Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 37 Sovétríkin: Óhóflegur gróði samvinnufyrirtækja - segir málgagn kommúnistaflokksins Moskvu, Reuter. DAGBLAÐIÐ Pravda, málgagn sovéska kommúnistaflokksins hvatti til þess í gær að skattar nýrra samvinnufyrirtækja yrðu hækkaðir þar sem auðsöfnun fyr- irtækjanna væri óhófleg. í frétt málgansins sagði að 9.000 ný samvinnufyrirtæki hefðu hafið starfsemi á þessu ári í samræmi við umbótaáætlun Míkhaíls S. Gorb- atsjovs, leiðtoga sovéska kommúni- stafiokksins. 90.000 starfsmenn hefðu verið ráðnir til þessara fyrir- tækja en í ljós hefði komið að tilteknir starfsmenn hefðu náð að afla tekna sem væru í engu samræmi við vinnu- framlag þeirra sökum þess hve skattakerfið væri meingallað. James Baldwin látinn Nízza, Reuter. BANDARÍSKI rithöfundurinn James Baldwin lést af völdum magakrabbameins í gær 63 ára að aldri. í verkum sínum fjallaði hann einkum um stöðu svertingja í Bandarikjunum. Baldwin var sonur babtistaprests og ólst upp í Hariem-hverfi í New York. Hann barðist alla tíð fyrir rétti svartra manna í landi sínu. Fyrsta skáldsaga hans Go Tell It On The Mountain kom út árið 1953 og þyk- ir hún jafnframt vera besta verk höfundar. Hún fjallar um pílagríms- för svertingjafjölskyldu frá Suð- urríkjunum til norðurhluta Bandaríkjanna. Árið 1948 yfirgaf Baldwin Bandarikin vegna kyn- Nefndi blaðið sem dæmi að kaffi- hús eitt í Moskvu hefði haft 500.000 rúblna (um 32 milljónir ísl kr.) veltu frá þvi það tók til starfa í marsmán- uði en einungis greitt þrjú prósent veltunnar í skatt. Einnig var nefnt að fyrirtæki eitt, sem sérhæfir sig í gerð límmiða, sem festir eru á bif- reiðar, hefði haft óheyrilegar telqur. Ennfremur hefði komið í ljós að fjöl- margir starfsmenn samvinnufyrir- tækjanna hefðu einnig starf með höndum hjá ríkinu. Að lokum var hvatt til þess að skattar þessara fyrirtækja yrðu hækkaðir. Lét blaðið þá skoðun í ljós í að hvers kyns þjónustu- og fram- leiðslufyrirtæki ættu að greiða 13 prósent ágóðans til ríkisins. James Baldwin þáttaofsókna og settist að í Frakk- landi. Þegar mannréttindahreyfing- um óx fiskur um hrygg á sjötta áratugnum hvarf Baldwin aftur til Bandaríkjanna og gekk til liðs við leiðtoga svertingja Martin Luther King. Efri árum sínum eyddi hann á sólríkri Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Viðræður um fækkun í hinum hefðbundna herafla taka jafnt til hergagna sem mannafla. slíkan vanda að etja. Stefnan verður hér eftir sem hingað til mótuð í Moskvu. Vandi Vesturlanda Gorbatsjov er umhugað um að ná fram samningi um fækkun hins hefðbundna herafla. Hann gerir sér grein fyrir því að vestræn ríki eru sein í svifum og í því er veikleiki þeirra fólginn. Fallist NATO-ríkin á verulegan niðurskurð í hinum hefð- bundna herafla verður illmögulegt að bregðast við ákveði Sovétmenn að hundsa gerða samninga og fjölga aftur í herliði sínu á því svæði sem samningurinn tekur til. Á Vesturl- öndum yrði því haldið fram að NATO væri að ganga á bak samn- ingi um takmörkun vígbúnaðar þó svo að Sovétmenn hefðu þegar brot- ið hann. Þannig virtu Sovétmenn aldrei ákvæði SALT-II samkomu- lagsins um takmörkun langdrægra lqamorkuvopna en hins vegar ætl- aði allt að ganga af göflunum er Ronald Reagan Bandaríkjaforseti tilkynnti að Bandaríkjamenn hygð- ust fara fram úr ákvæðum samn- ingsins. Vestræn ríki munu ávallt eiga við þennan vanda að etja. Hættan er sem sé fólgin í því að samið verði um of mikla fækkun heraflans á of skömmum tíma. NATO-ríkin ættu því að einbeita sér að því að ná fram hóflegri fækkun þannig að jöfnuður ríki milli austurs og vesturs að þessu leyti. Jafnframt þessu verða NATO-ríkin að setja ströng skilyrði varðandi eftirlit. Ef í ljós kemur að samningurinn kemur að gagni er óhætt að huga að frekari niður- skurði. Stytt úr The Economist Reuter Míkhaíl Gorbatsjov á tali við Tom Brokaw, fréttamann NBC-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku, að lo- knu sjálfu viðtalinu. Gorbatsjov í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina: Sovétmenn stunda sínar eigin geimvarnarannsóknir Washington. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, leiðtogi Sovétrikjanna, sagði i viðtali, sem NBC-sjónvarpsstöðin bandaríska átti við hann og birt var í fyrradag, að Sovét- menn stunduðu sínar eigin geimvarnarannsóknir. Sagði hann einnig, að geimvarnaá- ætlunin ætti ekki erindi inn i samningaviðræður á þessu stigi. Gorbatsjov sagði m.a. í viðtal- inu, sem er það fyrsta, sem hann á við bandaríska sjónvarpsstöð, að Sovétmenn gæfu Bandaríkja- mönnum ekkert eftir í rannsókn- um á geimvömum „en við ætlum ekki að koma slíku vamarkerfí fyrir í geimnum og skorum á Bandaríkjastjóm að láta það ógert. Ef hún verður ekki við þeirri áskorun munum við finna verðugt svar". Þegar embættismenn Hvíta hússins vom inntir álits á þessum ummælum sögðu þeir, að í þeim væri ekkert nýtt að fínna, fyrir löngu væri vitað, að Sovétmenn ynnu að sínu eigin geimvarnakerfí. Gorbatsjov sagði einnig, að unnt ætti að vera að fækka langdræg- um eldflaugun stórveldanna um helming hvað sem liði geimvamaá- ætluninni en að því tilskildu, að ABM-gagneldflaugasáttmálinn yrði virtur I hvívetna. Kvaðst hann einnig vongóður um, að Washing- ton-heimsóknin gæti orðið upphaf- ið að árangursríkum samningum um fjöldamörg mál, m.a. um Afg- anistanmálið. 'ÉLAGIÐ HÆTTA A STAFSETNINGARVILLUM OG RITVILLUM HVERFUR NÁNAST EF PÚ BEITIR ORÐSNILLD. Orðsnilld (Word Perfect) inniheldur m.a. orðabók með 106.000 íslenskum orðum sem auka má við eftir þörfum notenda. Allar valmyndir og skipanireru á íslensku. EFNI: Skipanir kerfisins • Æfingar í notkun Orðsnilldar • Möguleikar orðasafns • Helstu stýrikerfisskipanir LEIÐBEINANDI: Ftagna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari. TÍMI OG STAÐUR: 14.-17. des. kl. 8.30 - 12.30 að Ánanaustum 15. INNRITUN ER AÐ LJÚKA h Einkatölvur 7.-10. des., DBASE111+ 7. - 9. des. og Stjórnun/forystuhlutverkið 7. - 10. des. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ. Stjórnunarfélag Islands Ananaustum 15 Sími 62 10 66 =
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.