Ég hef líklega verið heldur daufur og Mommens varð víst frekar hverft við að sjá mig svona, í hjólastól með hangandi haus. En staðreyndin er sú að þrátt fyrir öll þessi meiðsli og þijá uppskurði á tveimur árum hvarflaði aldrei nokkurn tíma að mér að ég ætti ekki eftir að halda áfram og ná mér á strik á ný. Ég vissi að einhvem tíma tæki þetta enda, einn góðan veðurdag yrði allt í stakasta lagi. Þetta var of mikil óheppni til þess að hún gæti enda- laust staðið mér fyrir þrifum. Ég held að þessi trú mín hafi verið mikilvæg og fleytt mér yfir erfið- ustu hjallana." Þótt ótrúlegt megi virðast vissi Van Himst ekki um þennan þriðja upp- skurð Arnórs. Hann var furðulega sinnulítill um leikmennina, var mik- ið einn með sjálfum sér og vantaði samband við þá sem í kringum hann voru. Rene Vandereycken sagði Amóri frá því sem gerðist daginn eftir uppskurðinn. Eftir æf- ingu var Van Himst með leikmönn- unum inni í búningsklefa, saknaði Amórs og spurði hvort einhver hefði séð hann. Leikmennimir litu upp og hver á annan með furðusvip. Allir vissu að Amór hefði gengist undir uppskurð daginn áður. Þarna kom Van Himst af fjöllum og hringdi síðan í Ólöfu, heldur skömmustulegur, til að kanna hvemig sjúklingnum heilsaðist. „Ekkert í hans fari kom mér lengur á óvart,“ segir Amór. Og Van Himst hafði tekið pokann sinn áður en jólin gengu í garð. Þessum snjalla knattspymumanni sem hafði áratug áður heillað stuðn- ingsmenn Anderlecht með töfmm sínum var að lokum sagt upp störf- um á miðju leiktímabili. Anderlecht hafði ekki gengið nógu vel í deild- inni, liðið var orðið fimm stigum á eftir Club Brugge og lítil von virtist um að veija meistaratitilinn án rót- tækra breytinga. Þama urðu kaflaskipti. Hollenski snillingurinn Arie Haan sem hafði fáum ámm áður hrellt bestu mark- verði heims með þijátíu metra þmmufleygum tók við embættinu. „Mér leist strax vel á Haan. Hann er útsjónarsamur og þekkir knatt- spymuna sundur og saman. Æfingamar hjá honum vom stór- skemmtilegar og hann var ekki með þennan leiðinlega aga sem einkenn- ir belgíska þjálfara. Belgamir em alltaf með rembing, ef einhver kem- ur mínútu of seint er hann sektaður. Haan sagði bara, mættu á réttum tíma næst, og það virkaði betur á menn. Nú var líka loksins óhætt að segja sitt álit og ræða málin opinskátt. Það var hægt að rífast við Haan og rökræða um knatt- spymuna, hann var opinn fyrir öllu og leyfði mönnum að hafa sjálf- stæðar skoðanir." Spennaní vor Um þetta leyti var Amór mikið í fréttum og belgísku blöðin gerðu sér mat úr áhuga Kölnar. Het Volk sagði líka að Bayem Munchen hefði boðið 60 miljónir í Arnór en hann heyrði aldrei um þann áhuga frá öðmm aðilum og hefur ekki hug- mynd um hvort einhver fótur hafi verið fyrir þeirri frétt. Spennan var orðin gífurleg. And- erlecht og Mechelen jöfn að stigum þegar tveimur umferðum var ólok- ið, Amór markahæstur með 17 mörk og Martens næstur með 16. I 33. og næstsíðustu umferð lék Anderlecht við Gent á heimavelli og sigraði 1—0. Þar skoraði Amór sigurmarkið, enn einu sinni með skalla eftir fyrirgjöf frá Vercauter- en. Anderlecht lék ekki vel en einbeitti sér að því að vinna leikinn til að vera í góðri stöðu fyrir loka- umferðina. Mechelen vann líka, bæði félögin komin með 55 stig en Anderlecht átti eftir útileik gegn botnliðinu Berchem sem var fallið í 2. deild. Mechelen átti að sækja heim Club Brugge sem þurfti stig til að tryggja sér Evrópusæti. Að þessum leik loknum gerði Amór sér grein fyrir því að innan seiling- ar væru hlutir sem hann hafði aldrei látið sig dreyma um, allra síst eftir allt sem á undan var gengið síðustu árin. Nú fann hann að laun erfíðis- ins væm á næstu grösum. And- erlecht átti góða möguleika á meistaratitlinum, hann var sjálfur kominn með tveimur mörkum fleira en næstu menn, 18 gegn 16, og svo kom það þriðja til. Het Nieuwsblad útneftiir jafnan besta leikmann Belgíu á hveiju vori og þá nafnbót fær sá sem flest stig hlýtur í einkun- nagjöf blaðsins fyrir 1. deildarleiki vetrarins. Amór hafði allt tímabilið verið í námunda við toppinn en gaf því ekki sérstakan gaum lengi vel, fylgdist með því útundan sér. Eftir leikinn gegn Gent var hann skyndi- lega búinn að taka forystuna. Staðan var sú að hann hafði það í hendi sér að vera valinn besti knatt- spymumaður Belgíu, þurfti ríflega miðlungsleik gegn Berchem til að vera ömggur með þann titil. Vikan var óbærilega lengi að líða og alls staðar kraumaði spennan og eftirvæntingin undir. Blöðin vom alla daga uppfull af umfjöllun um það sem í vændum var, Amór var fenginn í sjónvarpsþátt ásamt Haan þjálfara þar sem þeir sátu gegnt leikmanni og þjálfara frá Mechelen og ræddu um lokaumferðina og möguleikana sem fyrir hendi vom. Ólöf og Eiður Smári vom eirðarlaus heima fyrir — þau vom jafnvel enn spenntari en sá þriðji á heimilinu sem þó var í miðri hringiðunni og allt snerist í kringum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.